Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ■ ■ rnn n z % -i LJ luJ CC CC Gallerí > l.istIhisímii í l.mipmhil BETRI JOLAGJAFIR KLUKKNASPIL FYRIR SUMARBÚSTAÐI OG ÖLL HEIMILI Myndlist, Leirlist Glerlist, Siníðajárn Listspeglar, Gjafavörur Þrautreyndar uppþvottavélar sem hafa sannað gildl sitt á íslandi. Stærð: 12 manna Hæð: 85 cm Breidd: 60cm Dýpt: 60 cm Einnig: kæliskápar eldunartæki og þvottavélar á elnstöku verði FAGOR FAGOR LVE-95E Staögreltt kr. Afborgunarverð kr. 51.500 - Vlsa og Euro raögrelbslur RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 562 40 11 Áhendingar ú mjólkunimhúdum, nr. 57 af60. íslenskufrieðsla ú mjólkurumhúðum er samslarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar múlnefndar og Múlrœktarsjóðs. „Ást hafðir þú meyja Hér er vísa frá 13. öld sem margir kunna: Skafl beygjattu, skalli, þótt skúr á þig falli, ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. (Þórir jökull; úr íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar) Upp skalt á kjöl lclífa, köld er sjávar drífa, kostaðu hug þinn herða, hér muntu lífið verða. Hvað er að beygja skafl? ■nfpys ddn vtps Qy :jbas MJÓLKURSAMSAIAN ÍDAG Með morgunkaffinu Farsi IIÖGNIHREKKVÍSI " iVo/i/7 cr ur / " VELVAKANDI Svarar t sima 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Gefið þröstunum í HAUST þegar meiri- hluti skógarþrastanna flaug af landi brott, urðu mjög margir þrestir eftir í borginni. Nú, þegar jörðin er alþakin sjó, þá eiga þrestimir litla lífs- von nema þeim sé gefið. Þrátt fyrir það drepst hluti þeirra úr kulda og vosbúð. Mikill misskilningur er að þrestir éti mulin maís- korn. Þessi kom eru nán- ast eingöngu ætluð snjó- tittlingum. Þrestir éta epli, brauð, saxað kjöt og líkar vel við franskar kartöflur. Gunnar Þór Hallgrímsson, Víðihlíð 22. Dagblöðin ódýrari í Ameríku en á Islandi ÞAR SEM þið hjá Morgunblaðinu emð mjög vakandi um verðlag á nauðsynjum sem öðr- um vörum þá vil ég, und- irritaður, senda ykkur áskriftarverð á „Mogg- anum“ mínum, sem ég kalla svo, hér á Flórída. Eitt blað hér í Flórdía kostar 1,65 dollara og ef við margföldum það með 65 krónum íslensk- um kostar vikuáskriftin 107,25 krónur. Ef sú upphæð er margfölduð með 4,3, sem era vikum- ar í mánuðinum, er út- koman 461,18 króna á mánuði. Síðan kemur blaðið út sjö daga vikunnar, eða 365 sinnum á ári, ef til vill vegna þess að hér era fréttir eða fréttaefni ásamt auglýsingum sem þarf að koma til neyt- enda alla daga, hver veit. Sem sagt, hér er hægt að vera áskrifandi að þremur Morgunblöðum fyrir sama verð og á ykkar ágæta blaði. Pétur Hauksson Tapað/fundið Tvö gullhálsmen töpuðust TVÖ gullhálsmen töpuðust fyrir nokkrum vikum. Á annarri keðjunni hangir dropi með afmælissteini. Hafi einhver fundið keðjumar er hann beðinn að hringja í síma 567-0812. Týnd flauta KONAN sem hringdi til Velvakanda og sagði að lítil stúlka hefði tapað flautu, er beðin að hringja aftur. Velvak- andi. EF Hann hefði ætlað mér að fljúga, heldurðu ekki að Hann hefði sett í mig vélbúnað? ÞÚ mátt segja Guð- mundi að koma inn til að ræða launa- hækkunina. Víkveiji skrifar... HELDUR þykir Víkverja það djúpt í árinni tekið hjá herra Ólafi Skúlasyni, biskupi íslands, að kalla deilur prests og organista í Langholtskirkju reiðarslag fyrir kristni í landinu. Víkverji sér ekki betur en að aðallega sé deilt um keisarans skegg og persónulegir samskiptaörðugleikar kannski frekar orsök ósættisins en djúp- stæður guðfraéðilegur ágreiningur. Kristni á íslandi hefur nú orðið fyrir öðrum eins áföllum og ekki orðið meint af! xxx FYRIR nokkrum dögum vantaði skrifara frímerki á jólakortin eins og gengur. Í stað þess að fara á pósthús ákvað hann að stytta sér leið og kaupa þau í næstu nýlenduvöruverslun. Þar var honum tjáð að mörg ár væru liðin síðan hætt var að selja frí- merki þar. Svipuð svör fékk hann í annarri slíkri verslun í nágrenn- inu. Alveg viss um að bókaverslanir seldu frímerki hélt hann í næstu bókabúð og bar upp erindið. - Nei, sagði stúlkan, sem afgreiddi. - Við seljum ekki frímerki, en ef þig vantar jólakort þá eigum við nóg af þeim. Það var ekki vanda- málið að þessu sinni hjá skrifara heldur frímerkin. - Já, sagði stúlkan og var hin alúðlegasta. - Þau færðu á bensínstöð ESSO hérna hinum megin við hornið. Mikið rétt, þegar afgreiðslumað- urinn á bensínstöðinni var búinn að útskýra fyrir viðskiptavininum á undan muninn á einhvetjum smur- olíutegundum, seldi hann skrifara frímerki í sérstökum heftum. - Ekk- ert vandamál, hvað viltu mörg hefti, sagði hann og þurrkaði smuminginn af höndunum. Þar með var leyst úr þessum vanda skrifara sem hafði fengið enn eina staðfestinguna á vöruúrvalinu á bensínstöðvunum. xxx SÍÐUSTU línurnar í þessum pistli em sóttar í Dag á Akureyri. Þar er talað við Sigríði Waage, kaupmann í versluninni Ynju í Sunnuhlíð á Akureyri, um verslun- ina laugardaginn fyrir viku: „Sigríður segir að skemmtilegasti árstíminn sé síðasta vika fyrir jól þegar karlmenn komi til að kaupa undirföt á elskuna sína. Þá sé oft fullt út úr dymm og karlmenn stór hluti viðskiptavinanna. Þeir yngri hafi allar stærðir á hreinu, viti ná- kvæmlega hvernig vaxtarlag kon- unnar sé, en þeir sem séu komnir á miðjan aldur séu ekki eins klárir í stærðunum, enda verði eiginkonan alltaf eins og þeir kynntust henni fyrst. Þeir taki ekki eftir því þótt konurnar hafi eitthvað þroskast og bætt á sig örfáum kílóum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.