Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 35 - Q i j i I I « € Í i 4 haustið 1944. Frá þeim tíma á ég litla vasabók þar sem hann hefur ritað eigin hendi: Halldór Þormar Jónsson, Mel, f. 19. nóv. 1929. Morgunstund gefur gull í mund. Það er aldrei að vita hvort val málsháttar í slíku tilviki er út í blá- inn eða í alvöru gert og ef svo er hvort skilja beri sem heilræði eða sem hvatningarorð. Sá sem þetta ritar þekkti ekki daglega starfs- hætti Halldórs nógu vel til að vita hvort morgunstundir urðu honum drýgri til afkasta og fjár en aðrar stundir dagsins. En vitundin ein um sannleiksgildi góðs málsháttar er alltaf mikils virði. Eins getur orðið morguristund haft þama yfirfærða merkingu, sbr. morgunn lífsins og ævikvöld. Samkvæmt þeim skiln- ingi ætti það að gefa gull í mund þegar bestu ár ævinnar eru notuð vel til náms og menntunar. Frá unglingaskóla á Sauðárkróki lá leið Halldórs í Menntaskólann á Akureyri þar sem stúdentspróf var tekið fimm árum síðar eða vorið 1950. Halldór var góður námsmað- ur, greindur vel og gjörhugull. Góð- ar námsgáfur voru þó ekki spenntar til hins ítrasta í eftirsókn eftir háum einkunnum enda mörg önnur áhugamál við að fást. Halldór var maður vel á sig kominn líkamlega, fríður og föngulegur. Hann var glaðlyndur, hafði góða kímnigáfu, var ljúfmenni hið mesta á hverju sem gekk og skörungur í ræðu- stóli. Af þessu öllu samanlögðu varð hann maður vinsæll í skóla. í Háskóla íslands las Halldór lög- fræði. Nokkru eftir að því námi lauk var hann ráðinn framkvæmda- stjóri við fyrirtæki Sigurðar Ágústs- sonar í Stykkishólmi. Þar vestra lágu leiðir okkar enn saman og þar kynntist sá er þetta ritar fyrst Aðal- heiði Ormsdóttur, konu Halldórs, og minnist þess að hafa flutt hana um miðja nótt frá heimili þeirra hjóna á Moskóvick ’55, 10 hö, á St. Jósephs-spítalann þar í bæ þar sem hún ói stúlkubarn sem síðar hlaut nafnið Ingibjörg. Aðalheiður er mikil ágætiskona og bjó manni sínum og börnum gott heimili þar sem vel var tekið á móti gestum og gestrisni í heiðri höfð. Þarna tókust kynni milli heimila okkar sem alla tið hefur haldist. Frá Stykkishólmi fluttust þau hjón nokkrum árum síðar búferlum til Sauðárkróks þar sem þau áttu heima síðan að frádregnum nokkr- um árum á Siglufirði. Á Sauðár- króki var Halldór verslunarstjóri fyrst í stað, síðan um skeið fulltrúi sýslumanns á staðnum. Til Siglu- fjarðar fór Halldór í embætti bæjar- fógeta sem hann gegndi í nokkur ár og þaðan aftur til Sauðárkróks þar sem hann fékk embætti sýslu- manns. Margra ánægjulegra og skemmtilegra samverustunda með þeim hjónum er að minnast frá þessum árum sem hinum fyrri. Stellu, börnum þeirra hjóna, tengdabömum og barnabörnum vottum við hjónin okkar innilegustu samúð. Megi minningin um góðan dreng lengi endast. Sigrún Gísladóttir og Guðmundur Hansen. Menntaskólinn á Akureyri á fimmta tug aldarinnar. Dálítið ein- angruð menntastofnun, jafnvel með keim af Hólaskóla í farteski sínu. En þarna fékk margur landsbyggð- arunglingurinn uppfræðslu og naut þess unaðar, sem fólginn er í því að skiptast á skoðunum við skólafé- lagana og láta gamminn geisa í sínum hópi. Mikið hvað tíminn flaug hratt; fyrr en varði vorum við komin í 4. bekk þar sem Brynleifur Tóbíasson lét okkur beygja rosa og hneigja amo. í þessum bekk bundumst við nokkrir skólafélagar slíkum vin- áttuböndum að varla leið sá dagur, að við værum ekki inni á gafli hjá einhveijum félaganna og var þá stundum drollað fram á nótt. Alkunnugt er, að viðfangsefni geti gripið æskufólk á menntaskóla- áraaldri ákaflega sterkum tökum þar sem bekkjarfélagamir smitast hver af öðrum. í sumum bekkjum greip uym sig óskaplegur íþróttaá- hugi, aðrir iðkuðu tafl eða brids, en í okkar hópi greip um sig slíkur bókmenntaáhugi, að á örskömmum tíma urðum við furðu vel að okkur í nútímabókmenntum. Lon og don sátum við yfir mola- kaffí á Hótel KEA og höfðum á hraðbergi tilvitnanir í ljóð Jóhann- esar úr Kötlum, Davíðs Stefánsson- ar, Steins Steinars, Jóns úr Vör og fleiri skálda. Við lásum ekki aðeins ljóð skáldanna heldur ortum við sjálfír upp kvæði þeirra og sýndum hver öðmm. í þessum hópi voru auk okkar Halldórs, þeir Haukur Eiríksson blaðamaður sem lést árið 1963, Guðfinnur Magnússon frá Bolung- arvík, sem lést árið 1983, Baldur Hólmgeirsson leikari, en hann lést árið 1993. Eftir eru Erlendur Jóns- son bókmenntagagnrýnandi, Gunn- ar G. Schram prófessor og undirrit- aður. Sem sagt, tæpri hálfri öld síðar eru fjórir af sjö fallnir, allir langt fyrir aldur fram, svo ekki er að furða þótt stormur lífsins feyki minriingunum upp í fang þeirra, sem eftir lifa. Vorið 1950 lukum við stúdents- prófí og skunduðum glaðir á úti- samkomu, þar sem Halldór Þ. Jóns- son hafði orð fyrir nýstúdentahópn- um, og mæltist vel. Svo lá leiðin suður, í Háskólann á Melunum og áhugamál og við- fangsefni tóku að breytast, því að nú skákuðu örlögin okkur í ólíkt nám og síðan ólík störf á vettvangi daganna. Við Halldór vissum þó ætíð hvor af öðrum og ætíð varð fagnaðar- fundur þegar við hittumst. Halldór var vel af guði gerður, greindur og skemmtinn, umburðarlyndur og vinfastur. Þannig minnist ég hans, ekki síst frá menntaskólaárunum, þegar við bjuggumst jafnvel við því, félagar hans, að hann myndi láta að sér kveða í stjómmálum, svo snarpur og snjall ræðumaður sem hann var. Ég minnist hans, lögfræðistúd- ents á Gamla Garði þegar hann kynnti okkur fyrir greindri og glað- beittri ungri stúlku, Aðalheiði Ormsdóttur, og þau voru svo ást- fangin, að við félagamir töldum rétt að þau fengju að vera í friði og njóta ástar sinnar. Nokkru eftir að Halldór lauk lög- fræðinámi lá leiðin vestur í Stykkis- hólm, þar sem hann varð fram- kvæmdastjóri við fyrirtæki Sigurð- ar Ágústssonar. Þau Aðalheiður voru þá gift og farin að eignast börn og bum. Haustið 1959 vígðist ég prestur til Bijánslækjarprestakalls og var um veturinn viðloðandi á Barða- strönd, en gat þó ekki flutt þangað með fyölskyldu mína því að prests- húsið hélt hvorki vatn né vindum, gjörsamlega niðurnítt og óíbúðar- hæft. Þennan vetur átti ég oft leið yfir Breiðafjörð með litla mótor- bátnum Konráði, stundum í vondum veðmm, þegar vetraraldan hvít- bryddi hleinar og sker. Þá hlakkaði ég ávallt til að koma í Stykkishólm þar sem heimili þeirra Aðalheiðar og Halldórs stóð mér opið og már var í rauninni fagnað hvert sinn sem týndum syni. Þar gat ég líka hringt í íjölskyldu mína án þess að símtól heillar sveitar væru hafin á loft. Nokkrum sinnum kom ég á heinv ili þeirra á Sauðárkróki, eftir að þau höfðu búsest þar og Halldór var orðinn sýslumaður í æskuhéraði sínu. Og enn var sama sagan, vinar- þelið og gestrisnin góð. En nú hefur sól brugðið sumri. Halldór látinn, enn á góðum aldri. Sá fyórði úr hópi gömlu félaganna, eins og áður sagði. Með þessum fáu orðum vil ég þakka gömul og góð kynni. Konu hans og fjölskyldu færi ég innilegar samúðarkveðjur. Þótt „aldirnar leifí skörðu“ þá mun minningin um góðan æskufé- laga bregða ljósi á ógengna ævi- daga. Vertu kært kvaddur, gamli vinur. Signijón Einarsson. GUÐNI VILMUNDARSON + Guðni Vilmundarson fædd- ist að Löndum í Grindavík 23. mars 1923. Hann lést i Reykjavík 23. október og fór útförin fram 6. nóvember. ÞANN 23. október síðastliðinn lést eftir stutta sjúkrahúslegu elskuleg- ur tengdafaðir minn, Guðni Vil- mundarson múrari. Árin sem ég hef þekkt Guðna og eftirlifandi eigin- konu hans, Nínu Oddsdóttur, eru orðin mörg. Þegar ég kom fyrst í Búðargerðið til þeirra var mér tekið opnum örmum eins og alla tíð síð- an. í þá daga var þar í pössun eina barnabarnið, Nína Hildur, með ár- unum hefur þeim fjölgað og í dag eru þau orðin átta, þijár stelpur og fímm strákar sem flest hafa verið mikið í Búðó hjá ömmu og afa. Guðni var bamgóður með afbrigð- um og drekraði og lék mikið við barnabömin. Oft var það þannig að erfítt var að sjá hver það var sem skemmti sér best, Guðni eða krakkarnir. Er mér minnisstæður fastur siður þegar litlir drengir fengu lánaða derhúfu og vinnuvettl- inga afa, það var það albesta. Guðni var fróður maður, hafði gaman af lestri og ósjaldan kom maður svo í Búðagerðið að henn sæti ekki við borðstofuborðið við lestur. Hann var mjög félagslyndur og áhugasamur um menn og mál- efni. Ættfróður var hann með ein- dæmum og naut þess virkilega að geta rætt við fólk um þau mál til hins ýtrasta. Hann var mikill al- þýðubandalagsmaður og þegar feðgarnir voru saman komnir urðu oft miklar og stundum allheitar umræður um dægurmálin enda ansi margt sem betur mátti fara í þjóðfé- laginu að áliti Guðna, tengdadæt- urnar og Nína hlógu yfirleitt dátt að öllum æsingnum út af þessum smámunum. Alltaf var gott að koma í Búða- gerðið, setjast inn í eldhús, fá kaffi- sopa og spjalla. Spjallað var um alla heima og geima og sagðar sög- ur frá gamla tímanum, þetta voru notalegar stundir. Áður en Nína og Guðni fluttu í Búðagerðið bjuggu þau í Grunda- gerðinu, þaðan áttu þau margar góðar minningar. Þar bjuggu þau í risíbúð með strákana sína fjóra, Rósa elstan, þá Villa og Odd á svip- uðu reki og þann yngsta, Gunnar Gísla. Á hæðinni bjó Metta, móðir Nínu, og Jóhannes, fóstri hennar. í lq'allaranum bjó Helgi, bróðir Nínu, og Lára, kona hans, ásamt þremur bömum þeirra. Þetta voru góðir tímar í Grundagerðinu, stór samhent fjölskylda. Á þessum árum var Bústaðahverfíð í uppbyggingu, mikið bamahverfí, alltaf nóg af krökkum að leika sér við og mikið um að vera. Með fjóra hressa, unga stráka hefur ömgglega oft gengið mikið á, innanhúss sem utan. Oftar en einu sinni spurði ég Nínu og Guðna hvort þetta hafi ekki verið heilmikið mál að vera með fjóra stráka? Viðkvæðið var alltaf hjá Nínu: „Þeir vom alltaf svo góðir, ég man ekki eftir öðru.“ Guðni sagði ekki mikið við þessari spurningu minni, en brosti íbygginn. Guðni var lærður múrari og vann við þá iðn í rúmlega 40 ár. Rósi, Villi og Oddur handlönguðu allir hjá pabba sínum sem unglingar skemur eða lengur. Múrverkið er líkamlega erfið og slítandi vinna. Þar hjálpast ýmislegt að, klifur í stigum og stillösum, erfiðar vinnu- stellingar, óupphitaðar byggingar, vinna jafnt inni sem úti, sumar sem vetur, að vera í stöðugri návist við ryk og í ofanálag íslenska veðrið sem á engan sinn líka. Þrátt fyrir þetta fannst mér Guðni alltaf jafn léttur á fæti. Oddur var sá sem fetaði í fótspor föður síns og lærði múrverk. Unnu þeir feðgar mikið saman og éftir að Guðni var hættur að vinna við iðnina kom hann iðu- lega við hjá Oddi til að sjá hvernig gengi, fá sér kaffísopa með félögun- um og spjalla. Það vantar mikið þegar Guðni kemur ekki lengur við. Nína og Guðni voru ákaflega samrýnd, t.d. spiluðu mikið, gátu spilað tímunum saman og að tapa spili var ekki það sem Guðni kaus helst. Var spilað mikið í fjölskyld- unni og gaman að fylgjast með hversu keppnisskapið var einkenn- andi fyrir marga, unga sem aldna. Sumarbústað byggðu þau hjón í landi múrarafélagsins í Öndverðar- nesi, með aðstoð margra góðra manna hef ég heyrt, þar á meðal strákanna og bróður Nlnu. Þarigað hafa þau farið reglulega I gegnum árin og oft var margt um manninn, ef ekki var pláss fyrir alla innan dyra var að sjálfsögðu slegið upp tjaldi. Þetta er orðinn mikill sælu- reitur og trén sem þau hafa gróður- sett eru orðin mörg og hafa dafnað vel vegna stöðugrar aðhlynningar og endurbóta á gróðri og landi, nú síðast í sumar þegar Guðni, Nína og krakkamir voru að slétta úr þúfunum í landinu. Guðni og Nína nutu þess að ferð- ast um landið sitt og fóru víða. Sumarið 1990 fóru þau í fyrsta sinn til útlanda til Vilmundar og fjöl- skyldu sem býr í London. Það var ákaflega ánægjulegt að fá þau í heimsókn og margt nýtt að sjá fyr- ir þau, s.s. allur gróður, veðrátta, fjölbreytt fuglá- og dýralíf, að ótöld- um söfnum borgarinnar sem voru ótrautt heimsótt. Einnig man ég eftir hvað þeim fannst lestimar framandi. Með einni slíkri fórum við til Pool sem er bær á suður- strönd Englands í heimsókn til bróðurdóttur Guðna sem þar býr ásamt fjölskyldu sinni. Ekið var um nærliggjandi sveitir og var þetta öllum ógleymanlegur tími. Nína og Guðni glöddu okkur mikið með því að koma aftur í heimsókn til okkar 1992 og vera yfír jól og áramót, var það mjög notalegur tími því að vera fjarri öllum skyldmennum yfír jól og sérstaklega nýár er ógaman. Ég kom í stutta heimsókn til ís- lands ásamt yngsta syni mínum rétt áður en Guðni var lagður inn á Borgarspítalann. Það var ánægju- legt að hitta tengdaforeldrana aftur eftir heil tvö ár og mikið var spjall- að. Strákur fór með afa út að labba og versla fyrir ömmu. Eftir göngut-* úrinn var hann spurður hvemig hefði verið, svarið var eitthvað á þessa leið „fyrst hittum við einn mann og afí talaði við hann og strax á eftir hittum við annan mann og afí talaði líka við hann“. Þannig var Guðni, þekkti marga og hafði tíma til og gaman af að spjalla. Það er erfítt að gera sér í hugar- lund að eiga ekki eftir að hitta Guðna aftur kátan og hressan í Búðagerðinu annaðhvort að atast í krökkunum, spjalla um dægurmál- in, sitja við lestur eða að snúast í kringum Nínu. Hans er sárt saknað og hjá bamabörnunum er missirinn mikill. • Elsku Nína, það er erfitt að búa svona langt í burtu, og að geta ekki verið hjá þér á þessum erfiðu tímum. Það líður varla sá dagur að við hugsum ekki til ykkar og rifjum upp góðar stundir. Blessuð sé minning Guðna Vil- mundarsonar. Tengdadóttir. t Eiginmaður minn, SIGURGEIR STEFÁNSSON, Sléttahrauni 34, Hafnarfir&i, lést á Sólvangi 21. desember. Þorbjörg Þórarinsdóttir. t Elskuleg systir okkar, RAGNHEIÐUR KARLSDÓTTIR, Þórsgötu 19, lést í Landakotsspítala 21. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Karlsdóttir, Þorsteinn Karlsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, HÖRÐUR HEIÐAR JÓNSSON, Tómasarhaga 46, Reykjavík, lést föstudaginn 22. desember. Ermelinda Fjóla Jónsson, Bjarki Heiðar, Anna Björg Harðardóttir, Elín Snædis Harðardóttir. t Elskulegur faðir okkar, KRISTJÁN ÁGÚST JÓNASSON frá Lýsudal i Staðarsveit, Vaibergi v/Suðurlandsveg, andaðist 21. desember. Jarðarförin auglýst siðar. Elfnbjörg Kristjánsdóttir, Ásgerður Ágústa Kristjánsdóttir, Jóna Fanney Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.