Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ f Launin i Hanstholm Liíio á Undanfarín þrjú ár hafa um 200 íslendingar flutt til Hanstholm. Þó atvinnuleysið í Dan- mörku sé um 10 prósent er samt hægt að fá vinnu þar. En hvað er það sem laðar land- ann til þessa litla sjávarþorps, eru það bara launin, hvernig er lífíð þar og hvað bíður þar? Sigrún Davíðsdóttir heimsótti íslensku nýlenduna í Hanstholm og svipaðist um þar. UM ALDIR hefur verið stund- uð útgerð frá vesturströnd Jótlands. Bærinn Hanst- holm er brostinn draumur stjórnmálamanna um skipulagðanr útgerðarbæ, sem átti að laða að um 25 þúsund manns, eftir að ný höfn var opnuð þar 1967. En íbúarnir í nýja út- gerðarbænum urðu aldrei nema þrjú þúsund. Eins og annars stað- ar hefur útgerð og fiskvinnsla átt í erfiðleikum, en þarna er líka að finna vel rekin og stöndug fyrir- tæki, sem tekist hefur að aðlaga sig aðstæðum. Skipulag eða ofskipulag? Hanstholm hét áður Hansted og þar var rekin útgerð í smáum stíl fram að seinni heimsstyrjöld- inni. Eftir að Þjóðverjar hertóku Danmörku lokuðu þeir svæðinu af og íbúarnir voru neyddir til að flytja. Síðan hófu Þjóðverjar gríð- armiklar framkvæmdir þar og reistu á stuttum tíma eitt mesta hernaðarvirki Evrópu. Meðal ann- ars komu þeir fyrir fjórum fall- byssum sem stjórnað var frá neð- anjarðarmannvirkjum, er teygðu sig margar hæðir niður í jörðina. Þeir byggðu sjúkrahús, leikhús og kvikmyndahús, er skáru sig úr gömlu hvítu húsunum með Nes- stofusniði. Reisulegar múrsteins- byggingar eru enn nýttar. En einnig í Danmörku er rekin byggðastefna. Drífandi menn á Jótlandi höfðu lengi látið sig dreyma stóra drauma um mikinn útgerðarbæ á vesturströndinni. Árið 1967 voru stórfengleg hafn- armannvirki vígð í Hanstholm að viðstöddum Danakonungi og öðr- um stórmennum. Fyrst eftir að BÆRINN var skipulagður frá grunni. íbúðahverfin eru með einsleitum blæ og verslunar- og þjón- ustumiðstöðin (t.h.) hýsir verslanir, banka, grillstað og annað sem þurfa þykir. höfnin var vígð 1967 dreif að fólk, en íbúarnir urðu aldrei mikið fleiri en þau þrjú þúsund sem nú búa þar. Upp úr 1970 var meðalaldur bæjarbúa sextán ár, en nú eru flestir þar á sextugs aldri. Bærinn kallaðist Klondyke Jótlands eftir bandaríska gullgrafarabænum, því þarna voru uppgangstímar og mikla vinnu að fá. Bæjarbragurinn bar þess merki að flestir voru að- fluttir og hópurinn sundurleitur. Bæjarskipulagið ber merki tískukenninga sjöunda áratugsins, þegar best þótti að skipta bæjum upp. íbúðarhverfi með litlum lóð- um í einum stað, innkaupamið- stöðvar í öðrum og iðnaðar- og atvinnuhúsnæði í þeim þriðja og þannig er Hanstholm. Hólar og bakkar bæjarins gætu verið fallegt bæjarstæði. íbúðahverfinu var hins vegar komið fyrir í lægð. Útsýnið er garður nágrannans, kannski til að fá skjól, því þarna er nokkuð veðrasamt á danskan mælikvarða. íslendingarnir sakna líka útsýnis. i íbúðarhverfið er lokað umferð, tengt með göngustígum og börnin komast gangandi eða hjólandi í skólann án þess að fara nokkurn tímann út á götu. „Hér er heldur Af hverju flytja Islend- inoar til Hanstholm? ÞEGAR um 200 íslendingar hafa flutt frá ýmsum litlum byggð- arlögum á Jslandi á aðeins þremur árum vírðist ástæða ti! að spyrja hvers vegna svo sé. Hvað er það sem fær heilu fjölskyldurnar til að taka sig upp og flytja búferl- um sisona? „Það segir kannski eng- inn hreint út af hverju hann flyt- ur", segir einn hinn brottfluttu. Ævintýraþrá, löngun til að prófa eitthvað nýtt, og af hverju þá ekki alveg eins Hanstholm og Reykjavík, hörð lífsbarátta og lífsgæðakapp- hlaup, atvinnuleysi, skuldir eða per- sónulega vandamál . . . Allt getur þetta verið ástæða eða sambland af þessu. En svarið segir ekki að- eins til um landið, sem fólk flytur til, heldur bregður það upp mynd af landinu, sem flutt er frá. Af hverju einmitt Hanstholm? Af samtölum við íslensku íbúana í Hanstholm má ráða að bærinn hafi oft orðið fyrir valinu af því menn höfðu heyrt af öðrum löndum þar. Orðsporið hófst, þegar íslend- ingur sem þar bjó auglýsti húsið sitt til sölu á íslandi og nefndi í auglýsingunni að þama væri næg vinna. Enginn efi er á að mörgum finnst það þægileg tilhugsun að flytja þangað sem landinn er fyrir. Færeyingar hafa haft svipaðan háttinn á og í Hirtshals er nú stór Færeyinganýlenda. Flestir íslensku útflytjendanna hafa annaðhvort iðnmenntun eða litla menntun, en mikla reynslu af að starfa í físki. Þá er það kostur að flytja til Hanst- holm, því þar eru mörg fiskvinnslu- fyrirtæki. Enn er fólk svo nýkomið á stað- inn að það er varla farið að horfa í aðrar áttir, en af samræðum við fólk mátti marka að margir gætu hugsað sér að fara annað, þegar þeir hefðu náð málinu og ef vinna fengist. Aðrir hafa hugsað sér að vinna um hríð og fara svo jafnvel í eitthvert nám, því það er góður möguleiki, ekki síst fyrir fólk, sem annars er af skólaaldrí. Annars væri Hanstholm kjörinn staður, því þar fengi fólk vinnu, þar sem það kynni til verka. Hvar íslendingarnir verða eftir fimm eða tíu ár er því enn óljóst. Ævintýraþrá og hillingar Fréttir hafa borist til íslands frá Hanstholm um að margir íslending- anna hafi flutt vegna skuldabasls og vesens heíma. Af yfirbragðí ís- lendinganýlendunnar er þó vart hægt að draga þær ályktanir að það sé útbreidd ástæða. Langsam- lega flestir hafa komið með fé með sér og fest kaup á húsnæði. Þeir þykja hið besta vinnuafl, svo varla er mikið um vandræðafólk í hópn- um, þó alltaf sé misjafn sauður í mörgu fé. Margir nefna ævintýraþrá og löngun til að breyta til. Langflestir koma frá byggðarlögum utan Reykjavíkur og vegalengdir eru ein- faldlega orðnar þannig að það þyk- ir ekki meira að flytja til Hanstholm en Reykjavíkur. Einn íslensku land- nemanna í Hanstholm hafði á orði að það þyrfti lítið áræði til að flytja þangað, miðað við það áræði sem Ameríkufararnir hefðu sýnt á sín- um tíma. Það fælist varla nokkur áhætta í Hanstholmför. Þegar börn- in þurfa aðsækja menntun um langan veg á íslandi er það kostnað- arsamt. Einn íslenski viðmælandinn á strák í iðnnámi í bæ í grennd- inni. Strákurinn er í heimavist, sem kostar 900 danskar krónur eða rétt um tíu þúsund íslenskar á mánuði. „Og þegar ég er með um 100 krón- ur danskar á tímann og fæ um sextíu krónur af þeim eftir skatt, þá er þetta ekki stórt dæmi," segir faðirinn. Áhættan er kannski lítil, miðað við Ameríkuævintýrið fyrir einni öld. En það þarf vilja til að takast á við nýjar aðstæður. Þó vinna fá- ist, barnapössun, menntun fyrir börnín, sumarfrí og fleiri gæði þá er það gífurlegt álag á einstaklinga og fjölskyldur að koma sér fyrir, ekki síst þegar það gerist innan sömu fjölskyldu að sumir kunna við sig og aðrir ekki. Og gömul vanda- mál að heiman flytja með, því mað- ur skilur ekki sjálfan sig og sálar- tetrið eftir og kaupir sér nýtt. Það veitist heldur ekki öllum auðvelt að vera útlendingur. „Ég sá lífið hérna í hillingum, áður en við fluttum", segir ein konan og þó hún hafi aldrei verið atvinnulaus heima er afkoman hér mun betri. En fjárhagsafkoman er ekki allt. „Peningarnir eru hér, en lífið er á Islandi. Ég færi heim eins og skot, ef ég fengi sömu laun heima og hér." Heldur meiri ráðstöfunartekjur fyrir minni vinnu Flestum hinna brottfluttu kemur saman um að þeir hafi meira milli handanna á nýja staðnum. Ekki aðeins vegna þess að launin eru hærri, heldur einnig af því að verð- lag sé heldur lægra og peningarnir nýtist betur. Líka af því að Islend- ingarnir fara ósjálfrátt að taka Dani sér til fyrirmyndar í nýtni og sparsemi. Mesti munurinn er að í Hanst- holm nást sömu eða heldur hærri laun og heima fyrir, en bara með miklu skemmri vinnutíma. Sjö tíma vinnudagur er nýlunda fyrir nánast alla íslendingana og eins það að ekki er unnið nema fimm daga vik- unnar. Þar við bætist fimm vikna sumarfrí. Heima var sumarfrí fræðileg stærð á pappír, sem freist- andi var að vinna af sér. Hér kem- ur hvorki til greina yfirvinna né að sleppa sumarfríinu. Þeir sem flytja vita af laununum og vinnuskilyrð- um og enginn vafi er á að þessi atriði vega þungt. En það er unnið á fullu þá sjö tíma sem unnið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.