Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ IB læstu námskeið um næstu ¦RÐU . LETTA helgl DANSSYEIFLU Á TVEIM DÖGUM! Áhugahópur um almenna dansþáttiöku á íslandi 557 7700 hringdu núna ÞJOFAVARNARKERFI fýrir heimiíi, fyrirtæki og stofnanir A MJOG HAGSTÆÐU VERÐI Við kerfin má tengja fleiri skynjara, símhringingabúnað, reykskynjara og fleira. KERFIN ERU ÞRÁÐLAUS og því mjög ódýr og auðveld í uppsetningu. Veitum tæknilega ráðgjöf. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni28 g 562 2901 og 562 2900 Jógaeróbikk Andleg ok líkamleg vellíðan Æfingar sameina brennslujjHF styrkingu, teygjur og slökun. Kennslustartir: World Class Hádegiþri., fim., kl. 12.05. Mán.,mið.kl. 19.40. Sími 553 5000 * Æfingastudeo Þri.,fim.kl. 17.20./! Sími 421 4828. é-. / ¦ Berta Guðmundsdóttir leiðbeinandi LISTIR ¦:. !¦•- . > ¦_;,:_ !,; :,(,; , .!¦.,,'»<: . %>¦*&¦&*!¦¦. *;»¦ fri-X-y. ¦¦>'< '.'¦ ' • **vtoem-ilt**H UUDKULTUR Ett tonsprák skrovligt som lava ¦) Leife Sagasymlonin í ám törsta tompletta ínspeíningen íjydmassig! ssn*»f»»8ll 1 JON LEIFS ii ,-¦ i a N f> BTMTHONT ORCRESTR, OSJlJO VÁ>'SKÁ Tónmál hrjúft semhraun Sögusinfónía Jóns Leifs, á hljómdiski í út- gáfu Roberts von Bahr, „BIS", seldist á skömmum tíma upp í Svíþjóð í haust, í kjöl- far afar lofsamlegs dóms Carls-Gunnars - ¦ ' " Ahléns, tónlistargagnrýnanda Svenska Dag- bladet Sögusinfónían er sömuleiðis uppseld hér á landi, samkvæmt upplýsingum innflytj- andans, Japís. c 1 ARL-Gunnar Ahlén segir í dómi sínum: „Ef trúin gæti fært fjöll gæti Sögusinfónía Jóns Leifs fært alla íslensku eld- fjallaeyjuna nær meg- inlandinu, þegar nógu margir geta heyrt þessa fyrst heildstæðu og hvað hljóð varðar mögnuðu upptöku. Það má segja að nýtt tíma- tal hefjist. Þó er tónmálið ekki á nokkurn hátt aðlað- andi eða þægilega deyf- andi heldur hrjúft sem hraun og níst- andi líkt og íshafsstormur. Eðlileg viðbrögð í fyrsta skipti væru angist fremur en hrifning, en maður heill- ast. Þegar raunveruleikinn blasir við á ný hefur veröldin breyst, jafnvel þó að manni falli ekki tónlistin. Hvað er það sem hefur fengið BIS til að ferja 350 kíló af upp- tökutækjum til Reykja- víkur? Af hverju veðset- ur fólk hús sín til að geta fjármagnað tón- listarkvikmynd um líf Jóns Leifs? Tár úr steini var nýlega frumsýnd og tónlist myndarinnar hefur verið gefin út af Icelandic Music Inform- ation Centre (íslensku tónverkamiðstöðinni). Hvað er það sem gerir Leifs lífsnauðsynlega Núí Kópavogs Hamraborg 1, v/ Skeljabrekku. Eldhúsinnréttingar - gott úrval, hagstætt verö. Allar pantanir í janúar afgreiddar samkvæmt verölista síðasta árs. Nýr verölisti tekur gildi 1. febrúar 1996. Fataskápar á sérstöku kynningarveröi í janúar. Margvíslegt útlit, rennihuröar og heföbundnar. Allir rennihuröskápar sérsmíöaöir eftir máli án aukakostnaöar. Jón Leifs tónlist Jóns fyrir unga tónlistarmenn nútímans? Hugsanlega það að hún sækir kraft sinn til þess andlega styrks er tónskáldið eitt sinn virkjaði til að reyna að hagga fjallinu, það er að ná hinu óframkvæmanlega. Einn með gyðingafjölskyldu sinni í Þýska- landi nasismans, niðurlægðari og vonsviknari en flestir aðrir í tónlist- arsögunni, samdi hann risastór hljómsveitarverk og ór- - atoríur fyrir land sem þá átti enga sinfóníuhljóm- sveit, hvað þá jafnhæfi- leikaríka slagverkstón- listarmenn og Sögusin- fónían krefst. Það var ekki fyrr en síðastliðið __ vor, 27 árum eftir að tónskáldið lést, að tæknin við tónlist- arflutning var komin jafnfætis draumsýnum hans. Loksins hefur Sinfóníuhljómsveit íslands gert þann langþráða draum að veruleika að flytja þetta verk á réttum hraða og án styttinga. Sögusinfónían var frumflutt í Helsinki 18. september 1950 ogvar það eitt fárra tækifæra sem Jón Leifs hafði til að heyra eigin tónlist og verða fyrir barðinu á taumlausri fyrirlitningu tónleikagesta. Þetta hlýtur að hafa hljómað hræðilega. Samkvæmt minnispunktum í radd- skrá þurfti Jussi Jalas 63 mínútur til að flytja verkið samanborið við Valdi íslensk- an félagsskap sinn af mikilli kostgæfni 54 mínútur hjá Osmo Vánská. Styttingarnar, sem smám saman urðu að viðtekinni venju, og ekki bara styttu sinfóníuna um fimmtung heldur fjarlægðu allan snefil af há- tindi í uppbyggingu, voru vissulega samþykktar af tónskáldinu, en hverra kosta átti það völ? Það réð enginn við jafnflóknar slagverkslín- ur á meðan á ævi .þess stóð og hinn augljóslega óheppilegi stjórnandi, Jalas, sem sat ekki á efasemdum sínum, fór einungis fram á þægileg- ar lausnir. Það var líklega fyrst og fremst vegna gamallar vináttu sem hann tók að sér frumflutning verksins á íslandi árið 1972 og plötuupptöku fjórum árum síðar. Þrátt fyrir veru- lega listræna vankanta plötunnar var Jalas fenginn til að flytja verkið tvisvar í Stokkhólmi 1981. Ljósritin af nótunum voru hins vegar orðin það máð að einungis var hægt að leika annan og fímmta þátt verks- ins, sem líklega var það besta í stöð- unni. Jón Leifs taldi, að einhverju leyti réttilega, að slagverkshljóðfærin í hefðbundnum hljómsveitum væru afsprengi dæmigerðrar Miðjarðar- hafsmenningar, menningar er væri hinu hrjúfa norræna kyni framandi. Þess vegna kynnti hann til sögunnar hóp nýrra hljóðfæra er samtíðar- menn hans höfðu einungis að háði og spotti. Segja má að hann styðjist við hljðmsveit af hefðbundinni Bra- hms-gerð eh bæti ekki einungis við trommum, þríhornum, gongum og fötum, xýlófón og víbrófón, bjöllum og svipu, heldur einnig svakalegum hljóðuppsprettum á borð við skildi úr tré, leðri og málmum sem og steinum, hömrum og steðjum af mismunandi stærð. Þegar Jón Leifs byrjaði að semja sína einu sinfóníu í mars 1941 með Faustsinfóníuna að fyrirmynd og í því skyni að draga upp mynd af nokkrum áhrifamiklum persónum í íslendingasögunum var hann í raun talinn óæskileg persóna í Þýska- landi. Einungis nokkrum dögum áður hafði hann verið auðmýktur sem aldrei fyrr. Á meðan hann stjórnaði Orgelsinfóníu sinni í Berlín tæmdist salurinn á bak við hann. Hann valdi íslenskan félagsskap sinn af mikilli kostgæfni. Einungis þá er aðstoðuðu hann við að viðhalda sjálfsvirðing- unni. Skarphéðinn með hina banvænu mælsku __ sína, hina stoltu Guðrúnu Ósvífursdóttur er brosti gagnvart morðingjum bónda síns, Kári Sölmundarson er hefndi Njáls, Grettir Ásmundarson hinn friðlausi og Þormóður Kolbrúnarskáld er deyjandi dregur örina úr hjarta sínu og gantast um leið. Á sextán mánuð- um varð til verk og verður segjast að hinn dramatíski endir þess á sér varla sinn líka í sinfóníuflórunni: Eina stundina er allt húsið yfír- fullt af öskrandi og háværum draug- um. Skyndilega þjóta þeirút um skorsteininn og skilja eftir hljótt hyldýpi. En í fjarska, rétt eins og ilm af tón, má greina hljóm fornra brons- lúðraj"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.