Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 56
varða L víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki fslands Bankf ellra landsmanna ¦ T^. aö komapóstinum ^^^^m PÓSTUR ¦ þlnumtUskUa ^^^ OG SÍMI I MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Sparnað- arnefnd , skipuð í HI HÁSKÓLARÁÐ hefur ákveðið að bíða með að skipa viðræðunefnd við ríkið vegna hugmynda um að gera Háskóla íslands að sjálfs- eignarstofnun þar til frekari undir- búningsvinna hefur farið fram. „Menn eru sammála um að hér sé eitt stærsta mál sem komið hefur upp á borð háskólans og telja að um svo róttæka breytingu sé að ræða, að standa verði vel að undirbúningi innanhúss áður en farið er út í viðræður," sagði Svein- björn Björnsson rektor HÍ. Hann sagði enn fremur að vegna þess að skólinn hefði ekki fengið meira fjármagn á fjárlögum en ~raun ber vitni muni verða skipuð sparnaðarnefnd, sem hafi það hlut- verk að skila tillögum um hvar skera megi niður. Sjálfsnám á tölvuneti? Hluti sparnaðarins gæti falist í því að beina hluta af æfingatíma nemenda inn á tölvunet þannig að stúdentar geti gert æfingar sem sjálfsnám á netinu. Þá telur rektor ljóst að ekki verði hægt að fara út í ný verk- efni sem auki heildarkostnað. „Geti menn innan fjárhagsramma tekið upp nýjungar gegn því að leggja niður annað er þeim frjáist að gera það," sagði hann. ¦ Stefnumörkun/10/11 ? ? t--------- Sóttu nýfætt barn til Nes- kaupstaðar TF LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, sótti nýfætt barn til Neskaup- staðar aðfaranótt sl. laugardags og flutti það á sjúkrahús í Reykja- vík. Þyrlan fór í loftið kl. 219.30 á föstudagskvöld og lenti kl. 3.30 aðfaranótt laugardagsins. Aðstæður til flugsins voru slæm- ar, afar lélegt skyggni og þoka og þurfti að fljúga meðfram suður- strönd landsins. Tveir læknar voru um borð í vélinni. Barnið var að- eins þriggja stunda gamalt þegar læknir á Neskaupstað tók ákvörðun um að senda það með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Rætt um hljóðfærasölu til að létta á fjárhagsvanda RÚV Mjög verðmæt fiðla meðal eigna RUV MEÐAL hugmynda sem upp hafa komið innan Ríkisútvarpsins, til að létta á fjárhagsvanda þess, er að selja hljóðfæri sem eru í eigu stofnunarinnar. Ríkisútvarpið á nokkur verðmæt hljóðfæri, bæði flygla og fiðlur, að sögn Harðar Vilhjálmssonar, fjármálastjóra RÚV. Þeirra á meðal er mjög verð- mæt Guarneri fíðla en Hörður vildi ekki gefa upp verðmætamat henn- ar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er verðmæti fiðlunnar á annað hundrað milljónir kr. Hörður sagði að þegar Sinfóníu- hljómsveitin var aðskilin frá Ríkis- útvarpinu og gerð að B-hluta stofnun árið 1981, hefðu fylgt henni töluvert mörg hljóðfæri sem Ríkisútvarpið átti og hafði lagt Sinfóníuhljómsveitinni til. RÚV hélt þó eftir nokkrum verðmætum hljóðfærum en aðspurður sagði Hörður að dýrt væri fyrir stofnun- ina að eiga þessi hljóðfæri, m.a. vegna trygginga. „Fyrirtæki þurfa að hafa efni á því að styrkja listina með þessum hætti," sagði hann. Rætt um söíu Skjaldarvíkur og eignarlands á Vatnsenda Ríkisútvarpið á ýmsar fleiri eignir sem rætt er um hvort ástæða sé til að selja. M.a. er nú til at- hugunar sala á húsi og landareign RUV í Skjaldarvík. „Undir haustið reiknum við með að ný og öflug langbylgjustöð verði tekin í notkun á Gufuskálum. Ríkisútvarpið á Skjaldarvík, myndarlegt tveggja íbúða hús og stórt land í kring og það er líklegt að þessi nýja lang- bylgjustöð geri miðbylgjustöðina sem starfrækt er frá Skjaldarvík óþarfa. Þá myndum við til dæmis athuga möguleika á því að Ríkisút- varpið seldi þetta hús og eignir sínar þarna. Hið sama má segja um Vatnsenda en þar á Ríkisút- varpið stórt eignarland. Menn eru að velta fyrir sér hvað sé réttlátt að Ríkisútvarpið eigi á sínum efna- hagsreikningi þegar peninga er þörf," sagði Hörður. Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn KÖNNUNARVIÐRÆÐUR hafa farið fram milli Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar og Verkakvennafé- lagsins Framsóknar um hugsan- lega sameiningu. Viðræðurnar liggja niðri þessa dagana en að sögn Sigurðar Bessasonar, starfs- manns Dagsbrúnar, má reikna með að þeim verði haldið áfram. „Eg fullyrði að það er fullur vilji ,meðal Dagsbrúnarmanna að fara í viðræður við Framsókn af fullri einurð," sagði hann. Sigurður sagði að A-listi stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar, vegna væntanlegra stjórnarkosninga, hefði á stefnu- skrá sinni að hefja viðræðurnar af fullum krafti ef listinn næði kjöri. Félagsmenn Framsóknar og Dags- brúnar eru samtals um 8.000. Könnunarviðræð- ur um sameiningu Áhugi á víðtækari sameiningu félaga á höfuðborgarsvæði Um áramótin sameinuðust líf- eyrissjóðir Iðju, Sóknar, Félags starfsfólks í veitingahúsum, Fram- tíðarinnar í Hafnarfírði, Hlífar í Hafnarfirði og lífeyrissjóður Dags- brúnar og Framsóknar. Nokkur áhugi hefur verið á því innan ein- stakra félaga sem standa að ný- stofnuðum lífeyrissjóði að athugað -4- verði hvort grundvöllur sé fyrir nánara samstarfi eða sameiningu einhverra eða allra félaganna. Eng- ar viðræður eru þó hafnar um þenn- an kost. „Það eru margir þeirrar skoðun- ar innan verkalýðshreyfingarinnar að það sé kominn timi til að menn tali af fullri alvöru um 'að sameina á mun víðari grunni félög á Reykja- víkursvæðinu. Ég tel hins vegar að menn verði að stíga eitt skref í einu og skoða þetta svo í fram- haldinu," sagði Sigurður. Verði öflugri í baráttunni Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambandsins, sagði að víða innan hreyfingarinnar væru uppi hugmyndir um samstarf eða sameiningu félaga, en þær væru í flestum tilvikum mjög skammt á veg komnar. Björn Grétar sagði að sameining væri eðlileg þróun sem ætti að fara fram án tilskipana að ofan, ef menn fyndu hjá sér þörf fyrir sameiningu. „Þetta snýst allt um að félögin geti veitt betri þjónustu og verði öflugri í barátt- unni," sagði hann. Morgunblaðið/RAX Kveikt á perunni ÞAÐ ER ekki lítið starf, sem bíð- ur götufjósadeildar Rafmagns- veitu ríkisins á ári hverju. A orkuveitusvæði rafmagfnsveit- unnar, sem nær yfir Reykjavík, Kjalarnes, Mosf ellsbæ, Seltjarn- arnes, Garðabæ og Kópavog, eru um 25 þúsund götuijósastólpar og samkvæmt upplýsingum ívars Þorsteinssonar, framkvæmda- st jóra tæknimála lijá rafmagns- veitunni, er skipt um tíu þúsund perur á ári. Notaðar eru tvær tegundir pera, kvikasilfursper- ur, sem gefa frá sér bláhvítt ljós, og natriumperur, sem hafa gult \jós. Ivar sagði að fjórir vinnu- flokkar sæju um peruskipti og viðgerðir og þeir hefðu fjóra lyftikörfubifreiðir til umráða. Á þessari mynd sést starfsmaður rafmagnsveitunnar í lyftikörfu við einn af Ijósastaurum borgar- innar. ---------» ? ?--------- 23 hand- teknir í fíkniefna- máli GERÐAR voru tvær húsleitir í gær í húsum í austurborginni á vegum fíkniefnadeildar lögreglunnar með liðstyrk frá almennu lögreglunni i Reykjavík. Ellefu voru handteknir á öðrum staðnum og tólf á hinum. Fíkniefna- deildin hafði grun um að fíkniefna- misferli færi fram á stöðunum, þ.e.a.s. neysla og sala á fíkniefnum. Lagt var hald á lítilræði af hassi og amfetamíni. Einnig var lagt hald á allmarga muni sem talið er að séu þýfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.