Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ UTSALAN HEFST Á MORGUN 30-60% AFSLÁTTUR 'IÆXIGLAS BORGARKRINGLUNNI AUKIN ÖKURETTINDI isxi I F5 R Námskelð tll aukinna ökuréttlnda eru aö hefjast. Ennerhœgtað skrá nemendur á námskelð sem hefst þann 8. janúar. Nœsta námskelð hefst þann 16. janúar. Ökuskóli íslands Hagstœtt verð og góð greiðslukjör. Hafðu samband og vlð sendum þér allar frekari upplýsingar um hœl. Aukln Ökuréttindi, Aukln Þekklng, Örugg Umferð ^jöWblfre/^ €>UKIN ÞEKKING ÖKURÉTTINDI ATVINNUTÆKIFÆRI Okuskóli Islands hf. - Dugguvogur 2 ¦ 104 Reykjavík Frá Vogue buðunum Núer tæklfiserið 'til að skapa sinn eigin stíl ÓDÝRT! Núér 15% afsléitmx af öllurji vörurri og 5&%> afsiáttur af jólaefnum óg vörum. Spariib' og satijniðsjálf. \ ogue búðirnar BETRI HEILSA: BÆTT LÍF Á BREYTINGARSKEIÐINU „Vöxum inn \ viskuna, tökum tímabilinu íákvætt" Námskeiðid stendur dagana 1 5. og 16. jan. Skráníng og upplýsingar í símum. Sjálf- styrkJng Jákvæðni Slökun Fannýjónmundsdóttir, sími 552 7755. sím!552n(« þátturinn Yoga Blóma- dropar Krislbjftrg Kristniundsdóttir, CHOOL OF NATURAL MEDICINE Á ÍSLANDi IDAG Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögumim og söfnuðu 1.277 krónum sem þær gáfu til styrkt- ar Hjálparsjóði Rauða kross íslands. Stúlkurnar heita Valdís Guðrún Vilhjálmsdóttir og Ester Aldís Priðriksdóttir. HLUTAVELTU héldu nýverið þessar þrjár duglegu stúlkur. Þær söfnuðu 4.000 krónum sem þær gáfu í söfnun fyrir Hafstein Hinriksson á Eskifirði. Stúlkurnar heita Unnur Guðmundsdótt- ir, Arna og Þórunn Ólafsdóttir. HOGNIHREKKVISI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hanne leitar að Elíasi Dönsk kona að nafni Hanne hringdi í Velvak- anda og bað hann að aðstoða sig við að hafa uppi á manni að nafni Elías. Hún hitti hann í Kaupmannahöfn 30. des- ember sl. á milli kl. 4 og 5 að morgni á stað sem heitir Rosie McGee ná- lægt Tívolíinu i Kaup- mannahöfn. Elías var í Kaupmannahöfn í nokkra daga. Ef hann les þessar línur er hann beð- inn að skrifa henni á eft- irfarandi heimilisfang: Hanne Mielsen Osterdalen 5260 0den.se Danmark Tapað/fundið Reiðhjól í óskilum hjá Vara í tengslum við ókeypis skráningu Öryggisþjón- ustunnar VARA á reið- hjólum er fyrirtækinu stundum falið að hafa upp á eiganda reiðhjóls sem fundist hefur í reiðileysi. Svona er ástatt með vínrautt DBS Classic kvenreið- hjól með vírkörfu að framan sem fannst efst í Skógarhlíðinni í lok desember og var þá búið að vera þar í reiðileysi í heilan mánuð. VARA var falið að finna eig- andann í gegnum skrán- ingarnúmer reiðhjólsins en því miður finnst það hvorki á tölvuskrá VARA né í bókum inn- flytjanda. Eigandi hjóls- ins er nú beðinn að gefa sig fram við móttöku VARA í síma 552-9399 og sækja reiðhjól sitt eftir að hafa sannað eignarrétt sinn. Viðar Agúst sson, framkvæmdastjóri VARA. \ HUMt>A- Z>" Hi/aðml?/ Með morqunkaffinu Ást er ... 6-28 u^ að hlú vel að sambandinu og reyna stöðugt að bæta það. TM fiog. U.S. Pat. Off. — all rieWa reaorvod (c) 1995 Los Angolos Times Synrjiceto ÉG fæ mér bara einn bjór enn og kem svo heim. Víkverji skrifar... STEINN á fjölskyldu! Þessi var yfirskrift ávarps til íbúa í Graf- arvogi, sem Víkverji las í LOGA- FOLD, safnaðarblaði Grafarvogs- sóknar. Tilefni ávarpsins er söfnunarátak vegna klæðningar á kirkjuna. „Tak- markið er að hver fjölskylda gefi einn stein," segir þar, en kirkjan verður klædd að utan með hvítum granítsteinum. Það er ljúft að vita hvern veg sóknarprestur og safnaðarstjórn í þessu nýja borgarhverfi leitast við að virkja söfnuðinn til samátaks í þágu kirkjunnar. Grafarvogssókn er ung að árum, stofnuð 1989. Þar hafa mál þróast hratt til góðs. Þar er aldeilis ekki slegið á hendur þeirra, sem starfa vilja innan safnaðarkirkjunnar eða leggja henni lið. Þvert á móti. XXX ARSSKÝRSLA ríkisspítala [Landspítala] 1994 rak á fjör- ur Víkverja. Þar er mikinn fróðleik að fínna. Þar segir að legur þetta ár hafi verið tæplega 32 þúsund talsins og legudagar nálægt 320 þúsund. Komur á bráðamóttöku voru rúmlega 3.100. Sjúklingar koma hvarvetna af landinu. Hlutfallsleg skipting legu eftir kjördæmum er þessi: Reykja- vík 56,2%, Reykjanes 26,8%, Vest- urland 2,4%, Vestfirðir 2,2%, Norð- urland vestra 1,4%, Norðurland eystra 2%, Austurland 2,7%, Suður- land 5,1%, aðrir 1,1%. Fjöldi legu og legudaga pr. 1.000 íbúa er 192 í Reykjavík en 83 á Suðurlandi. Athyglisvert er að hlutfall sjúkl- inga utan höfuðborgarsvæðisins er mun hærra þegar erfíðari og dýrari tilfelli eiga í hlut. Það byggist trú- lega fyrst og fremst á því að Land- spítali er hátæknisjúkrahús með mjög sérhæft starfslið. Það þýðir hins vegar að hlutfallslegur kostn- aður á legu verður hærri en ella. Svo dæmi sé tekið var hlutfall legu sjúklinga úr einu landsbyggðarkjör- dæmi á almennri kvensjúkdóma- deild Landspítala 1,4% en 3,6% vegna illkynja kvensjúkdóma. xxx ÞRJÁTÍU OG SEX milljarðar króna hverfa úr landi á ný- byrjuðu ári í afborganir og vexti af erlendum skuldum, að því er fram kemur f áramótagrein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Alþýðu- blaðinu. Slík er skuldasúpan! Ef þjóðin væri skuldlaus erlendis hefði hún, samkvæmt þessu, þrátíu til fjörutíu milljörðum króna meira til skiptanna á þessu ári. Það er ekki sízt þessi umframeyðslu- og skuldastefna sem veldur þröngum kosti landsmanna. Sjálfskaparvíti hét það í gamla daga. Erlend lán, nýtt til að skapa fleiri störf og meiri verðmæti, skila sér til baka - á mislöngum tíma að vísu. Svo er til dæmis um lán venga stór- iðjuframkvæmda. Eyðslulánin eru á hinn bóginn óráðsía! Það er og mikil- vægt að efla alla hvata til innlends peningasparnaðar, sem hefur verið verulega minni hérlendis en erlendis. x x x IBÚATALA landsins hefur ekki vaxið jafnt og þétt frá land- námi. Oft lækkaði hún feiknamikið á harðindaskeiðum fyrri alda. Það var raunar ekki fyrr en á 20. öld- inni, tækniöldinni, sem þjóðinni óx fiskur um hrygg að þessu leyti. í dag erum við nálægt 267 þús- und talsins. Fæst vorum við um 40 þúsund 1785. íslendingabók Ara fróða segir að Gissur biskup ísólfs- son hafí látið telja þingfararkaups- bændur um 1100. Taldir voru 4.560 skattbændur (Austfirðingafjórð- ungur 840, Sunnlendingafjórðung- ur 1.200, Vestfirðingafjórðungur 1.080 og Norðlendingafjórðungur 1.440). Fræðimenn hafa áætlað fjölda landsmanna, út frá skatt- bændatalningu biskups, á bilinu 50 til 70 þúsund. Allsherjarmanntal hér á landi, 1-703, telur 50.358 íslendinga. Þeir eru þá jafnmargir eða færri en í lok landnámsaldar. Enn lá leiðin niður, 40.623 einstaklingar 1785. 1890 eru þeir orðnir 70.972. En það er fyrst með nýrri öld og nýjum at- vinnuháttum að þjóðin réttir úr kútnum, hvað mannfjölda varðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.