Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C *fgunIil*Mfe STOFNAÐ 1913 5. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hollustubætur ANGELA Lamanna, 39 ára gamall grænmetiskaupmaður í Mílanó, and- aði léttar fyrir skömmu er dómur féll í borgardómi Mílanó. Rúmlega sjötug- ur arkítekt hafði krafið Lamanna um nær 25 milljónir króna í bætur vegna þess að schaferhundur hennar hafði ráðist á manninn sem datt og lær- brotnaði. Grænmetissalan gefur ekki svo mikið af sér og lagði dómarinn því til að Lamanna greiddi manninum bæturnar aðallega með öðrum hætti, þ.e. með appelsínum, kiviávöxtum og eplum. Arkítektinum fannst þetta afbragðs hugmynd og sættust menn á að hann fengi ókeypis grænmeti og ávexti næstu tvö árin. Lamanna verður þó að greiða honum rúmlega 370.000 krónur í skaðabætur og sendi honum auk þess körfu með góðgæti fyrir jólin. Ceausescu var vel efnaður NICOLAE Ceausescu, sem tekinn var af lífi í Rúmeníu 1989, átti um niillj- arð dollara, 65.000 milljónir króna, á leynilegum bankareikningum og voru sumir þeirra erlendis, að sögn þing- nefndar í Búkarest. Féð mun hafa fengist með vopnasölu til annarra landa en einnig hagnaðist einræð- isherrann vel á því að heimta fé af gyðingum og fólki af þýskum uppruna sem vildi fá að flytjast úr landi. Hjartaslag á sviðinu New York. Reuter FRUMSÝNING á óperu Leos Janac- eks, Makropulos-málið, endaði svip- lega á föstudagskvöld í Metropolitan- óperuhúsinu þegar tenórsöngvarinn Richard Versaille féll úr stiga er var í þriggja metra hæð yfir sviðinu og lést skömmu síðar. Versaille var 63 ára gamall. Hann lék hlutverk lögfræðingsins Viteks og var að syngja ljóðlínuna „Það lifir enginn að eilífu" er hann féll. Hann var fluttur í skyndingu á sjúkrahús en lést þar fyótlega. Bráðabirgða- rannsókn benti til þess að hann hefði fengið hjartaslag á sviðinu. Meðal þátttakenda var sópransöng- konan Jessye Norman og var þetta fyrsta hlutverk hennar hjá Metro- politan frá 1993. Tjaldið var látið falla fyótlega eftir að Versaille datt og hálftíma síðar var skýrt frá því að sýningunni yrði frestað. VETRARRIKIIBARÐARDAL. Morgunblaðið/Árni Sæberg Utanríkisráðherra S-Kóreu gagnrýnir lýsingar SÞ á stöðu norðanmanna Neyðarbirgðir matvæla í Norður-Kóreu miklar Seoul. Reuter. SKORTUR á matvælum er ekki orðinn brýnn í Norður-Kóreu vegna þess að ríkið á enn nægar neyðarbirgðir af korni, að sögn ráð- herra í ríkisstjórn Suður-Kóreu í gær. Frétta- stofan Yonhap hafði eftir ráðherranum að í tölum frá stofnunum Sameinuðu þjóðanna um ástandið virtust birgðirnar ekki vera tald- ar með. „Það er rétt að Norður-Kórea er að lenda í vanda vegna matarskorts en þetta merkir ekki að landið sé í alvarlegum erfíðleikum," sagði Gong Ro-myung utanríkisráðherra í viðtali við fréttastofuna. Hjálparstofnanir SÞ sögðu nýlega að rúmar tvær milljónir barna í Norður-Kóreu gætu orðið að þola fæðu- skort auk um 500.000 vanfærra kvenna. Kommúnistastjórnina í Pyongyang myndi skorta 1,2 milljónir tonna af hrísgrjónum til að geta fætt alla íbúa landsins og fjöldi barna myndi deyja úr vannæringu á næstu vikum ef auðugar þjóðir kæmu ekki til hjálpar. Flóð eyðilögðu í fyrra mikið af hrísgrjóna- uppskeru norðanmanna og hafa ásamt ýms- um mistökum valdið slæmu matvælaástandi. Gong tjáði sig ekkert um það hve lengi N-Kórea gæti komist af hjálparlaust en benti á, að gera yrði róttækar umbætur á stjórnar- farinu til að leysa efnahagsvandann í norðri. Hann sagði að kanna yrði málið betur áður en alþjóðleg hjálp yrði veitt og tryggja að hjálpargögn lentu ekki í höndum hersins. Stjórnvöld í Seoul hafa krafist þess að norðan- menn leggi af fjandsamlega stefnu sína gagn- vart grannanum í suðri. Aukin stríðshætta N-kóreski herinn hefur eflt viðbúnað sinn á landamærunum. Margir óttast að sverfi enn að kommúnistastjórninni geti það valdið nýju stríði á Kóreuskaga. Ríkin tvö háðu blóðugt stríð snemma á sjötta áratugnum og börðust Bandaríkjamenn með sunnanmönnum en Kin- verjar með norðanmönnum. Ekki bætir úr skák að óvissa ríkir nú um það hver fari með völd í Norður-Kóreu. Kim Jong-il, sem búist var við að tæki við af fóður sínum, Kim II- sung heitnum, virðist ekki hafa tekist að treysta sig í sessi. Stefnumörkun tímabær 10 Launin í Hansthnlm Líf ið á íslandi 16 STÆRSTIR Á MÖPPU- 22 MARKAÐINVM Hver rödd veraur B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.