Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 31/12-6/1 ?SÖLUMIÐSTÖÐ hrað- frystihúsanna keypti rekst- ur sælgætisverksmiðjunnar Opals hf. og endurseldi síð- an til Nóa-Síríusar hf. um áramótin. Samningurinn var gerður með því skilyrði að Nói-Síríus flytti hluta af starfsemi sinni til Akur- eyrar og skapaði þannig 20 ný stðrf. ?ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka tilboði fyrirtækisins Nutrasweet Kelco í Banda- ríkjunum í 66% hlut íslénska ríkisins í Þörungaverk- smiðjunni hf. á Reykhólum. Andvirði hlutafjár í fyrir- tækinu er um 23 milljónir og nemur hlutur ríkisins samkvæmt því 15 milljón- um. ?FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt uppsagnir kjarasamn- inga Dagsbrúnar, Verka- Iýðs- og sjómannaf élags Keflavíkur, Einingar og Hlifar ógildar. Málskostnað- ur f máli VSÍ og Dagsbrúnar fellur niður en Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavik- ur, Eining og Hlff voru hvert um sig dæmd til að greiðaVSÍ 100.000 kr.í málskostnað. ? JÓN Arnar Magnússon frjálsíþróttamaður úr Tindastóli á Sauðárkróki var útnefndur íþróttamaður ársins 1995 á fimmtudags- kvöld. Hann segir að árið hafi verið ævintýri líkast og vonast til að titill inn gefi sér byr undir báða vængi. ?STEFÁN Baldursson Þjóðleikhússtjóri og Þuríð- ur Pálsdóttir formaður Þjóðleikhúsráðs hafa skrif- að ritstjóra Dagsljóss Ríkis- sjónvarpsins bréf í umboði Þjóðleikhúsráðs þar sem þess er farið á leit að Ieik- listargagnrýnandi þáttar- ins, Jón Viðar Jónsson, fjalli ekki oftar um sýningar leik- hússins. Jón Viðar segir ekkert í bréfinu þurfa svars við. Prestarfá9,5% lauiiahækkuií KJARANEFND ¦'. hefur úrskurðað prestum 9,5% launahækkun að með- altali. Sjötíu aðrir embættismenn á vegum ríkisins fá að meðaltali 8% hækkun. Hækkunin gildir ixá 1. des- ember. Guðrún" Zoéga, formaður kjaranefndar, segir að nefndin hafí tekið mið af úrskurði Kfáradóms og samningum við opihbera starfsmenn. Jafet hættir hjá ÍÚ JAFET Ólafsson hefur látið af störf- um sem útvarpsstjóri íslenska út- varpsfélagsins. Stjórn íslenska út- varpsfélagsins samþykkti þær breyt- ingar á yfirstjórn fyrirtækisins að setja á fót fjögurra manna fram- kvæmdastjórn, sem fara mun með daglegan rekstur félagsins ásamt nýjum stjórnarformanni þess, Jóni Ólafssyni. Jón fer jafnframt með ábyrgð útvarpsstjóra. Eiríkur skoðar deil- una í Langholti EIRÍKUR Tómasson, hæstaréttar- lögmaður og lagaprófessor, hefur tekið að sér að skoða ágreininginn í Langholtskirkju og skila hr. Ólafi Skúlasyni, biskupi íslands, skýrslu um hann. Kostnaður vegna ÓL ÁÆTLAÐUR heildarkostnaður Rík- isútvarpsins vegna beinna útsendinga frá Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum í júlí nk. verður um 45 milljónir. Bogi Ágústsson, frétta- stjóri Sjónvarps, segir að ef niður- staðan yrði sú að dreifa jafnt á allar deildir þeirri upphæð sem verja á til dagskrárgerðar á árinu sé ljóst að til harkalegs niðurskurðar verði að grípa. Nefnirhann í því sambandi að fella niður 11-fréttir og segja upp starfsfólki. Bosníu-Serbar hand- taka múslima STJÓRNVÖLD Bosníu-Serba í hverf- um þeirra í Sarajevo létu á fimmtu- dag lausa 16 múslima sem handtekn- ir voru fyrr í vikunni í hverfunum. Fólkið sagðist hafa sætt illri meðferð í haldi Serba, jafnvel barsmíð og kvartaði undan því að hermenn Atl- antshafsbandalagsins, NATO, hefðu ekkert skipt sér af handtökunni. Serbar hefðu stolið skilríkjum, erlend- um gjaldeyri og jafnvel bílum fanga sinna. Handtakan var brot á Dayton- samkomulaginu sem tryggja á ferða- frelsi í allri Bosníu. Talsmenn herja NATO neituðu í fyrstu að skipta sér af málinu, sögð- ust ekki geta sinnt lögreglustörfum í landinu. Þótti ljóst að málið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir álit almennings á friðargæsluliðinu, væri jafnvel prófsteinn á það hvort takast mætti að framfylgja friðarsamkomu- laginu. Kozyrev segir af sér ANDREJ Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands frá árinu 1990, sagði af sér embætti á föstudag en hann var kjörinn þingmaður fyrir Múrmansk í kosningunum í desember. Ráðherra má ekki gegna jafnframt þing- mennsku i Rússlandi og varð Kozyrev því að velja. Ljóst þótti að staða hans í ráðherraembætti væri orðin mjög veik vegna gagnrýni kommúnista og þjóðernissinna á störf hans. ?SAMKOMULAG náðist seint á föstudagskvöld milli repúblikana á þingi og Bills Clintons Bandaríkjaforseta um að veita alríkisstjóriiiiuii í Washington greiðsluheim- ildir til bráðabirgða en margir opinberir starfs- menn hafa ekki fengið laun vikum saman. Verður því á ný hægt að byrja að árita vegabréf í sendiráðum landsins. ?TOMIICHI Murayama, forsætisráðherra Japans og leiðtogi sósíaiista, tilkynnti óvænt á föstudag að hann hygðist segja af sér emb- ætti. Ekki yrði þó efnt til nýra kosninga, stjómar- flokkarnir myndu halda áfram samstarfi. Talið var Ifklegt að Ryutaro Hashi- moto viðskiptaráðherra, úr Frjálslynda lýðræðisflokkn- um, tæki við stjórnarforyst- unni. ?FRANSKAR útvarps- stöðvar mótmæltu f vikunni nýjum lögum sem kveða á um að minnst 40% þeirra dægurlaga sem leikin eru frá því snemma morguns fram til 10.30 á kvöldin skuli vera frönsk. Segja talsmenn stöðvanna að löggjöfin sé tilræði við frelsi hlustenda. FRETTIR BIRGIR Sigurjónsson, flugvirki, mundar hitamyndavélina og Björn Steinbjörnsson, dýrálæknir, og Friðþjófur Þorlaksson, hestamaður, fylgjast með af inikhim áhuga. Hitamyndavél notuð við hrossalækningar NY TÆKNI er komin til sögunnar við greiningu á helti í hrossum og staðsetningu á bólgum á ýmsum stöðum líkamans. Er hér um að ræðá hitamyndavél sem beint er að hrossinu og kemur fram á sjón- varpsskjá hitaútstreymi frá líkama hestsins, mestur hiti þar sem bólgur eru eða eymsli af öðrum sökum. Björn Steinbjörnsson dýralæknir er farinn að nýta sér þessa tækni, en eigandi tækjanna er Birgir Sigur- jónsson flugvirki. Birgir segir að fjölbreytt notkun- argildi tækjanna hafi vakið áhuga sinn og hafi hann keypt þau þegar hann var atvinnulaus á sínum tíma. Sem dæmi nefndi hann að tækið nýttist til að finna hvar vatn væri komið inn á tvöfaldar plastklæðn- ingar á flugvélum, hægt væri að greina leka ! heitum og köldum Nýr höfundur sunnudags- hugvekju SÉRA Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík, skrifar sunnudagshugvekjur fyrir Morgun- blaðið næstu mánuði. Fyrsta hug- vekja hennar birtist í blaðinu í dag, sunnudag 7. jan- úar. Séra Jóna Kristín lauk stúd- entsprófi frá MS 1980 og guð- fræðiprófi (cand. theol.) frá Há- skóla íslands 1988. Hún var farprestur í Nes- kaupstað 1989 til 1990 og hefur verið sóknarprestur í Grindvíkur- prestakalli frá 1990. Hún var í ritnefnd Orðsins, rits félags guðfræðinema, 1987 til 1988, í ritstjórn blaðsins Kirkjulíf á Austur- landi 1989 til 1990. Hún er í helgi- siðanefnd Þjóðkirkjunnar, í stjórn Bjarma, félags um sorg og sorgarvið- burði, og Soroptimistaklúbbi Suður- nesja. Hún hefur flutt hugvekjur og morgunbænir í útvarpi og erindi um trúarleg efni á fundum og samkom- um. Eiginmaður hennar er Ómar Ás- geirsson atvinnurekandi og eiga þau tvö börn. ¦ Hugvekja/38 vatnslögnum, snjóbræðslukerfum, mismunaálag á fösum í raflögnum og svo væri þetta stórsniðugt þegar kanna þyrfti ástand lagna við kaup á eldra húsnæði. Birgir sagðist hafa auglýst myndavélina, en undirtektir hafi verið heldur dræmar. Sagði hann að svo virtist sem menn gerðu sér ekki grein fyrir gagnsemi tækisins og hversu notkunarmöguleikarnir væru fjölbreyttir. Nefndi Birgir að starfsmenn Húsasmiðjunnar hafi átt í vandræðum með rafmagnið en tekist hafi að finna meinið með hitamyndavélinni og síðan hefur hann verið með reglulegt eftirlit þar. Tækið greindi óléttu En upphafíð að nýtingu tækisins við hrossalækningar var að Ragnar Ólafsson, kunnur hestamaður, á íslenska tík sem átti að vera hvolpa- full og datt þeim í hug að reyna tækið og sjá hvort greina mætti óléttuna með myndavél Birgis. í framhaldi af því fóru þeir að prófa hana á hrossin. Síðar komst svo Björn dýralæknir í málið og hefur vélin verið notuð í nokkrum tilvik- um. Björn sagði hér um að ræða nýj- ung í læknisgreiningu, því hægt væri að staðsetja mjög nákvæmlega hvar meinið liggur hverju sinni. Sérstaklega ætti þetta við um bóg og bak hrossa, þar sem erfitt væri að finna auma bletti með þreifingu, bæði liði og vöðva. Benti Björn á að bakmein væru mun algengari í hrossum en áður var talið og nýtt- ist hitamyndavélin vel íþeim efnum. Aðspurður kvað Björn ástæður fyr- ir þessum bakmeinum meðal annars þær að álag kæmi of snemma á bak hrossa og einnig hefði hann grun um að of þungir knapar væru að ríða hrossum sem ekki hefðu nægilega sterkt bak til að bera byrðina svo vel fari. Astæður breytinga á geðslagi, þannig að hrossin sýni ólund með ýmsum hætti, megi oft rekja til eymsla í baki. Einnig megi rekja breytingar á ganglagi til þessa. Hross tapi fj'öðrun eða þessari eðli- legu bylgjuhreyfingu baksins og fari ýmist í skeiðbinding eða leiti í brokk þegar eitthvað ami að bak- inu. Sagði Björn að brýnt væri að knapar huguðu vel að hnökkum sín- um, hversu vei þeir pössuðu á hest- ana. Einnig væri nokkuð algengt að hnakkarnir væru staðsettir of aftarlega þannig að meginþungi byrðarinnar kæmi á veikasta hluta baksins. Jóna Krislíii Þorvaldsdóttir Opiðhúshjá bílaverkstæðum BÍLGREINASAMBANDIÐ stendur fyrir opnu húsi á bíla- verkstæðum á landinu laugar- daginn 13. janúar næstkomandi og er útlit fyrir að um 30 verk- stæði standi landsmönnum opinn þennan dag. Þar verður boðið upp á endurgjaldslausa þjónustu fyrir viðskiptavini. Meðal þess sem bílaeigendum verður boðið upp á þennan dag verður m.a. ljósastilling og peru- skipti, afgasmæling og hleðslu- mæling, athugun á rúðuþurrk- um, hjólbörðum, frostlegi og hemlum og mat á tjóni og verðá- ætlun á viðgerðum. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bflgreinasam- bandsins, segir að algengt sé að öryggisbúnaður eins og ljós sé í ólagi á bílum. „Ljósin voru eiginlega eina atriðið sem var jafnan í góðu lagi áður en reglum um aðalskoð- un var breytt. Nú hefur ljósa- skoðunum fækkað mjög mikið því bíllinn er orðinn þriggja ára gamall þegar hann fer fyrst í aðalskoðun. Á sama tíma hefur ljósanotkun aukist mjög mikið með ,dagljósanotkun. Svo líða aftur tvö ár þar til bíll er færður aftur til aðalskoðunar þannig að fyrstu fimm árin fer bíllinn að- eins einu sinni í ljósaskoðun," sagði Jónas. Jónas Þór sagði að tilgangur- inn með opnu húsi væri m.a. að fá bílaeigendur til þess að huga að þessum öryggisþáttum og ætlunin væri að hafa þennan við- burð árvissan á bílaverkstæðum landsins. > i I í i-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.