Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 GIGAJ8VPJ0510M MORGUNBLAÐID STEFNUMORKUN ERTÍMABÆR Ráðamenn Háskóla ís- lands (HI) haf a bent á að fjárveitingar miðað við hvern nemanda f ari minnkandi ár frá ári. Háskólamenn telja að ræða verði opinskátt um hver stefna skólans eigi að vera og fagna um- ræðu um hvort gera eigi HÍ að sjálfseignarstofn- un. Hildur Fríðríks- dóttir ræddi við ýmsa frammámenn um skip- an menntunar á há- skólastigi. NÁM Á háskólastigi er fljótandi hugtak í ís- lensku þjóðfélagi, sem undirstrikar það stefnu- leysi sem ríkt hefur í málefnum framhaldsskóla og að nokkru leyti háskóla á undanförnum áratugum. Svo virðist sem skólarnir hafi frem- ur þróast í ýmsar áttir en að mark- viss stefna hafi ráðið ferðinni. Á borði menntamálaráðherra liggja nú tillögur um nokkra sér- hæfingu framhaidsskóla, þar sem lagt er til að myndaðir verði kjarnaskólar í ákveðnum greinum. Þá hefur Alþingi samþykkt heimild fyrir menntamálaráðuneytið um að stofna Listaháskóla sem sjálfs- eignarstofnun, þar sem kennd yrði myndlist, leiklist og tónlist. Einnig stendur til að sameina Kennaraháskóla íslands, Þroska- þjálfaskóla Íslands, Fósturskóla Islands og íþróttaskólann á Laugarvatni í einn skóla, Uppeldis- háskóla íslands. Er verið að móta Morgunblaðið/úr myndasafni STÚDENTSPRÓFIÐ hefur fram til þessa verið sjálfgefinn aðgangur að háskólanámi hér á landi. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor er með hugmyndir um að starfsmenntanám geti einnig leitt til háskólanáms ef áhugi er fyrir hendi um framhaldsnám hjá þeim hópi. fyrstu drög að lagafrumvarpi í menntamálaráðuneytinu og gerð hefur verið hugmynd að skipulagi á svæðinu í kringum Kennarahá- skólann sem ætlað er undir starf- semi Uppeldisháskólans. Allt eru þetta liðir í að marka ákveðna stefnu í menntamálum, en eigi að síður á eftir að ræða _______ framtiðarhlutverk há- skólans. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir að ekki liggi sömu hugmyndir að baki Upp- ———• eldisháskóla og Listaháskóla, því ekki sé rætt um Uppeldisháskólann sem sjálfseignarstofnun. „Vonandi verður þar þó um að ræða nýjung- ar í stjórnkerfi og meðferð á opin- berum fjármunum," sagði hann. Björn segir að menn verði að hafa í huga forsögu Listaháskól- ans. „Hugmyndin um sjálfseignar- stofnun kom ekki upp fyrr en eftir margra ára umræðu um annars Nemendur fá minni stuön- ing og sækist námiö seinna konar skipulag. Niðurstaðan varð að lokum sú að prófa þessa leið og mæltist hún mjög vel fyrir á Alþingi, hjá listamö'nnum og öðrum sem að málinu koma. Ég hélt sjálf- ur að framkvæmdin yrði auðveld- ari, en Reykjavíkurborg hefur að mínu mati sett fleyg i það mál. _______ Við litum þannig á að Reykjavíkurborg yrði að koma að málinu, enda átti hún fulltrúa í nefnd- inni sem mótaði tillög- urnar. Lögin sem sam- "¦"-""-"" þykkt voru á Alþingi voru einungis heimild fyrir menntamálaráðuneytið, þannig að það er líka fyrirsláttur að sam- þykkt laganna hafi ekki verið bor- in undir borgina og þess vegna sé um óeðlilega kröfu á hendur henni að ræða." Hann segir að rök borgarinnar hafi verið þau að hún sinni ekki háskólastiginu. Borgin hafi hins vegar lagt það mikla fjármuni til þeirra skóla sem á að breyta með tilkomu Listaháskólans, að alla tíð hafi verið reiknað með þátttöku hennar. „Verði borgin ekki með er komið stórt gat í dæmið," sagði Björn en bætti við að borgin hafí nú fallist á viðræður og kvaðst hann vonast til að þær geti hafist fljótlega og leitt til sameiginlegrar niðurstöðu. Það yrði framlag til Reykjavíkur sem menningarborg- ar, að hún stæði að Listaháskóla árið 2000. Róttæk breyting Viðvíkjandi tillögunni um að HÍ verði gerður að sjálfseignarstofnun telur Sveinbjörn Björnsson rektor aðra kosti koma til greina eins og að gera þjónustusamning við ríkið líkt og Kvennaskólinn hefur gert. Rétt þykir þó að fara nánar ofan í kjölinn varðandi sjálfseignar- stofnunina og var málið ítarlega rætt á fundi háskólaráðs síðastlið- inn fimmtudag. Töldu menn að þar sem hér væri um svo róttæka breytingu að ræða yrði að ræða málin í víðara samhengi innan skólans áður en skipuð yrði við- ræðunefnd. Björn Bjarnason segir að þjón- ustusamningur við Kvennaskólann sé enn í vinnslu og ekki fyrirsjáan- legt hver niðurstaðan verði. „Hvort það sama á við um háskóla og framhaldsskóla hlýtur að vera mál sem menn skoða mjög nákvæm- lega," sagði hann og kyaðst bíða eftir hugmyndum frá HÍ um mál- efni skólans. „Ég hef litið svo á að það sé háskólanum fyrir bestu að vera sem sjálfstæðastur. Eg býst við að menn myndu haga nýtingu fjármuna með öðrum hætti, ef rekstrar- og stjórnarfyrir- komulag skólans væri annað en það er nú." Fjöldatakmarkanir háskólanema Guðmundur Steingrímsson, for- maður Stúdentaráðs, segir að ráðið hafi ekki tekið formlega afstöðu til hugmyndarinnar um sjálfs- eignastofnun. Hann telur hana þó rökrétt skref miðað við þá umræðu sem hafi verið innan háskólans að undanförnu. „Fjárveitingavaldinu hafa verið sendar tillögur sem miða að því að greitt sé fyrir ákveðna fjárveitingu á hvern nemanda. Hingað til hefur ekki verið pólitísk- ur vilji fyrir því að beita fjöldatak- mörkunum og ég geri mér vonir um að það breytist ekki þó svo að menn þurfi að horfast í augu við það hvað það kostar að reka skól- ann." Háskólarektor segir að stjórn- völd verði að taka um það ákvörð- un hver framtíðarstefna eigi að vera í háskólamenntun á íslandi. Hann bendir á að kaupi ríkissjóður ákveðin námssæti verði að huga að því hvort ríkið sé reiðubúið að greiða fyrir alla þá sem sækja vildu skólann eða aðeins ákveðinn fjölda. „Við gætum komist í þá aðstöðu að þurfa að velja hverjir kæmust inn og hverjir ekki. Það hefur ekki verið auðvelt því samræmt stúd- entspróf er ekki til. Við höfum tekið þann kost, þar sem á þarf að halda, að láta nemendur vera hér í eitt misseri og hafa síðan samkeppnispróf." Samkvæmt lögum getur Há- skóli íslands ekki neitað fólki með tilskilin réttindi um að stunda nám við skólann og mun ísland vera eitt af fáum löndum, sem slíkt fyr- irkomulag er. „Ef t.d. á höfuðborg- arsvæðinu yrði skóli sem tæki við stúdentum ekki síður en HÍ gæti verið réttlætanlegt fyrir háskólann að ýta frá sér nemendum," sagði Sveinbjörn. Hann benti á að allir aðrir skól- ar á háskólastigi hefðu rétt á að takmarka fjöldann, t.d. Kenn- araháskólinn sem tæki inn um þriðjung af 300-400 umsækjend- um. Afgangurinn færi í háskólann og reyndi kannski aftur við Kenn- araháskólann ári síðar. „Því munu þeir sem andmæla sjálfseignarhug- myndinni segja að einn skóli verði að vera í landinu sem allir hafi aðgang að." Háskólarektor sér einnig fyrir sér annan vanda, þ.e. að telji há- skólinn sem sjálfseignarstofnun að stuðningur ríkissjóðs með hverjum nemanda sé ekki nægur yrði skól- inn að leita fjármagns annars stað- ar. Eitt af úrræðunum yrði þá að hækka skólagjöld. „Við verðum annaðhvort að fá heimild til að ráða fjöldanum eða að fá samning sem skilar fé í samræmi við fj'öld- ann," sagði hann. Vangaveltur um skólagjöld Sveinbjörn Björnsson er þó með ýmsar vangaveltur varðandi skóla- gjöld og bendir meðal annars á að enginn andmæli háum skólagjöld- um í Endurmenntunarstofnun HÍ. Hann kveðst þó telja æskilegt að byrjun háskólanáms sé án skóla- gjalda en þegar komi að starfsnámi sem veiti lögvernduð réttindi megi setja á gjöld. „Ég hef líka sagt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.