Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ STEINAR Gunnarsson framkvæmdastjóri Múlalundar. STÆRSTIR A MOPPU- MARKAÐINUM eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÞEGAR gengið er um sali Múlalundar leynjr sér ekki að mikið er fram- leitt þar af bréfabindum og lausblaðamöppum af ýmsu tagi. Efni í bréfabindin eru að sögn Steinars Gunnarssonar flutt inn frá Austurríki, en þar hafa þau verið framleidd lengi í rótgróinni verksmiðju og eru seld þaðan vítt og breitt um heiminn og njóta alls staðar mikilla vinsælda. „Við eig- um þó einkarétt á nafninu Egla, við seljum okkar bréfabindi undir því nafni hér á landi og erum þeir stærstu á markaðinum hér," segir Steinar. Egla-bréfabindin eru til í mörgum litum og fleiri stærðum en aðrir geta boðið upp á, að sögn Steinars.„Tískan er aíltaf að breytast, eitt árið vilja kannski allir hvítar möppur en rauðar það næsta, það er því nauðsynlegt að eiga til nóg af hinum ýmsu litum á lager," segir Steinar. Það eru orð að sönnu, mikið er til af þess- um bréfabindum í kössum. Lausblaðamöppurnar eru líka mjög vinsælar, að sögn Steinars. „Við erum með um fjörutíu járn af ýmsu tagi til þess að setja í möppurnar, svo við getum komið vel til móts við hinar margvíslegu þarfir viðskiptavina okkar," segir Steinar. Hann sýnir blaðamanni vélina þar sem möppurnar eru járnaðar. Hann bendir einnig á stóra hlaða af plasthúðuðum pappaspjöldum með ýmiskonar myndum, m.a. af Þingvöllum og Skaftafelli. „Svona möppur kaupa fyrirtæki gjarnan þegar þau eru með ráðstefnur þar sem útlending- ar eru þátttakendur og auðvitað líka þótt því sé ekki til að dreifa," segir Steinar. Þess er vandlega gætt að eiga jafnan til nægan AMNNULÍF A SUNNUDEGI ? STEINAR Gunnarsson er framkvæmdastjóri hjá Múla- lundi, sem er í eigu SÍBS. Hann hefur starfað hjá Múla- lundi síðan árið 1965. Samband íslenskra berklasjúklinga, SÍBS, stofnaði Múlalund árið 1957 til þess að veita berkla- sjúklingum sem nýkomnir voru af hælum atvinnu við sitt hæfi. Fólk sem orðið hefur öryrkjar af öðrum orsökum er nú fyrir margt löngu orðið helstu starf skraftar verksmiðj- unnar, sem framleiðir og selur mest af bréfabindum og lausblaðamöppum á landinu. fyrirliggjandi lager af ýmiss konar möppum. Nú er mikill annatími hjá Múlalundi og stöðugt berast pantanir á faxtækinu. Múlalundur sendir út sölulista sem fyrirtækin panta svo eftir. Þegar pantanir berast er, að sögn Steinars, hægt að afgreiða þær með hraði, setja á þær viðeigandi myndir, áletranir og p!asthúð.„Við erum með mjög stóran viðskiptavinahóp, við send- um sölulista okkar í öll fyrirtæki og það skipta margir við okkur, stór fyrirtæki sem smá," segir Steinar. Samkeppni frá heildsölum Talið berst að hráefniskaup- um.„Við kaupum hráefni erlendis frá, allt plast kaupum við frá Hollandi og Danmörku, járn kaupum við frá Hollandi og Aust- urríki og pappa kaupum við frá heildsala sem flytur hann inn frá Hollandi. Við flytjum nánast allt hráefni okkar inn sjálfir. Við erum í mikilli samkeppni hvað bréfa- bindin snertir. Eglu-bréfabindin eru ekki ódýrust en þau eru held- ur ekki dýrust. Ég tel hins vegar að þau séu best. Á þessum vett- vangi mætum við mikill sam- keppni frá ýmsum heildsölum, það eru margir komnir inn á þennan markað. Samt erum við að því er ég best veit með yfir fimmtíu prósent markaðshlutdeild af okk- ar vörum. Þeir sem byrjað hafa að kaupa af okkur halda því yfir- leitt áfram." Á göngu okkar um sali Múla- lundar stönsum við hjá manni ein- um sem er í óða önn að stimpla gyllta áletrun á dökkblá kredit- kortahulstur. „Við seljum líka mik- ið af svona hulstrum í ýmsum lit- um, einkum til banka," segir Steinar. Hann segir að helstu við- skiptavinir fyrirtækisins séu opin- berar stofnanir, bankar og ýmis stór fyrirtæki. „Sjúkrahúsin kaupa líka mikið af möppum af okkur,", bætir hann við. Múlalundur framleiðir líka mik- ið af alls kyns plastvösum, sem m.a. eru heppilegir til að geyma í ljósmyndir. „Safnarar kaupa mikið svona vasa, þeir eru heppi- legir fyrir hvers kyns söfn, meira að segja pennasöfn," segir Stein- ar. Einn starfsmaðurinn er með svarta leðurhanska við vinnu sína við plastvasana. „Hann hefur of- næmi fyrir plasti," svarar Steinar spyrjandi augnaráði blaðamanns. Það eru margvísleg meinin sem hrjá þá sem starfa hjá Múlalundi. „Margt af þessu fólki sem hér starfar núna á við líkamleg og andleg vandamál að stríða. Marg- ir eru haldnir sjúkdómum í mið-' taugakerfi eða eru fatlaðir eftir slys. Það er talsvert ódýrara að hafa þetta fólk hér í vinnu, þótt ekki sé nema hálfan daginn, held- ur en hafa það lokað inni á stofn- unum eða spítölum. Við erum með 70 manns hér á launaskrá." Flestir starfsmenn öryrkjar . „Um sextíu manna hópur er hér fastráðinn, í þeim hópi eru allflest- ir öryrkjar, innan við tíu manns í þeim hópi teljast fullfrískir. Á skrifstofunni eru fjórir starfs- menn, aðrir fjórir sá um sölu- mennsku og þess háttar. Sá hópur sem eftir er starfar í verksmiðju- salnum og myndar kjarnann í framleiðslustarfinu hér og gegnir hér m.a. leiðbeiningum og verk- stjórn af ýmsu tagi. Nokkur hópur fólks er ráðinn hingað þrjá mán- uði í senn. Hugsanlegir starfs- menn koma hingað í viðtal, fá að skoða sig um og reyna vélarnar í einn dag. Eftir það höldum við fund um hvort tiltekinn einstakl- ingur sé fær um að gegna hér störfum og þá hvaða störfum. Auðveldasta starfið er líklega að rífa plast úr rúllum til framleiðsl- unnar. Ýmis önnur verk hér eru aftur á móti erfiðari og sum jafn- vel nokkuð flókin. Við búum til dæmis sjálfir til öll mót sem við notum við framleiðslu ýmiss konar plastmappna. Það er öryrkjadeild Ráðningar- skrifstofu Reykjavíkurborgar sem sér um ráðningu þessa lausafólks hingað. Það eru alltaf langir bið- listar eftir vinnu hér og við eigum erfitt með að segja nei. Við reynum þess vegna að hafa þennan háttinn á svo sem flestir fái einhverja úr- lausn. Það er félagleg nauðsyn fyrir þetta fólk að fá að koma inn í starf sem þetta, ekki síst er því nauðsyn á þeim félagskap sem það fær hér. Þetta er á vissan hátt upplyfting fyrir fólkið, ef svo má segja. Margt af þessu fólki kemur hingað aftur og aftur til þess að vinna tímabundið, en auðvitað kemur svo alltaf inn nýtt fólk ann- að slagið. Starfsfólk hér fær greidd 90 prósent af Iðjutaxta, það er gömul hefð fyrir því greiðslufyrirkomu- lagi. Þeir starfsmenn sem hingað ráðast eru yfírleitt fjarskalega samviskusamir og gera sannar- lega það sem þeir geta. En þvi er ekki að leyna að auðvitað er þetta fólk ekki ¦ með fulla starfskrafta ' og þess vegna þarf hér fleiri til starfa en vera myndi ef verksmiðj- an væri ekki sá verndaði vinnu- staður sem hún sannarlega er." Plastið varð allsráðandi „Það var Oddur Ólafsson læknir sem var frumkvöðull að stofnun Múlalundar. Fyrst var verksmiðjan til húsa í Ármúla 34 og var mest framleitt úr plasti, t.d. innkaupa- töskur, en aðrar vörur þó, m.a. dömubindi. Smám saman varð plastframleiðslan alls ráðandi. Ár- ið 1981 var byggt það húsnæði við Hátún lOc sem verksmiðjan starfar nú í og var sérstaklega hannað fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. „Þetta húsnæði er þegar orðið of lítið, þrátt fyrir að það sé 1.300 fermetrar," segir Stein- ar. „Við höfum lauslega í bakþönk- unum að byggja kannski eina hæð ofan á þetta hús, það þyldi það alveg. Auk þessa húsnæði hér höfum við á leigu 250 fermetra stórt geymsluhúsnæði í Skeifunni, þar járnum við bréfabindin og geymum lagerinn okkar ásamt fleiru. Reykjavíkurborg greiðir þá leigu að hluta, það er sá eini styrk- ur sem þessi verksmiðja nýtur af opinberri hálfu." Steinar sagði að Múlalundur væri yfirleitt rekinn með halla. „Veltan hjá okkur á ári er í kring- um 100 milljónir króna. Við hér höfum vitaskuld ekki farið var- hluta af þeim samdrætti sem stað- ið hefur yfir í þessu samfélagi. Fyrirtæki hafa dregið við sig inn- kaup og það hefur leitt til sölu- tregðu á framleiðslu okkar. Ég held þó að við séum búnir að ná botninum og leiðin liggi nú upp á við, mér finnst ýmislegt benda til að svo sé," sagði Steinar. Hann sagði að hallarekstrinum væri mætt með aðstoð frá SÍBS-happ- drættinu. „Ef endar ná ekki saman kemur til styrkur frá SÍBS, Múla- lundur var aldrei hugsaður sem gróðafyrirtæki heldur sem starfs- vettvangur fyrir þá sem vegna fötlunar hafa ekki fulla starfsorku. Þessu hlutverki hefur hann gegnt. En auðvitað reynum við að láta reksturinn bera sig eins og hægt er og höfum unnið að ýmiskonar hagræðingu í því skyni. Við erum til dæmis nýlega búnir að taka í notkun nýtt bókhaldskerfi. Einnig er unnið að því um þessar mundir að hanna uppskriftir að ölíum okk- ar framleiðsluþáttum og koma því öllu í skipulegt og gott form. Þótt Múlalundur sé, eins og fyrr er nefnt, verndaður vinnustaður, leggjum við áherslu á að auglýsa hann aldrei sem slíkan. Múlalund- ur er fyrst og fremst iðnfyrirtæki sem er með fatlað fólk í vinnu. Hann nýtur í engu neinna forrétt- inda og fer í einu og öllu eftir lög- um og reglum almennra vinnu- staða."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.