Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ossur Skaiphéðinsson: Langar í aðra stelpu jólagjöf. Það er alveg sama hvað ég reyni að hrista mig mikið, það heyrist ekki mikið sem smá gutl . . . svo Röntgen- deilan óleyst EKKI náðist samkomulag á föstudag á fundi stjórnenda Ríkisspítalanna og röntgen- tækna, sem hættu störfum á Ríkisspítölunum í desember. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun, mánudag. A.m.k. þrír röntgentæknar hafa ákveðið að koma ekki til starfa aftur og eru komnir í aðra vinnu. Röntgentæknar lögðu á fimmtudag fram athuga- semdir við tilboð Ríkisspítal- anna um vaktakerfi. Stjórn- endur spítalanna svöruðu til- boðinu daginn eftir. Daníel Hálfdanarsson röntgentækn- ir sagði að tilboðið hefði verið algerlega óásættanlegt. Hann sagði að viðræður myndu halda áfram. Hann sagðist hafa orðið fyrir von- brigðum með viðbrögð Rík- isspítalanna og væri ekki eins bjartsýnn og áður um að deil- an væri að leysast. Framleiðsluaukn- ing hjá Viking hf. FRAMLEIÐSLA Viking hf. á Akureyri jókst töluvert milli ára í lítrum talið og munar þar mestu um mikla framleiðslu á léttöli og maltöli. Svipað var framleitt af sterku öli á liðnu ári og árinu á undan. Nýir eigendur tóku við verksmiðjunni í upphafi síðasta árs. Baldvin Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Viking hf. sagði að miklar breytingar hefðu orðið þessum markaði á liðnu ári, m.a. voru vemdartollar Jagðir af síðasta vor, um haustið urðu breytingar á áfengisgjaldi og 1. desember síð- astliðinn var einkaleyfi ÁTVR á dreifingu til vínveitingahúsa felld niður þannig að framleiðendur og innflytjendur geta nú dreift vör- unni og þjónustað húsin. „Þetta er þróun í frjálsræðisátt en nær eingöngu til vínveitinga- húsanna, sem eru um 20% af markaðnum, þannig að enn er nokkuð langt í land að markaður- inn verði að fullu frjáls. Menn eru að átta sig á þessari nýju stöðu og smám saman að búa til nýtt þjónustukerfi," sagði Baldvin. Léttölið fram úr björtustu vonum Framleiðsla fyrirtækisins á sterku öli var svipuð milli ára, en mikil framleiðsla á léttu öli og maltöli gerir að verkum að um umtalsverða aukningu er að ræða milli ára. „Við erum afskaplega hamingjusamir yfír viðtökunum, þær hafa verið gríðarlega góðar," sagði Baldvin. Fyrirtækið framleiðir tvær teg- undir af léttu öli, Thule pilsner og Viking pilsner auk Viking maltöls. „Við fórum af stað með þessa framleiðslu síðasta vor og vorum með ákveðin markmið sem við ætluðum að ná á árinu. Salan fór langt fram úr okkar björtustu von- um," sagði Baldvin en fyrirtækið er í samvinnu við íslensk-ameríska sem sér um markaðssetningu og dreifingu. Það samstarf sagði hann hafa tekist einkar vel. Almennur lífeyrissjóður iðn- aðarmanna sameinast Framsýn Framsýn orðin næststærsti lífeyrissjóðurinn FÉLAGAR í Almennum lífeyris- sjóði iðnaðarmanna samþykktu á almennum sjóðfélagafundi 20. desember sl. að sameinast lífeyris- sjóðnum Framsýn frá og með 1. janúar 1996. Sú samþykkt var staðfest á fundi stjórnar Samtaka iðnaðarins s.l. föstudag. Almennur lífeyrissjóður iðn- aðarmanna hóf starfsemi á árinu 1964. Félagar í sjóðnum störfuðu aðallega á sviði hinna löggiltu iðn- greina. Fjöldi virkra sjóðfélaga á síðasta ári var á áttunda hundrað. Með sameiningu Almenns líf- eyrissjóðs iðnaðarmanna við hinn nýja lífeyrissjóð, lífeyrissjóðinn Framsýn, hafa sameinast sex líf- eyrissjóðir í einn öflugan lífeyris- sjóð sem verður næststærsti lífeyr- issjóður landsins með hreina eign um 26 milljarða króna í árslok 1995. Lífeyrissjóðurinn Framsýn hef- ur frá og með 1. janúar 1996 tek- ið við réttindum og skyldum eftir- talinna lífeyrissjóða: Lífeyrissjóða Dagsbrúnar og Framsóknar, Líf- eyrissjóða Hlífar og Framtíðarinn- ar, Lífeyrissjóðs Sóknar, Lífeyris- sjóðs verksmiðjufólks, Lífeyris- sjóðs Félags starfsfólks í veitinga- húsum og Almennum lífeyrissjóði iðnaðarmanna. Björgunarhundar í leitarstörfum Hlutur hund- anna verður ekki ofmetinn ÞAÐ kom glöggt í ljós á nýliðnu ári að hlutur sérþjálf- aðra leitarhunda í björgunarstörfum verður ekkí ofmetinn. Kynngi- magnað þefskyn þeirra og þrotlaus þjálfun gerir þeim kleift að finna fólk sem grafist hefur í rústum og fönn á mun skemmri tíma en ella væri mögu- legt. Þjálfun hunda til leitar í snjóflóðum og á víðavangi fer fram innan Björgunarhundasveitar íslands, BHSÍ, en hún var stofnuð árið 1980 að til- hlutan Landssambands hjálparsveita skáta. Aðal- hvatamaður stofnunar- innar var Tryggvi Páll Friðriksson og á hann stóran þátt í að náið samstarf hófst strax í upphafi við Norðmenn en þeir standa mjög framarlega í öllu er snertir björgun úr snjóflóð- um. Nú skömmu fyrir áramót hlaut BHSÍ styrk úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen en tilgangur sjóðsins er meðal annars að veita styrki til einstaklinga, hópa, stofn- ana eða félaga er starfa að mann- úðarmálum. Sólveig Smith, sem sæti á í stjórn Björgunarhunda- sveitarinnar, segir það vera sveit- inni mikinn heiður að fá þessa úthlutun og séu þau Minningar- sjóðnum afar þakklát. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig fénu verður varið en líklegt er að það verði notað til að efla fræðslu- starf og námskeiðahald hér innan- lands. - Hvernig hundar eru það sem helst geta orðið björgunarhundar? „Björgunarhundar eru alls kon- ar hundar en flestir eru þeir stór- ir og kröftugir. Þetta eru til dæm- is Labrador og Schaefer hundar en einnig Border Collie hundar og íslenskir fjárhundar." - Hvernig fer þjálfun björgun- arhunda fram? „Þegar hundur er þjálfaður er verið að nota meðal annars veiði- hvöt, félagshvöt og flokkshvöt hans. Hann er þjálfaður til að nota þefskyn sitt sem er kynngi- majjnað. I snjóflóðaleit fer þjálfunin þannig fram að fólk er grafið í fönn. í fyrstu fær hundurinn að sjá þegar fólkið fer ofan í holurn- ar. Til að byrja með eru holurnar grunnar og lítill snjór ofan á en smám saman er grafið dýpra. Fyrst er hundurinn látinn leita að einum manni en síðan allt upp í fimm eða sex manns í einu á ein- hverju afmörkuðu svæði. Þegar verið er að meta hund þarf hann að finna fólkið á innan við þrjátíu mínútum á svæði sem er 200 sinnum 200 " metrar. Þegar verið er að þjálfa hund til víða- vangsleitar er hann í fyrstu látinn sjá þegar fólk felur sig en hundar sjá það sem er kyrrt mjög illa. Síðan er leitarsvæðið smám sam- an stækkað og hundurinn fær ekki að sjá þegar fólkið „týnist". Það er mikil vinna að þjálfa hund og það tekur um tvö til þrjú ár. Það krefst daglegrar um- gengni við hundinn og einu sinni í viku er hundurinn þjálfaður í einhverju ákveðnu atferli á mark- vissan hátt. Síðan þarf hann að fara á hlýðninámskeið. Við eigum aðild að Hundaræktarfélaginu en Sólveig Smith Kynngimagn að þefskyn og þrotlaus þjálfun ? Sólveig Smith fæddist 2. des- ember 1950 í Reykjavík. Hún hefur starfað í Björgxinar- hundasveit íslands síðan 1983.' Hún hefur setið í stjórn sveitar- innar nær samfellt frá árinu 1984, þar af var hún formaður í þrjú ár. Sólveig er í srjórn Landsbjargar og hefur verið leiðbeinandi í Björgunarhunda- sveitinni frá árinu 1985. Sólveig er gift Sigurði Kjart- anssyni og eiga þau tvö börn. það býður upp á slík námskeið. Þá þarf að umhverfisþjálfa hundinn svo hann verði óhræddur við allar hugsanlegar aðstæður. Það þarf til dæmis að venja hann við að ferðast í öllum mögulegum farartækjum svo sem snjóbílum, skipum og þyrlum og hann verður að venjast háværum tækjum, heíst á unga aldri. Ef hundur er til dæmis hræddur við svarta plast- poka þarf að taka á því með mark- vissum hætti. Öll þessi þjálfun fer fram í leik. Hundurinn er verðlaunaður í hvert sinn sem hann finnur þann sem þykist týndur og þá finnst honum leikurinn skemmtilegur. Hundar geta ekki dregið ályktanir en þeir læra af reynslunni. Síðar fer hund- urinn að fá launin einungis stund- um og hann veit ekki hvenær þeirra er von." - Hver er kostnaðurinn við að þjálfa hund til björgunarstarfa? „Ég var að taka það saman um daginn, að gamni mínu. Lauslega áætlað má reikna með að beinn útlagður kostnaður sé svona hálf milljón króna við að þjálfa hund á þremur árum þannig að hann verði orðinn hæfur leitarhundur. Þá er innifalinri kostnaður vegna fæðis, námskeiða, dýralækna- kostnaður og leyfísgjöld." - En hvaða eiginleika þarf eig- andi björgunarhunds að hafa? „Hann þarf að vera vel á sig kominn líkamlega og vera í einhverri björgunarsveit þar sem hann öðlast reynslu og æfingu í björgunar- störfum. BHSI er sveit innan Landsbjargar en félagar koma úr öllum björgunar- sveitum. Það er einmitt mjög mik- ilvægt að sveitin haldi áfram að vera til, að kröftunum sé ekki dreift víða heldur haldist innan einnar sveitar. Og við megum ekki sofna á verðinum heldur þjálfa i sífellu nýja hunda og halda þeim sem eru hæfír leitarhundar í góðu formi. Það er einnig mikil- vægt að menn noti ekki hunda, sem eru ekki undir það búnir, tií björgunarstarfa."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.