Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEÍMT Röðaf mistökum Röð mistaka flugmanna virðist hafa leitt til flugslyssins við Cali í Kólumbíu fyrir jól. Verði það staðfest kunna afleiðingarnar að ---------------1-------------------------------------------;--------------------------------------------------------------------------------------j,---------------------- verða American Airlines dýrkeyptar. Agúst -------------------*------------------------------------------------------------------------- Asgeirsson kannaði málið. FLUG þotu bandaríska flug- félagsins American Airli- nes frá Miami í Flórída til Cali í Kólumbíu fjórum dögum fyrir jól hefði átt að ganga snurðulaust fyrir sig. Undir stjórn Roberts Crandalls forstjóra hefur öryggisþættinum í flugrekstrinum verið sinnt með þeim hætti að orð- spor American-félagsins var orðið með því besta sem þekkist meðal flugfélaga. Flugvélartegundin sem notuð var til flugsins, Boeing-757, hafði aukinheldur flekklausa sögu. Hið sama gilti um flugstjórann og aðstoðarflugmanninn. Og veðrið gat ekki verið betra. Þrátt fyrir þetta, öll skilyrði væru eins og best varð á kosið, lauk flugi 965 með því að þotan skall í hlíðum 3.600 metra hás fjalls í Andesfjöll- um með þeim afleiðingum að 163 biðu bana. Fjórir farþegar komust lífs af og lítill hundur, sem hafður var í búri í farangurslest, slapp án þess að hljóta skrámur. Kólumbísk- ir björgunarmenn gáfu honum nafnið Milagro, eða kraftaverk. Umfangsmikil rannsókn á orsök- um óhappsins var samstundis hafm og milli jóla og nýárs gáfu kólumb- ísk flugmálayfirvöld út þá yfirlýs- ingu, að fyrstu niðurstöður bentu til þess að mistök flugmanna hefðu leitt til brotlendingarinnar. Aðrar fréttir gáfu til kynna að hugsanlega hefði einhver misskilningur orðið milli flugmannanna og kólumbískra flugumferðarstjóra. Margir mánuðir munu líða áður en fullnaðarrannsókn lýkur. Auk heimamanna koma að henni sér- fræðingar bandarísku samgönguör- yggisstofnunarinnar (NTSB), bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA), bandarísku alríkislögregl- unnar (FBI) og fulltrúar Boeing- verksmiðjanna. Forsvarsmenn Am- erican-félagsins hafa fyrir sitt leyti játað, að hugsanlega kunni mistök flugmannanna að hafa átt sinn þátt í að þotan fórst. Reynist það niðurstaðan, að „vísvitandi van- ræksla" hafi leitt til slyssins, kann American Airlines að standa frammi fyrir himinháum skaðabóta- kröfum. Niðursokknir í dægurmál Kólumbískir embættismenn segja, að flugmennirnir hafi verið að ræða vinnutilhögun hjá flugfé- laginu og röðun á starfsaldurslista er þeir áttu að vera að undirbúa lendingu. Hálftímann áður en þotan fórst hefðu þeir ekki undirbúið að- flug sem skyldi, m.a. ekki farið yfir gátlista vegna aðflugs, sem er afar mikilvægt í flugi til Cali, ekki sízt þar sem flugumferðarstjórar KÓLUMBÍSKUR hermaður við brak og farangur úr Boeing-þotu bandariska flugfélagsins Americ- an Airlines sem flaug á fja.ll í grennd við Cali í Kólumbíu. þar hafa ekki afnot af ratsjá til þess að fylgjast með vélum á leið þangað. Hryðjuverkamenn, sem kljást við kólumbísk stjórnvöld, sprengdu ratsjána í loft upp fyrir þremur árum. Miðað við afrit af samtölum flug- manna þotunnar og flugumferðar- stjóra í Cali virðast flugmennirnir ekki hafa áttað sig á því hvert þeir voru komnir og röð mistaka hafi valdið því hvernig fór. Þegar þeir létu af sér vita og sögðust vera 100 kílómetra frá Cali fengu þeir heim- ild til að hefja aðflug og voru beðn- ir að láta vita þegar þeir færu yfir fjölstefnuvita við borgina Tulua, sem er 65 km frá Cali. Ætlast var til að þeir stilltu sjálfstýringu og leiðsögutæki þotunnar á vitann, en svo virðist sem það hafi þeir ekki gert fyrr en þeir voru komnir fram hjá honum. Leitaði þotan þá til vinstri í hálfa aðra mínútu. Ræddu flugmennirnir það sín á milli og virtust telja að þotan hefði verið aþ koma inn á aðflugsgeislann er hún hóf beygjuna. Afréðu þeir að snúa aftur inn að geislanum og tóku krappa hægribeyju, beint í átt að fjallinu háa, sem nú var á milli þotunnar og Cali-flugvallar. Níu sekúndum áður en þotan skall á fjallinu fóru viðvörunarkerfi í gang og gáfu til kynna viðsjár- verða jarðnánd. í sjö sekúndur freistuðu flugmennirnir að ná fullu afli á hreyflana til að geta klifrað og komist frá hættunni. Varð það til lítils því þeim sást yfir að af- tengja lyftispilla, flapa ofan á vængjum, sem drógu verulega úr lyftikrafti vængjanna. Þotan hækk- aði því ekki flugið og skall á fjallinu. Leiddir af leið? Tveir flugstjórar hjá American Airlines, sem komnir eru á eftir- laun, halda því fram, að kólumbísk- ur flugumferðarstjóri kunni að hafa afvegaleitt flugmenn Boeing-757 þotunnar. Blaðið Miami Herald fékk flugmennina, sem hafa mikla reynslu af flugi milli Miami og Cali, til þess að skoða afrit af sam- tölum flugmannanna og flugum- ferðarstjórans og draga ályktun af þeim. Niðurstaða þeirra er að flug- umferðarstjórinn hafi haft kolrang- ar hugmyndir um staðsetningu American-þotunnar og gefið flug- mönnum hennar fyrirmæli sem ver- ið hafí út í hött. Lýstu flugstjórarn- ir tveir óánægju sinni með þá yfir- lýsingu yfirvalda í Kólumbíu, að frumrannsókn slyssins hefði leitt í ljós, að hugsanlega mætti rekja slysið til mistaka flugmannanna. Carlos Rubio, yfirmaður flugmála- yfirvalda í Cali, brást reiður við fullyrðingum flugmannanna, sem voru ónafngreindir, og sagði niður- stöðu þeirra hugarburð. Sagði hann flugritann nú í höndum sérfræðinga bandarískra flugmálayfirvalda og þeir myndu kveða upp úr með hver orsök flugslyssins væri. „Flugumferðarstjórinn og flug- mennirnir skildu ekki hver annan vegna tungumálaörðugleika. Flug- umferðarstjórinn gaf flugheimildir sem voru út í bláinn því hann hafði enga ratsjá til að styðjast við og gat því ekki séð flugvélina," sögðu þeir við Miami Herald. Af þeim hluta samtalanna, sem kólumbísk yfirvöld hafa birt, virðist hvergi gæta neins misskilnings í umrædd- um samtölum, öðru nær. Verði slysið í Kólumbíu rakið til mistaka flugmanna kann það að reynast American Airlines afar dýr- keypt vegna himinhárra skaðabóta- krafna. Glímir dótturfélagið Amer- ican Eagle, sem ferjar farþega til áfangastaða American, við kröfur Gullni þríhyrningurinn í Suðaustur-Asíu Frelsisbarátta yfirvarp heróínsala Einn alræmdasti fíkniefnabarón í Asíu, er gengur undir heitinu Khun Sa, virðist hafa samið um sakaruppgjöf við herforingjastjórn Burma. Bandaríkjastjórn hefur heitið þeim stórfé er kemur honum í hendur réttvísinnar STJÓRNARHERMENN í Burma tóku helstu búðir fíkniefnakóngsins Khun Sa í Ho Mong í austur- hluta landsins án mótspyrnu um síðustu helgi. Segja nokkrir af liðs- mönnum samtaka Khun Sa að hann hafi svikið þá og gert leynilegan samning af einhverju tagi við her- foringjastjórnina í Rangoon. Emb- ættismenn í Rangoon fullyrða að Khun Sa hafi samþykkt að koma fyrir rétt en stjórnmálaskýrendur efast mjög um að það sé rétt. Tælendingar hafa eflt herlið sitt í landamærahéruðum sem hermenn Burmastjórnar munu hafa farið inn í á nokkrum stöðum en land er þarna mjög skógi vaxið og erfitt um gæslu. Fjöldi flóttamanna var sagður hafa komið inn í Tæland frá Shan-héraði, heimahögum Khun Sa, undanfarna daga. Tælenskir heimildarmenn í landamæralögreglu sögðu í vikunni að Khun Sa væri enn í herbúðunum, um 30 km frá landamærunum og virtist fara vel á með honum og stjórnarherliðinu. Einn af liðsmönnum ópíum- kóngsins tjáði fréttamönnum í Tæ- landi eftir að hafa flúið frá Burma að sonur leiðtogans hefði komið í herbúðir sínar um miðbik desember og sagt að friðarsamningar við stjórnina í Rangoon væru í burðar- liðnum. Hóf hann að safna saman vopnum og fjarskiptabúnaði í búð- unum. Sagt er að nokkrir af helstu liðsforingjum Khun Sa hafí verið fluttir með þyrlu til Rangoon í lið- inni viku. Akærður í New York Yfírvöld í New York lögðu fram alls 10 ákærur á hendur Khun Sa fyrir fíkniefnasölu árið 1989. Sam- vinna var um málið milli yfirvalda í Bandaríkjunum, Tælandi og Hong Kong. Það hófst með því að lagt var hald á rúmt tonn af heróíni í Bangkok 1988. Var það falið í gúmmísekkjum. Tælensk stjórnvöld segja að Khun Sa verði umsvifa- laust framseldur til Bandaríkjanna ef vart verði við hann í landinu. Heróín er unnið úr ópíumi. Stjórnvöld í Washington teíja að 60% af öllu heróíni sem þar er selt eigi uppruna sinn á valmúaökrum Burma. Hétu Bandaríkjamenn því fyrir helgina að greiða hverjum þeim tvær milljónir dollara, um 130 milljónir króna, er sæi til þess að Khun Sa kæmist í hendur réttvís- innar. Embættismenn í Burma eru þó undanskildir þar sem það er tal- in sjálfsögð skylda þeirra að reyna Reuter KHUN Sa í herbúðum í Ho Mong 1994, umkringdur lífvörðum. Hann er kínverskur í aðra ætt og sökuðu sumir Shan-menn hann um að hygla kínverskættuðum foringjum í liði sínu um of. að handsama manninn. Jafnframt voru ráðamenn í Burma hvattir til að framselja hann. Umráðasvæði Khun Sa er hluti af Gullna þríhyrningsins svonefnda í Austur-Asíu, er nær yfir afskekkt héruð í Laos, Tælandi og Burma eða Myanmar eins og ríkið heitir nú opinberlega. í þríhyrningnum er ræktað mikið af valmúa sem gefur af sér ópíum; langmest er þessi ræktun í Burma. „Mér kæmi ekki á óvart ef samn- ingurinn merkti að hann gæti hald- ið áfram fíkniefnaviðskiptunum en losnaði við þjarkið sem fylgir þjóð- frelsisbaráttunni," sagði sérfræð- ingur í málefnum Burma. Herfor- ingjastjórnin í Burma hefur árum saman sagt að Khun Sa væri ekk- ert annað en hryðjuverkamaður og fikniefnasali en sjálfur segist hann aðeins berjast fyrir fullveldi Shan. Hann hafi á hinn bóginn skattlagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.