Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LSSTSR SHURA Cherkassky var einn af helstu píanóleikurum aldarinnar, kannski of sérlundaður til að telj- ast með þeim allra bestu, en fáir stóðu honum á sporði á tónleikum, eins og- íslendingar fengu að heyra í þrígang, síðast í Háskóla- bíói á Listahátíð 1992. Shura Cherkassky var banda- rískur þegn, en kaus að búa í Englandi og í átján ár bjó hann í herbergi 158 í White House hótelinu skammt frá Regent's Park í Lundúnum. Þar hitti ég hann snemmsumars 1992. Ekki vantar íburðinn í White House hótelið, þó gestkomandi fái á tilfinninguna að það hafi munað sinn fífil fegri; dimmrauð teppin eru slitin og snjáð og fremur þunglamalegt andrúmsloft í mót- tökunni undirstrikar hnignun- arblæinn. Gangurinn inn að her- bergi Cherkasskys er þröngur, illa lýstur og matarlyktin sterk og þrúgandi; lykt af soðnu káli berst út um hálfopnar dyr á einu her- bergjanna og fólk fyrir innan er að rífast á ókennilegu tungumáli, líklega slavnesku. Cherkassky býr innst á ganginum og eitt augna- blik hvarflar að mér að þetta geti ekki verið dvalarstaður eins fremsta píanóleikara seinni ára, manns sem er á þeytingi um heim- inn allan ársins hring; hans nátt- úrulega umhverfi hlyti að vera meiri íburður og skraut, en ekki íbúðahótel uppfullt af sérvitring- um og útlögum. Cherkassky kemur til dyranna á herbergi 158, smávaxinn og vinalegur á svip, pírir augun eins og hann sé eilítið nærsýnn, klæddur snjáðum terylenebuxum og blettóttri rúllukragapeysu. Af honum er væg „geymslulykt", eins og gjarnan má finna af fötum sem legið hafa lengi í illa hitaðri geymslu og reyndar er loftið í herberginu ekki beint heilnæmt; það sprettur út á mér svitinn, enda hiti í herberginu mollulegur og loftið þungt, gluggar harðlok- aðir og ofnar stilltir hátt. Heimili Cherkasskys til átján ára er ekki mikið fyrir að sjá, skrifborð, tveir stólar, rúm, gríð- arstór Steinway flygill, sem hann segir leiguflygil, og nótnahefti út um allt, á gólfinu, flyglinum, til fóta í rúminu og á stólnum sem hann býður mér að tylla mér á. Cherkassky gefur ekki mikið fyr- ir umhverfi sitt, segist ekki þurfa meira, því hann sé hvort eð er ævinlega á ferð og flugi. „Þetta nægir mér," segir hann og baðar hendinni yfir ríkidæmi sitt, „hvað~ ætti ég svo sem að gera með eitt- hvað meira en þetta? Hér hef ég Sérvitur píanó- leikari kveður Ukraínski píanóleikarínn Shura Cherkassky, sem kom þrívegis til íslands, lést skömmu fyrír áramót á áttugasta og fimmta aldursári. Hann þótti sérlundaður og eftirminnilegur túlkandi og engir tvennir tónleikar voru eins. Arni Matthíasson hitti Cherkas- sky á heimili hans til átján ára í Lundúnum fyrir hálfu fjórða ári, tveggja herbergja hótelíbúð, þar sem fátt rúmaðist annað en rúm, tveir stólar og flygill. flygilinn og nóturnar, rúmið mitt og skrifborð. Annað þarf ég ekki." Undrabarn . Shura Cherkassky var gyðing- ur, fæddur í Odessa 1911. Hann segir svo frá að hann hafi verið farinn að spila eftir eyranu þriggja ára gamall, en foreldrar hans voru tónlistarfólk, faðirinn lék á fiðlu í frístundum en móðir- in, Lydia, var virtur píanókenn- ari. Cherkassky fluttist með fjöl- skyldu sinni til Bandaríkjanna 1923, en hann átti erfiða æsku vestan hafs, var pervisinn og ein- rænn, lærði tungumálið seint og var mjög upp á móður sína kom- inn. Barnaskólavist hans var ekki nema tveir mánuðir því foreldr- arnir vildu að hann helgaði sig píanóinu og hann hélt fyrstu tón- leika sína flutningsárið. Meðal þeirra sem móðir hans leitaði til eftir kennslu var Rakhmaninoff, sem hreifst af leik piltsins og vildi kenna honum, en Lydiu leist ekki á . kennsluaðferðir Rakhmanin- offs, sem meðal annars fólust í því að Cherkassky hætti öllu tón- leikahaldi. I þess stað lærði Cherkassky hjá Joseph Hoff- mann. Eftir fimm ára nám hjá Hoff- mann fluttist fjölskyldan til Evr- ópu og segja má að þá hafi hafist tónleikaferð Cherkasskys sem stóð fram í nóvember síðastliðinn, því upp frá því var hann meira og minna á ferðinni. Stríðsárin settu þó eðlilega strik í reikning- inn og hann segir að þau hafi verið erfið um margt, ekki síst fyrir þá sök að hann fékk lítið að spila, en hann lék aðeins á einum tónleikum í Bandaríkjunum öll stríðsárin, sem þó voru heimili hans á þeim tíma. Faðir Cherkasskys lést 1935 og upp frá því var Cherkassky öllum stundum hjá móður sinni, sem ferðaðist með honum um heiminn nema þegar hún átti ekki heiman- gengt sakir lasleika. Þegar Cher- kassky kom hingað til lands öðru sinni um miðjan sjötta áratuginn var eftir þvi tekið að ekki leið sá dagur að hann símaði ekki til hennar að minnsta kosti einu sinni og iðulega oftar. Hann segir og að móðir sín hafi mótað sig sem píanóleikara, en líklega hafi stöð- ugt tónleikahald haft mikið að segja líka. Skömmu áður en fund- um okkar bar saman hafði hann hljóðritað í hljóðveri plötu fyrir Decca útgáfuna, en vildi sem minrist um hana tala. „Ég kann svo miklu betur við að taka upp á tónleikum," sagði hann. „Ég er svo meðvitaður um það sem ég er að gera í hljóðverinu. Ef ég slæ feilnótu þá er hún tekin upp aftur og aftur, en þegar ég er að spila á tónleikum get ég leyft mér miklu meira," en meðal sérkenna Cher- kasskys sem píanóleikara var að hann fór sjaldnast troðnar slóðir í túlkun, eins og heyra mátti á tónleikunum í Háskólabíói, og eng- ir tvennir tónleikar voru eins. „Eg þreytist ekki á verkum," sagði hann, „því ég reyni að uppgötva eitthvað nýtt í þeim. Það er þó erfitt að vera alltaf feti framar en áheyrendurnir, sem eru alltaf að vonast eftir einhverju nýju, en það er líka gott að vera undir list- rænni pressu, sem heldur manni við efnið." Safnaði löndum Cherkassky hefur af því mikið gaman að tala um þau lönd sem hann hefur heimsótt og eftir lang- ar frásagnir af því hvernig hafi verið að leika á íslandi, hverjum hann hafi kynnst og hve honum hafi þótt skyr gott telur hann upp langa runu af löndum, segist síðan hafa safnað löndum eins og aðrir safna frímerkjum. Til skemmtunar les hann flugáætlanir og telur meira að segja upp þau lönd sem hann hefur flogið yfir og lifnar við í barnslegum áhuga, en verður síðan hugsi og spyr af alvöru- þunga: „Er eitthvað fólk á Græn- landi? Ætli það sé hægt að halda tónleika þar?" Samtalið við Cherkassky dregst nokkuð á langinn, því honum ligg- ur margt á hjarta annað en tón- list, segist reyndar vera feginn að þurfa ekki að tala um tónlist. „Ég er afskaplega forvitinn og þess vegna finnst mér gaman að ferðast og hitta fólk í ólíkum löndum. Ég er síður forvitinn um tónlist; vil frekar tala um tónlistarmenn en tónlist." Undir loks samtalsins er Cherk- assky farinn að líta á klukkuna, en segist ekkert vera að flýta sér. „Ég æfi mig alltaf fjóra tíma á dag, nákvæmlega fjóra tíma. Ég er því að reikna út hvenær ég verði búinn að æfa mig," segir hann og leggur áherslu á að hann þoli ekk- ert eins illa og óstundvísi, aukin- heldur sem hann hefur fasta reglu á öllu; hefur alltaf sama vikumat- seðilinn, bragðar aldrei áfengi, flyt- ur með sér píanóstól hvert sem hann fer, en við lá að ekkert yrði úr tónleikum hans hér á landi vegna þess að stólinn vantaði, og hann gætir þess að stíga alltaf á sviðið með hægri fótinn á undan. Eins og áður er getið hafa vin- sældir Cherkasskys aukist stöðugt síðustu ár, en hann vill ekki gera of mikið úr því, kímir og segir að fólk sé æst í að sjá hann spila af því að hann sé sá eini sem eftir lifír af gömlu meisturunum. Þrátt fyrir það hefur hann það orð á sér að vera meiri ævintýramaður en flestir ungu píanóleikaranna sem mest ber á í dag. „Mér finnst stund- um að ungu mennirnir séu hrædd- ir við að gera eitthvað rangt, að túlka ekki rétt. Þeir halda sig um of við skrifaða tónlistína, þeir eru hræddir við að vera frjálsir." Shura Cherkassky lést á sjúkrahúsi í Lundúnum 27. desember sl. Að vera Islending- ur í útlöndum BÆKUR Viðtalsbók HVER VEGUR AÐ HEIMAN ... eftir Guðmund Árna Stefánsson, Skjaldborg, 1995 - 255 bls. 3.480 kr. VIÐTALSBÆKUR eiga sér nokkra hefð á íslenzkum jólabóka- markaði. Þær eru misjafnar eins og gengur, sumar vel gerðar, aðrar mið- ur. Bækur af þessu tæi virðast eiga nokkuð tryggan lesendahóp. Bókin Hver vegur að heiman . . . er nokkuð dæmigerð fyrir þennan flokk bóka. Höfundurinn leggur ekki mjög mikið af mörkum, skrifar inn- gang að bókinni og hverju viðtali en lætur viðmælendur sína hafa orðið. Viðtölin eru ekki mikið unnin, þau líkjast blaðaviðtölum, í þeim eru bæði spurningar og svör en þau eru ekki felld í samfelldan texta. í bókinni er rætt við sjö íslendinga sem eiga það allir sameiginlegt að búa í útlöndum. Fyrst er rætt við Ástþór Magnússon, athafna- mann í Englandi; þá Rannveigu Fríðu Bragadóttur, sem býr í Vín; við Gunnar Frið- þjófsson, útvarpsstjóra í Ósló; við hjónin Þórð Sæmundsson og Drífu Sigurbjarnardóttur í Lúxemborg; við Gunn- laug Stefán Baldursson, arkitekt í Þýzkalandi, og að síðustu við Lindu Finnbogadóttur Veneg- as sem býr í Los Angel- es í Kaliforníu. Flest þetta fólk hefur frá ýmsu að segja sem er bæði fróðlegt og skemmtilegt. Mér þótt skemmtileg- ast að lesa frásögn Gunnars Frið- þjófssonar af dvöl sinni og vinnu í Ósló. Þar er nokkuð greint frá fjöl- miðlabyltingu Norð- manna sambærilegri þeirri íslenzku. Hann tekur einnig þátt í norskum stjórnmálum. Það var einnig prýðilegt að lesa frásögn Lindu Finnbogadóttur Veneg- as af lífshlaupi sínu í Los Angeles og störfum sem hjúkrunarfræðing- ur. í viðtalinu við hjónin Drífu Sigurbjarnardótt- ur og Þórð Sæmunds- son fær maður örlitla innsýn í ihnrás íslend- inga í Lúxemborg og vöxt þeirra og viðgang þar. Gunn- laugur Stefán Baldursson arkitekt lýsir reynslu sinni af lífi í Þýzkalandi nútímans og hvernig reynslan af Mið-Evrópu breytti honum og hann Guðmundur Árni Stefánsson átti eiginlega hvergi heima. Það er ágæt frásögn og hugleiðingar um hvar maður eigi raunverulega heima. Rannveig Fríða Bragadóttir segir frá sér og lífi sínu í Vínarborg. Eitt viðtalanna sker sig nokkuð úr. Það er viðtalið við Ástþór Magn- ússon. Helmingurinn af því er hug- leiðingar um heimsmál sem hefðu í mesta lagi átt að ná yfir eina síðu. Það er allt í lagi þótt svona stutt moðsuða fylgi frásögn af athafna- semi sem er lífleg og markverð. En frásögnin af rekstrinum er ógreini- leg, höfundurinn bregst lesendum með því að ritstýra ekki og stýra spurningunum ekki nægilega vel. Þar að auki er þetta fyrsta viðtalið í bók- inni sem fælir lesendur frá henni. En hvað er merkilegt við það að vera íslendingur í útlöndum? Eigin- lega ekki neitt. Og þó. Fólk sýslar í. sínu einkalífi við sömu hlutina hvar sem er, en þjóðfélögin búa einstakl- ingunum ólíka aðstöðu, ólík tæki- færi. Það getur verið gaman að heyra af þeim. Svo er það líka fírringin sem kemur fram í því að búa ekki þar sem maður er alinn upp og á sínar rætur. Hún þarf alls ekki að vera slæmur hlutur heldur getur hún verk- að sem hvati á fólk. Guðmundur Heiðar Frímannsson Mynsturgerð og þrykk HANNE Backhaus hönnuður flytur fyrirlestur með skyggnum og myndbandi miðvikudaginn 10. jan- úar kl. 16.30 í Myndlista-og hand- íðaskóla íslands. Hanne er gestakennari í textíl við skólann og kennir námskeið í mynsturgerð og textílþrykki, en hún starfar annars við Danmarks Designskole. Fyrirlesturinn fjallar um hvernig vinna að þrykki, hönnun og kennslu spila saman í starfi hennar, annars vegar fyrir Dan- marks Designskole og hins vegar fyrir Blaa Form, sem er verslun rekin af sjö listakonum sem vinna saman að hönnun fatnaðar og skartgripa. í frétt frá Myndlista- og handíða- skóla íslands segir að í þessum sjö listakvennahópi séu konur sem vinna að textílþrykki, prjóni, skart- gripagerð, vefnaði og tískuhönnun. Viðskiptavinirnir séu karlar og kon- ur sem hafi áhuga á vönduðum og sérstæðum fatnaði. Hópurinn hafí rekið fyrirtækið í 14 ár og tekið þátt í sýningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.