Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLA.ÐIÐ AKUREYRI Um 500 á atvinnu- leysisskrá á Akureyri EFTIR mikla fjölgun á atvinnu- leysisskránni á Akureyri fyrstu vikuna á nýju ári, er aftuf að kom- ast á nokkurt jafnvægi á skránni. Um áramótin voru 480 skráðir atvinnulausir, eða 110 færri en á sama tíma í fyrra. Hins vegar fjölg- aði upp í 730 á atvinnuleysis- skránni fyrstu viku ársins. I lok síðustu viku voru 502 á skrá og þar af um 90 manns í hlutastarfi. Vinna lá niðri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. fyrstu viku ársins og einnig hjá fleiri fiskvinnslufyrir- tækjum og er það helsta skýringin á þessari miklu fjölgun á atvinnu- leysisskránni. Einnig hefur skóla- fólk sem hætti námi um áramót komið inn á skrá og fólk sem var í tímabundnu starfi. Þá var átaks- Árviss fjölgun í upphafi árs, en oft meiri en nú verkefnum einnig að ljúka um ára- mótin. Árvisst að fjölgi á skránni í janúar „Það er árvisst að fjölgi á at- vinnuleysisskránni á þessum tíma og aukningin hefur oft verið meiri. Þetta er daufasti tími ársins og árstíðabundin vinna leggst frekast af í kringum jól og áramót,“ segir Sigrún Bjömsdóttir, forstöðumað- ur Vinnumiðlunarskrifstofunnar. Sigrún segir að margt af því fólki sem kom á skrá fyrir jól hafi fengið vinnu fljótlega eftir áramót og eins liafi fólk sem var á skrá fyrir jól farið í skóla eftir áramót. „Við verðum búin að fækka enn frekar á skránni fyrir næstu mán- aðarnót." Sigrún segir að alltaf séu að berast atvinnutilboð inn á borð Vinnumiðlunarskrifstofunnar og oftast sé þá um að ræða vinnu í skamman tíma. Hún segir að unn- ið sé að ráðningum í störf á nán- ast hveijum degi og að mikið sé beðið um fólk í afleysingar. Hún vildi ekki spá fyrir um framhaldið en sagði að atvinnuástandið nú væri betra en síðustu 3-4 ár. Fjognr fíkniefnamál á Dalvík 1995 U mfer ðarlaga- brotum fækkaði HEILDARFJÖLDI mála er upp komu á nýliðnu ári hjá Lögregl- unni á Dalvík vom 314 og hafði fjölgað um 15% frá árinu áður. Úmferðarlagabrotum fækkaði á síðasta ári en hins vegar var meira um minniháttar óhöpp, segir í skýrslu lögreglunnar. Fjögur fíkniefnamál komu upp á Dalvík í fyrra, eða heidur fleiri en árið áður. Lögreglan hvetur fólk til að vera á varðbergi gagn- vart fíkniefnum og láta vita ef það verður vart við slík efni í umferð. Lögreglunni var tilkynnt um 34 umferðaróhöpp á síðasta ári og urðu meiðsli á fólki í 8 þeirra. Þá voru 12 kærðir fyrir ölvuna- rakstur og 70 kærðir fyrir of hraðan akstur, auk þess sem framin voru 28 önnur umferðar- lagabrot. Hraðaksturinn á sér í flestum tilfellum stað á Ólafsfjarðarveg- inum, þó alltaf einn og einn gleymi að hægja á sér við bæjar- mörkin. Lögregluþjónar á Dalvík og í Ólafsfirði vinna töluvert saman að því að fylgjast með umferð milli kaupstaðanna og hefur það gengið með ágætum. Loks má geta þess að á síð- asta ári féllu þrettán snjóflóð á veginn milli Dalvíkur og Ólafs- fjarðar. Flest þeirra féllu nprðan við Sauðanes sur.narlega í Ólafs- fjarðarmúla Dalvíkurmegin. Hótel Norðurland Má hækka húsið án lyftu MEIRIHLUTI bæjarráðs Akur- eyrar lagði til á fundi sínum í gær að samþykkt bæjarstjórnar þess efnis að heimilt verði að byggja fjórðu hæðina ofan á Hótel Norður- land við Geislagötu 7 án þess að lyfta verði sett í húsið standi óbreytt. Stjórn Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra á Akureyri og nágrenni, hefur mótmælt þessari ákvörðun bæjar- stjórnar og krafist þess að sam- þykktin verði afturkölluð. Að öðr- um kosti hyggst stjórn Sjálfsbjarg- ar vísa málinu til úrskurðar um- hverfisráðherra. Lögð var fram umsögn byggingafulltrúa, þar sem fram kemur að setja hefði átt það skilyrði fyrir veitingu bygginga- leyfis ijórðu hæðar hótelsins að lyfta verði sett í húsið. Meirihluti bæjarráðs lagði sem fyrr segir til að fyrri samþykkt bæjarstjórnar standi óbreytt. Heimir Ingimarsson, Alþýðubanda- lagi, og Sigfríður Þorsteinsdóttir, Framsóknarflokki, tóku ekki þátt í afgreiðslu um málið. Nýta góða tíð STARFSMENN Akureyrarbæjar hafa nýtt sér góða tíð að undan- förnu og gert við holur á götum bæjarins, en á þessum tíma árs eru þeir líklega vanari að moka snjó af götunum. Morgunblaðið/Kristján Sjávarútvegsnefnd Alþingis Eynna sér sjávarútveg á Norðurlandi eystra Að lifa sýnd í Borgarbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir kínversku kvikmyndinga Að lifa í Borgar- bíói á sunnudag kl. 17.00 og mánudaginn 22. janúar kl. 18.30. Myndin hlaut aðalverð- laun dómnefndar á kvikmynda- hátíðinni í Cannes 1994. Hún rekur sögu hjóna á umbrota- tímum í Kína. Kyrrðar- stund KYRRÐAR- og bænastund verður í Svalbarðskirkju í Lauf- ásprestakalli á sunnudags- kvöld, 21. janúar og hefst hún kl. 21.00. Starfsemi Kassagerðar Reykjavíkur á Akureyri Lager og dreifinga- miðstöð flutt norður Morgunblaðið/Kristján NEFNDARMENN kynntu sér m.a. starfsemi Strýtu hf. en á myndinni eru f.v.: Hjálmar Árnason, Steingrímur J. Sigfússon, Árni R. Árnason, Guðný Guðbjörnsdóttir, Svanfríður Jónasdótt- ir, Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, og Guðjón Rúnarsson, ritari nefndarinnar, en einnig var Vil- hjálmur Egilsson með í för. landi og Færeyjum eru um 400 KASSAGERÐ Reykjavíkur hefur keypt húsnæði Heildsölu Valde- mars Baidvinssonar, en þar verður lager fyrirtækisins og dreifingam- iðstöð fyrir Norðurland en einnig er áætlað að selja þar umbúðir í smásölu. Kristján J. Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Kassagerðar Reykjavíkur, sagði ekki útilokað að einhver framleiðsla færi fram norðan heiða í framtíðinni, en sú staða væri ekki uppi á borðinu nú. Fyrst og fremst hefði fyrirtækið í hyggju að bæta þjónustu við við- skiptavini sína á Norðurlandi. Hann sagði að um nokkurt skeið hefði fyrirtækið verið að leita að samstarfsaðila á Akureyri og hefði seint á síðasta ári verið samið við Heildverslun Valdemars Baldvins- sonar um sölu og dreifingu á vör- um Kassagerðarinnar. Við sam- einingu tveggja heildverslana á Akureyri, Valdemars Baldvinsson- ar og Valgarðs Stefánssonar, hefði verið tekin sú ákvörðun að kaupa húsnæði fyrrnefndu heildsölunnar og haga málum þannig að fyrir- tækið sæi sjálft um sölu og dreif- ingu á Norðurlandi. Nær markaðnum „Við sjáum nú fram á að geta flutt vörurnar í stærri einingum norður, verðum þar með töluverðan lager og væntum þess að geta þjón- að okkar viðskiptavinum á þessu landssvæði betur,“ sagði Kristján. „Við erum í rauninni að færa okkur nær markaðnum." Húsnæðið verður afhent eftir helgi og þá verður hafist handa við ýmsar breytingar sem gera þarf, en Kristján áætlaði að starfsemi á veg- um Kassagerðarinnar hæfíst eftir nokkrar vikur. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði 2-3 í upphafí. SJÁVARÚTVEG SNEFND Alþingis var á ferðinni á Akureyri í gær og í dag, föstudag, fara nefndarmenn um Norðurland eystra, en tilgang- urinn er að heimsækja rannsókna- og menntastofnanir á sviði sjávar- útvegs, sjávarútvegsfyrirtæki og fyrirtæki í rekstri og þjónustu sem tengjast sjávarútvegi. Þá hittu nefndarmenn einnig fyrir þá sem hagsmuna eiga að gæta í greininni eins og félagamenn í Kletti, félagi smábátaeigenda. 5.000 miHjóna velta í gærmorgun fengu nefndar- menn að smakka á steiktum og soðnum þorski hjá Strýtu um leið og þeir hlýddu á Þorstein Má Bald- vinsson, framkvæmdastjóra Sam- heija, fræða þá um starfsemina. Meðal annars kom fram að árleg velta Samheija og dótturfyrirtækja er um 5.000 milljónir og árleg velta Deutsche Fishfang Union í Þýska- land er um 2.200 milljónir að auki. Hluti landvinnslu af rekstri Sam- heija og dótturfyrirtækja fer vax- andi, Strýta og Söltunarfélag Dal- víkur kaupa árlega um 9 þúsund tonn af rækju af 15-20 rækjuskip- um og vinna úr því um 3.000 tonn af afurum og þá kaupir Strýta 3-4 þúsund tunnur af hrognum af 150-200 grásleppukörlum og fram- leiðir um 4-5 milljónir glasa af kavíar. Einnig kaupir fyrirtækið 6-7 þúsund tonn af saltaðri síld og framleiðir allt að 4 milljónir dósa af síldarafurðum. Starfsmenn á Is- talsins og í Þýskalandi um 240. I dag verða nefndarmenn á far- aldsfæti, heimsækja Fiskeldi Eyja- fjarðar á Hjalteyri, fyrirtæki á Dal- vík og Olafsfirði og síðan verður farið ti! Þórshafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.