Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 47 Ný raðganga Útivistar í NÝRRI raðgöngu Útivistar verður tekin fyrir sögn úr Land- námu um eina fyrstu búferla- flutninga á Suðvesturlandi þ.e. bústaðaskipti Hrolleifs í Heiðabæ og Eyvindar i Kvíguvágum er síðar flutti að Bæjarskerjum. Reynt verður að ráða í hvaða gönguleið var farin á þessum tíma frá Bæjarskerjum að Heiðabæ um Kvíguvága og Vík. Einnig verður siglt í víkingaskipi inn undir Leirvág í einum áfanga. Fegurðar- samkeppni Reykjavíkur BERGLIND Ólafsdóttir, f egur ðardrottning Reykjavíkur 1995. Óskað eft- ir ábend- ! ingum I UNDIRBÚNINGUR fyrir Fegurðarsamkeppni Reykja- víkur er að hefjast, en keppnin fer fram á Hótel íslandi í apríl nk. Nú þegar hafa nokkrar stúlkur verið skráðar í keppn- ina og verður fyrsta reynslu- myndatakan á morgun, laug- ardag. Enn um sinn verður j tekið við ábendingum um stúlkur í keppnina og er tekið við ábendingum á skrifstofu Hótel íslands. Núverandi fegurðardrottn- ing Reykiavíkur er Berglind Ólafsdóttir. Sljórnmálá ( laugardegi i ( ( ( ( ( HR. MICHAEL A. Hammer, stjórn- málaráðgjafi í bandaríska sendiráð- inu, heldur erindi og tekur þátt í almennum umræðum um stjórn- málakerfið í Bandaríkjunum laug- ardaginn 20. janúar kl. 15 í setu- stofu veitingahússins Skólabrúar. Erindið, sem haidið er á vegum Stjórnmála á laugardegi, mun m.a. fjalla um harðvítug átök forseta og þings undanfarið um fjármála- hallann og væntanlegar forseta- kosningar í nóvember. Stjórnmál á laugardegi er félag áhugamanna um erlend stjórnmál. Fyrsta og þriðja laugardag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina gefst öllum kostur á að hlusta á erindi og taka þátt í umræðum ætluðum almenningi um áhuga- verða stjórnmálaþróun erlendis og fyrirkomulag í stjórnmálum er- lendra ríkja á vegum félagsins á fyrrgreindum stað og tíma. FRÉTTIR ‘VífiísstaðÍT sT-. Fyrsti áfanginn verður farinn sunnudaginn 21. janúar. Farið verður með rútu frá Umferðar- miðstöðinni að vestanverðu kl. 10.30 og komið að Fræðasetrinu í Sandgerði kl. 11.30. Þaðan gengið um Sandgerðisbæ að Bæj- arskerjum. Þar hefst raðgangan. Gengið verður eftir fornleið yfir Rosmhvalanesheiði hina fomu til Keflavíkur. Kristín Hafsteinsdóttir, for- stöðukona Fræðasetursins tekur á móti hópnum í Sandgerði og áhugasamir heimamenn um sögu, örnefni og fornleiðir sveitarfé- lagsins verða fylgdarmenn yfir lieiðina. í ferðinni verður reynt að sjá fyrir sér hvernig umhorfs var á Rosmhvalanesi um árið 900. Ný útgáfa Lagasafns a 1.452 blaðsíðum NY útgáfa af Lagasafni kemur út í dag, föstudaginn 19. janúar. Laga- safn 1995, sem hefur að geyma gild- andi lög miðað við 1. október 1995. Lagasafnið var seinast gefið út í bók í janúar 1992 og hafði að geyma gildandi lög miðað við 1. október 1990. Milli útgáfu Lagasafna hafa áður liðið 7-10 ár. Texti laganna er nú gefínn út í einu bindi sem er 1.452 blaðsíður. Safninu fylgir sérstakt efnisyfirlit sem er 84 blaðsíður. í þessari útgáfu Lagasafnsins er efninu raðað með öðrum hætti en í fyrri Lagasöfnun og efnisflokkar eru fleiri. Skiptist safnið í 47 kafla. Bætt hefur verið í safnið texta - Einnig í tölvu- tækuformi nokkurra alþjóðasamninga, einkum varðandi mannréttindi, en hins vegar hefur verið felldur út texti ýmissa laga sem ekki eru virk eða hafa lok- ið hlutverki sínu, án þess þó að hafa verið felld úr gildi. Heitis þessara laga er getið svo og hvar texta þeirra er að finna í eldra Lagasafni. Ritstjóri Lagasafnsins er Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, en í ritnefnd eru, auk ristjóra, Ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri, for- maður, Friðrik Ólafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, Jón Thors, skrifstofu- stjóri og Sigurður Líndal, prófessor. Varðveislu og viðhald texta Laga- safnsins í tölvutæku formi hefur skrifstofa Alþingis annast. Prent- smiðjan Oddi hf. hefur annast prent- un og bókband Lagasafns 1995. Jafnframt því sem texti Lagasafns- ins kemur nú út í bók kemur sami texti þess í tölvutæku formi til dreif- ingar næstu daga hjá Úrlausn - Aðgengi ehf. sem dreift hefur textan- um í tölvutæku formi undanfarin misseri. Einnig mun þessi texti verða aðgengilegur í gagnagrunni Skýrr hf. á næstunni. Dreifíngu bókarinnar til bóksala og stofnana ríkis og sveitarfé- laga annast Ríkiskaup, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með 22. janúar . ÞÓR Gunnarsson sparisjóðssljóri afhendir Pétri Sigurðssyni, félagsforingja Hraunbúa, teppi og hnífa í tilefni afmælis skáta- starfsins. Hálf milljón, hnífar og teppi í afmælisgjöf ■ EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á þingflokksfundi Þjóð- vaka 17. janúar sl.: „Þingflokkur Þjóðvaka lýsir furðu sinni á ályktun BSRB sem fram kemur í fréttatil- kynningu frá samtökunum í vik- unni. Þar er lýst ábyrgð á hendur stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra uppsagna fólks, þar sem stjórnin hafi lofað að sam- eining Borgarspítala og Landakots myndi ekki hafa uppsagnir starfs- fólks í för með sér. Hér er um mis- skilning að ræða þar sem ábyrgð á þessum vanda hvílir algjörlega á herðum ríkisstjórnarinnar og heil- brigðisráðherra. Rót vandans liggur í stefnu ríkisstjórnarinnar sem birt- ist í fjárlögum hennar fyrir yfir- standandi ár. Þingflokkur Þjóðvaka telur þessa aðför að fjárhag stóru sjúkrahúsanna mjög alvarlega. Þjónustu við sjúklinga og jafnvel lífí þeirra er stefnt í hættu, álag og aðbúnaður starfsfólks er óverjandi vegna yfirvofandi fjöldauppsagna og lokana. Þingflokkurinn telur að grípa verði strax til aðgerða gegn þessu ástandi í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Þjóðvaki mun taka upp málið á Alþingi og leita eftir sam- stöðu launþegahreyfingarinnar, stjórnarandstöðu og ríkisstjórnar." Skuggabarinn opnar á ný ÁKVEÐIÐ hefur verið að opna Skuggabarinn á Hótel Borg föstu- daginn 19. janúar kl. 23. Leitast verður við að höfða til sama kjama og gerði Skuggabarinn að þeim skemmtistað sem hann var fyrir ári, segir í fréttatilkynningu. í TILEFNI af 70 ára skátastarfi í Hafnarfirði, sem fagnað var með 400 manna veislu, bárust skátum í Hafnarfirði margar höfðinglegar gjafir. Má þar helst nefna mikið safn af skátaminjum ýmiss konar, áttavita og vegvísa, bækur og myndir, en gjöf Spari- sjóðsins í Hafnarfirði vakti sér- staka athygli. Gaf Sparisjóðurinn skátafélag- inu Hraunbúum 30 vönduð ullar- teppi og 30 vasahnifa og fylgdi með 1 krónatil að greiða fyrir hnifana. Teppin koma sér sér- staklega vel, enda mikið um úti- legur og varðelda hjá skátunum auk tveggja fjallaskála og far- fuglaheimilis sem félagið rekur. Verða hnífarnir notaðir í ýmsar viðurkenningar fyrir gott skáta- starf. Með gjöfinni fylgdi einnig lítið umslag með ávísun upp á 500.000 kr. til stuðnings æsku- lýðsstarfinu hjá hafnfirskum skátum. í GÓDU EGLU BOKHALDI... ...STEMMI STÆRÐINl & KA! Hringdu í sölumenn okkar í síma 562 8501 eðs 562 8502 og þú færð möppurnar sendar um hæl. ROD OC RECLA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Þingflokk- ur Kvenna- | listans á | faraldsfæti ( ÞINGFLOKKUR Kvennalistans er að hefja fundahöld víða um land. Haldnir verða opnir fundir í öllum \ kjördæmum landsins og er öllum sem áhuga hafa fijálst að mæta og taka j þátt í fundunum. Stjórnmál dagsins i verða til umræðu sem og starf Kvennalistans næstu mánuði. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Zontahúsinu á Akureyri í kvöld, föstudagskvöldið 19. janúar. Mánu- daginn 22. janúar verður fundur á Kaffi Króki á Sauðárkróki, þriðju- daginn 23. janúar í húsnæði samtak- anna á Laugavegi 17 í Reykjavík og miðvikudaginn 25. janúar funda þær með konum í Reykjaneskjördæmi og verður fundurinn haldinn í Gafl-inum í Hafnarfirði. Sunnudaginn 28. jan- úar verður fundur í Kvennalistahús- inu í Borgarnesi og mánudaginn 5. febrúar verður loks fundur í Kaffi Krús á Selfossi. Fundur með konum á Austurlandi hefur ekki verið tíma- settur. Allt eru þetta kvöldfundir sem hefjast kl. 20.30 nema fundurinn í Borgarnesi sem hefst kl. 15. Flóamarkaður FEF NÚ ER að hefjast á ný Flóamarkað- ur Félags einstæðra foreldra. Byijar hann í Skeljahelli, Skeljanesi 6, 101 Reykjavík, laugardaginn 20. janúar nk. frá kl. 14-17. Seldur verður fatnaður á alla fjöl- skylduna, skartgripir, svefnbekkir og fleira. Flóamarkaður hefur verið haldinn á vegum FEF um áraraðir og er ásamt jólakortum félagsins ein helsta fjáröflun félagsins. Fyrirlestur um snjóálag á þök BJÖRGVIN Víglundsson heldur fyr- irlestur í Háskóla lslands laugardag- inn 20. janúar sem nefnist Beiting líkindafræði við ákvörðun snjóálags á þök. Fyrirlesturinn er liður í meistara- námi Björgvins við verkfræðideild háskólans og verður haldinn í stofu 158 í húsi VR-II við Hjarðarhaga. Hann hefst kl. 11 og er öllum opinn. KÍN -leikur að læral Vinningstölur 18. jan. 1996 8 • 10 • 13 • 20 »22*27 • 28 Eldri úrslit á símsvara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.