Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NBTFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDÁGUR 19. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samningaviðræður um kvóta íslenzkra skipa í Barentshafi í sjálfheldu ESB krefst sama kvóta og samið yrði um við Island SAMNINGAVIÐRÆÐUR íslands, Noregs og Rússlands um þorsk- veiðar íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi hafa verið í sjálfheldu á þriðja mánuð eftir að talsvert hafði þokazt í samkomulagsátt síð- astliðið haust. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ástæðan sú að Evrópu- sambandið hefur gert norskum stjórnvöldum grein fyrir því að yerði samið við ísland krefjist sam- bandið sambærilegra veiðiheimilda fyrir eigin skip, til viðbótar við þann þorskkvóta, sem sambandið hefur nú þegar í Barentshafi. Norðmenn greindu íslenzkum stjórnvöldum frá þessu í kringum mánaðamót október og nóvember og hafa Islendingar jafnframt fengið staðfestingu frá Evrópu- sambandinu sjálfu um að svona liggi í málinu. Norðmenn treysta sér ekki til að semja Norðmenn hafa skýrt Islending- um frá því að hendur þeirra séu bundnar af þessum sökum og þeir treysti sér ekki til að semja við ís- land nema að takist að fá Evrópu- sambandið til að falla frá þessari kröfu. Samningafundur íslands, Noregs og Rússlands í Smugudeilunni verð- ur haldinn í Moskvu í næstu viku, en af þessum sökum er ekki búizt við miklum árangri. Úrslitatilraun til samkomulags um síldina Á undan viðræðunum um Smug- una í Moskvu verður haldinn samn- ingafundur íslands, Færeyja, Nor- egs og Rússlands um veiðar og stjórnun á norsk-íslenzka síldar- stofninum á þessu ári. Þar verður gerð úrslitatilraun til að ná sam- komulagi um kvótaskiptingu, en takist það ekki hafa ísland og Færeyjar lýst yfir að löndin muni gefa út einhliða kvóta. Rússnesk stjórnvöld hafa lítið gefíð upp um afstöðu sína í deilunni, en að undan- förnu hafa hagsmunaaðilar í rússn- eskum sjávarútvegi látið í ljós mikla óánægju með einhliða kvótaákvörð- un Norðmanna. ■ Breytt staða/30 Dulúð í nótinni EFTIR einmuna blíðu á suð- vesturhorninu hefur kulda- boli aftur látið á sér kræla og breiðir hvíta sæng sína af natni yfir mannheima. Oft verða til dulúðlegar myndir eins og í nótinni við netagerð- ina Krosshús í Grindavík. Þó engir tveir eigi eftir að sjá hið sama þarf ekki að fjölyrða um hvaða leyndardóma nótin hefur að geyma. Þeir Sigþór Olafsson og Bjarni Andrésson láta hins vegar enga slíka draumóra á sig fá og snúa baki í hauginn. Tvímenningarnir ganga vasklega til verks. Væntan- lega eiga þeir næg verkefni fyrir höndum enda eins gott að gert hafi verið við nótina þegar sjómennirnir þurfa á henni að halda við veiðarnar. Morgunblaðið/RAX Hæstiréttur um veiðireynslu o g aflaúthlutun eftir eigendaskipti Seljanda skipsins ber að fá hluta af kvótanum HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm undirrétt- ar í dómsmáli milli útgerðarmanna í Keflavík þar sem deilt var um hvort fyrrverandi eiganda fiskiskips hafi borið að fá hluta af skarkola- kvóta skipsins, sem úthlutað var eftir eigenda- skiptin, en kvótaúthlutunin byggðist að hluta til á veiðireynslu sem seljandinn hafði áunnið skipinu á meðan það var í eigu hans. Héraðs- » dómur Reykjaness dæmdi seljanda skipsins í vil í júlí 1994. Málið snýst um sölu fiskiskips árið 1988, sem þá hét Arnar KE 260. Engar takmarkanir voru á veiðum skarkola þegar eigendaskiptin áttu sér stað en árið 1990 var skarkoli settur undir kvóta og var skipinu þá úthlutað aflamarki, sem byggðist á aflareynslu skipsins frá 1. septem- þer 1987 en hluta þess tíma var skipið í eigu seljanda skipsins. Kaupsamningur aðila kvað á um að engin fiskveiðiréttindi skyldu fylgja bátn- um við söluna. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi seljanda skipsins í vil í júlí 1994. Kaupendur skipsins, sem voru tveir, áfrýjuðu þá málinu til Hæstaréttar. Hafði uppi tilkall til aflaheimildar Í dómi Hæstaréttar segir að aðilar hafi verið sammála um að réttindi til skarkolaveiða hafi ekki verið rædd við gerð kaupsamnings þeirra. Hins vegar sé viðurkennt af hálfu áfrýjenda að þeir hafi ekki verið að kaupa annað af stefnda en skipið sjálft. Fyrir liggi að stefndi hafi haft uppi tilkall til aflahlutdeildar vegna þeirrar afla- reynslu sem hann hafði áunnið skipinu þegar eftir úthlutun aflaheimildar í mars 1991. Jafn- framt virðist ljóst að sjávarútvegsráðuneytið hafi verið reiðubúið til að virða þetta tilkall á grundvelli laganna ef fram kæmi staðfesting þess að samningar hans og áfrýjenda stæðu því ekki í vegi. I dómsorði segir _að hinn áfrýjaði dómur eigi að vera óraskaður. Áfrýjendum er gert að greiða stefnda 200 þúsund kr. í málskostnað fyrir Hæstarétti. Málið dæmdu hæstaréttardómararn- ir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur. Kr. Hafstein. Pétur skilaði sératkvæði. Þar segir m.a. að hagnýting veiðiheimilda sé á hverjum tíma háð ákvörðunum í löggjöf og fyrirmælum stjórnvalda. Úthlutun heimildanna skapi ekki eignarrétt yfir þeim sem varinn sé af eignarrétt- arákvæðum stjórnarskrárinnar enda séu nytja- stofnar á íslandsmiðum sameign íslensku þjóðar- innar samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Því beri að sýkna áfrýjendur af öllum kröfum stefnda og dæma þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mynda- vélar í miðbæ LÖGREGLAN í Reykjavík hefur verið að prófa sig áfram með uppsetningu eftirlits- myndavéla í miðborg Reykja- víkur. Prófaður hefur verið búnaður frá tveimur fram- leiðendum og um síðustu helgi var eftirlitsmyndavél staðsett á húsi Hérðasdóms Reykjavíkur við Lækjartorg. Böðvar Bragason, lög- reglustjóri, segir að lögreglan sé þeirrar skoðunar að skyn- samlegt sé að koma upp eftir- litsmyndavélum. Þær hafi gefið mjög góða raun í mið- borgum erlendis, til dæmis í Bretlandi, og komið hafi í ljós að glæpum hafi fækkað á þeim svæðum þar sem slíkum myndavélum hafi verið komið upp. Þrjár vélar fylgist með mannaferðum Böðvar sagði að þetta væri í raun ekkert frábrugðið því sem gert væri hjá fjölmörgum einkaðilum sem notuðu slíkar vélar til eftirlits með eignum sínum. Böðvar sagði að málið væri á byijunarstigi og væri gert ráð fyrir fjárveitingu til kaupa á þessum búnaði í ár. Þeir væru að búa í haginn með þessum athugunum, en ef til kæmi þyrfti að líkindum þijár vélar til að fylgjast með mannaferðum í miðbænum. Eldur um borð í Klöru MIKLU tjóni var afstýrt um borð í skuttogaranum Klöru Sveinsdótt- ur SU 50 síðdegis í gær þar sem hann lá við Ægisgarð þegar eldur kom upp í netageymslu. Eldur kviknaði í flúorljósastæðu í lofti netageymslu, plastið lak log- andi niður og í netahrúgu sem lá á gólfinu fyrir neðan. í ljósinu kviknaði vegna þess að gat kom á dekkið beint fyrir ofan þar sem verið var að logskera. Slökkvitækjum beitt Skipverjar náðu að halda eldin- um í skeflum, þangað til slökkvilið kom, með því að sprauta úr slökkvitæki niður um gatið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu í Reykjavík skipti það sköpum því að við svona aðstæður geta mínút- ur ráðið úrslitum. Tveir reykkafarar fóru inn í netageymsluna og réðu niðurlög- um eldsins. Talsverður reykur var kominn í geymsluna en hvorki mikill hiti né mikill eldur. Skemmdir urðu á ljósastæðunni og í rafmagni og nokkrar sót- skemmdir í geymslunni en að öðru leyti tókst að forðast tjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.