Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 19 UR VERIIMU Lx)kað eftir erfitt ár GALERIES LAFAYETTE, hin kunna verzlanakeðja í Frakk- landi, hyggst loka nokkrum verzlunum eftir erfitt ár vegna nýlegra verkfalla á þeim árstíma þegar mest er verzlað. Galeries Lafayette mun loka verzlunum í Lyon, Nevers, Avignon, Valence og Evreux og 1.000 manns verð- ur sagt upp störfum. Myndin sýn- ir aðalverzlunina við Haussmann breiðgötuna í París. Uppsagiur hjá Apple San Francisco. Reuter. APPLE hefur skýrt frá 69 milljóna dollara tapi á síðasta fjórðungi reikningsárs fyrirtækisins og ákveðið að segja upp 1300 starfs- mönnum á næstu 12 mánuðum samkvæmt áætlun um breyttar áherzlur í rekstrinum. Uppsagnirnar ná til 8% allra starfsmanna, þar á meðal lausráð- inna og þeirra sem vinna hluta- störf, og þær eru fyrsta skrefið í áætlun um að snúa tapi á þremur mánuðum til desemberloka upp í jákvæða afkomu. Hart er lagt að Michael Spindler forstjóra að koma umskiptum til leiðar og hann sagði að Apple yrði að draga úr kostnaði fljótt til að treysta samkeppnisaðstöðu sína. „Brýnasta og augljósasta verk- efnið er að einfalda reksturinn fljótt," sagði hann, „og aðallega verður byrjað á sölu, markaðssetn- ingu og stjórnun," sagði Spindler í yfirlýsingu." Umskiptaáætlunin olli ýmsum sérfræðingum vonbrigðum, þar sem þeir telja að ekki sé nógu glögg grein gerð fyrir því smáatriðum hvernig fyrirtækinu eigi að takast að skila aftur hagnaði án þess að glata meiri hlutdeild á einkatölvu- markaði. Spindler hét „skipulögðu mati á stefnumarkandi fjárfestingum og viðskiptum" Apple og gaf í skyn að fleiri breytingar yrðu gerðar síð- ar. Hann sagði að áfram yrði tap á rekstrinum til marzloka. Tapið til desemberloka kom ekki á óvart, en sérfræðingar höfðu spáð að allt að 3.700 af 14.000 starfs- mönnum Apple yrði sagt upp. „Þetta er aðeins dropi í hafið,“ sagði sérfræðingur Dataquest Inc. Dregið er í efa að Spindler sé traustur í sessi. Sumir spá því að hann verði rekinn eða að Apple ráði annan framkvæmdastjóra, sem sjái meira um daglega stjórn fyrir- tækisins. í yfirlýsingu Apple er þeim möguleika haldið opnum að fleiri starfsmönnum verði sagt upp síðar é þessu ári. Sala togarans Höfðavíkur AK 200 til Húsavíkur Bæjarstjórn Akraness fellur frá forkaupsrétti BÆJARSTJÓRN Akraness hefur samþykkt að falla frá forkaupsrétti að togaranum Höfðavík AK 200, en eigandi hans, Krossvík hf., seldi hann til Húsavíkur á dögunum. Skipið verður afhent á næstu dögum og er ætlun nýju eigendanna að breyta því til veiða á loðnu og síld. Þá hefur bæjarstjóm staðfest end- anlega kaupsamning Svans Guð- mundssonar í Krossvík hf. En ásamt honum eru átta fjárfestar með Harlad Böðvarsson í fararbroddi sem leggja í fyrirtækið 80 millj. kr. sem skiptist þannig: Haraldur Böðr- varsson leggur 20,5 millj. kr., Tryggingamiðstöðin 13 millj., Jöklar hf. 12,5 millj., Miðnes hf. 12 millj., Skeljungur hf. 10 millj., Nótastöðin hf., Akranesi, 6 millj., Olís 5 millj. og Verslunarþjónustan á Akranesi 1 millj. kr. Aflakvóti Krossvíkur hf. verður vistaður á skip Haraldar Böðvars- sonar hf. og veð í fyrtækinu sömu- leiðis. Miklar umræður urðu um málið í bæjarstjórn og komu fram efasemdir um framhaldið, sérstak- lega gagnvart áframhaldandi starf- semi Krossvíkur hf. en fyrir liggur að hinir nýju eigendur ætla að halda áfram arðvænlegum rekstri þó fyrir liggi að lykill að því að semja við lánardrottna um skuldir sé að sam- eina fyrirtækin. Stefnt að fullvinnslu Vonir standa til að fyrirtæki í fullvinnslu fiskafurða verði flutt til Akraness og mun þar verða um að ræða Franskt/íslenskt eldhús og þá muni rætast úr í atvinnutækifær- um. Öllum ábyrgðum bæjarsjóðs vegna Krossvíkur verður létt af sjóðnum. Gunnar Sigurðsson, forseti bæj- arstjórnar, segir að hann telji að hagsmunum fólksins og bæjarfé- lagsins í heild sé langbest borgið með þessari hugmynd sem nú liggi fyrir, og hánn hafi trú á því að þetta muni skapa vaxtarbrodd í atvinulífi Skagamanna. 130 milljónir voru í vanskilum Þegar nýir hluthafar koma að Krossvík hf. eru í vanskilum og á dráttarvöxtum um það bil 130 millj- ónir króna. Þar af eru vanskil við- skiptaskulda 50 milljónir króna og vanskil langtímalána 80 milljónir. Þegar hefur verið samið um skuld- breytingu á hluta þessarar upphæð- ar og greiðslu á því, sem út af stend- ur, ef fyrirvarar nýrra hluthafa verða ekki virkir. Ljóst er talið að lykillinn að samningum við lánar- drottna um hagkvæmari viðskipta- kjör, sé að tengslin séu sem mest á milli Haraldar Böðvarssonar hf. og Krossvíkur hf. og bestu lánakjör fáist við sameiningu fyrirtækjanna. Morgunblaðið/Jenný MAGNÚS Ásbjörnsson landar um 4 tonnum af rækju af Gunnhildi ST 29, en skipsljóri á bátnum er Birgir Guðmundsson. Rækjumok á Húnaflóa Drangsnesi. Morgunblaðið MJÖG góð rækjuveiði er nú á Húna- flóa og hefur svo verið allt frá því veiðar hófust í haust. Má segja að mokveiði hafi verið á rækjunni al- veg síðan vertíðin hófst og virðist ekkert lát á. Og er þá sama hvar þeir kasta, á Steingrímsfirði, Vatns- nesál eða Hrútafirði. Bátarnir hafa verið að koma með þetta 2 til 6 tonn að landi á dag. Ásbjörn Magnússon á Sundhana ST 3 sem gerður er út á rækju frá Drangsnesi sagði i viðtali við frétta- ritara að hann teldi að afli á tog- tíma væri allt að því helmingi meiri en í fyrra. Þetta er ágæt rækja, svona 260-300 í kílóið. Þeir á Sund- hana eru búnir að fá rúm 15 tonn í fjórum róðrum frá því veiðar hóf- ust eftir áramótin og hefðu getað verið komnir með meira ef undan hefðist í vinnslunni. Hann taldi sjómenn vonast til þess að aukið yrði við magnið sem veiða mætti eftir að fiskifræðing- arnir hefðu rannsakað svæðið aftur í febrúar. Það er almennt gott hljóð í rækjusjómönnum núna, veðrið, veiðin, og verðið með því besta sem gerist. Frá Drangsnesi eru gerðir út sex bátar og af þeim hefur einn, Gríms- ey ST 2, verið gerður út á línu og er Friðgeir Höskuldsson skipstjóri á Grímsey bara ánægður með veið- ina það sem af er. Veistu POSTUR OG SIMI ...að afnotagjald af sjónvarpi í Svíþjóð Hr er 1200 kr. á mánuði. Fyrir það verð fæst ■ símtal í 2 klst. á milli Gautaborgar og Stokkhólms. I ...að afnotagjald af sjónvarpi á íslandi er 2000 kr. jjk á mánuði. Fyrir það verð fæst símtal í 5 klst. \ og 20 mín. á milli Reykjavíkur og Egilsstaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.