Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 45
Jóla- og líknarmerki 1995
JÓLA- og líknarmerki 1995.
(SI.ANI)
2() «>
335A
335B
1 ()()'*
tíunattugUT Stktt tw
Krittin JorudMttr
336A
336B
FUGLA- og málverkafrímerki 7. febrúar nk.
FRIMERKl
J 61a- o g
líknarmcrki
JÓL 1995
Jólamerki Thorvaldsensfélagsins,
Líknaimerki Framtíðarinnar,
Líknarsjóðs Lionsklúbbsins Þórs,
Rotaryklúbbs Hafniirfjarðar, Ka-
þólska safnaðarins og Ungmemia-
sambands Borgarfjarðar.
SJÁLFSAGT er að halda
þeim sið, sem tíðkazt hefur um
mörg ár, að segj a eitthvað frá
þeim jóla- og líknarmerkjum,
sem út koma fyrir hver jól. Bolli
Davíðsson í Frímerkjahúsinu
hefur sem jafnan áður sent
þættinum þessi merki og jafn-
framt upplýsingar um þau. Bolli
tekur skýrt fram, að hann hafi
ekki fengið önnur líknarmerki
til sölu í verzlun sinni en þau,
sem hér er getið um. Hins vegar
er aldrei loku fyrir það skotið,
að önnur merki hafi komizt í
umferð innan einhverra sam-
taka. Ef svo skyldi vera er feng-
ur í vitneskju um það. Segja
mætti mér, að jólafrímerki póst-
stjórnar okkar hafi að þessu
sinni reynzt skæður keppinautur
líknarmerkja einstakra félaga.
Þau þóttu sérlega vel heppnuð
og minna ágætlega á jólin ein
og sér. Er það vissulega mikil
breyting frá því í fyrra, þegar
póstnotendur munu mjög hafa
sniðgengið þau jólafrímerki,
sem þá komu út. Að sjálfsögðu
hlýtur póststjórn okkar að vera
ánægð þegar jólafrímerkin selj-
ast vel, því að stefna hennar er
einmitt sú að eiga sem minnst
eftir af þeim, þegar jól og ára-
mót eru að baki. Af þessu ættu
hönnuðir jólafrímerkja að geta
dregið nokkurn lærdóm.
Að þessu sinni komu út sex
jóla- og líknarmerki, eða jafn-
mörg og í fyrra. Thorvaldsensfé-
lagið lætur sem fyrr ekki deigan
síga eftir rúm 80 ár, enda hefur
það eitt þá sérstöðu, að jóla-
merki þess eru seld á pósthúsum
landsins. Er merki Thorvalds-
ensfélagins að þessu sinni sér-
lega frumlegt og jólalegt, ef svo
má orða það. Kvenfélagið Fram-
tíðin sendir einnig frá sér
skemmtilegt merki. Líknarsjóð-
ur Lionsklúbbsins Þórs er enn
með mynd af Dómkirkjunni í
Reykjavík, en nær óbreytt frá í
fyrra nema ártalið. Þá kemur
merki frá Rotaryklúbbi Hafnar-
fjarðar. Kaþólski söfnuðurinn
gefur enn út jólamerki og eins
að útliti og áður nema með nýju
ártali. Ungmennasamband
Borgarfjarðar rekur svo lestina,
en merki þess hafa verið með
myndum af borgfirzkum kirkj-
um. Að þessu sinni varð kirkjan
í Norðtungu í Stafholtstungum
fyrir valinu.
Ný frímerki 7. febrúar nk.
Póst- og símamálastofnunin
eða Póstur og sími, eins og for-
ráðamenn hennar virðast nú
orðið nota nær eingöngu sem
heiti stofnunarinnar, hefur sent
út fyrstu tilkynningu sína á
nýju ári. Þar eru boðaðar tvær
útgáfur 7. febrúar. Af myndum
að dæma verður vissulega feng-
ur í þessum frímerkjum, bæði
til landkynningar og eins ekki
síður fyrir þá, sem safna ís-
lenzkum frímerkjum eða sér-
stökum mótífum.
Fyrst eru tvö frímerki í fram-
haldi þeirra fuglafrímerkja, sem
áður hafa komið út og Þröstur
Magnússon hefur hannað af al-
kunnri smekkvísi. Á 20 króna
frímerki er mynd af dílaskarfi.
Um hann segir m.a. svo í til-
kynningunni: „Dílaskarfar eru
sjófuglar og með stærstu fugl-
um landsins. ... Nafnið draga
þeir af hvítum lærblettum." Þá
er þess getið, að þeir hafi áður
fyrr verið algengir um land allt,
en nú verpi þeir við Breiðafjörð
og Faxaflóa á afskekktum út-
skeijum. „Hreiðrin eru þang-
hraukar, fóðraðir með sinu, en
eggin eru oftast 4-6.“ Er stofn-
inn nú áætlaður um 2200 varpp-
ör og hefur hann dregizt saman
síðustu áratugi. Merkingar
sýna, að þeir eru staðfuglar. Á
40 króna frímerki er mynd af
húsönd. Um hana er þetta m.
a. tekið fram: „Húsandahjón eru
ólík að lit, eins og vani er með-
al anda.“ Þessu eru síðan lýst
nákvæmlega. Húsendur verpa
aðeins í Þingeyjarsýslum, eink-
um við Mývatn og Laxá. „Stofn-
inn er lítill, 1700-1800 fuglar
og halda flestir til á sama svæði
allt árið.“ Fáeinir fuglar eru á
Suðurlandi að vetri til og mest
á Soginu. „Húsendur verpa 6-10
eggjum en oft verpa fleiri fuglar
í sama hreiður.“ Þær verpa
hvergi í Evrópu nema hér á landi
og eru friðaðar.
Þennan sama dag koma út
tvö málverkafrímerki. Er ekki
ólíklega til getið, að hér sé að
fara af stað nýr flokkur slíkra
merkja, enda þótt málverk á
íslenzkum frímerkjum séu engin
nýlunda. En svipmót þessara
væntanlegu frímerkja er nokkuð
á annan veg en áður hefur tíðk-
azt og minnir um sumt á dönsku
málverkafrímerkin, sem hafa
verið að koma út á undanförnum
árum. Sigríður Bragadóttir hef-
ur hannað þessi nýju frímerki,
en hún teiknaði einmitt jólafrí-
merkin síðustu með miklum
ágætum. Þessi málverkamerki
verða áreiðanlega eftirsótt og
ekki sízt af mótífsöfnurum. Ég
verð því miður að finna að því,
að nafnið ÍSLAND er lóðrétt á
merkjunum, en ekki lárétt, eins
og ætti helzt að vera. Þess hef-
ur Þröstur aftur á móti gætt í
sinni útfærslu. Merki þessi, eru
að öðru leyti bæði falleg og stíl-
hrein. Hér vil ég þakka alveg
sérstaklega, að frímerkin eru
af svo hóflegri stærð, að þau
geta auðveldlega komizt á
venjulegar sendingar. Hið sama
verður ekki sagt um dönsku frí-
merkin, sem eru falleg, en
minna um of meira á glans-
myndir en frímerki. Leitt er ein-
ungis til þess að vita, að verð-
gildi merkjanna er svo hátt, að
þau mun of sjaldan koma fyrir
augu venjulegra póstnotenda. Á
öðru verðgildinu, 100 kr., er
málverk eftir Gunnlaug Sche-
ving, Sjómenn á báti, en það er
frá árinu 1947. Er það eitt af
fjölmörgum verkum Schevings
með þessu myndefni. Á 200 kr.
frímerki er málverk, sem nefnist
Við þvottalaugarnar og er eftir
Kristínu Jónsdóttur. Er það frá
árinu 1931 og „sýnir konur að
störfum við gömlu þvottalaug-
arnar í Laugardal".
I tilkynningu Pósts og síma
er þess getið, að gerð hafi verið
gjafamappa með fjórum síðustu
fuglamerkjum póststjórnarinn-
ar. Slíkar möppur hafa á liðnum
árum verið eftirsóttar, enda
smekklegar og því tilvaldar sem
gjafir til frímerkjasafnara.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Þarfir viðskiptavina ráða því hvaða
vörur fást á ESSO stöðvunum. Ef þú
ætlar að gera þér dagamun færðu þar
alls konar snarl og góðgæti að
ógleymdum vörum sem stuðla
að öryggi manns eða bfls.
E S S O ÞJÓNUSTA - s n ý s t u m þ i g
Olíufélagið hf
~50ára —