Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgnnblaðið/Dagný Hildisdóttir JÓN Hjálmarsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, veitir sundjökkunum viðtöku. Konurnar, sem afhentu gjöfina, eru Guðrún Pétursdóttir, formaður deildarinnar, Kristbjörg Halis- dóttir, Sigrún Oddsdóttir og Birna Margeirsdóttir. Sundhöllinni gefnir sundjakkar Garði - Enn á ný koma konurnar færandi hendi. Sl. mánudagskvöld færði kvennadeild Björgunarsveit- arinnar sundhöllinni 10 sundjakka til almennrar notkunar fyrir börn 3-9 ára. Jakki þessi er sérstaklega hannaður til að veita börnum ör- yggi í vatni og hjálpa þeim að fljóta. Þegar íþróttamiðstöðin var opn- uð gaf kvennadeildin ásamt kven- félaginu myndavélar í sundlaugina sem gerir starfsmönnum kleift að fylgjast mjög náið með öllum ör- yggismálum laugarinnar. Útköll og önnur þjónusta slökkviliðs ísafjarðar á árinu 1995 A þriðja hundrað útköll vegna sjúkraflutninga ísafirði - Slökkvilið ísafjarðar var kallað út 398 skipti á síðasta ári vegna ýmiss konar þjónustu sem slökkvilið veitir. 5 sinnum var liðið kallað út vegna bruna, 19 sinnum vegna eldvarnakerfa, 42 sinnum vegna eldvamareftirlits og 22 sinnum vegna funda. Þá var liðið kallað 15 sinnum út vegna æf- inga, 217 sinnum vegna sjúkra- flutninga, 14 sinnum vegna helgarvakta, 32 sinnum vegna annarrar þjónustu og 30 sinnum var liðið kallað út vegna funda almannavarnanefndar. Fyrsta brunaútkall ársins var 10. júní en þá var slökkviliðið kall- að út vegna sinuelds í Hnífsdal. 25. júlí var slökkviliðið kallað út vegna elds um borð í skuttorgar- anum Páli Pálssyni og var það umfangsmesta brunaútkall ársins. 16. ágúst var liðið kallað út vegna elds í rafmagnstöflu í húsnæði Básafells og í október var liðið kallað tvisvar út vegna bilunar í mótorum hjá Flugfélaginu Erni. Flest útköll í janúar Flest útköll vegna sjúkraflutn- inga voru í janúar eða 55, þá kom október með 29 útköll og apríl og ágúst með 18 útköll. Flest útköllin voru innanbæjar á Ísafírði eða 118, 50 voru vegna flutninga sjúklinga frá FSÍ að ísafjarðar- flugvelli og 20 vegna flutnings sjúklinga frá Flateyri en níu þeirra voru í október þegar snjóflóð féll á staðinn. Átta sjúkraflutningar voru frá Súðavík til ísafjarðar og voru þeir allir í janúar á síðasta ári í tengslum við snjóflóðið sem féll á staðinn. Ef litið er á yfirlit yfir sjúkra- flutninga slökkviliðsins á síðustu fimm árum kemur í ljós að flestir voru þeir árið 1990 eða 243. Árið 1991 var liðið kallað 212 sinnum út vegna sjúkraflutninga, árið 1992 voru þeir 203, 163 árið 1993, 224 árið 1994 og á síðasta ári voru útköllin 217. Á síðasta ári var slökkviliðið kallað 21 sinni út vegna bilunar í eldvarnarkerf- um fyrirtækja og stofnana, þar af 11 sinnum vegna Fjórðungs- sjúkrahússins á Isafirði. Fjórum sinnum var liðið kallað út vegna eldvarnarkerfis í Turnhúsinu í Neðstakaupstað og þrisvar sinn- um vegna Framhaldsskóla Vest- fjarða. Stoppaði á þúfum sem stóðu upp úr gljánni Jökuldal - „Eg ákvað að stökkva ekki út úr traktornum, því þá var ég í hættu með að lenda undir honum,“ sagði Snæbjörn Ólason bóndi á Hauksstöðum eftir að traktor sem hann var á lenti á gljá við fjárhúsin hjá honum og rann niður brattan bakka við fjárhúsin og stöðvaðist á þúf- um sem stóðu upp úr gljánni. Mikil hálka og svellalög hafa verið á Jökuldal undan- farið og hafa íbúar hreppsins Ient í nokkrum hremmingum vegna þess. Eins og fram kom í Morgunblaðinu lenti vörubíll í gil við bæinn Merki, bílar á ferð um hringveginn lentu í erfiðleikum í Arnórsstaða- múla, og nemendur Skjöldólfs- staðaskóla voru heima einn dag vegna hálku á vegum meðan vegagerðarmenn unnu að úrbótum þar á. Snæbjörn var að fara með fjórhjól í vetrargeymslu á traktornum þegar hann lenti út á svell við hlöðuhomið og rann á stað niður brattan bakka við fjárhúsin. Ekki var tími til að gera neitt nema láta þyngdarklossa sem er aft- an á traktomum síga og setja niður skófluna sem er á ámoksturstækjunum, og bíða þess er verða vildi sagði Snæ- björn. Snæbjöm sagði að ekki hefði komið til greina að stökkva út úr vélinni þar sem þá hefði verið hætta á að lenda undir henni, hann reiknaði með að vélin mundi renna nið- ur á tún, eitt til tvö hundruð metra, og stöðvast þar. Trakt- orinn stoppaði hinsvegar þeg- ar hann hafði dengst niður brattan kant fyrir ofan túnið, um þijátíu metra, og stoppaði á þúfum sem stóðu upp úr svellinu. Aðspurður sagði Snæbjöm að þetta hefði gerst svo hratt að enginn tími hefði verið til að verða hræddur, en hann hefði samt verið feginn þegar traktorinn stoppaði. Ural- tmkkur með spili, frá Slysa- varnasveitinni Jökli, var feng- inn til að draga traktorinn upp bakkann og gekk það vel. Morgunblaðið/Silli GAUKUR Hjartarson við talningu. Vetrar- fugla- talning á Húsavík Húsavík - Fuglatalningarmenn á Húsavík og í nærsveitum töldu að þessu sinni á 10 afmörkuðum talningarsvæðum og töldu þeir 10.094 fugla sem skiptust í 37 tegundir. Samkvæmt upplýsingum Gauks Hjartarsonar sem hefur heildaryfirlit yfir talninguna, voru sjaldgæfustu tegundirnar, sem sáust, toppskarfur, grágæs, urtönd, grafönd og æðarkóngur. Allar þessar tegundir hafa sést í fáein skipti. Gráönd hefur nú vetursetu á Húsavík 3. árið í röð. Kvenfugl æðarkóngs, æðar- drottning, hefur haldið sig við Húsavík frá apríl sl. og fannst nú í talningunni. Fjöldi æðarfugla var í meira lagi. Þeir eru þó dreifðari en verið hefur undanfarin ár enda ekki stór hópur við afrennsli rækjuverksmiðja eins og oft hef- ur verið enda verulega minni úrgangi hleypt í sjó en áður. Meira sást af rjúpum en undan- farið en hinsvegar sáust færri fálkar nú en oft áður. Óvenjufáir svartfuglar sáust í þessari talningu enda hefur tíð- arfar verið gott en þeir sjást mest við land eftir vond veður. Aðeins sáust tveir músarrindl- ar en svo fáir hafa þeir ekki verið frá 1985. Fremur lítið sást af snjótittlingum enda hefur ver- ið mjög snjólétt það sem af er vetri. Aftur á móti sáust óvenju margir skógarþrestir. Fleiri grá- þrestir sáust nú en áður og sáust þeir víða á fjörum norðan Húsa- víkur, en það hefur ekki gerst áður. Skilyrði til talningar voru með besta móti. Innbrotið í Shell- skálann í Bolungarvík Stór hluti þýfisins kom- inn í leitirnar Isafirði - Mönnunum þremur, sem settir voru í gæsluvarðhald á ísafirði vegna innbrotsins í Shell-skálann í Bolungarvík og áhaldahús bæjarins aðfaranótt síðastliðins föstudags hef- ur verið sleppt. Sýslumaðurinn í Bolungarvík sagði í samtali við blaðið, að rann- sókn málsins væri lokið og að stór hluti þýfisins kominn í leitimar. Þýfið, sem í leitirnar er komið, er að verðmæti um 300 þúsund krónur, en um 100 þúsund krónum höfðu mennirnir eytt. -----» ♦ ♦----- Smygl í Hegranesi UPP komst um smygl í togaranum Hegranesi á Sauðárkróki aðfaranótt þriðjudags. Togarinn var að koma úr siglingu frá Þýskalandi og viður- kenndu sjö af tólf skipverjum að eiga smyglið. Leitarflokkur frá Tollgæslunni í Reykjavík fann smyglið um borð í skipinu, alls vel á þriðja hundrað lítra af sterku víni, 150 Iítra af bjór, 15 lítra léttu víni og eitthvað af vindling- um. Málið er að fullu upplýst. Sam- tals námu sektir vegna smyglsins á aðra milljón króna. Fjallað um græna ímynd Fljótsdalshéraðs Egilsstöðum - Atvinnumálanefnd Egilsstaða og atvinnumálanefndir annarra sveitarfélaga á Héraði stóðu fyrir fundi nýverið þar sem fjallað var um ,græna stefnu“ í umhverfísmálum. Mikill áhugi er fyrir málefni þessu og mættu um hundrað manns á fúndinn. Sveinn Jónsson, formaður at- vinnumálanefndar Egilsstaða, kynnti efni fundarins og velti fram þeirri spurningu hvaða ávinning það hefði fyrir Egilsstaði og Hérað að taka upp „græna ímynd1'. Fram- sögumenn voru Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri hjá bændasamtök- unum, sem fjallaði um „Lífrænt Island“ sem markaðstæki. Sigur- borg Hannesdóttir ferðamálafræð- ingur sagði frá grænni ferða- mennsku og Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Sæplasts á Dal- vík, kynnti umhverfisstefnu síns fyrirtækis og árangur sem náðst Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UM HUNDRAÐ manns sátu fund um græna ímynd Fljótsdalshéraðs. hefur með slíku starfi. Nefnd á vegum Egilsstaðabæjar vann að hugmyndum um gildi grænnar ímyndar á síðasta ári og var þessi fundur nokkurs konar framhald þess. Allmargir bændur mættu til fundarins og í máli þeirra flestra komu fram efasemdir um framkvæmd hugmyndar um „líf- rænt ísland“ en þeir töldu þó vist- vænan landbúnað mögulegan. Með- al bænda var Eymundur Magnús- son í Vallanesi, sem hefur undan- farin tíu ár unnið að lífrænni rækt- un í landbúnaði og nýverið fengið vottun á framleiðslu sína. Hann lýsti áhuga á verkefninu og taldi mikilvægt að stíga skref sem fyrst í þessu máli. Á fundinum var sam- þykkt áskorun til sveitarstjórnar- manna á Héraði, að huga að þessum málaflokki og standa fyrir úttekt á stöðu umhverfismála og möguleik- um til framkvæmdar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.