Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 39 mér minnisstætt hve ánægð Inga var þennan dag í faðmi fjölskyldu og vina. Elsku Anna Jóna, ég bið góðan Guð að veita þér styrk, þú hefur staðið þig vel og vakað yfír móður þinni síðustu vikurnar. Systkinum Ingu og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Þér, kæra vinkona, þakka ég góða vináttu, og víst er að við sem fengum að kynnast þér megum margt af þér læra. Minninguna um duglega konu sem mikið var á lagt en aldrei lét bugast mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Ég veit að þér verður vel tekið hinum megin þar sem þú munt svífa létt um heilbrigð og án allra fjötra. Þín vinkona, Lára. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama. En orðstírr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. _ (Úr Hávamálum.) Nú er Inga Ólöf farin frá okkur til betri heima. Þar er hún nú, fijáls eins og fuglinn, laus úr því búri sem veikur líkaminn lokaði hana inni í sl. 15 ár. Þess vegna gleðjumst við hennar vegna, en hryggjumst okkar vegna. Minningin lifir, því að góður orðstír deyr ekki, eins og segir í vísunni hér að ofan. Við, samstarfs- konur Ingu Ólafar, minnumst henn- ar sem glaðrar, myndariegrar stúlku, sem aldrei lét deigan síga. Hún var afskaplega dugleg, ná- kvæm og vandvirk. Var þá alveg sama við hvað var fengist, allt skyldi vera nákvæmlega og rétt unnið. Sú, sem þessar línur ritar, kom til sam- starfs við Ingu Ólöfu í ársbytjun 1972 og hugsaði þá oft hvort hún gæti nokkum tímann unnið verkin eins vel og Inga Ólöf. Ekki var að hugsa til þess að gera betur. Þetta fundu allar stúlkur, sem komu til ritarastarfa í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu meðan Inga Ólöf starf- aði þar. Hún stjórnaði okkur öllum, en enginn fann það, allt var svo sjálfsagt og eðlilegt. Inga Ólöf var stjórnandi og leiðtogi að upplagi. Reglusemi í öllum hiutum var við- brugðið. Eftir að gigtarsjúkdómur- inn náði tökum á henni sneri hún sér af alefli að því að reyna að fá bata á einhvem hátt og lét einskis ófreistað í því. Ljósgeisla átti Inga Ólöf. Það er dóttirin Anna Jóna, sem nú er falleg ung kona, móður sinni til sóma. Hag dótturinnar bar Inga Ólöf ætíð fyrir bijósti. Ekkert var of gott og engin fyrirhöfn of mikil ef um Ijósgeislann hennar var að ræða. Þó að líkaminn hrömaði og gæti ekki gegnt hlutverki sinu meir, þá var hugurinn óbilaður og skýr og síðasta verkið var að reyna að búa enn betur í haginn fyrir Önnu Jónu. Oft höfum við dáðst að kjark- inum og þrautseigjunni og sáum, að á viljanum er hægt að komast langt, svo langt, að með ólíkindum er. En nú er þessari hörðu baráttu og ströngu vegferð lokið. Við kveðj- um Ingu Ólöfu okkar með innilegum þökkum fyrir allar góðu samveru- stundimar, bæði í vinnu í ráðuneyt- inu og annars staðar, hún var hrók- ur alls fagnaðar á góðri stundu. Önnu Jónu, systkinum Ingu Ólafar og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ingu Ólafar Ingi- mundardóttur. Samstarfskonur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við mcðallinubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐRÚN G UÐBRANDSDÓTTIR + Guðrún Guð- brandsdóttir fæddist í Skálmholti í Villingaholts- hreppi 15. júní 1908. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 13. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hólmfríður H(jartar- dóttir og Guðbrand- ur Tómasson, sem þar bjuggu. Skálm- holtssystkin voru 13, Hjörleifur, f. 1894, d. 1979, Kristín, f. 1895, d. 1991, Tómas, f. 1897, d. 1984, Guðrún (eldri), f. 1899, d. 1954, Þorsteinn, f. 1900, d. 1981, Frið- björn, f. 1902, Halldór, f. 1903, d. 1976, Ólafur, f. 1905, d. 1916, Þorbjörn, f. 1906, Guðrún, f. 1908, d. 1996, Guðfríður, f. 1909, Kristinn, f. 1911, d. 1983, og Guðni, f. 1913, d. 1914. Eiginmaður Guðrúnar var Krist- inn Stefánsson, f. 31. júlí 1885, frá Stokkalæk á Rangárvöllum. Hann lést 14. októ-' ber 1951. Börn þeirra voru Dagný, f. 5. ágúst 1933, d. 1. apríl 1938, og Hjörtur, f. 11. janúar 1935, d. 24. ágúst 1973. Þau Guðrún og Kristinn bjuggu í Ketilhúshaga á Rangárvöllum frá árinu 1935 til ársins 1951. Árið 1952 flyst Guðrún að Selfossi og kaupir þar hús- eignina á Kirkjuvegi 1. Þar bjó hún þar til hún seldi hús sitt og fluttist i þjónustuíbúð fyrir aldraða við Grænumörk á Selfossi 14. júní 1983. Frá 11. febrúar 1991 bjó hún á dvalar- heimilinu Sólvöllum á Eyrar- bakka. Síðasta spölinn, frá 4. janúar 1994, dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Ljóshqimum á Selfossi. Utför Guðrúnar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. VIÐ LÁT Guðrúnar föðursystur minnar, líkt og annarra nákominna ættingja, fara minningar og myndir úr fortíðinni að streyma fram. Þessar minningar, sem í hraða nútímans og önn hversdagsins hafa fjarlægst og eru líkt og í geymslu á kistubotninum. Lífshlaupi aldraðrar konu, sem mætt hefur mikilli lífsreynslu, er lokið. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sín- um í Skálmholti í stórum systkina- hópi og var hún sú tíunda í systkina- röðinni. Nú eru einungis þijú þeirra á lífi. í Skálmholti átti hún sitt heim- ili til fullorðinsára og vann bæði heima og heiman við ýmis algeng störf þar til hún hóf búskap með eiginmanni sínum, Kristni Stefáns- syni. Á búskaparárum þeirra í Ketil- húshaga (Ketlu) hvíldi búskapurinn oft mikið á Guðrúnu, þar sem Krist- inn stundaði gjarnan sjó á vertíðum. Árið 1948 verða mikil þáttaskil í lífí þeirra hjóna er þau tóku að sér þijár af systrum mínum þegar faðir okkar, bróðir Guðrúnar, brá búi, en móðir okkar hafði látist frá fímm bömum árið 1946. Þegar systumar komu til Guðrúnar og Kristins var Elín tólf ára, María átta ára og Bryn- hildur fjögurra ára. Á einum degi voru börnin á heimili Guðrúnar orðin fjögur. Einnig átti faðir okkar sitt annað heimili hjá þeim hjónum um tíma. Á Selfossi bjó hún sér og börnun- um nýtt heimili og þar áttu systum- ar athvarf meðan þær þurftu með, sú yngsta, Brynhildur, ólst alveg upp hjá Guðrúnu. Guðrún átti mörg góð ár á Sel- fossi, hún stundaði vinnu hjá Kaup- félagi Ámesinga, lengst af í bakarí- inu. Hún var samviskusöm húsmóðir og átti jafnan eitthvað gott í búri sínu, sem bæði mínum börnum og annarra þótti fengur í. Ennþá minn- ast bömin mín þess hve spennandi þeim þótti að heimsækja Gunnu frænku og Hjört, en Hjörtur var uppáhald allra barna sem kynntust honum. Garðurinn hennar Gunnu var líka ævintýraland í þeirra augum, með fullt af gómsætum beijum og fallegum blómum. Guðrún hafði mikla gleði af ferða- lögum og var þeirri þörf aldrei full- nægt. Hún ferðaðist þó mikið, bæði með Hirti og öðrum ættingjum og vinum. Utanlandsferðir heilluðu hana mjög þótt hún færi ekki margar slík- ar, þó fór hún m.a. eina ásamt mér og föður mínum til Kanada á vit brotfluttra ættingja og var sú ferð henni eitt stórt ævintýri sem hún minntist lengi. Guðrún var vinnusöm atorkukona og bar skrúðgarður hennar á Kirkju- vegi 1 því ljóst vitni, en hann rækt- aði hún af mikilli elju og smekkvísi. Sama var að segja um hannyrðir hennar sem voru miklar að vöxtum og margbreytilegar, þótt margs kon- ar útsaumur væri þar mest áber- andi. Sérstaklega afkastasöm var hún í því efni eftir að hún hætti störf- um utan heimilis og hafði selt hús sitt við Kirkjuveginn, svo vinna við skrúðgarðinn var ekki lengur í verka- hring hennar. í íbúðinni við Grænu- mörk var ekki slegið slöku við hann- yrðimar og margt annað föndur, svo munimir hlóðust upp, enda var tíminn nægur og áhuginn, stoltið og gleðin mikil meðan heilsan leyfði. Það var mikið áfall fyrir Guðrúnu að missa Hjört, son sinn,_ af slysför- um í blóma lífsins 1973. Á þeim tíma umgekkst ég Guðrúnu töluvert og var vel ljóst hversu mjög hún harm- aði þennan glæsilega og vel gerða son sinn, sem var bæði stolt hennar og gleði. Hann var það eina sem hún átti eftir af sinni eigin fjölskyldu, en Dagnýju, dóttur sína, hafði hún misst á fimmta ári. Með Hirti hafði hún haldið heimili frá því hún missti eig- inmann sinn. Á árinu 1989 veiktist Guðrún og upp frá því fór heilsu hennar að hraka og er orðin á þann veg síðla árs 1991 að hún flyst á dvalarheim- ilið Sólvelli á Eyrarbakka. Bæði þar og á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum naut Guðrún hinnar bestu aðhlynn- ingar, sem mjög vert er að þakka. Fósturdætur hennar þijár, stelpumar hennar, fylgdust vel með líðan henn- ar og báru allan veg og vanda af velferð hennar. Fátt hefur verið sagt en margt ósagt, en að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín þakka frænku minni samfylgdina og allt það sem hún veitti okkur af góðmennsku sinni. Hólmfríður G. Tómasdóttir. Föðursystir mín, Giiðrún Guð- brandsdóttir, er látin. Ég vil þakka henni fyrir það sem hún gerði fyrir okkur systurnar þegar hún tók okkur þijár undir sinn vemdarvæng þegar faðir okkar stóð einn uppi með fímm litlar stúlkur. Ég var yngst þeirra og dvaldist þess vegna lengst hjá henni og átti heimili mitt hjá henni á Kirkjuvegi 1 á Selfossi þegar hún fluttist úr sveitinni. Guðrún var mikil atorkukona til allra verka og hannyrðakona var hún mikil og margar fallegar myndir eru til eftir hana. Hún naut þess líka að vera úti við og við húsið sitt á Kirkju- veginum ræktaði hún fallegan garð. Ferðalög vom hennar yndi og átt- um við margar góðar stundir þegar við vomm saman á ferð, hvort sem var stuttur bíltúr eða ferð um landið þar sem hún gat notið fjallanna og náttúmnnar. Hún var einnig ötul við að ferðast með eldri borgumm bæði innanlands og utan. Árið 1989 fór heilsunni að hraka og hún fluttist á Dvalarheimilið Sól- velli á Eyrarbakka. Síðustu tvö árin dvaldist Guðrún á Hjúkrunarheimil- inu Ljósheimum á Selfossi. Viljum við þakka starfsfólkinu á báðum þessum stöðum sérstaklega fyrir góða umönnun. Elsku Gunna mín, það var eitthvað tómlegt að fá þig ekki í heimsókn um jólin eins og áður. Fjölskyldan á Víðivöllum 23 biður góðan Guð að varðveita þig. Brynhildur. Látin er föðursystir okkar Guðrún Guðbrandsdóttir. Hennar lífshlaup var ekki ósvipað margra annarra samtíðarmanna hennar, en hafði samt sín sérkenni. Guðrún giftist Kristni Stefánssyni ættuðum af Rangárvöllum og í þeirri sveit endurbyggðu þau eyðibýlið Ketilhúshaga frá grunni. Þar bjuggu þau snyrtilegu búi, enda var Kristinn einstakt snyrtimenni og garðurinn hennar Guðrúnar kringum íbúðar- húsið vakti athygli allra sem komu. Guðrún var mikil náttúrumanneskja og naut sín vel við að hlú að gróðri og hugsa um skepnumar sínar. í Ketilhúshaga bjuggu þau þar til Kristinn lést eða til 1951. Börn þeirra voru Dagný, sem var fædd 1933 og lést tæpra fímm ára, og Hjörtur sem fæddur var 1935, en hann lést einn- ig um aldur fram 1973. Þar með hafði Guðrún misst bæði bömin sín og eiginmann. Drottinn gaf og Drottinn tók seg- ir máltækið og hún Guðrún fékk það sannarlega staðfest. Árið 1946 missti Tómas bróðir hennar konu sína frá fímm ungum dætrum. Tveim árum seinna tóku þau Kristinn og Guðrún GUNNVÖR RÓSA FALSDÓTTIR + Gunnvör Rósa Falsdóttir fæddist í Barðsvík í Grunna- víkurhreppi 26. maí 1902. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 8. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 15. janúar. ÞAÐ KOM mér að vísu ekki á óvart, er mér var tilkynnt andlát Rósu Fals- dóttur, enda var hún á 94. aldursári og hafði verið veik um skeið. Rósa var aðeins þriggja ára er hún missti móður sína og ólst eftir það upp á Dynjanda í Jökulfjörðum. - Á svo afskekktum stað reyndi mikið á dugnað og myndarskap þeirra, er þar ólust upp. Þegar Rósa fór að geta bjargað sér lærði hún margskonar vinnubrögð, sem hún varð sjálf að sinna með eigin höndum. En þrátt fyrir umrædda aðstöðu á afskekktum stað, tókst Rósu að komast í Hús- mæðraskólann á Hallormsstað og vinna þar um tíma eftir að námi lauk. Og oft minntist hún á veru sína þar eystra. Kynni okkar Rósu hófust ekki fyrr en haustið 1958, en þá flutti ég ásamt fjölskyldu í fjölbýlishús í Ljós- heimum 4. Það var auðvitað spenn- andi að flytja í nýja íbúð. Húsið var stórt og íbúðin á 1. hæð. Einnig var fróðlegt að vita hvaða fólk ætti íbúð- ina á sama stigapalli. Fljótlega komst ég að því, að það voru systkin vestan af Qörðum, sem hétu Rósa og Sigur- geir. Þá fannst mér þau vera svo gömul, að við myndum ekki eiga mikið sameiginlegt. En reyndin varð önnur, því að fljótlega sköpuðust kynni, er aldrei bar skugga á. Sigur- geir kom oft í heimsókn og sagði okkur yngra fólkinu ýmislegt skemmtilegt af lífinu fyrir vestan, sem okkur Austfírðingunum fannst frumlegt og eftirtektarvert. Þetta var á þeim tímum er fólk mátti vera að því að spjalla saman. Samskipti okkar Rósu voru frá upphafi - vonandi okkur báðum - ánægjuleg. Þau systkinin voru þá nýlega flutt frá Bolungarvík, þar sem hún hafði verið ráðskona hjá bræðrum slnum og föður. Og fyrstu árin eftir að þau fluttu suður stundaði hún einn- ig vinnu utan heimilis. En þegar hún var heima varð leiðin yfír ganginn til Rósu stundum nokkuð fjölfarin. Eink- um var það yngri sonur minn, Stein- inn á sitt hlýlega heimili þijár af dætrum hans, fjögurra, átta og tólf ára. Sjálfur átti hann heimili hjá þeim um tíma. Það sjá allir að það hefur þurft þolinmæði og góða eigin- leika til að taka þeim breytingum sem óhjákvæmilega hafa orðið þegar börnin á bænum eru allt í einu orðin fjögur í stað eins áður. En þau hjón- in leystu vel úr þeim málum og viljum við systurnar þakka þeim af heilum hug það athvarf sem við áttum hjá þeim og einnig Hirti sem var okkur sem bróðir. Við systurnar vonum innilega að við höfum svolítið fyllt upp í það skarð sem var skilið eftir hjá henni. Eftir lát Kristins seldi Guðrún jörðina og fluttist á Selfoss, ásamt Hirti syni sínum og keypti húsið á Kirkjuvegi 1. Þar áttum við -- systurnar heimili hjá þejm meðan við þurftum á að halda. Á Kirkjuvegin- um kom hún sér upp blómagarði á ný. Þar eyddi hún miklu af frítíma sínum vor, sumur og haust og varð garðurinn hennar augnayndi bæði gesta og þeirra sem framhjá gengu. Eftir að hún fluttist á Selfoss vann hún úti meðan aldur leyfði, lengst af í Brauðgerð K.Á. Heilsu og þreki hélt hún fram yfir áttrætt. Eftir að hún hætti að vinna flutti hún í íbúð í húsi aldraðra við Grænumörk á Selfossi. Þar vann hún að ýmissi handavinnu. Hún lærði útskurð og vann ýmsa skemmtilega gripi og myndimar hennar sem hún saumaði vora hrein listaverk. Hún var virk í _ félagsstarfi aldraðra á þessum áram og ferðaðist talsvert bæði innan lands og til útlanda. Ferðalaga hér heima eða til útlanda naut hún af heilum hug. Seinustu árin vora þrek og heilsa þrotin. Það markar ekki stór spor I sam- tímanum þótt kona hátt á níræðis- aldri hverfi af sjónarsviði. Hennar starfi er lokið, aðrir teknir við og tilveran heldur áfram. En kynslóð hennar markar stór spor í söguna. Sú kynslóð hefur lifað, tekið þátt í og unnið að einhveijum mestu breyt- ingum sem gerst hafa í okkar þjóðfé- lagi. Þessar breytingar mætti kalla byltingu. Stundum þegar hún Guð- rún var að tala um gamla daga fannst manni að hún hefði lifað margar aldir. Á hennar æskuárum era fyrstu bílarnir að koma. Hestar og handverkfæri notuð eingöngu, ekkert rafmagn og enginn sími og hún fór allt gangandi og á hestum. Margar góðar minningar átti hún tengdar hestum og útreiðartúram. Á efri áram hafði hún gaman af að bera saman þessa tíma og alla tækn- ina sem tekin var við. Hún sagði til dæmis að ekki tæki lengri tíma að skreppa til Spánar en fara bæjarleið áður fyrr. En þótt fráfall aldraðrar konu marki ekki stórt spor í samtímanum þá skilur hún eftir tómarúm hjá þeim sem næst henni stóðu og söknuð blandinn þakklæti, þakklæti fyrir þær minningar sem hún skilur eftir frá liðinni ævi. Og nú er eins og gluggi hafí lok- ast og útsýnið orðið þrengra, þegar hún Gunna frænka er horfín og get- ur ekki lengur tengt þessa tvo heima saman með okkur. Hennar tími er orðinn saga. Nú að leiðarlokum kveðjum við þig, Gunna mín, og þökkum fyrir allt það sem þú varst okkur og biðjum Guð að blessa þig. Elin og Anna María Tómasdætur. arr, er gerði sig heimakominn hjá henni. Það var traust og vinátta, er lítið breyttist, þótt hann eltist og flytti burt. Þá var og ekki lítils virði fyrir mig sem móður, er þá var komin út á vinnumarkaðinn, en átti þó að heita uppalandinn, að vita jafnan af henni Rósu á sínum stað. Rósa var mikil hándavinnukona og oftast meðr eitthvað nýtt á pijón- um. Hún hafði tamið sér svo skyn- samlegt vinnulag að hún kvaðst aldr- ei verða mjög þreytt. En á þeim háa aldri sem hún náði hlaut þó þrekið að dvína. Þetta minningabrot er aðeins þakklæti til Rósu frá okkur Steinari, er nú dvelur í Vínarborg, ásamt fjöl- skyldu, en þar á Rósa litla nöfnu, sem hún, því miður, vegna fjarlægð- ar, gat sjaldan hitt. Blessuð sé minning Rósu Falsdótt- ur. * Sigríður Eymundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.