Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 25 Morgunblaðið/Ásdís TRIPPICCHIO, Underland & co. Með bakpoka og banana TOM GULLIKSEN og Jósefína- Nikóletta-Rósetta-Víóletta-Dobb- eltmansjetta Amundsen eru per- sónur i barnaleikritinu Með bak- poka og banana, sem sýnt verður í Möguieikhúsinu við Hlemm í dag, á morgun og sunnudag ki. 14. Höfundar og leikarar eru An- ita Trippicchio og Nils Peter Und- erland frá Noregi, sem mynda leikhópinn Tripicchio, Underland & co, en píanóundirleik annast Ellen Marie Carlson. Sýningin hefur að undanförnu verið sýnd víðsvegar í Noregi og eru þær orðnar um 120 talsins. Sýningin er fyrr alia, þriggja ára og eldri. „Þessi sýning er kannski fyrst og fremst ætluð börnum," segir Anita, „en þar sem fullorðnir koma iðulega með þeim á sýning- una gætum við þess að þeir fái líka eitthvað fyrir sinn snúð. Það er því ýmislegt falið í textanum sem fullorðnir geta skilið á annan hátt en börnin sem skilja sýning- una kannski fyrst og fremst út frá látbragðsleiknum sem við leggjum mikla áherslu á.“ Sagan segjr frá kynnum þeirra Tom og Jósefínu sem takast ekki mjög vel til að byija með. Hinn hávaxni, horaði og ruglaði Tom verður enn ruglaðri er hann kynn- ist Jósefínu. Hún er lítil, þybbin og duttlungafull dama af ítölskum ættum sem dýrkar óperur. I fyrstu gengur ekki á öðru en misskiln- ingi og árekstrum í samskiptum þeirra en smám saman læra þau að meta hvort annað og verða vin- ir. „Við erum sífellt að rekast á,“ segir Nils Peter, „í fyrstu skiljuin við hvort annað kannski ekkert sérstaklega vel, við þrefum eilítið en á endanum tekst með okkur góð vinátta." Sýningin byggist mikið upp á látbragðsleik þótt einnig sé í henni texti. Anita segir að þau hafi leik- ið fyrir erlend börn í Noregi og að þau hafi skilið verkið þrátt fyrir að þau hafi kannski ekki skilið öll orðin sem þau segðu. „Það er líka mikið um tónlist og söng í verkinu sem hjálpar upp á skilninginn. Fyndni verksins virð- ist líka hafa náð til allra aldurs- hópa, þriggja ára, fimm ára og fullorðinna." Anita og Nils Peter hafa mikla leikreynslu, bæði í heimalandi sínu og annars staðar. Anita hefur fengist við klassískan leik sem og leik í nútímaverkum, auk þess sem hún hefur fengist við tónlist en hún semur tónlistina í þessu verki. Nils Peter er útskrifaður úr Ecole Internationale de Theatre Jacques Lecoq í París og hefur leikið í Sviss, Ítalíu, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi þar sem hann fæst einn- ig við kennslu. LEIKSKÁLD í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur. Höfundasmiðja 1 Borgarleikhúsinu HÖFUNDASMIÐJA Leikfélags Reykjavíkur verður opnuð í Borgar- leikhúsinu á morgun, laugardag. Höfundasmiðjan er hópur ís- lenskra leikskálda sem „hyggja á landvinninga" í framtíðinni, eins og segir í kynningu, en hafa nú um nokkurt skeið haft aðstöðu í Borgar- leikhúsinu til að gera tilraunir með verk sín ásamt leikurum Leikfélags Reykjavíkur. Um er að ræða 17 „unga“ höf- unda og verða verk þeirra kynnt annan hvern laugardag frá og með 20. janúar. Allt eru þetta smærri verk; einþát- tungar, örleikrit, barnaleikrit, hreyfiljóð og ein örópera, svo eitt- hvað sé nefnt. Tilgangur Höfunda- smiðjunnar er sá að þroska hæfni höfundanna, styrkja tengsl þeirra við leikhúsið og deila síðan afrakstr- inum með áhorfendum. Eftirtaldir höfundar munu kynna verk sín í vetur; Anton Helgi Jóns- son, Benóný Ægisson, Björg Gísla- dóttir, Bragi Ólafsson, Elísabet K. Jökulsdóttir, Friðrika Benónýs, Guð- laug Erla Gunnarsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Linda Vil- hjálmsdóttir, Súsanna Svavarsdóttir, Svala Arnardóttir, Valgeir Skagfjörð og Þorgeir Tryggvason. Fyrsta verkið sem kynnt verður í Höfundasmiðju er einþáttungurinn Grámann eftir Valgeir Skagfjörð. Höfundur er jafnframt leikstjóri, en leikarar eru Ellert A. lngimundar- son, Jón Hjartarson og Theódór Júl- íusson. Verkið gerist á bar í Reykja- vík nútímans og segir frá óvæntum endurfundum tveggja manna. Tabula rasa TÓNLISI Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Arvo Part, Schumann og Beethoven. Einleikar- ar voru Gréta Guðnadóttir, Hildi- gunnur Halldórsdóttir í verki Avro Part og Melvyn Tan í pianókonsert Schumanns. Stjómandi: Osmo Vanska. Fimmtudagurinn 18. janúar, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á sér- kennilegu verki eftir Arvo Párt, sem hann nefnir Tabula rasa. Þýð- ingin er óskrifað blað og er einnig notað í yfírfærðri merkingu um einþvern þann sem ekkert er vitað um, rétt eins og nokkur viti hvað framtíðin gefur mönnum færi á að sýrta varðandi hæfileika sína. Tónsmíð er í upphafi óskrifað blað og ekki að fullu lokið við hana fyrr en tónleikagestir hafa með- tekið verkið og jafnvel dæmt. Arvo Part er meðal sérkennileg- ustu tónskáldum -samtímans og hefur ekki bundið bagga sína sömu hnútum og þeir sem vilja vita sig í sátt við samfélag sitt. Tabula rasa er ákaflega einfalt hvað varð- ar hljómskipan, tóntegundir og lagferli. Framan af er unnið með þríundir, fyrst stóra, og er sam- spil einleikaranna fyrst eins og millispil á milli samleiks strengja- sveitarinnar, en síðan þéttist tón- vefurinn án þess þó að nýtt tó- nefni sé tekið fyrir, en bætt í tón- ferlið hraðari línum, aðallega þó hjá einleikurunum. Seinni hlutinn er byggður á sexundum, fyrst litl- um, og endaði verkið á fallandi tónstiga. Það verður ekki sagt að þessi tónlist sé tilþrifamikil eða vekjandi og t.d. var seinni hlutinn blátt áfram leiðinlega langdreginn og skiptir þá engu hvað vakti fyr- ir tónskáldinu, nema þá að reyna þolrifin í hlustendum. Gréta og Hildigunnur léku verkið mjög fal- FIÐLULEIKARARNIR Gréta Guðnadóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir lega og hljómsveitin sömuleiðis undir stjórn Osmo Vánská. Annað verk tónleik- anna var píanókon- sertinn í a-moll eftir Schumann og var ein- leikari Melvyn Tan, frábær píanóleikari, sem lék konsertinn á fínlegu nótunum og á köflum svolítið óró- lega. Það vantaði í konsertinn andstæður í styrk og í heild var hann helst til léttilega leikinn og vantaði nær með öllu þá róman- tísku tilfinningu sem einkennir stíl Schumanns. Tónleikunum lauk með þeirri fimmtu eftir Beethoven og í heild var þetta meistaraverk of hratt flutt. Ef það er rétt, að Beethoven hafi verið að segja sögu sína, vant- aði þá stemmningu sem margir hafa viljað heyra í þessu frábæra listaverki. Sá sem hefur upplifað einhveijar raunir ætti að skilja, að það er skelfilegt fyrir tónskáld og píanósnilling að verða heyrnar- laus. Fyrsti kaflinn gæti verið mettaður þeirri angist sem slík tíðindi hljóta hafa ver- ið fyrir Beethoven. Annar kaflinn er sorg- arsöngur er brýst út í sársaukafullt ákall og bæn, er einskona spurning: „Hvers vegna?“ og eru síð- ustu hendingar þessa tregafulla kafla eins og grátur, þar sem höfundinum er varnað máls af þungum ekka. Þriðji þátturinn er tví- skiptur, því þar má finna vonleysið og baráttuna við heymarleysið, sem á endanum, í síðasta þættinum, brýst út í sigur- söng þess sem hefur gengið á hólm við örlög sín án þess að bogna og gefast upp. Þrátt fyrir að verk- ið væri vel flutt og af miklum krafti vantaði skáldskapinn í leik hljómsveitarinnar, sem eru ógn- þrungin tíðindi, harmur, vonleysi, barátta og sigur. Jón Ásgeirsson. Melvin Tan píanóleikari RAFIÐNAÐARSAMBAND ISLANDS x Félagsfundur um lífeyrismál Akveðið hefur verið að halda félagsfund á eftirtöldum stöðum; Reykjavík laugardaginn 20. janúar kl. 10.30 á Háaleitisbraut 68, 3. hæð. Suðurnes miðvikudaginn 24. janúar kl. 20.00 í félagsheimili Iðnsveinafélagsins, Tjarnargötu 7, Keflavík. Akureyri fimmtudaginn 25. janúar kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu, 3. hæð. Dagskrá fundanna: 1. Sameining lifeyrissjóða RSÍ og matreiðslumanna. 2. Staðfesting á samkomulagi VSÍ og ASÍ. 3. Reglugerð lífeyrissjóðs RSÍ. 4. Önnur mál. Á fundina mæta formaður RSÍ og stjórnarmenn úr Lífeyrissjóði rafiðnaðarmanna. Heilsuvaknina Rafiðnaðaarsambands ísland Miðvikudaginn 24. janúar kl. 17.00-20.00 gengst RSÍ í sanivinnu við forvarnar- og líkamsræktarstöðina Mátt fyrir heilsuvakningu fyrir félagsmenn sína og maka þeirra í Reykjavík, ef næg þátttaka fæst. Heilsuvakningin byggist á: Þol-, blóðþrýstings- og blóðfitumælingu ásamt einkaráðgjöf um þjálfun og bættan lífsstíl. Tímapantanir á skrifstofu RSÍ, sími 568 1433. Pantanir þurfa að berast i siðasta lagi kl. 12.00 mánudaginn 22. janúar. Mæling og ráðgjöf tekur u.þ.b. 20 mín. og fer fram á skrifstofu RSÍ. Hún er niðurgreidd af styrktarsjóði RSÍ og kostar kr. 1.000. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.