Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 41
KRISTENSA
ANDRÉSDÓTTIR
+ Kristensa Andr-
ésdóttir var
fædd á Hellissandi
25. mars 1926. Hún
lést í Borgarspíta-
lanum að morgni
14. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Andr-
és Jónsson og
Sveinbjörg Sveins-
dóttir frá Hellis-
sandi. Eftir lát
móður sinnar, þá
tæplega tveggja
ára, fór hún í fóstur
til hjónanna
Andreu Kristjánsdóttur og
Björgvins Alexanderssonar á
Risabjörgum á Hellissandi,
sem gengu henni í móður og
föður stað. Kristensa var yngst
tólf systkina og eru þrjú þeirra
á lífi. Þau eru: Dagbjört, f.
29.9. 1897, Pálína Sveinbjörg,
f. 23.12. 1916, Sigurlín, f. 26.9.
1924. Hinn 21. júlí 1962 giftist
Kristensa eftirlifandi eigin-
manni sínum, Sigurði Þorkels-
syni, f. 23.6. 1922, pípulagn-
ingameistara. Börn Kristensu
eru: 1) Björgvin Andri Guð-
jónsson, f. 7. júní
1954, kvæntur
Sigrúnu Öldu Júl-
íusdóttur, þau eiga
þijú börn, Guð-
rúnu Steílu, f.
20.2. 1977, Ásgeir
Frey, f. 17.9. 1980,
Andreu Björgu, f.
25.6. 1990. 2)
Sveinbjörg Hrólfs-
dóttir, f. 15.9.
1959, barn: Kristín
Ragnarsdóttir, f.
12.12. 1982. 3)
Birgir Sigurðsson,
f. 1.7.1965, kvænt-
ur Aðalheiði Guðmundsdóttur,
barn: Telma Ýr, f. 1.2. 1992.
Aðalheiður átti fyrir Guðmund
Örn, f. 22.7. 1983. Sigurður
átti frá fyrra hjónabandi: Vict-
or, Elínu Láru, Árna og Ástu.
Kristensa vann við ýmis störf,
aðallega saumastörf, og nú síð-
ast þjá Niðursuðuverksmiðj-
unni ORA. Þau hjónin bjuggu
alla sína tíð í Kópavogi, nú síð-
ast í Lyngbrekku 20.
Útför Kristensu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
I DAG þegar elskuleg tengdamóðir
mín verður lögð til hinstu hvílu vil
ég minnast hennar og þakka henni
fyrir allan þann kærleika og ást sem
hún færði inn í líf mitt og fjölskyldu
minnar. Ég var ung að árum þegar
Björgvin minn kynnti mig fyrir
mömmu sinni. Ég vissi það ekki þá
hversu lánsöm ég var, en eftir því
sem árin liðu og ég þroskaðist fann
ég að þar var sérstæða perlu að
finna, því það er ekki sjálfgefið að
eignast tengdamóður eins og Stellu.
Stella mín var ekki stór kona vexti
en umhyggja hennar og vænt-
umþykja gerði hana að risa í mínum
augum og þeirra sem þekktu hana
best. Heimilið, börn og barnabörn
voru henni allt, umhyggja hennar
sneri ekki aðeins að okkur fjölskyldu
hennar heldur einnig að öðrum ætt-
ingjum og vinum. Allt lék í höndun-
um á henni, saumaskapur, prjónar,
bakstur; bara nefna það, hún Stella
gerði það betur en margur annar.
Dugnaður hennar og eljusemi voru
mér oft umhugsunarefni. Hún
kenndi mér margt á sinn hægláta
hátt, ég vissi það ekki alltaf hvernig
hún fór að því, en tilsögn hennar
festist í huga mér. Hún kenndi mér
að lífið væri ekki sjálfgefið og ég
ætti að greina rétt frá röngu. Aldrei
heyrði ég hana hallmæla neinum
manni, hún mátti ekkert aumt sjá
og var sífellt að gefa af sjálfri sér.
Hún var hraust fram á síðasta
mánuð, eða svo töldum við, það var
ekki hennar siður að kvarta. Alla tíð
var hún útivinnandi og þeir sem
höfðu hana í vinnu voru lánsamir.
Vinnusemi hennar og húsbóndaholl-
usta var einstæð.
Stella mín hefði ekki kært sig um
orðagjáfur, tilgerð og væmni voru
ekki til í hennar orðabók. Trú, von
og kærleikur voru hennar aðals-
merki og það veganesti sem hún bjó
börnum sínum út í lífið.
Hún var yndisleg móðir, tengda-
móðir og amma. Fyrir það viljum
við að leiðarlokum þakka. Elsku
Siggi, Björgvin, Sveinbjörg, Birgir
og fjölskylda, í sorg okkar og sökn-
uði lifir minningin um hennar fögru
sál og í gegnum þá minningu verður
hún alla tíð nálægt okkur.
Elsku Stella mín, Guð geymi þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín tengdadóttir,
Sigrún Júlíusdóttir.
í dag verður lögð til hinstu hvíld-
ar Kristensa (Stella) Andrésdóttir.
Hún fékk alvarlegt hjartaáfall að-
faranótt aðfangadags jóla og lést í
Borgarspítalanum 14. þessa mán-
aðar.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um er mér í huga að minnast Stellu
með fáeinum kveðjuorðum og votta
virðingu mína og þakkir. Ég horfi
til baka og upp renna minningar
frá góðum samverustundum með
henni og eiginmanni hennar, Sig-
urði bróður mínum, á heimili þeirra.
Minningar um fyrstu kynni okkar
Stellu eru frá árinu 1962, þegar
hún gekk í hjónaband með Sigurði.
Áður hafði ég þekkt til hennar, en
ekki náið. Frá upphafi er mér eink-
ar hugstæð hógværð hennar og
yfírlætisleysi og hve sýnt henni var
um að láta manni líða vel í návist
sinni. Þessir eiginleikar eru oft vís-
bending um mikla mannkosti og
þroskaða skapgerð, sem koma fram
í því, að hugsað er minna um sjálf-
an sig en aðra og að því er virðist
gleymt eigin ágæti og mikilvægi,
en fremur vakin athygli á slíku í
fari annarra. Þessi persónueinkenni
fundust mér alla tíð vera venju
fremur sterk í skapgerð Stellu.
Minnist ég þess hve einstaklega
hjálpsöm hún reyndist foreldrum
mínum, þegar þeir voru komnir að
fóturn fram og reyndi á aðstoð ann-
arra. Þá hlúði hún sannarlega meira
að öðrum en sjálfri sér og er það
ekki eina tilvikið sem ég þekki til
að svo hafi verið. Eru mér hugstæð
þau orð móður minnar, sem hún
hafði um það hvílíkt lán það hafi
verið sér að eignast slíka tengda-
dóttur. Og af því mér er málið ná-
komið hlýnar mér um hjartarætur
enn í dag þegar ég minnist lofsorða
foreldra minna, sem horfnir eru
fyrir mörgum árum, er þeir höfðu
um Stellu, tengdadóttur sína.
Stella var fremur kona athafna
en orða. Hún framkvæmdi það sem
þurfti að gera, en hafði ekki um
það mörg orð. Hún bjó manni sínum
og börnum gott og hlýlegt heimili
þar sem maður fann sig ætíð
aufúsugest. Hvar sem á var litið
bar heimilið vott um myndarskap
húsmóðurinnar. Fyrstu hjúskapar-
árin bjuggu þau Stella og Sigurður
með bömum sínum við Fífu-
hvammsveg í Kópavogi, en fluttu
síðar að Lyngbrekku 20, þegar börn
þeirra voru uppkomin og höfðu
stofnað eigið heimili.
Um leið og ég kveð Stellu hinstu
kveðju og þakka ánægjulega sam-
fylgd vottum við Halla, kona mín,
Sigurði og bömum þeirra innilega
samúð okkar.
Megi minningin um góða eigin-
konu og kærleiksríka móður vera
þeim huggun í harmi.
Blessuð sé minning hennar.
Sigurlaugur Þorkelsson.
Kveðja frá barnabörnum:
Allar stundir ævi minnar,
ertu nálæg, hjartans Lilja.
Þó er næst um næðisstundu
návist þín og angurblíða,
ástarljós og endurminning.
Allar stundir ævi minnar,
yndistíð og harmadaga,
unaðssumur og sorgarvetur.
Sakna ég og minnist þín.
(Hulda.)
Elsku Stella amma. Við eigum
svo erfítt með að trúa því að þú
hafir farið svona fljótt til englanna,
því okkur þótti svo ólýsanlega vænt
um þig og allar þær stundir sem
við áttum hjá þér og afa í Lyng-
brekkunni. Við vitum að þú munt
passa okkur og afa sem á svo bágt
núna. Elsku Siggi afí, megi Guð
vera með þér um ókomna tíð.
Ásgeir Freyr, Guðmundur,
Andrea Björg og Telma Ýr.
Elsku besta amma mín. Mér sem
þótti svo vænt um þig og nú ert
þú dáin. Ég sem hélt að við mamma
gætum alltaf átt skjól hjá þér, því
þú og afí studduð svo vel við bakið
á okkur, en í okkar sorg höfum við
hann Sigga afa. Mig langar til að
fara með bænina sem þú kenndir
mér.
Faðir vor,
þú sem ert á himnum,
helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki, verði þinn vilji,
svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum.
Eigi leið þú, oss í ffeistni,
heldur frelsa, oss frá illu,
því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin að eilífu.
Amen.
Þín dótturdóttir,
Kristín.
Ég féll að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og vemdar hveija rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
(Davið Stefánsson.)
Með þessu ljóði langar mig að
kveðja elskulega ömmu mína, sem
mér þótti svo vænt um. Takk fyrir
allt sem þú kenndir mér og gafst
mér. Söknuður minn er mikill en
ég trúi því að við munum hittast
aftur.
Elsku afi, Guð mun gæta þín og
gefa þér styrk.
Þín sonardóttir,
Guðrún Stella.
Mig langar að minnast Stellu
með nokkrum orðum. Stella var
sérstaklega góð og skemmtileg
kona. Við unnum saman í sex ár
og þrátt fyrir aldursmun vorum við
mikið saman í vinnunni. í öllum
pásum og þegar vélarnar biluðu sat
ég inni hjá henni og við töluðum
saman.
Stella var mjög flink að ptjóna
og gaf mér fallega peysu sem hún
pijónaði. Þegar Stefán sonur minn
fæddist pijónaði hún peysu, sokka
og vettlinga handa honum. Flestalla
vettlingana og hosurnar hans Stef-
áns hefur Stella síðan pijónað.
Hann var mjög ungur þegar hann
svaraði fólki, sem var að segja hvað
hann væri með fallega yettlinga:
„Já, hún Stella pijónaði þá.“
Hún var alltaf svo glöð og þakk-
lát fyrir gjafír sem ég gaf henni,
en sjálf var hún alltaf að hugsa um
aðra. Daginn áður en hún fór á
spítalann sendi hún strákunum okk-
ar Harðar sokka og vettlinga.
Elsku Stella, við söknum þín og
ég er þakklát fyrir að hafa kynnst
þér. Ég og fjölskylda mín sendum
Heiðu, Bigga og öllum öðrum að-
standendum Stellu samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning hennar.
Hanna Sigríður.
t
Elskuleg móðir okkar,
GUÐLAUG HELGADÓTTIR
frá Grímsey,
Jaðarbraut11,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 17. janúar 1996.
Helgi Danfelsson,
Björgvin Danielsson,
Hafdís Daníelsdóttir,
Hlín Danielsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfiröi,
áður Breiðagerði 8,
lést 17. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Magnús Júlíusson,
Rúnar Magnússon, Svanhildur Stefánsdóttir,
Margrét Jóna Magnúsdóttir, Haraldur Einarsson,
Erna Magnúsdóttir, Gunnar Jakobsson
og aðrir aðstandendur.
t
Móðir okkar,
GUÐLAUG JÓNASDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
á
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu
Akureyri að morgni hins 16. janúar.
Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 23. janúar kl. 13.30.
Guðrún, Anna Marfa
og Auður Þórhallsdætur,
Þráinn Þórhallsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORVALDURÁRNASON,
Freyjugötu 1,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 20. janúar
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn-
ast hans, er bent á bankareikning nr. 133600 í Búnaðarbankanum
á Sauðárkróki.
Ingibjörg Halldórsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR,
sem andaðist föstudaginn 12. þ.m.,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 22. janúar kl. 13.30.
Anna Marfa Sigurgeirsdóttir, Svavar B. Magnússon,
Katrfn Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Magnússon,
Margrét Sigurgeirsdóttir, Sigurður Björnsson,
Tryggvi Karlesson, Bergþóra Bergkvistdóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
FREYJA GEIRDAL,
Austurgötu 18,
Keflavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð þann 13. janúar 1996,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju iaugardaginn 20. janúar
kl. 14.00.
Gísli Sigurðsson,
Svanur Geirdal,
Sigurður Geirdal,
Örn Geirdal,
Eygló Geirdal,
Ægir Geirdal,
Jóhann Geirdal,
Una Guðmundsdóttir,
Ólafía Ragnarsdóttir,
Þórhalla Stefánsdóttir,
GeorgV. Hannah,
Lilja Jónsdóttir,
Hulda Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.