Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 51 I DAG BRIDS Umsjón Guðmundur Fáll Arnarson í FYRSTU útgáfu Precisi- on-kerfisins sýndi opnun á tveimur tíglum þrílita hönd með stuttum tígii. Þetta er lýsandi sögn, sem léttir á tígulopnuninni, en í síðari útgáfum hefur hún þó vikið fyrir veikari opnunarsögn- um, eins og MULTI. í Pow- er-útgáfu kerfisins, sem Alan Sontag gerði fræga, er opnun á tveimur hjörtum notuð til að lýsa þrílita hönd. Bandarísku heims- meistararnir Jeff Meckst- oth og Eric Rodwell nota þá opnunarsögn í sínu kerfi. Hún reyndist þeim vel í eft- irfarandi spili, sem er frá úrslitaleik Bandaríkjanna og Kanada á HM sl. haust: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ D10732 V D832 ♦ 92 ♦ 103 Vestur ♦ ÁK96 V G964 ♦ 5 ♦ K842 Austur ♦ - V ÁK10 ♦ ÁD63 ♦ ÁDG965 Suður ♦ G854 V 75 ♦ KG10874 ♦ 7 Vestur Norður Austur SuJur Rodwell Silver Meckstroth Kokish 2 hjörtu Pass 7 lauf! 7 tlglar Dobl Pass Pass Pass Opnun Rodwells sýndi ein- spil eða eyðu í tígli og 11-15 punkta. Meckstroth þurfti ekki frekari upplýsingar og stökk beint í sjö. Þá kom til kasta suðurs, en í því sæti var Eric Kokish, sem er mik- ill fræðimaður í spilinu og afkastamikill bridsblaðamað- ur. Hann treysti því að al- slemman stæði og fómaði upp á eigin spýtur í sjö tígla. Vömin var miskunnar- laus: Rodwell spilaði út spaðaás og síðan litlum spaða, sem austur trompaði. Meckstroth spilaði litlu laufi yfir í kóng vesturs, og Rodw- ell tók spaðakónginn og gaf makker aðra stungu í spaða. Síðan fékk vömin tvo slagi á hjarta og ÁD í trompi. Allt í allt vora þetta níu slagir til vamarinnar, eða 2.300. Sem var í sjálfu sér viðun- andi fyrir NS, því alslemman í laufi hefði gefið 2.140. En Kanadamennimir á hinu borðinu létu sex lauf duga, svo tapið varð 14 IMPar í stað fjögurra. Pennavinir FULLORÐING norsk kona óskar eftir pennavinkonum á aldrinum 60 til 70 ára: Ingebjörg Aabö, Vekantunet, 3840 Seljord, Norway. TUTTUGU og fjögurra ára japönsk stúlka sem starfar sem þýðandi: Naomi Iwai, C-205 Corpo Shint- okiwa, 1-27-10 Mizutani, Higashi-ku, Fukuoka 813, Japan. UNGUR Bandaríkjamaður, sem hóf frímerkjasöfnun fyrir tveimur árum, og hrífst af íslenskum merkj- um: Alan Gorton, 8409 N.E. 140th Court, Vancouver, Washington 98682, U.S.A. Arnað heilla Q pTÁRA afmæli. í dag, i/Oföstudaginn 19. jan- úar, er níutíu og fimm ára Eiríkur Stefánsson, kenn- ari, til heimilis á vistheim- ilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík. Hann og eiginkona hans Una G. Sveinsdóttir verða að heiman í dag. pf/\ÁRA afmæli. Á ej "morgun, laugardag- inn 20. janúar, verður fimmtugur Finnur P. Fróðason, innanhússarki- tekt, Skúlagötu 61. Finnur verður að heiman á morg- un. COSPER RÓLEG, róleg, fílar borða ekki mannakjöt. HOGNIHREKKVISI ,/Stundum. langar mig tiL Ctb ■fanx út isueit' Farsi „ Erig'm þörf d ab patha mer—£g(> urftl a, xfingunnt ai ricddcC'- STJÖRNUSPA eftir Frances Drake ♦ STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú hefurgaman af að takast á við erfið verkefni ogleysa þau. Hrútur (2Í.mars- 19. aprfl) V* Þú ert að íhuga ferðalag, en þarft að ganga frá ýmsum lausum endum áður en úr því getur orðið. Stefnumót kvöldsins lofar góðu. Naut (20. apríl - 20. maí) irfö Þú einbeitir þér við vinnuna í dag, en þegar kvöldar væri við hæfi að fagna komandi helgi með vinum eða starfs- félögum. Tvíburar (21. maí- 20. júní) Lestu vel smáa letrið áður en þú undirritar samning í dag. Þú nýtur mikilla vin- sælda í kvöld og skemmtir þér með ástvini. Krabbi (21. júní — 22. júlf) Hie Þú átt erfítt með að einbeita þér við vinnuna fyrri hluta dags vegna sífelldra trufl- ana. En þér tekst það sem þú ætlaðir þér. Ljón (23. júli - 22. ágúst) Framtak þitt í vinnunni styrkir stöðu þína og bætir afkomuna. En þú gætir orðið fyrir óvæntum útgjöldum vegna heimilisins. Meyja (23. ágúst - 22. september) 31 Erfiðlega gengur að ná samningum um viðskipti þar sem ekki eru allir á eitt sátt- ir. Þú ættir samt að slaka á í kvöld. v^g (23. sept. - 22. oktðber) Þú leggur hart að þér til að ná tilætluðum árangri í vinn- unni í dag. I kvöld þarft þú að sýna ástvini sérstaka umhyggju. Sþorödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér verður sennilega betur ágengt í ró og næði heima en á vinnustað í dag. í kvöld gefst svo tækifæri til að slaka á með vinum. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) ífie Hugmyndir þínar eru góðar, og þú ættir að reyna að koma þeim í framkvæmd. Hugsaðu þig vel um áður en þú kaup- ir dýran hlut. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt góðu gengi að fagna, en ættir ekki að láta aðra vita um áform þín. Fundur með áhrifamönnum skilar góðum árangri. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) úk Það er mikið að gerast, sem getur haft góð áhrif á stöðu þína í vinnunni. í samvinnu við starfsfélaga nærð þú settu marki. Fiskar (19. febrúar-20. mars) ’£* Einhver í fjölskyldunni á við vandamál að stríða, sem enginn er betur fær um að leysa en þú. Ferðalag virðist vera framundan. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á ttaustum grunni vísindalegra staðreynda. oo K I N G A Vinningstöíur miðvikudaginn; 17. 01.1996 J VINNINGAR FJÖtOI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING H 6 af 6 0 45.740.000 CT 5 af 6 ILfl+bónus 0 274.298 m 5 af 6 1 215.520 EI 4 af 6 167 2.050 fTM 3 af 6 it*fl+bónus 690 210 Aðaitöiur; BÓNUSTÖLUR (23)(37!; 3S) Heildarupphæð þessa viku: 46.717.068 é ísi.r 977.068 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 568 1511 EÐA GRÆNT NR. 800 6511 — TEXTAVARP 453 BIRT MEÐ FYRIRVARAUM PRENTVILLUR er tvöfaldur næst Tollkvótar vegna innflutnings á unnum kjötvörum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar útgefinni 17. janúar 1996, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum. Nánari upplýsingar liggja franwti í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00. Auglýsing um innflutningskvóta verður birt í Lögbirtingablaðinu, miðvikudaginn 24. janúar. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kf. 15.00 fimmtudaginn 25. janúar nk. Landbúnaðarráðuneytið, 17. janúar 1996. Jakkikr. 6.900 Pilskr. 3.000 Peysakr. 3.900 ___________________ Vor-og sumarlinan SANGEP'' frá Claire með 40% afslætti. Urval af bolum og peysum. Enn meiri verðlækkun á eldri vörum. Elilti missa af þcssui! *-.T - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.