Morgunblaðið - 19.01.1996, Síða 47

Morgunblaðið - 19.01.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 47 Ný raðganga Útivistar í NÝRRI raðgöngu Útivistar verður tekin fyrir sögn úr Land- námu um eina fyrstu búferla- flutninga á Suðvesturlandi þ.e. bústaðaskipti Hrolleifs í Heiðabæ og Eyvindar i Kvíguvágum er síðar flutti að Bæjarskerjum. Reynt verður að ráða í hvaða gönguleið var farin á þessum tíma frá Bæjarskerjum að Heiðabæ um Kvíguvága og Vík. Einnig verður siglt í víkingaskipi inn undir Leirvág í einum áfanga. Fegurðar- samkeppni Reykjavíkur BERGLIND Ólafsdóttir, f egur ðardrottning Reykjavíkur 1995. Óskað eft- ir ábend- ! ingum I UNDIRBÚNINGUR fyrir Fegurðarsamkeppni Reykja- víkur er að hefjast, en keppnin fer fram á Hótel íslandi í apríl nk. Nú þegar hafa nokkrar stúlkur verið skráðar í keppn- ina og verður fyrsta reynslu- myndatakan á morgun, laug- ardag. Enn um sinn verður j tekið við ábendingum um stúlkur í keppnina og er tekið við ábendingum á skrifstofu Hótel íslands. Núverandi fegurðardrottn- ing Reykiavíkur er Berglind Ólafsdóttir. Sljórnmálá ( laugardegi i ( ( ( ( ( HR. MICHAEL A. Hammer, stjórn- málaráðgjafi í bandaríska sendiráð- inu, heldur erindi og tekur þátt í almennum umræðum um stjórn- málakerfið í Bandaríkjunum laug- ardaginn 20. janúar kl. 15 í setu- stofu veitingahússins Skólabrúar. Erindið, sem haidið er á vegum Stjórnmála á laugardegi, mun m.a. fjalla um harðvítug átök forseta og þings undanfarið um fjármála- hallann og væntanlegar forseta- kosningar í nóvember. Stjórnmál á laugardegi er félag áhugamanna um erlend stjórnmál. Fyrsta og þriðja laugardag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina gefst öllum kostur á að hlusta á erindi og taka þátt í umræðum ætluðum almenningi um áhuga- verða stjórnmálaþróun erlendis og fyrirkomulag í stjórnmálum er- lendra ríkja á vegum félagsins á fyrrgreindum stað og tíma. FRÉTTIR ‘VífiísstaðÍT sT-. Fyrsti áfanginn verður farinn sunnudaginn 21. janúar. Farið verður með rútu frá Umferðar- miðstöðinni að vestanverðu kl. 10.30 og komið að Fræðasetrinu í Sandgerði kl. 11.30. Þaðan gengið um Sandgerðisbæ að Bæj- arskerjum. Þar hefst raðgangan. Gengið verður eftir fornleið yfir Rosmhvalanesheiði hina fomu til Keflavíkur. Kristín Hafsteinsdóttir, for- stöðukona Fræðasetursins tekur á móti hópnum í Sandgerði og áhugasamir heimamenn um sögu, örnefni og fornleiðir sveitarfé- lagsins verða fylgdarmenn yfir lieiðina. í ferðinni verður reynt að sjá fyrir sér hvernig umhorfs var á Rosmhvalanesi um árið 900. Ný útgáfa Lagasafns a 1.452 blaðsíðum NY útgáfa af Lagasafni kemur út í dag, föstudaginn 19. janúar. Laga- safn 1995, sem hefur að geyma gild- andi lög miðað við 1. október 1995. Lagasafnið var seinast gefið út í bók í janúar 1992 og hafði að geyma gildandi lög miðað við 1. október 1990. Milli útgáfu Lagasafna hafa áður liðið 7-10 ár. Texti laganna er nú gefínn út í einu bindi sem er 1.452 blaðsíður. Safninu fylgir sérstakt efnisyfirlit sem er 84 blaðsíður. í þessari útgáfu Lagasafnsins er efninu raðað með öðrum hætti en í fyrri Lagasöfnun og efnisflokkar eru fleiri. Skiptist safnið í 47 kafla. Bætt hefur verið í safnið texta - Einnig í tölvu- tækuformi nokkurra alþjóðasamninga, einkum varðandi mannréttindi, en hins vegar hefur verið felldur út texti ýmissa laga sem ekki eru virk eða hafa lok- ið hlutverki sínu, án þess þó að hafa verið felld úr gildi. Heitis þessara laga er getið svo og hvar texta þeirra er að finna í eldra Lagasafni. Ritstjóri Lagasafnsins er Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, en í ritnefnd eru, auk ristjóra, Ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri, for- maður, Friðrik Ólafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, Jón Thors, skrifstofu- stjóri og Sigurður Líndal, prófessor. Varðveislu og viðhald texta Laga- safnsins í tölvutæku formi hefur skrifstofa Alþingis annast. Prent- smiðjan Oddi hf. hefur annast prent- un og bókband Lagasafns 1995. Jafnframt því sem texti Lagasafns- ins kemur nú út í bók kemur sami texti þess í tölvutæku formi til dreif- ingar næstu daga hjá Úrlausn - Aðgengi ehf. sem dreift hefur textan- um í tölvutæku formi undanfarin misseri. Einnig mun þessi texti verða aðgengilegur í gagnagrunni Skýrr hf. á næstunni. Dreifíngu bókarinnar til bóksala og stofnana ríkis og sveitarfé- laga annast Ríkiskaup, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með 22. janúar . ÞÓR Gunnarsson sparisjóðssljóri afhendir Pétri Sigurðssyni, félagsforingja Hraunbúa, teppi og hnífa í tilefni afmælis skáta- starfsins. Hálf milljón, hnífar og teppi í afmælisgjöf ■ EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á þingflokksfundi Þjóð- vaka 17. janúar sl.: „Þingflokkur Þjóðvaka lýsir furðu sinni á ályktun BSRB sem fram kemur í fréttatil- kynningu frá samtökunum í vik- unni. Þar er lýst ábyrgð á hendur stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra uppsagna fólks, þar sem stjórnin hafi lofað að sam- eining Borgarspítala og Landakots myndi ekki hafa uppsagnir starfs- fólks í för með sér. Hér er um mis- skilning að ræða þar sem ábyrgð á þessum vanda hvílir algjörlega á herðum ríkisstjórnarinnar og heil- brigðisráðherra. Rót vandans liggur í stefnu ríkisstjórnarinnar sem birt- ist í fjárlögum hennar fyrir yfir- standandi ár. Þingflokkur Þjóðvaka telur þessa aðför að fjárhag stóru sjúkrahúsanna mjög alvarlega. Þjónustu við sjúklinga og jafnvel lífí þeirra er stefnt í hættu, álag og aðbúnaður starfsfólks er óverjandi vegna yfirvofandi fjöldauppsagna og lokana. Þingflokkurinn telur að grípa verði strax til aðgerða gegn þessu ástandi í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Þjóðvaki mun taka upp málið á Alþingi og leita eftir sam- stöðu launþegahreyfingarinnar, stjórnarandstöðu og ríkisstjórnar." Skuggabarinn opnar á ný ÁKVEÐIÐ hefur verið að opna Skuggabarinn á Hótel Borg föstu- daginn 19. janúar kl. 23. Leitast verður við að höfða til sama kjama og gerði Skuggabarinn að þeim skemmtistað sem hann var fyrir ári, segir í fréttatilkynningu. í TILEFNI af 70 ára skátastarfi í Hafnarfirði, sem fagnað var með 400 manna veislu, bárust skátum í Hafnarfirði margar höfðinglegar gjafir. Má þar helst nefna mikið safn af skátaminjum ýmiss konar, áttavita og vegvísa, bækur og myndir, en gjöf Spari- sjóðsins í Hafnarfirði vakti sér- staka athygli. Gaf Sparisjóðurinn skátafélag- inu Hraunbúum 30 vönduð ullar- teppi og 30 vasahnifa og fylgdi með 1 krónatil að greiða fyrir hnifana. Teppin koma sér sér- staklega vel, enda mikið um úti- legur og varðelda hjá skátunum auk tveggja fjallaskála og far- fuglaheimilis sem félagið rekur. Verða hnífarnir notaðir í ýmsar viðurkenningar fyrir gott skáta- starf. Með gjöfinni fylgdi einnig lítið umslag með ávísun upp á 500.000 kr. til stuðnings æsku- lýðsstarfinu hjá hafnfirskum skátum. í GÓDU EGLU BOKHALDI... ...STEMMI STÆRÐINl & KA! Hringdu í sölumenn okkar í síma 562 8501 eðs 562 8502 og þú færð möppurnar sendar um hæl. ROD OC RECLA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Þingflokk- ur Kvenna- | listans á | faraldsfæti ( ÞINGFLOKKUR Kvennalistans er að hefja fundahöld víða um land. Haldnir verða opnir fundir í öllum \ kjördæmum landsins og er öllum sem áhuga hafa fijálst að mæta og taka j þátt í fundunum. Stjórnmál dagsins i verða til umræðu sem og starf Kvennalistans næstu mánuði. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Zontahúsinu á Akureyri í kvöld, föstudagskvöldið 19. janúar. Mánu- daginn 22. janúar verður fundur á Kaffi Króki á Sauðárkróki, þriðju- daginn 23. janúar í húsnæði samtak- anna á Laugavegi 17 í Reykjavík og miðvikudaginn 25. janúar funda þær með konum í Reykjaneskjördæmi og verður fundurinn haldinn í Gafl-inum í Hafnarfirði. Sunnudaginn 28. jan- úar verður fundur í Kvennalistahús- inu í Borgarnesi og mánudaginn 5. febrúar verður loks fundur í Kaffi Krús á Selfossi. Fundur með konum á Austurlandi hefur ekki verið tíma- settur. Allt eru þetta kvöldfundir sem hefjast kl. 20.30 nema fundurinn í Borgarnesi sem hefst kl. 15. Flóamarkaður FEF NÚ ER að hefjast á ný Flóamarkað- ur Félags einstæðra foreldra. Byijar hann í Skeljahelli, Skeljanesi 6, 101 Reykjavík, laugardaginn 20. janúar nk. frá kl. 14-17. Seldur verður fatnaður á alla fjöl- skylduna, skartgripir, svefnbekkir og fleira. Flóamarkaður hefur verið haldinn á vegum FEF um áraraðir og er ásamt jólakortum félagsins ein helsta fjáröflun félagsins. Fyrirlestur um snjóálag á þök BJÖRGVIN Víglundsson heldur fyr- irlestur í Háskóla lslands laugardag- inn 20. janúar sem nefnist Beiting líkindafræði við ákvörðun snjóálags á þök. Fyrirlesturinn er liður í meistara- námi Björgvins við verkfræðideild háskólans og verður haldinn í stofu 158 í húsi VR-II við Hjarðarhaga. Hann hefst kl. 11 og er öllum opinn. KÍN -leikur að læral Vinningstölur 18. jan. 1996 8 • 10 • 13 • 20 »22*27 • 28 Eldri úrslit á símsvara 568 1511

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.