Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 12

Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ær með tvö lömb fannst við Búrfell Náði kind- inni á þriðja degi Mývatnssveit. ÆR MEÐ tvö lömb fannst síð- asta föstudag austur við Búr- fell. Það var Hermann Krist- jánsson sem fann kindurnar og var hann þama einn á ferð. Ekki var hann með neinn hund með sér í ferðinni en honum tókst þó að reka kind- urnar alllangan veg eða niður að Lúdent þar sem bíll hans var. Við þessar aðstæður gekk frekar illa að handsama kind- urnar. Loks náðust þó lömbin og voru sett í bílinn en ærin slapp. Næsta dag leitaði Her- mann hennar en varð einskis vís. Þriðja daginn fór hann enn af stað að.leita og fann þá ána á fyrri stöðvum við Búrfell. Það tók hann tvo og hálfan tíma að teyma hana að bílnum við Lúdent. Ærin slök Lömbin líta sæmilega út en ærin er talin frekar slök og ull farin að losna af henni. Eigandi þessara kinda er Jón Aðalsteinsson bóndi í Vind- belg. Brotist inn í hesthús Skemmdir og hrossum hleypt út ÞAÐ var ljót aðkoma í hest- húsi í Lækjargili á Akureyri á sunnudagsmorgun, brotist hafði verið inn í húsið og var búið að vinna töluverðar skemmdir innandyra. Þá hafði sjö hrossum sem í húsinu voru verið hleypt út. Brotist var inn í húsið að- faranótt sunnudags. Eigendur hrossanna leituðu þeirra þá um daginn og fundust þeir allir í Kjarnaskógi, skammt sunnan hesthúsanna. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var einnig brotist inn í hesthús í Lækjargili í síð- asta mánuði. Kyrrðar- stund KYRRÐARSTUND verður í Glerárkirkju í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 24. janúar, frá kl. 12 til 13. Þetta er fyrsta hádegiskyrrðar- stundin á nýju ári, en slíkar stundir verða I hádeginu alla miðvikudaga fram að sumar- deginum fyrsta, en þær eru fastur liður í vetrardagskrá kirkjunnar. Á kyrrðarstundun- um er orgelleikur, helgistund, altarissakramenti og fyrir- bænir. Léttur máisverður verður í safnaðarsal að stund- inni lokinni, en öilum er vel- komið að taka þátt. Fíkniefna- vandi JÓNA Lísa Þorsteinsdóttir guðfræðingur fjallar um fíkni- efnavandann I opnu húsi fyrir foreldra með ung börn, „mömmumorgni" í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju, á morgun, miðvikudaginn 24. janúar frá kl. 10 til 12. AKUREYRI Morgunblaðið/Margrét Þóra ÞÓRGUNNUR Ingimundardóttir og Þyri Eydal kenndu á píanó við Tónlistarskólann á Akureyri nánast frá stofnun hans og þar til nú á síðustu árum. INGVI Rafn Jónsson, Jakob Tryggvason sem var skóla- stjóri frá 1950 til 1974 og Áskell Jónsson spjalla saman í afmælishófinu. Tónlistarskólinn á Akureyri Haldið upp á 50 ára afmæli HÁLFRAR aldar afmælis Tón- listarskólans á Akureyri var minnst með hátíðarsamkomu í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju á laugardag, en skólinn tók til starfa 20. janúar 1946. Skólanum voru færðar gjafir i tilefni dagsins, m.a. frá nokkrum af stofnendum hans. Heiðursgestir voru Jakob Tryggvason sem stjórnaði skól- anum frá árinu 1950 til 1974, Jón Hlöðver Áskelsson sem var við stjórnvölinn frá þeim tíma og til ársins 1991, Þyri Eydal en hún kenndi á píanó við skólann frá árinu 1947-1993 ogÞórgunnur Ingimundardóttir sem einnig kenndi á píanó á fyrstu árunum og síðan aftur eftir hlé frá 1974 til 1994. Tónlistarbandalag Akureyrar sem saman stóð af Karlakór Fiskverkun Sæunnar Axels hf. í Ólafsfirði Saltfiskvinnslan flutt til Reykjavíkur FISKVERKUN Sæunnar Axels hf. í Ólafsfirði hefur flutt hluta starf- semi sinnar til Reykjavíkur. Vélar og tæki fyrirtækisins, flökunar- og flatningsvélar og önnur tæki hafa verið flutt suður og þessa dagana er verið að setja þau upp I Sjólahús- inu svokallaða á Granda. Að sögn Sæunnar Axelsdóttur er gert ráð fyrir að fyrirtækið hefji starfsemi á nýjum stað einhvern næstu daga. Sæunn sagði margar ástæður fyrir flutningnum til Reykjavíkur en vildi að öðru leyti ekki ræða þær. „Ég tel þessa niðurstöðu vera heppilegasta bæði sjálfrar mín vegna og míns fyrirtækis og þessi ákvörðun er ekki tekin í neinu fljót- ræði. En þetta þýðir að öll saltfisk- vinnsla fyrirtækisins er að fara úr bænum.“ Starfsfólki fækkar í Ólafsfirði Starfsmannafjöldi fyrirtækisins í Ólafsfirði hefur verið nokkuð mis- munandi en að jafnaði hafa starfað þar um 16-20 manns. Eftir flutning- inn munu um 10 manns starfa í Ólafsfirði og svipaður íjöldi í Reykjavík. „Við erum með þrjá þurrkklefa í Ólafsfirði og munum áfram þurrka fisk hér, hvað sem það verður lengi. Ég geri það sem ég tel skynsamleg- ast hveiju sinni og stend og fell með þeim ákvörðunum. Við erum búin að vinna við þessa þurrkun í ein 7 ár og klefarnir eru í gangi bæði dag og nótt nánast allan árs- ins hring,“ segir Sæunn. Þurrkaður fiskur til Brasilíu Þurrkaði fiskurinn, sem er aðal- lega þorskur, ufsi, keila og langa, er seldur til Brasilíu og í fyrra voru flutt út um 1.000 tonn frá fyrirtæk- inu í Ólafsfirði. Þá var fyrirtækið með verktaka á Selfossi, sem einnig þurrkaði fisk og þaðan voru flutt út um 2-300 tonn til viðbótar. Sæ- unn Axels hf. hefur einnig verið í verkun á skreið, sem farið hefur á markaði í Kanada, Bandaríkjunum og Frakklandi. Fyrirtækið fletur, saltar og þurrkar fiskinn með gamla laginu en Sæunn vildi ekki trúa því á sínum tíma að Islendingar væru úr leik í þeirri framleiðslu á sama tíma og Norðmenn einokuðu markaðinn. „Nú höfum við komist inn á þennan markað í Brasilíu en það hefur ver- ið mjög erfitt. Við fórum út úr SÍF 1992 m.a. út af þessum fiskþurrk- málum. Frá þeim tíma höfum við verið að sanna okkur í þessari fram- leiðslu og selt okkar afurðir sjálf, undir eigin merki og það hefur gengið mjög vel,“ segir Sæunn, sem ásamt ijölskyldu sinni rekur út- flutningsfyrirtækið Valeik hf. í Reykjavík. Sæunn Axels hf. á ijögur vinnslu- hús í Ólafsfirði og er ljóst að með flutningi saltfiskvinnslunnar til Reykjavíkur mun starfsemin þar dragast saman. „Það er ekkert verra að eiga mörg hús. Það er þá alltaf auðveldara að losna við þau hvert fyrir sig en eitt stórt hús og ekki síst ef þau eru í góðu standi." Akureyrar, Karlakórnum Geysi, Lúðrasveit Akureyrar, Kantötu- kór Akureyrar og Tónlistarfé- lagi Akureyrar stofnaði skólann og fluttu fulltrúar nokkurra- þeirra ávörp á samkomunni, auk skólameistara Menntaskólans á Akureyri og bæjarstjórans á Akureyri. Þá voru flutt erindi um gildi tónlistarmenntunar og þýðingu skólans fyrir tónlistarlíf bæði á Norðurlandi og almennt hér á landi. Fjögiir óhöpp í umferð- inni FJÖGUR umferðaróhöpp urðu á Akureyri um helgina, minniháttar meiðsl urðu í einu þeirra, en eigna- tjón varð töluvert. Öll urðu óhöppin á gatnamótum Glerárgötu, það fyrsta við Glerár- götu og Þórunnarstræti, þá við Glerárgötu og Gránufélagsgötu, Glerárgötu og Smáragötu og loks við Glerárgötu og Geislagötu. Þrír ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur um helg- ina og tveir voru kærðir fyrir að aka of hratt, annar ökumannanna mældist á 122 kílómetra hraða á Moldhaugnahálsi. Einn ökumaður var tekinn fyrir að aka númers- lausri bifreið og reyndist hann einnig ölvaður. Þá var lögreglu tilkynnt um þjófnað úr bifreiðum og einnig var tækjum og fleiru stolið frá bíla- partasölu. Mikil rækjuveiði Stöðugar landanir á Akureyri MJÖG GÓÐ rækjuveiðl hefur ver- ið fyrir norðan land að undan- förnu en frá áramótum hafa sex skip landað samtals um 900 tonn- um á Akureyri. Skipin eru Hákon ÞH, Blængur NK, Svalbakur EA, Margrét EA, Hjalteyrin EA og Gissur ÁR. Blængur NK kemur aftur inn til Iöndunar á Akureyri í vikulokin en togarinn verður tekinn í flotkvínna í næstu viku. Þá er von á Pétri Jónssyni RE, inn til löndunar í næstu viku með góðan afla. Á myndinni er verið að landa rækju úr Blæng NK, sem landaði um 130 tonnum á Akur- eyri í síðustu viku. Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.