Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Rannsókn enn ekki hafin á meintum fjöldagröfum í Bosníu
Reuter
MYNDIN var tekin úr bandarískum gervihnetti og sýnir eina af meintum fjðldagröfum með líkams-
leifum fórnarlamba Bosníu-Serba í Nova Kasaba.
NATO gæti öryggis
rannsóknarmanna
Sarajevo, Brcko, Glogova. The Daily Telegraph. Reuter.
STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sam-
Austurríki
40 ára göm-
ulvopnabúr
Vín. Reuter.
BANDARÍSK stjórnvöld ætla að
veita Austurríkismönnum upplýs-
ingar um hvar bandarísk vopn voru
falin í Austurríki fyrir 40 árum
vegna hugsanlegrar innrásar Sovét-
manna, að sögn Swanee Hunt, sendi-
herra Bandaríkjanna í Vín.
Sendiherrann sagði í gær að
Bandaríkjumenn hefðu komið
vopnabirgðum fyrir á 79 stöðum í
sveitahéruðum í Austurríki án þess
að skýra austurrískum stjórnvöldum
frá því með formlegum hætti.
Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar
og Sovétmenn hemámu Austurríki
í síðari heimsstyijöldinni til ársins
1955.
„Ég hef vitneskju um að austur-
rísku stjóminni var aldrei skýrt frá
þessu formlega. Ég legg þó áherslu
á að með þessu er ég ekki að segja
að enginn Austurríkismaður hafi vit-
að af þessu,“ sagði sendiherrann.
Fritz Molden, sem barðist gegn
nasistum í stríðinu, fullyrti að Leop-
old Figl, kanslari frá 1945-1953, og
æðstu ráðherrar hans hefðu vitað
af vopnabúranum og raunar beðið
um vopnin þar sem þeir hefðu óttast
að Sovétmenn myndu reyna að
leggja landið undir sig.
Reuter
Flugmaðurinn
ekki drukkinn
RODRIGO Cabrera, sem stjórnar
rannsókninni á flugslysinu í Kólumb-
íu í síðasta mánuði, segir að læknar
hafi útilokað að flugmaður farþega-
þotunnar hafí verið drukkinn og
valdið slysinu. Á myndinni sjást
feðginin Gonzalo og Michelle Dussan
sem koníust af.
einuðu þjóðanna í Haag hefur óskað
eftir aðstoð hersveita Atlantshafs-
bandalagsins við rannsókn á meint-
um fjöldagröfum nærri Brcko í norð-
urhluta Bosníu til að koma í veg
fyrir að Bosníu-Serbar hrófluðu við
gröfunum. Múslimar og Króatar full-
yrða að flestir þeirra 3.000 manna
sem haldið var í fangabúðum Bosn-
íu-Serba, liggi grafnir í skóginum
við Brcko.
Gröfin er á svæði sem bandarísk-
ir hermenn í NATO-liðinu hafa eftir-
lit með.
Leighton Smith, yfírmaður her-
afla NATO í Bosníu, varð við þeirri
ósk í gær eftir viðræður við aðalsak-
sóknara stríðsglæpadómstólsins.
Smith hafði þó sagt á sunnudag að
hermenn bandalagsins myndu „ekki,
ég endurtek ekki... gæta öryggis
þeirra hópa sem hyggjast rannsaka
grafímar". Sagði Smith að þeim
hermönnum NATO er gættu svæða
þar sem talið væri að fjöidagrafir
væri að fínna bæri að tilkynna um
allar gransamlegar mannaferðir sem
gætu bent til þess að einhver hefði
átt við grafirnar. Þá myndi NATO
fljúga könnunarflug yfir nokkra af
þessum stöðum í rannsóknarskyni.
Sönnunargögn til
stríðsglæpadómstóls
Æ frekari sannanir hafa komið
fram fyrir því að allt að 3.000 manns
hafi látið lífíð er Bosníu-Serbar náðu
Brcko á sitt vald. Blaðamenn hafa
rætt við sjónarvotta og sjálfír komið
á staðinn. Talið er að flestir hafí
verið líflátnir í maí og júní 1992 en
fólkinu hafi verið haldið í fangabúð-
um Bosm'u-Serba nærri Brcko.
Skipulegar aftökur hafí farið fram í
búðunum og Serbar losað sig við lík-
in í dýrafóðurverksmiðju nærri ánni
Sava og fjöldagröfum. Gröfín er í
tijálundi, um 100 metra frá veginum
sem herlið NATO fer reglulega um.
Sjö fjöldagrafir við Srebrenica
Þá er unnið að rannsókn á fjölda-
gröf við bæinn Glogova en þar er
talið að hluti fórnarlamba Bosníu-
Serba í Srebrenica í fyrrasumar sé
grafinn. Að minnsta kosti sjö fjölda-
grafir hafa sést úr flugvél, þar á
meðal þessi, og er þess nú beðið að
starfsmenn stríðsglæpadómstólsins
hefji þar uppgröft. Á sunnudag fór
þangað hópur fréttamanna í fylgd
John Shattuck, sem fer með mann-
réttindamál í bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu.
Stríðsglæpadómstóllinn telur að
um 2.000 manns séu grafnir við
Glogova og sáu Shattuck og blaða-
mennirnir ummerki um grafir, m.a.
sást í fatnað og bein. Shattuck seg-
ir að fólkið hafi verið rekið inn í
vöruhús, sprengjum hent inn og þeir
skotnir sem reyndu að flýja. Bosníu-
Serbar höfðu fengið fólkið til að
yfírgefa felustaði sína í skóglendinu
með því að ræna friðargæsluliða SÞ
bláu hjálmunum og setja þá upp.
í ákæru stríðsglæpadómstólsins
segir að Ratko Mladic, yfirmaður
hers Bosníu-Serba, hafi verið á
staðnum og hvatt fólkið til að gef-
ast upp.
Þá var einnig farið á knattspyrnu-
völlinn við Srebrenica þar sem um
2.000 karlmönnum frá bænum var
safnað saman og þeir síðar teknir
af lífi. Ekki er vitað um afdrif rúm-
lega 3.000 manna til viðbótar sem
hurfu í Srebrenica er Bosníu-Serbar
tóku bæinn.
BARNALEIKFIMIFATNAÐUR
HAGÆÐA
LElKFiMIFATNAÐUR
HREYSTI
VERSLANIR
LAUGAVEGI 51 - S. 55) -7717 - SKEIFUNNI19 - S.568-1717
Landa-
mærum
lokað
HER Tansaníu gerði í gær um
17.000 hútúmenn frá Rúanda
afturreka frá landamærunum
að Búrúndí, að sögn starfs-
manna Rauða krossins. Yfir
14.000 hútúar komust til
Tansaníu í síðustu viku og
sögðust yfirvöld þar ekki geta
tekið við fleira fólki. Fólk þetta
flýði morðölduna í Rúanda fyr-
ir hálfu öðru ári og hélt til
Búrúndí en er nú á flótta undan
ofsóknum stjórnarhers Búr-
úndí, sem tútsar ráða.
Helmingur
horfir til
vesturs
NÆRRI helmingur Slóvaka er
fylgjandi því að landið sæki um
aðild að vestrænum samtökum
á borð við Atlantshafsbanda-
lagið og Evrópusambandið, að
því er fram kemur í nýlegri
skoðanakönnun. Aðeins 3%
landsmanna telja að landið eigi
að sækjast eftir nánari tengsl-
um við Rússa en um 20% telja
hins vegar að það sé verið að
gera núna.
Á fjórða
hundrað
handteknir
FRAKKAR hafa handtekið 344
menn í tengslum við fjölda
sprengjutilræða í í París og
Lyon sl. sumar og haust. Af
þeim eru 95 enn í haldi, að
sögn Jean-Louis Debre innan-
ríkisráðherra.
Draga úr
viðskiptum
við íraka
JÓRDANIR hafa ákveðið að
draga úr útflutningi sínum til
íraks um allt að helming.
Ástæðuna segja þeir gífurlegar
skuldir íraka. Jórdanir hafa
selt írökum matvæli og vörur
sem Sameinuðu þjóðirnar Ieyfa,
fyrir um 200 milljónir dala ár-
lega, um 16,2 milljarða ísl. kr.
Slepptu gísl í
Indónesíu
SKÆRULIÐAR aðskilnaðar-
sinna i Indónesíu slepptu í gær
einum af fjórtán gíslum sínum,
sem þeir hafa haft í haldi í
tvær vikur. Af gíslunum eru
sex Vesturlandabúar og er von-
ast til þess að lausn gíslsins sé
merki um það að gíslamálið
leysist á næstu dögum.
Námskeið fyrir þá sem vilja skara fram úr:
TpLymiMSJÓNÍ
Nutimarekstri
Stýrikerfi og netumsjón, Word, Excel,
Access, PowerPoint, fjölvar, VisualBasic,
tölvusamskipti og Intemetið era tekin fyrir
á þessu ítarlega námskeiði.
145 kennslust., kr. 99.900,- stgr.
Námskeið á fimmtudögum og laugardögum
■ Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuráðgjof • nómskeið • utgáfa
Grensásvegi 16 ■ simi 568 8090
hk 960221_____Raðiireiðslur Euro/VISA