Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 26

Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Viðskipta- og sknfstofutækninám Markmið námsins er að mennta fólk til starfa í nútíma viðskipta- og skrifstofuumhverfi. Námið skiptist í tvo hluta: I. Sérhæfð skrifstofutækni Aðaláhersla er lögð á tölvugreinar, þ.e. notendaforrit og internet, en einnig er tekin fyrir bókfærsla og verslunarreikningur. Almenn tölvufræði, Windovs og DOS, 16 klst. Ritvinnsla, 16 klst. Töflureiknir og áætlanagerð, 16 klst. Tölvufjarskipti, lnterneto.fl., 16 klst Glærugerð og auglýsingar, 16 klst. Bókfærsla, grunnur, 16 klst. Verslunarreikningur, 16 klst. Tölvubókhald, 16 klst. 2. Bókhaldstækni Markmiðið er að þáttakendur verði færir um að starfa sjálfstætt við bókhald fyrirtækja allt árið. Almenn bókhaldsverkefni, vixlar og skuldabréf, 16 klst. Launabókhald, 12 klst. Lög og reglugerðir, 4 klst. Virðisaukaskattur, 8 klst. Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar, 12 klst. Tölvubókhald, 32 klst. T ölvunámskeið Við bjóðum einnig sérhaefð námskeið um stýrikerfi og einstök notendaforrit. PC-grunnnámskeið Windows 3.1 og '95 Word Perfect 6.0 grunnur Word 6.0 grunnur, uppfærsla og framhald Excel 5.0 grunnur, uppfærsla og framhald Access 2.0 Paradox fyrir Windows PowerPoint 4.0 Tölvubókhald PageMaker 5.0 Novell netstjórnun Tölvunám barna og unglinga Internet, grunnur, framhald, heimasíðugerð Skráning er hafin. Upplýsingar í sírna 561-6699 eða í Borgartúni 28 I® Tölvuskóli Reyl<javíkur Tadsíkístan Trúar- leiðtogi myrtur Almaty. Reuter. ANDLEGUR leiðtogi múslima í Tadsíkístan var myrtur í fyrrakvöld ásamt fjórum öðr- um mönnum, rétt áður en við- ræður um leiðir til að binda enda á þriggja ára borgarastríð í landinu áttu að hefjast aftur. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Tadsíkístan sagði, að Fatkhulla Sharipov, kona hans, sonur og tveir menn aðr- ir hefðu verið skotin þegar ókunnir menn réðust inn á heimili hans skammt frá höfuð- borginni, Dushanbe. Sharipov fylgdi ríkisstjórn- inni, sem nýtur stuðnings Moskvu, að málum í borgara- styrjöldinni, sem braust út í landinu 1992. Náðu íslamskir flokkar og lýðræðissinnar Dus- hanbe á sitt vald um stund 1993 en voru síðan reknir í utlegð. Mikil óöld hefur verið í Tadsíkístan og hafa jafnt ættflokkarnir sem stjórnmála- flokkarnir borist þar á bana- spjót. Viðræður um frið hafa þó farið fram og var búist við, að ný lota _ myndir hefjast næstu daga. A fundi Samveldis sjálfstæðra ríkja í Moskvu í síðustu viku var samþykkt að framlengja dvöl friðargæslul- iðs í landinu og forseti lands- ins, Imomali Rakhmonov, hét að vinna að sáttum við stjórn- arandstöðuna. Reuter AFRÍSKAR konur gráta við gistiheimili fyrir innflytjendur í Liibeck þar sem tíu manns létust í bruna í vikunni sem leið. Eldsvoðinn í Líibeck Líbani handtekinn Liibeck. Reuter. ÞJÓÐVERJAR hafa margir hveijir andað léttar í kjölfar handtöku líb- ansks flóttamanns, sem sakaður er um að hafa borið eld að gistiheim- ili fyrir innflytjendur í Liibeck í síð- ustu viku og orðið tíu manns að bana. Um tíma var óttast að nýnas- istar hefðu verið að verki og höfðu margir Þjóðverjar af því þungar áhyggjur að íkveikjan væri til marks um uppgang þeirra. Hefur málið þótt til marks um það hversu mjög fjölmiðlar hafi hrapað að ákvörðun um að nýnas- istar hafi verið að verki. Gagnrýndu tvö þýsk blöð fjölmiðla í Bretlandi, Bandaríkjunum, FrakkJandi og ísrael fyrir að kenna kynþáttahöt- urum um eldsvoðann áður en nokk- uð hafi legið fyrir um orsök hans. Líbaninn var handtekinn um helgina en hann er 21 árs og bjó fjölskylda hans á gistiheimilinu. Fullyrt er að hann hafi sagt við einn slökkviliðsmanninn sem kom aðvífandi „við gerðum það“. Þá hafi hann búið yfir ótrúlega mikilli vitneskju um málsatvik en ekki var lagður trúnaður á orð hans. Lögfræðingur Líbanans neitar því að maðurinn hafí látið þau orð falla að hann hafi kveikt í húsinu og heldur fram sakleysi hans. Græna Torgið FRÆÐSLUKVOLD B miðvikudag 24. janúar, kl. 20-22 I Candida sveppasýking Gæti hún verið að hrjá þig? Hallgrímur Magnússon, læknir. Kristín Guðmundsdól Hallgrímur Magnússon flytur almennan fyrirlestur um Candida sveppasýkingu, mataræði o.fl. Kynning á Græna Torginu; Kristín Guðmundsdóttir og David Calvillo grasalæknir og iridil og kynna Græna Torgið og svara spurningum um bætiefni og mataræði. Matsölustaðurinn Grænn kostur gefur smakk af sérstökum „^andida mat“. Halgrímur Magnússon fjallar um náttúrulega meðferð á Candida sveppasýkingu, bætiefni o.fl. Spurningar og svör. Vinsamlega skráið þátttöku í síma 568 9070 Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur rbteínáwol

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.