Morgunblaðið - 23.01.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 29
Bergmál
okkar tíma
BOKMENNTIR
Ljód og Icikrit
BLÁ MJÓLK OG SKUGGAR
STRÍÐUM, VINNUM
VORRI ÞJÓÐ
Blá mjólk ogSkuggar eftir Jóhann
Hjálmarsson. Örlagið - 1990 og 1992.
Stríðum, vinnum vorri þjóð, flokkur
örleikrita eftir Kjartan Árnason.
Örlagið - 1994 og 1995.
ÖRLAGIÐ nefnist útgáfufélag
sem sent hefur frá sér nokkur smá-
prent. Tvö smáprentanna eru verk
eftir Jóhann Hjálmars-
son. í hinu fyrra sem
út kom árið 1990 er
ljóðið Blá mjólk sem ort
var 1962. Það var til-
einkað André Breton
og sent honum í pósti.
Ljóðið elti Breton á
ferðum hans um heim-
inn en hann lést áður
en það barst til hans.
Af þeim orsökum
kemst kvæðið aldrei á
leiðarenda en slíkt á vel
við súrrealískan kveð-
skap því að hann er í
eðli sínu ferðalag.
Myndmál kvæðisins er
einfalt og tært. Enda
þótt rökrænt samhengi
veruleikans sé ekki fyrir hendi í
kvæðinu og tungutak þess leiti út
fyrir venjubundna, rökræna skynjun
bindur hugmyndin um bláu mjólkina
ljóðveruleikann saman. Allir þættir
hans verða birtingarmynd hennar
og hún þannig samhengið í tilver-
unni. Kvæðið er því röð af myndum
sem allar túlka með sínum hætti
brot eða öllu heldur dropa af hinni
bláu „ósýnilegu mjólk sem rennur í
æðum heimsins". Af því leiðir að
bjart er yfir kvæðinu, gott ef ekki
fögnuður:
Hún er ljósmynd af þér með höfuðið í fugla-
búri
Hún er íkorninn sem hleypur léttilega
Hún er bílamir á götunni flautandi dæprlög
Hún er útvarpið sem við lokum aldrei fyrir'
Hún er kaffikvörn gæfunnar
Hún er kennslubók í matargerð handa nas-
hyminpm
Hún er málarinn sem stinpr höfðinu í litinn
í síðara smáprenti Jóhanns frá
því 1992 er svo kvæðabálkur sem
viðskila varð við handrit bókarinnar
„Ný lauf, nýtt myrkur" (1967).
Bálkinn nefnir skáldið Skugga og
telur hann kominn í eðlilegt sam-
hengi þar sem andi hans líkist því
andrúmslofti sem Ákvörðunarstaður
myrkrið (1985) er ti! vitnis um.
Skuggar er fremúr órætt kvæði með
trúarlegu og dulræðu ívafi. Skáldið
vísar til Swedenborgs og rammar
kvæðið inn með spumingu sem vísar
til mystísk.rar reynslu um hvað sé
ást til hins æðsta enda einkennist
það af ákveðinni spennu milli jarð-
neskrar skuggaveraldar og birtu
himinsins. Ljóðsjálfíð fínnur til sam-
semdar með guðdóminum: „Þú er
hjá mér aftur / skuggi guðs á slétt-
unni / minn eigin skuggi / og skuggi
sólarinnar." Samt er eins og það
velji fremur hina jarðnesku skugga-
veröld: „Leyfðu okkur að reika um
í hvelfingunum / og vera áfram
skuggar: upprétt mold. / Órólegt er
blóðið / sem elskar rökkrið / og
kyrrð veitingahússins.“
Bæði eru kvæði þessi gagnmerkur
vitnisburður um þróun skáldskapar
Jóhanns og athygli vekur hversu
skjótum þroska hann hefur náð sem
skáld.
Kjartan Ámason hefur einnig
sent frá sér fjögur smárit með flokki
fimm örleikrita eða stuttra einþátt-
unga sem hann nefnir Stríðum, vinn-
um vorri þjóð. Verkin nefnir hann
Vindur, hold og andi (1994), Skot-
menn (1994), Prinsip (1995), Álit
og Pont du Ciel (1995). Verk Kjart-
ans em pólitísk. Þau em innlegg í
friðarbaráttu, eins konar litterature
engagée, skorinorð og áróðurskennd
en undirstrika þó ábyrgð mannsins,
mannlega skuldbindingu hvers og
eins. Á kápu eins smáritsins er hug-
Ieiðing sem undirstrikar það: „í valdi
sérhvers manns er að taka ákvörðun
með sjálfum sér um að efna til frið-
ar við sjálfan sig og aðrar lifandi
vemr. Fyrr verður friður tæpast
tryggður í samfélagi manna - fyrr
verður friðardúfan vart frelsuð úr
hári myrkursins eða mannlíf leyst
frá sífelldri endurtekningu sömu
fortíðar.“
Verkin fjalla öll um ofbeldi og
óhugnað stríðs og ógnarstjómar í
ýmsum myndum. í ljósi þess hve
texti örleikrita er knappur og mögu-
leiki til persónusköpunar, framvindu
og dramatískrar spennu er lítill
gegnir siðferðileg og hugmyndaleg
forsenda verksins, friðarhyggjan,
mikilvægu hlutverki og þá ekki síður
meginhugmynd hvers verks sem
tengist henni með einhveijum hætti.
Hvað eftir annað dregur Kjartan upp
kaldhæðnar myndir af heimi þar sem
ofbeldið og grimmdin virðast vera
megininntakið og aðstæður manna
fáránlegar. í leikritinu Vindur, hold
og andi deila tvær aftökusveitir um
það hvor þeirra eigi að deyða sam-
viskufanga. Það verður hins vegar
hlutskipti fómarlambsins að taka
af skarið, sameina sveitirnar og gefa
skipun um eigin aftöku. Fáránleik-
inn fær jafnvel aukið vægi í leikrit-
inu Point du Ciel þegar M. í landi
upplausnar er mulinn til bana undir
skriðdreka friðargæslusveitar stór-
veldanna á meðan sjónvarpsfrétta-
maður veltir sér upp úr neyð hans.
Þótt hugmyndir sem þessar séu ekki
órafjarri leikhúsi fáránleikans er þó
nokkur munur á. Meginforsendur
verkanna em siðferðislegar. Absúrd-
isminn sýndi okkur framandleika
mannsins í fjandsamlegum heimi án
framtíðarvonar. í verkum Kjartans
er ávallt önnur leið, leið friðarins,
sem er á valdi hvers og eins.
Annað einkennir einnig verk
Kjartans. Hann fetar mikilvægt öng-
stigi milli almennrar umfjöllunar og
hluttækrar. Persónur eru að mestu
nafnlausar og atburðimir tengjast
ekki beinlínis ákveðinni stund né
stað. Samt fer ekki milli mála að
hann fjallar um vemleika líðandi
stundar. Hinir fáránlegu atburðir
leikritanna em bergmál okkar tíma.
Texti höfundarins er knappur en
ljós og meðfærilegur. I honum er
jafnan einhver tvíræðni því að per-
sónur verkanna afhjúpa oft hið
nakta ofbeldi_ sem falið er í málinu
(Prinsip og Álit) og í hugmyndum
manna um heiminn. Ég hygg því
að töluverður fengur sé að örleikrit-
um Kjartans og efni þeirra kemur
okkur öllum við á tímum þegar vél-
byssurnar gjamma ótt og títt.
Skafti Þ. Halldórsson
Jóhann Kjartan
Hjálmarsson Árnason
Að gefnu tilefni*
minnum við á
afburða þjónustu
Hertz Bílaleigu
Flugleiða:
Við sækjum þig á höfuðborgarsvæðinu eða sendum þér bílinn á
innanlandsflug eða hótel.
Þú getur leigt bíl á einum stað og skilað á öðrum. T.d. er ekkert
aukagjald þegar bíll er leigður í Reykjavík og honum skilað í
Leifsstöð.
Staðlað eftirlitskerfi Hertz um öryggi, viðhald og umhirðu tryggir
þér áhyggjulausan og ánægjulegan akstur.
Við leigjum aðeins bifreiðategundir sem hafa áunnið sér traust og
hylli almennings.
Við leigjum eingöngu nýja bíla.
Viðskipti við okkur gefa punkta í Vildarþjónustu Flugleiða.
Á verði sem stenst
allan samanburð:
Dæmi um verö: Daggjald Lcigður aö morgtii, skiiað aö kvoidi. 100 kni akstur innif. Sólarhringsgjald 24 klukkustunda ieiga 100 km akstur innif.
Vetrarverð: VWPolo Toyota Corolla Hatchback 2.870,- 3.270,- 3.470,- 3.970,-
Sérverð til aðila í stéttarfélögum:
VW Polo 2.470,- 2.970,-
Toyota Corolla Hatchback 2.870,- 3.470,-
Innifalið er 100 km akstur, skyldutr>7gging og virðisaukaskattur. Bensín greiðist aukalega.
* Vegna misskilnings viö upplýsingagjöf til
blaöamanns birtust tölur í laugardagsblaöi
Morgunblaösins sem gáfu airanga mynd
af verðlagningu Hertz Bílaleigu Flugleiða.