Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Samnorrænt verkefni skólanema verður á haustmánuðum sett upp í Kaupmannahöfn
Búa til menn-
ingarborg
Ljósm./Ásthildur
NEMENDUR í verkefnahópnum Tölvuheimur og samskipti ásamt einum leiðbeinanda sínum,
Braga Halldórssyni myndlistarmanni.
Hér er byggð tölvuborg
UM 90 íslenskir grunn- og fram-
haldsskólanemar munu fara til
Kaupmannahafnar í haust ásamt
nemendum frá öðrum Norðurlöndum
og reisa þar Borg unga fólksins.
Um er að ræða samnorrænt verk-
efni sem nefnist Framtíðarsýn fyrir
nýtt árþúsund og er unnið undir leið-
sögn kennara og listamanna. Það
var Norræna ráðherranefndin sem
ákvað í maí 1994 að veita fjármun-
um í verkefnið og er Reykjavík ein
af fimm þátttökuborgum. Hinar eru
Malmö, Tammerfors, Þrándheimur
og Kaupmannahöfn.
í hveiju landi eru fjögur til sex
verkstæði, þar sem nemendur hafa
frá því í haust unnið að því hvernig
þau vilja tjá hugmyndir sínar um
framtíðina. Er það gert ýmist í tón-
um, dansi, hreyfingu, arkitektúr,
myndlist, tölvuvinnu og myndbanda-
gerð. A Islandi nefnast verkefnin
Manngert umhverfí og Myndrænir
miðlar, sem hvort tveggja er stað-
sett í Menntaskólanum við Sund,
Myndlistarverkstæði í Hólabrekku-
skóla, Hljóðmyndir og Dans og
hreyfing, sem hvort tveggja er í
Æfingaskóla KHÍ, og Tölvuheimur
og samskipti þar sem þátttakendur
eru nemendur úr Hlíðaskóla.
Sýning í Listasafni íslands
Afrakstur vinnunnar verður sýnd-
ur samtímis í sýningarsölum og lista-
söfnum hverrar borgar fyrir sig í
byijun mars. í Reykjavík verður
sýningin opnuð 2. mars í Listasafni
íslands og stendur yfir í tvær vikur.
Markmiðið með verkefninu er að
ungt fólk fái tækifæri til að gera
hugmyndir sínar eða væntingar um
framtíðina sýnilegar. „Unga fólkið
verður stundum afskipt, því hinir
fullorðnu hlusta kannski ekki nægi-
lega á það,“ sagði Rakel Pétursdótt-
ir deildarstjóri Fræðsludeildar Lista-
safns íslands. „Því finnst mér svo
áhugavert að hér fá nemendur að
vinna með lista- og fagfólki tií að
koma hugmyndum sínum á fram-
færi og tel það vera einn mikilvæg-
asta þáttinn í verkefninu."
Með ferð sinni til Kaupmanna-
hafnar í haust gefst nemendum
tækifæri á að byggja upp borg fram-
tíðarinnar. „Sú sýning verður vænt-
anlega sett upp í sýningarhúsnæði
sem yerið er að endurbyggja og
nefnist Oksnehallen. Vonumst við
til að allir nemendurnir hafi tæki-
færi til að vera með þá,“ sagði Rakel.
HÓPURINN sem stendur að
verkefninu Tölvuheimur og
samskipti eru þrettán nemend-
ur úr 10. bekk Hliðaskóla.
Kennslan fer fram í Kennarahá-
skóla íslands undir leiðsögn
Ásthildar Jónsdóttur nemanda
í Myndmenntavali KHÍ, sem tek-
ur fram að tölvukostur Hlíða-
skóla sé mjög lélegur. „Mér
finnst einna skemmtilegast við
verkefnið að nemendur urðu
ekki að hafa ákveðna undir-
stöðukunnáttu á tölvum áður
en þeir komu hingað. Hins veg-
ar eru þeir allir í tölvuvali og
færri komust að en vildu,“ sagði
hún.
Ásthildur segir að þó að verk-
stæðin sex vinni á mismunandi
stöðum með mismunandi miðla
stefni þau að því sama, þ.e. birta
framtíðarsýn unga fólksins.
„Hér gefst því gullið tækifæri
til að sýna ráðherranefndinni
hvers konar framtíð ungt fólk
vill. Ungmennin geta miðlað
væntingum sinum og draumum
og hugsanlega fengið einhverju
breytt um framtíðina.“ Ekki er
allskostar ljóst af hálfu stjórn-
enda hvernig staðið verður að
uppbyggingu Borgar unga
fólksins í Kaupmannahöfn í
haust. Miðast verkefnin því í
fyrstu að sýningunni sem verð-
ur í Listasafninu í mars.
Innan tölvuhópsins vinna
nemendur tveir og tveir saman
að ákveðnum þáttum tölvuborg-
arinnar (Cybercity) og mynda
þannig eina heild. I upphafi
völdu nemendur sér verkefni
eftir áhugasviði og hafa aðal-
lega unnið í tölvugrafík, þar
sem þeir hafa verið að mynd-
gera hugmyndir sínar með að-
stoð listamanna. Eru sumir
nemendanna að skipuleggja
löggæslu, önnur íþróttamann-
virki, tómstundir, íbúðahverfi
eða samgöngur, svo dæmi séu
tekin. „Verkefnin á öllum verk-
stæðunum skarast, þannig að í
tónlistarhópnum geta til dæmis
einhverjir verið að vinna að
samgöngum eins og í tölvuhópn-
um. Þegar öllum verkefnum
hefur verið safnað saman í
mars verður ákveðið hvernig
framhaldið verður,“ sagði Ást-
hildur.
Lært af reynslunni
í haust héldu allir íslensku
þátttakendurnir ráðstefnu í
Hinu húsinu þar sem fyrirlesar-
ar komu úr ýmsum áttum. Sem
dæmi má nefna dansara, guð-
fræðing og líffræðing. „Við
vildum ekki að krakkarnir
byggðu framtíð sína á því sem
þau hafa kynnst í bíómyndum
heldur horfðu til hennar með
raunsæjum augum. Við leggjum
mikla áherslu á að um leið og
þau vinna verkefnin felist í þeim
lærdómur.“
Ásthildur nefnir leyfilegan
aldur til áfengiskaupa sem
dæmi um breytt hugarfar nem-
enda þegar þeir höfðu hugleitt
málin til enda. „í fyrstu vildu
þeir færa aldurinn niður í 15
ár. Þegar við höfðum rætt þessi
mál af raunsæi með framtíðina
í huga sættust þau á að hann
miðaðist við giftingaraldurinn,"
sagði hún.
Endurtekningarpróf hjá
viðskiptafræðinemum
EITT hundrað og tuttugu fyrsta
árs nemar í viðskiptafræðideild
Háskóla íslands, eða tæplega
helmingur nema, kusu að endur-
taka próf í reikningshaldi sl. laug-
ardag. Fall í þessari grein er alla
jafna 60-70% og önnur aðalsían
í viðskiptafræðinni.
Ágreiningur reis í jólaprófum
um tímalengd, því jafnan hafa
þau staðið yfir í fimm tíma, en
að þessu sinni var ákveðið að
hafa þau í fjóra tíma. „Mikil
óánægja varð með fyrirkomulag-
ið þar sem ekki var öllum nem-
endum tímalengdin ljós og því
var þessi ákvörðun tekin í kjölfar-
ið,“ sagði Árni Finnsson próf-
stjóri HÍ.
skólar/námskeið
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Samvinna vió Burda. Sparið og saumið
fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp.
Faglærður kennari.
Sigrfður Pétursd., s. 5517356.
■ Virku námskeiðin byrja 5. febrúar
Bútasaumur, byrjendur (teppagerð
4x3 tímar).
Framhaldsnámskeið (4 teppamynstur
4x3 tímar).
Dúkkugerð (2x3 tímar).
Eldhúshlutir, tehetta servíettubox,
mynd, pottaleppar o.fl. (4x3 tímar).
Baðherbergishlutir (4x3 tímar),
tissuebox, seta, ilmdúkka o.fl.
Veggteppanámskeið <3x3 tímar).
Kennt 3 miðvikudagskvöld ki. 19-22.
Mörkinni 3, sími 568 7477
myndmennt
■ MYND-MÁL
Myndlistarnámskeið fyrir byrjendur og
lengra komna. Undirstöðuatriði og
tækni. Málað með vatns- og olíulitum.
Uppl. og innritun eftir kl. 13 alla daga.
Rúna Gísladóttir, listmálari,
sími 561 1525.
■ Námskeið í keramik
Keramiknámskeiðin á Hulduhólum hefj-
ast 19. febrúar. Byrjendanámskeið,
framhaldsnámskeið.
Upplýsingar í síma 566 6194.
Steinunn Marteinsdóttir.
■ Listmálun - leirlist
Nýtt námskeið að byrja í listmálun og
leirlist. Morgun- og kvöldtimar.
Innritun í símum 552 3218 og 562 3218.
Ríkey Ingimundardóttir,
myndhöggvari.
■ Bréfaskólanámskeið
f myndmennt
Á nýársönn, janúar-maí, eru kennd eftir-
farandi námskeið:
Grunnteikning. Líkamsteikning. Lita-
meðferð. Listmálun með myndbandi.
Skrautskrift. Innanhússarkitektúr.
Híbýlafræði. Teikning og föndur fyrir
börn.
Fáðu sent kynningarrit skólans með því
að hringja eða senda okkur línu.
Sími 562 7644, pósthólf 1464,
121 Reykjavík.
tónlist
■ Pfanókennsla
Einkakennsla á píanó og í tónfræði.
Upplýsingar og innritun í s. 553 1507.
Anna Ingólfsdóttir.
tölvur
■ Öll tölvunámskeið
á Macintosh og PC.
Hringið og fáið upplýsingar.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 568 8090.
■ Tölvunámskeið
Windows, Word og Excel,
5.-9. febrúar kl. 16-19.
Internetið, 31. janúar - 1. febrúar kl.
16-19 eða 7.-8. febrúar kl. 16-19.
Word, 5.-8. febrúar kl. 13-16.
Excel, 5.-9. febrúar kl. 13-16.
Macintosh og Claris Works, 5.-9. febrú-
ar kl. 9-12 eða 6.-20. febrúar
kl. 19.30-22.30.
FileMaker, 29. janúar-2.febrúar
kl. 9-12.
Visual Basic, 29. janúar-2. febrúar
kL 16-19.
Quark Xpress, 5.-9. febrúar kl. 13-16.
PowerPoint, 29.-30. janúar kl. 13-16.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 568 8090.
■ Töivuvetrarskólinn fyrir
10-16 ára:
Grunnnámskeið, forritunarnámskeið og
Intemet.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 568 8090.
■ Nútíma forritun:
Frábært 54 kennslustunda námskeið um
nútíma forritun meö Visual Basic.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 568 8090.
■ Tölvuumsjón f núti'marekstri:
145 kennslustunda námskeið fyrir þá,
sem sjá um tölvur í fyrirtækjum, skólum
og stofnunum. Netumsjón, Word, Acc-
ess, Excel, PowerPoint, fjölvar, Visual-
Basic og Internetið.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 568 8090.
hellsurækt
■ Grænmetisréttir
- námskeiðin eru byrjuð aftur
Viltu læra að elda ódýran mat úr græn-
meti og ávöxtum?
Námskeið 1: Indverskir réttir mán.
Námskeið 2: Mexíkóskir réttir þri.
Námskeið 3: Blandað alþjóðlegt mið.
Tími: Kl. 18-21.30. Verð á kvöld 2.500.
6-8 manns í hóp.
Tvö brauð og fimm laukar,
si'mi 587 2899, Steinunn.
tungumál
■ Enskunám í Englandi
Við bjóðum enskunám við einn virtasta
málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyr-
ir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu.
Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára
og eldri, 2ja-4ra vikna annir; unglinga-
skóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna
annir; viðskipðtaensku, 2ja og 4ra vikna
annir.
Allar nánari upplýsignar gefur
Jóna María Júlíusdóttir eftir
kl. 18 í síma 4652-3625.
VIRKA
■ Dönskuskólinn, Stórhöfða 17
Kennsla hefst mánudaginn 15. janúar.
Danska kennd í litlum samtalshópum.
Einnig ungíinganámskeið.
Upplýsingar og skráning i' símum
567 7770 og 567 6794.
ýmisiegt
■ Ættfræðinámskeið
Lærið sjálf að leita uppruna ykkar og
frændgarðs. Frábær rannsóknaaðstaða.
Ættfræðiþjónustan, s. 552 7100.
■ Frá Félagi
íslenskra hugvitsmanna
Grunnnámskeið fyrir hugmyndasmiði og
frumkvöðla: Lítstefna þín, vinna með
hugmyndir, styrkleikar, veikleikar, tæki-
færi og hættur byrjenda.
Násta námskeið verður 24. og
31. janúar kl. 20-23.
Upplýsingar í símum 552 0218 og
565 1476.
557IIS.S
■ Grunnnám og framhaldsskóla-
áfangar, tungumálanámskeið
Ens., þýs., spæ., fra., dan., sæn., nor.,
stæ., eðl., efn., ísl., ICELANDIC: 102,
202 og grunnnámsk. Námsaðstoð. Morg-
un-, síðd.-, kvöld- og helgartímar allt áriö.
fulforíJinsfræjðslan
Gcrðuberg 1, 3 haHJ ®