Morgunblaðið - 23.01.1996, Page 33
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLA.ÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 33
ftaffgunMitMfe
STOFNAÐ 1918
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hailgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
URSLITIN
í DAGSBRÚN
AUGLJÓST er af úrslitum stjórnarkosninganna í Dags-
brún, að mikil óánægja ríkir meðal félagsmanna
með stjórnkerfi félagsins og stöðu kjaramála. A-listi
stjórnar og trúnaðarráðs hlaut 53,84% atkvæða, en mót-
framboð B-listans 45,01%. Sigur stjórnarinnar er ótvíræð-
ur, þótt bilið milli listanna sé minna en margir hafa sjálf-
sagt búizt við fyrirfram. Mest stingur þó í augu, að þrátt
fyrir harða og vel auglýsta kosningabaráttu neyttu að-
eins 1.744 Dagsbrúnarmenn atkvæðisréttar síns af 3.595
á kjörskrá, eða einungis 48,57%. Það hlýtur að verða
nýrri stjórn Dagsbrúnar alvarlegt umhugsunarefni, að
hún nýtur í raun aðeins stuðnings rúmlega fjórðungs
Dagsbrúnarmanna, eða 26,12%.
Kosningarnar í Dagsbrún hafa beint sjónum manna
að því ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem ríkir í félaginu
við stjórnarkjör og er svo vafalítið í fleiri verkalýðsfélög-
um. Með aðstoð Vinnuveitendasambandsins innheimtir
stjórn Dagsbrúnar félagsgjöld af öllum, sem stunda verka-
mannavinnu á félagssvæði Dagsbrúnar, en þeir fá ekki
sjálfsögð lýðræðisleg réttindi í félagi sínu nema að sækja
sérstaklega um aðild. Slíkt kerfi færir stjórninni óeðlilega
aðstöðu til að hafa áhrif á félagatal. Mótframboðið gagn-
rýndi ýmislegt í framkvæmd kosninganna af hálfu stjórn-
ar, m.a. að halda fyrir því félagaskrá. Kosningareglur
eru auk þess íþyngjandi fyrir ný framboð, því bjóða þarf
fram lista með 120 nöfnum. B-listamenn töldu sig þurfa
a.m.k. 150-200 manns að baki framboði sínu, þannig að
öllum skilyrðum yrði fullnægt. Hlutfall ræður úrslitum,
þannig að B-listinn fær engan mann kjörinn, hvorki í
stjórn né trúnaðarmannaráð. Stjón A-listans fær alla
fulltrúa og óskorað vald í öllum málum, smáum sem stór-
um. Er það lýðsræðislegt að minnihlutinn sé algerlega
afskiþtur?
Félagsleg deyfð hefur einkennt starfsemi verkalýðsfé-
laganna um langt skeið og er ólýðræðislegt skipulag þeirra
vafalaust ein ástæðan. Mikilvægustu mál eru afgreidd á
ótrúlega fámennum fundum, t.d. boðun verkfalls og af-
staða til samninga. Slíkt gengur ekki í nútíma þjóðfé-
lagi. Tími er til þess kominn, að allir skráðir félagar taki
þátt í stjórnarkjöri, verkfallsboðun og atkvæðagreiðslum
um kjarasamninga. Slíkt á að vera félagsleg skylda og
einfalt að senda hverjum félagsmanni atkvæðaseðla heim
í pósti.
Við endurskoðun vinnulöggjafarinnar, sem boðuð hefur
verið, er nauðsynlegt að taka á þessu vandamáli. Ekki
til þess að hafa afskipti af innri málum verkalýðshreyf-
ingarinnar heldur til að tryggja félögum hennar lýðræðis-
leg réttindi.
KOSNINGASIGUR
ARAFATS
YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu,
vann afgerandi sigur í fyrstu lýðræðislegu kosningun-
um er haldnar voru á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu-
manna á Vesturbakkanum og Gaza.
Kosningarnar marka enn eitt skrefið í þá átt að koma
á eðlilegu ástandi í þessum stríðshijáða heimshluta og
færa samskipti ísraela og Palestínumanna í friðsamlegt
horf.
Niðurstöður kosninganna komu vissulega ekki á óvart.
Hin ótvíræðu úrslit og ekki síst hin mikla þátttaka í kosn-
ingunum styrkja þó eftir sem áður þau öfl er staðið hafa
að baki friðarsamningunum og eru áfall fyrir þá öfgasinn-
uðu hópa, er reynt hafa að hnekkja þeim árangri er náðst
hefur, með ofbeldisverkum.
Á heildina litið virðast kosningarnar hafa gengið vel
fyrir sig og alþjóðlegir eftirlitsmenn hafa lýst yfir ánægju
með framkvæmd þeirra.
Arafat, sem um áratuga skeið var leiðtogi þeirra sam-
taka er harðast börðust gegn hernámi ísraela, verður nú
að skipta yfir í hlutverk lýðræðislega kjörins leiðtoga er
ber ábyrgð á gjörðum sínum gagnvart kjósendum.
Hvernig hann beitir valdi sínu í þessu nýja embætti
mun hafa mikil áhrif á það hvort langþráður draumur
palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki verður að veruleika
á næstu árum.
Hægt að snúa þróuninni við • Ábyrgð foreldra mikil • Umburðarlvndi gagnvart áfengisneyslu unglinga • Vantar aðgengilega
ráðgjöf • Breytingar á hegðan unglinga í neyslu • Neyslan byrjar í áfenginu* E-taflan náskyld amfetamíni
ÞEIR sem starfa að vímu-
efnavörnum meðal ungl-
inga, hvort sem það eru
forvarnir, ráðgjöf eða
meðferð, eru tvístraðir. Skortur á
samvinnu og heildarstefnu veldur
því að árangur verður minni en
ella. Það ríkir ákveðin samkeppni
milli þessara aðila og hér á landi
er lagt miklu meira fé í stofnana-
meðferð en hjá nágrönnum okkar,
sem leggja áherslu á forvarnir og
göngudeildarráðgjöf,“ segir Áskell
Orn Kárason, forstjóri Meðferðar-
stöðvar ríkisins fyrir unglinga.
Áskell Örn segir að hér á landi
sé engin heildarstefna í baráttunni
gegn vímuefnanotkun unglinga.
„Ríkisvaldið hefur ekki axlað þá
ábyrgð sem skyldi, því menn hafa
verið seinir til að átta sig á vand-
anum. Heildarstefnu vantar og því
standa unglingar og forráðamenn
þeirra frammi fyrir því, að annað
hvort eru engin úrræði, eða þá að
fara verður í meðferð. Það er eng-
inn millivegur. Það hefur verið
talað um forvarnir í ár eða ára-
tugi, en það virðist enginn vita
hvað átt er við með því hugtaki,
eða a.m.k. ekki átta sig á því að
forvarnarstarf gegn vímuefna-
neyslu þarf að ganga út frá ákveð-
inni stefnumörkun og vera stöðugt
í gangi. Af og til blása einhver
samtök til tímabundins áróðurs,
sem hefur auðvitað gildi, en nægir
ekki. Þá er skortur á aðgengilegri
ráðgjöf fyrir unglinga og aðstand-
endur þeirra. Stofnanir þjóðfélags-
ins verða að taka höndum saman
um markvissa stefnu í forvarna-
málum. Þar á ég við skóla, lög-
reglu, dómsmálayfirvöld, toll-
gæslu, heilbrigðisyfirvöld og fé-
lagsmálayfirvöld. Það er ekki nóg
að allir séu sammála um að fíkni-
efni séu af hinu i!la. Við verðum
líka að átta okkur á hvaða ár-
angri við viljum ná í baráttunni
gegn þeim.“
Áskell Örn segir að í grunnskól-
um fari sumir unglingar yfir svo-
kallað Lions Quest efni, þar sem
tekið sé á vímuefnavanda. „Lions
Quest er mjög gott efni, sem
mætti fara víðar, en ég hygg að
meiri áherslu þurfi að leggja á
þjálfun kennara. Nauðsynlegt er
að byija fyrr og fylgja námsefninu
eftir út grunnskólann. Þá veit ég
ekki til að þetta starf hafi náð til
framhaldsskólanna. Jafningja-
fræðsla, sem Félag framhalds-
skólanema er að hleypa af stokk-
unum, þar sem nemar verða þjálf-
aðir til fyrirbyggjandi starfa innan
eigin aldurshóps, er mjög gott
framtak og þar eiga nemendur
sjálfir frumkvæðið.“
Hægt að snúa þróuninni við
Erfitt er að segja til um hve
mörg meðferðarpláss þarf fyrir
unglinga á ári hveiju, að sögn
Áskels Arnar. „Þörf á meðferð er
mjög háð annarri þjónustu. Núna
er verið að reisa nýja meðferðar-
stöð fyrir unglinga í Grafarvogi,
sem á að taka til starfa í ágúst á
þessu ári. Hún kemur í stað þriggja
deilda Meðferðarstöðvar ríkisins
fyrir unglinga, þar á meðal heimil-
isins Tinda á Kjalarnesi, sem lagt
var niður sl. haust. í nýju stöðinni
reiknum við með að koma upp
bráðavistun og meðferð í 1-4 mán-
uði fyrir tíu unglinga í senn.“
En er hægt að koma í veg fyrir
að unglingar neyti vímuefna, jafnt
áfengis sem ólöglegra efna?
„Við verðum að hafa trú á því
sem við erum að gera. Það er
hægt að snúa þróuninni við, svo
unglingar bragði áfengi síðar en
þeir gera núna og það er hægt að
takmarka neyslu á ólöglegum
fíkniefnum mjög mikið. Okkar
Verðum að hafa
trú á því sem
við erum að gera
Ríkisvaldið
hefur ekki
axlað
ábyrgðina
Dreifing á
opinberu fé
er ómark-
viss
Engin heildarstefna er í vímuefnavömum
*
eða meðferð unglinga, að sögn Askels Am-
ar Kárasonar, forstjóra Meðferðarstöðvar
ríkisins fyrir unglinga. í viðtali við Ragn-
hildi Sverrisdóttur segir hann að íslend-
ingarleggi miklu meira fé í stofnanameð-
ferð en nágrannaþjóðir, sem leggi áherslu
á forvamir og ráðgjöf.
í BÆKLINGI, sem lögreglan
I Reykjavík gaf út og er ætl-
aður foreldrum, eru rakin
nokkur sameiginleg einkenni
þeirra sem eru að byrja í
fíkniefnaneyslu.
■ Breytingar á lífsstíl, fatn-
aði, viðhorfum, kunningjum,
tónlist.
■ Sarnband við foreldra
rofnar, áhugi á fjölskyldunni
minnkar.
■ Missir áhuga á skóla,
námsárangur minnkar, allt
virðist snúast um nýju kunn-
ingjana.
■ Mætir illa í vinnu, forföll,
lognar útskýringar.
■ Lengi úti, kemur stundum
ekki heim alla nóttina, Hverf-
ur í nokkra daga. Mikill svefn
eftir slíkar tarnir.
Virðist missa áhuga á að
sig og sóðaskapur er
kringum viðkomandi.
■ Verður uppstökkur
og erfitt að ná sam-
band við viðkomandi.
Mætir öllum tilraun-
um til að ræða málin
með öfgakenndum
viðbrögðum. Virðist
vera allt annar ein-
staklingur.
■ Peningar fara að
hverfa frá nákomnum,
viðkomandi verður uppvís
að svikum, prettum og
tvöfeldni. Lendir í höndum
lögreglunnar vegna
óreglu eða afbrota.
í bæklingnum er jafn-
framt bent á, að þessi
atriði ein og sér þurfi ekki
nauðsynlega að þýða að ein-
staklingurinn sé kominn í
óreglu, en við athuganir hafi
komið í ljós að þessi atriði,
og reyndar mörg önnur, séu
sameiginleg flestum sem
fari að neyta fíkniefna.
I bæklingi sem Tindar,
dagdeild fyrir unglinga i
vimuefnaneyslu, hefur
gefið út, eru þessi einkenni
einnig talin upp og þar við
bætist, að ýmis líkamleg ein-
kenni eru sjáanleg, s.s. fölt
andlit, rauð augu, útþandir
augnsteinar, reikandi gangur
ogóskýrttal.
Tindar benda á að það
vímuefni, sem mestum skaða
valdi hér á iandi, sé áfengi.
Það sé útbreiddast og nær
alltaf fyrsla vímuefnið sem
unglingur notar. Oft hafi
hann misst tök á áfcngis-
drykkju sinni áður en neysla
annarra vímuefna hefjist.
Full ástæða sé fyrir foreldra
að vera vakandi fyrir áfeng-
isneyslu barna sinna . .
samvinnu
og heildar-
stefnu
angri. Fámennið hér gefur mögu-
leika á góðri yfirsýn og landfræði-
leg afmörkun auðveldar allt eftir-
lit.“
Hafa sveitarfélögin
brugðist?
I 6. grein sveitarstjórnarlaga,
nr. 8/1986, er tekið fram að með-
al verkefna sveitarfélaga séu varn-
ir gegn notkun vímefna. Áskell
Örn segir hins vegar misbrest á
að þau sinni þessu hlutverki sínu.
„Flest sveitarfélög hafa verið
hikandi í þessu efni, þótt nú sé
e.t.v. að verða breyting á. Nú hef-
ur Reykjavíkurborg markað
vandi ætti að sjálfsögðu að vera
miklu minni en vandi stórþjóð-
anna. Hins vegar er þróunin hérna
á skjön við það sem hefur gerst,
til dæmis á hinum Norðurlöndun-
um. Þar hefur tekist að sporna við
áfengisdrykkju unglinga, á meðan
aldursmörkin hafa færst neðar
hér. Unglingar á íslandi byija að
neyta áfengis við 14 ára aldur og
drykkja unglinga á framhalds-
skólaaldri hefur aukist verulega
síðustu 5-6 árin. Ólöglegu fíkniefn-
in fylgja í kjölfarið. A hinum Norð-
urlöndunum, sérstaklega í Noregi
og Svíþjóð, hafa menn tekið hönd-
um saman um forvarnir og
fræðslu, um leið og stutt hefur
verið dyggilega við bakið á allri
æskulýðsstarfsemi, sem vinnur
gegn víumuefnaneyslu. Við getum
auðvitað gert slíkt hið sama og
meira að segja náð enn betri ár-
EIN-
KENNI
Efla þarf
ráðgjafar-
þjónustu
skólanna
Skortur á
Ólík efni og áhrif
KANNABISEFNI eru þijú efni sem
unnin eru úr plöntunni Cannabis
Sativa. Hún er ræktuð í heitu lofts-
lagi, en það efni sem smyglað er
hingað til lands kemur mest frá
Evrópu. Kannabisefnin eru marí-
húana, hass og hassolía. Þau inni-
halda öll sama vímugefandi efnið,
sem er skammstafað THC. Öll þrjú
gefa þau sömu vímu. Kannabisefni
eru reykt.
HASS er langalgengasta fíkniefnið
á Islandi. Áhrif þess eru sljóleiki,
leti, sinnuleysi, kæruleysi, tilfinn-
ingaleg og líkamleg deyfð. Fljót-
lega fer að bera á þvi að neytend-
ur einangrast í eigin hugarheimi,
flestar tilfinningar sofna, minni
bregst, sérstaklega skammtíma-
minni, námshæfileikar minnka.
Svefnleysi, skjálfti og lungnaskað-
ar fylgja oft. Einstaklingur undir
áhrifum hass er sinnuiaus, dofinn,
rauðeygður með fljótandi dauf
augu, þurr í munni. Hann hefur
lítinn áhuga á því sem sagt er við
hann og getur ekki einbeitt sér.
Hann virðist vera í öðrum heimi.
Stundum lykta för hans og hár af
hassreyk.
THC sem er vímugefandi efnið í
hassi, binst fituvefjum í heila og
sest fyrir á heilafrumum. Efnið
eyðist mjög seint úr líkamanum
þannig að neytendur bera mjög
snemmma fyrrgreind einkenni allt-
af, jafnvel þótt þeir séu ekki í vímu.
Þetta á sérstaklega við um sálræn
og tilfinningaleg einkenni. Leiðin,
sem flestir velja út úr doðanum og
grámyglunni sem fylgir, eru örv-
andi efni, s.s. amfetamín og kókaín.
AMFETAMÍN OG KÓKAÍN eru
örvandi efni, ljóst duft, venjulega
sogið upp í nefið í fyrstu. Efnin
virka bæði á miðtaugakerfið og eru
svipuð. Áhrifin eru þau að líkams-
starfsemi, hugsun og tilfinningar
verða fyrir örvunaráhrifum. Mikl-
ar öfgar í framkomu og hegðun, í
báðar áttir. Hreyfingar hraðar,
vöðvar oft spenntir, augu upp-
glennt, augasteinar stórir. Neyt-
andinn verður ör, skapbráður,
missir matarlyst og sefur ekki und-
ir áhrifum. magaverkir, vöðva-
bólga og ýmsir aðrir sjúkdómar
fylgja neyslunni. Eftir nokkurn
tíma fer að sjá mikið á útliti fólks,
það horast, lítur sjúklega út, „eld-
ist hratt“. Fer að bera á ranghug-
myndum og geðveikiseinkennum
fljótlega, t.d. ofsóknaræði. Líkam-
inn byggir upp þol gegn efninu,
þannig að fólk þarf stærri
skammta. Það leiðir oft til þess að
fólk fer að sprauta efninu í æð.
Amfetamíns og kókaíns er oft neytt
með áfengi. Efnin eru mjög dýr,
svo afbrot til að fjármagna neysl-
una fylgja venjulega í kjölfarið.
LSD er oftast í formi vökva, sem
hefur verið látinn síast í pappírs-
arkir með mörgum litlum myndum
á. Hver mynd er einn neyslu-
skammtur. Áhrifin eru fyrst og
fremst ofskynjanir, ofheymir og
ofsýnir. Efnið blekkir öll skynfæri,
tilfinningar og hugsun. Alvarleg
geðveikieinkenni skammt undan.
SNIFFEFNI er nokkuð algengt að
unglingar prófi og aukast tilraunir
þeirra með þau öðru hvoru. Efnin
eru mörg, en eiga það sameiginlegt
að vera lyktarsterk, rokgjörn efni,
t.d. lím, gas og lökk. Einstaklingur
undir áhrifum verður mjög sljór
og ruglaður í riminu. Efnin hafa
bein áhrif á taugakerfið og hjarta.
Hjartsláttur eykst og oft fellur
neytandinn í yfirlið fyrst eftir inn-
töku. Mikil hætta á lostástandi og
hjartastoppi.
Unglingar og
ættingi amfetamíns
ákveðna stefnu og sett á laggirnar
starfshóp til að samræma aðgerðir
borgarinnar. Þetta er vissulega
fagnaðarefni og vonandi fylgja
fleiri sveitarfélög í kjölfarið."
Meðferð unglinga er ekki sam-
ræmd og meðferðaraðilar hafa
ekki samráð vegna þeirra ungl-
inga, sem þangað leita. „Þetta er
bagalegt þegar unnið er með börn
og unglinga innan sjálfræðisald-
urs,“ segir Áskell Örn. „Hér er enn
og aftur hægt að vísa í skort á
forystu ríkisvaldsins, sem á ekki
að líða það að opinberu fé sé dreift
á of marga meðferðaraðila með
ómarkvissum hætti. Nú virðist litið
svo á, að styðja beri velmeinandi
fólk til góðra verka. Ef málstaður-
inn er góður fá menn' styrk til
starfseminnar, en ekkert eftirlit
er haft með henni.“
Ábyrgð foreldra mikil
Unglingar nota oft þau rök, að
þeir hljóti að mega drekka, fyrst
foreldrarnir geri það. Annars séu
foreldrarnir ekki marktækar fyrir-
myndir. Hver er ábyrgð foreldra,
þegar unglingar byija að drekka?
„Ábyrgð foreldra er að sjálf-
sögðu mikil,“ segir Áskell Órn.
„Hvert foreldri á samt erfitt með
að skera sig úr og setja hnefann
í borðið, þegar almennt ríkir um-
burðarlyndi gagnvart áfengis-
neyslu unglinga. Ef virkileg þjóð-
arsátt ríkti um að þáð væri stóral-
varlegt ef unglingur innan 16 ára
aldurs drykki sig fullan, þá yrðu
viðbrögð í samræmi við það. Það
er margsannað, að því fyrr sem
drykkjan byijar, því meiri líkur eru
á að unglingurinn missi tök á
henni. Ef næðist að hækka aldur-
inn sem unglingar byija að smakka
áfengi, þó ekki væri nema um tvö
ár, úr 14 í 16, þá myndu miklu
færri lenda í vanda. Auðvitað eiga
foreldrar að vera börnum sínum
fyrirmynd, en það verður líka að
gera skýran greinarmun á því
hvort sá sem notar áfengi er 40
ára eða 14 ára.“
Neysla ólöglegra fíkniefna fylgir
í kjölfar áfengisneyslu. „Við verð-
um að stemma stigu við þessu.
Svíar hafa náð mjög góðum ár-
angri, m.a. með því að leggja alla
áherslu á að greina fyrstu ein-
kenni vanda hjá unglingum. Ef
12-13 ára barn tekur.lítinn þátt í
skipulögðu starfi, skrópar í skólan-
um og fiktar við reykingar og
drykkju er það talið í áhættuhópi,
því þetta eru skýrar vísbendingar
um hvert stefnir."
Hvert eiga íslenskir foreldrar
að leita, sjái þeir þessi fyrstu
hættumerki? „Að mínu viti skortir
aðgengilega ráðgjafarþjónustu,
vilji foreldrar grípa svo snemma í
taumana," segir Áskell Öm. „Á
meðan þjónustan er ekki aðgengi-
leg, eða þeir sem leitað er til eru
hikandi, eru fyrstu viðbrögð nær
alltaf að bíða og sjá til. Það á þó
ekki alltaf við. Ég tel hins vegar
að besta ráðið, sem jafnframt
væri ódýrast og hagkvæmast,
væri að efla ráðgjafarþjónustu
skólanna, sem hefur verið að vesl-
ast upp undanfarinn áratug. Öll
börn eru í skóla í tíu ár, frá 6-16
ára aldri og þar er auðveldast að
ná til þeirra með fræðslu og ráð-
gjöf, auk þess sem börn í áhættu-
hópi fara ekki leynt. Ráðgjafar-
þjónustan er hins vegar fámenn
og veikburða og hefur ekki getað
sinnt þessum málum. Þar skortir
líka sérþekkingu á vímuefnavand-
anum, eins og líka vill brenna við
innan heilsugæslunnar og hjá fé-
lagsmálastofnunum. Því þarf að
breyta,“ segir Áskell Örn Kárason,
forstjóri Meðferðarstöðvar ríkisins
fyrir unglinga.
MARKAÐSSETNING E-töflunnar
(ecstacy, ,,alsæla“) hefur tekist með
ólíkindum, því vel upplýst ung-
menni trúa því statt og stöðugt að
alsæluheitið sé réttnefni, þetta sé
„draumafíkniefnið" þar sem eftir-
köst séu engin. Reyndin er þó önn-
ur. E-taflan er náskyldur ættingi
amfetamíns. Hún hefur örvandi
áhrif og neytandinn fær ýmsar of-
skynjanir. Hjartsláttur verður
ipjög hraður, líkamshiti hækkar
mikið og álag á líkamann að þessu
leyti verður því mjög mikið. Heilinn
gefur frá sér hormón sem hægir á
starfsemi nýrnanna. Ekki dregur
úr álaginu þegar neytandinn dans-
ar stanslaust í 6-7 tíma, en E-töflu-
neysla er mjög bundin við dans-
staði.
Það eru ekki síst „venjulegir
unglingar" á framhaldsskólaaldri
sem gleypa E-töflur. Fyrst varð
vart við efnið hér á landi árið 1992,
það náði ekki að skjóta rótum þá,
en gerði það árið 1994 og svo um
munaði á síðasta ári.
Eftirköst neyslunnar eru mjög
slæm. Neytandinn getur orðið mjög
þunglyndur í allt að viku á eftir
og langvarandi neysla hefur því
langvarandi þunglyndisástand í för
með sér. Slíkt þunglyndi getur leitt
til sjálfsvíga og manndrápa og hér
á landi eru sjálfsvíg unglinga rakin
til E-töflu- og hassneyslu. Þá hafa
unglingar verið Iagðir inn á sjúkra-
hús vegna E-töfluneyslu.
Dansað við dauðann
Bretar vöknuðu upp við vondan
draum í desember, þegar 18 ára
stúlka lést eftir neyslu E-töflu. í
vímunni taldi stúlkan að líkami
hennar myndi ofhitna og þambaði
þrjá lítra af vatni í einu. Líkaminn
þoidi það ekki, stúlkan féll í dá og
lést fjórum dögum síðar. Nítján ára
piltur lést fyrir sköminu og ungl-
ingsstúlka, sem aldrei mun ná sér
til fulls eftir að hafa drukkið 7 lítra
af vatni í vímu, hvatti jafnaldra
sína til að hætta þessum „dansi við
dauðann".
Fleiri dæmi um dauðsföll af völd-
um E-töflunnar hafa komið upp í
Bretlandi, þar sem E-töfluæðið
hefur breyst út eins og eldur í sinu
á átta árum. Nú er svo komið að
breskum unglingum þykir nánast
sjálfsagt að neyta efnisins. Og ís-
lenskir unglingar fylgja fordæmi
þeirra.
I Bretlandi telja sérfræðingar
bresku rannsóknarlögreglunnar að
rekja megi um 60 dauðsföll til E-
töfluneyslu. Ástæðan sé oftar en
ekki sú að lyfsins sé neytt með
áfengi eða öðrum lyfjum sem hafa
áhrif á miðtaugakerfið. Önnur
ástæða sé sú, að fólk, sem hafi jafn-
vel neytt E-töflu nokkrum sinnum,
sýni allt í einu heiftarleg ofnæmis-
viðbrögð við efninu og látist af
þeim orsökum.
Árið 1994 gerði breska lögreglan
466 kg af E-töflum upptæk, en hér
á landi lagði lögreglan hald á hátt
í eitt þúsund töflur í fyrra, sem
sannanlega eru þetta fíkniefni. Þá
eru ótaldar töflurnar, sem ungling-
ar höfðu í fórum sinum og töldu
vera E-töflur, en reyndust vera t.d.
hjartalyf eða geðlyf. Neysla slíkra
lyfja getur að sjálfsögðu haft mjög
alvarlegar afleiðingar.