Morgunblaðið - 23.01.1996, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTÍN
ÞÓRÐARDÓTTIR
Kristín Þórðar-
dóttir var fædd
á Uppsölum í Súða-
víkurhreppi 29. júní
1904. Hún lést á
EIli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund í
Reykjavík 14. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Halldóra
Rögnvaldsdóttir,
bónda Guðmunds-
sonar á Uppsölum,
og Þórður, sjómað-
ur og formaður,
Kristjánsson Þórð-
arsonar, alþingismanns í Hatt-
ardal. Kristín var þriðja í röð
eftirfarandi systkina: Ósk, f. 11.
júlí 1901, Guðrún, f. 3. janúar
1903, d. 6. júlí 1985, Kristján,
f. 23. júlí 1905, d. 20. ágúst
1916, Rögnvaldur, f. 10. janúar
1907, d. 19. desember 1962,
Ásdís María, f. 10. mars 1908
og Vilborg Sigurrós, f. 10. maí
1909. ____
Hver er sem veit, nær daggir dijúpa,
hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst.
Hver er sem veit, nær knéin krjúpa
við kirkjuskör, hvað guði er næst.
(E.B.)
Með 'Kristínu Þórðardóttur er
fallin frá ein af hversdagshetjum
þessa lands, komin af sterkum
vestfirskum stofnum, hertum í ald-
anna rás við lífsskilyrði eins og þau
gerast erfiðust á okkar landi. Hún
var í hópi þeirra, sem rækja sitt
hlutverk hér á jörðinni eins og
skyldan býður, án fyrirgangs og
hávaða, án kröfugerðar til ann-
arra, án þess að heimta ætíð dag-
laun að kveldi og í fullri sátt við
umhverfi sitt og samferðamenn.
Horfin er kona heiðarleika, góð-
vilja og skyldurækni, sem bar virð-
ingu fyrir öllu, sem lifir og hrær-
ist. Kristín hafði mjög ríka réttlæt-
iskennd og kunni ekki að gera
skilsmun á „háum“ og „lágum“,
Hinn 28. maí 1940
giftist Kristín Eiríki
Daníelssyni, bónda
á Fossi í Staðar-
hreppi, V-Hún. Ei-
ríkur lést 14. des-
ember 1953. Synir
þeirra eru Sigurð-
ur, múrarameistari,
f. 27. september
1940 og Þórhallur,
húsasmíðameistari,
f. 10. október 1946.
Börn Sigurðar eru:
Eiríkur, f. 7.7. 1963,
Hrafn, f. 21.7. 1964,
d. 5.7. 1981, Hörð-
ur, f. 17.7. 1966 og Svavar, f.
30.3. 1969. Börn Þórhalls eru
Hörður, f. 27.4. 1967, Kristín
Eva, f. 29.7. 1972, og Auður,
f. 21.8. 1985. Bam Harðar Sig-
urðssonar er Kristín Viðja
Harðardóttir, f. 11. júní 1994.
Kristín verður jarðsett frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
enda gat hún orðið æði hvassyrt
fyndist henni hallað á þá, sem
minna mega sín. Undirrituðum
sýnist reyndar að þeir eiginleikar
séu býsna ríkir í fari þeirra, sem
teljast til Arnardalsættar, eins og
Kristín Þórðardóttir, og að fólk af
þeim meiði sé gjarnan ómyrkt í
máli finnist því ójöfnuði beitt.
Kristín ólst upp á mannmörgu
heimili á Uppsölum í Seyðisfirði
við Djúp í skjóli foreldra sinna og
móðurforeldra. Þar ríkti glaðværð
með hæfilegri stjórnsemi og menn-
ingarlegu ívafi, enda var Rögn-
valdur afi hennar vel gefinn og
skáldmæltur og kenndi gjarnan
börnunum á sínu heimili sjálfur.
Sérstaklega var öll tónlist og söng-
ur í hávegum haft og lifir það við-
horf enn hjá afkomendum’þeirra
hjóna frá Uppsölum. Sjálf bjó
Kristín yfir mikilli kímnigáfu og
hafði reyndar ágæta leikhæfileika,
sem birtust sérstaklega í eftir-
MINNIIMGAR
hermum að þeirra tíma hætti. Hún
las mikið og var fróð um menn og
málefni.
Upp úr fermingu fór Kristín að
vinna fyrir sér og fór fljótlega til
Reykjavíkur, þar sem hún var í vist
eins og þá var títt. Árið 1940 gift-
ist hún Eiríki Daníelssyni, sem þá
var ekkjumaður og bjó á Fossi í
Hrútafirði. Með Eiríki átti Kristín
tvo syni, sem fyrr er getið. Eftir
að Eiríkur andaðist fluttist Kristín
til Reykjavíkur, þar sem hún hefur
dvalist eftir það, nú seinast á EIli-
og hjúkrunarheimilinu Grund.
Undirritaður kveður hér móður-
systur sína, sem hann á margt gott
upp að inna frá sinni barnæsku,
þegar „Stína frænka" aðstoðaði
systur sína við erfitt uppeldi barna
hennar. Sérstaklega er mér minnis-
stæð ferð sem ég fór átta ára að
aldri með Kristínu á æskustöðvar
hennar í Seyðisfirði við Ðjúp og
sumarlöng dvöl þar. Sá tími var á
við langa skólagöngu og sannfærir
undirritaðan stöðugt betur um að
menntun og menningu er ekki ein-
göngu að finna í skólum. Kristín
átti stóran þátt í að opna augu
drengs fyrir dásemdum íslenskrar
náttúru, fyrir fagurri tónlist og
ekki síst að glæða áhuga hans fyr-
ir okkar fagra móðurmáli. Fyrir
þetta er þakkað þótt seint sé.
Hver er að dómi æðsta góður, -
hver er hér smár og hver er stór?
í hvetju strái er himingróður,
í hveijum dropa reginsjór.
(E.B.)
Ég bið guð að blessa minningu
Kristínar Þórðardóttur. Sonum
hennar og þeirra fjölskyldum votta
ég dýpstu samúð.
Finnbogi Eyjólfsson.
Hún Kristín amma mín var afar
eftirminnileg kona. Erfitt líf hafði
markað spor sín í svipsterkt andlit
hennar sem hurfu þó í skuggann
af sólbjörtu brosinu sem sat þar
sem fastast. Það var stundum
sposkt, stundum stríðnislegt en
oftast hýlegt og einlægt og oftar
en ekki varð brosið að hlátri. Þetta
bros var ef til vill merki þess að
henni þótti lífið alls ekkert erfitt
enda veit ég ekki til þess að hún
hafi nokkurn tímann kvartað yfir
einu eða neinu. Algengara var að
hún lýsti yfir þakklæti sínu og
ánægju yfir því sem lífið hafði veitt
henni. Hún lenti í því um ævina
að skemma á sér mjaðmaliðinn og
hún sagði frá því þegar hún stóð
og verkaði fisk í marga tíma með
stanslausan verk eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Svo lengi sem
hún stóð í fæturna þá taldi hún
sig full vinnufæra.
Hún amma var mjög þver og hún
hélt fast í sína eigin stjómtauma
og það var ekki nokkur leið að ná
þeim af henni. Þessi þijóska hennar
féll sjálfsagt í misgóðan jarðveg en
það er eitt sem víst er að hún gegndi
stóru hlutverki í því að koma ömmu
klakklaust í gegnum lífið ásamt
bjartsýni hennar og sátt við lífið.
Eg tel að þessi sátt hennar hafi
gert hana einstaka og þá sérstak-
lega að því leyti til, að hún veitti
henni ákveðið frelsi sem fólst í sér-
stöku trausti á lífið svo hún gat
gengið óhrædd þann veg sem henni
hafði verið lagður.
Þegar ég var barn að aldri eyddi
ég talsvert miklum tíma með henni
og þá sérstaklega á sumrin þegar
allt skólahald lá í dvala. Ég tók
strætisvagn númer tvö til hennar í
hádeginu á hveijum degi og hún
beið mín ætíð broshýr og blíð.
Stundum hitaði hún handa mér
velling og bauð upp á slátur með
og þótt mér það hið mesta hnoss-
gæti enda kalla ég svona mat
„ömmumat". Þegar vel lá á henni
þá hitaði hún súkkulaði eftir matinn
og einhveija hluta vegna átti það
stundum til að sjóða upp úr hjá
henni eða brenna við en mér var
alveg sama. Að því loknu settumst
við niður með súkkulaðið við eldhús-
gluggann undir súðinni á gamla
húsinu á Vesturgötu 55 sem var
svo gamalt að það endaði á Árbæj-
arsafni. Þar sagði amma mér marg-
ar sniðugar sögur og eru hendur
hennar mér þá sérstaklega minnis-
stæðar. Hún hafði sterkar, æðaber-
ar og mjúkar hendur sem hún
hreyfði mikið á meðan frásögninni
stóð og þjónuðu þær nokkurs konar
hlutverki myndskreytingar. Þær
hófu sig til flugs og rituðu í loftið
en staðnæmdust svo yfirleitt við
andlit mitt og struku mér ofurblítt
um vangann. Einstaka sinnum kom
það þó fyrir þegar hún var að segja
mér einhveijar sögur af sjálfri sér,
að hún dró lúkuna saman í hnefa
en skildi vísifingur eftir og lagði
hann þá að vörum sér og sagði svo
„uss, Kristín Eva mín, ekki vera
segja neinum frá þessu, fólk gæti
haldið að ég væri eitthvað skrítin!“
og svo skríkti í henni af hlátri og
þetta þótti mér alveg óendanlega
fyndið og gaman að eiga svona
sniðuga ömmu. Þegar hún var ekki
að segja mér sögur þá sátum við
saman í sólinni því það var alltaf
sólskin í Vesturgötunni hjá ömmu
(a.m.k. segir minningin mér það)
og hún kenndi mér að veita eftir-
tekt öllum hinum stórkostlegu smá-
atriðum náttúrunnar. Hún skoðaði
með mér grasið og blómin, við velt-
um fyrir okkur himninum og það
sem var þó skemmtilegast var að
fylgjast með öllum köngulónum sem
höfðu tekið sér bólfestu á bárujárn-
inu. Stundum tókum við upp á því
að skoða fjöruna og safna steinum,
skeljum og litríkum glerbrotum og
þetta varðveittum við eins og um
fjársjóð væri að ræða. Það var ekki
fyrr en seinna meir að ég áttaði
mig á því að þetta var alvöru fjár-
sjóður og þá sérstaklega þegar ég
hugsa um það í því samhengi að
amma lét veraldlegan auð sig engu
skipta. Raunverulegi fjársjóðurinn
felst þó að sjálfsögðu í þeim stund-
um sem við áttum saman, ég og
amma, því eins og ég sagði í upp-
hafí þá var hún amma mín afar
eftirminnileg kona.
Nú hefur sól hennar slokknað en
á meðan ég er hér enn þá mun
minningin um hana fylgja mér hvert
svo sem ég í lífinu stefni og þess
vegna er hún líka hér enn.
Eldgamlar skynmyndir allar svarthvítar
voru, þegar grannt var að gætt, hörund og
hugur.
Þér skilst í svip að margt svo margdáið, fölt
er í sinn hóp sígrænt
og allt sem í dag bæði angrar þig og gleður
er með nokkrum hætti strengleikur, þjóðlag,
síðan þá.
(Þorsteinn frá Hamri)
Kristín Eva Þórhallsdóttir.
+ Guðlaug Jónas-
dóttir var fædd
á Bakka í Flj'ótum
10. október 1901.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 16. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Lilja Kristín Stef-
ánsdóttir, f. 26. des-
ember 1879, d. 1.
desember 1945,
bónda á Austara-
Hóli Gíslasonar og
Guðrúnar Baldvins-
dóttur bónda í
Teigum, Bjarnasonar, og Jónas
Jósafatsson, f. 27. ágúst 1856,
d. 15. júlí 1932, Helgasonar á
Litla-Bakka og Jóhönnu Dav-
íðsdóttur frá Hvarfi. Guðlaug
átti tvær hálfsystur samfeðra:
Jónínu Stefaníu og Jóhönnu
Ragnheiði, og átta alsystkini:
Stein, Kristrúnu, Guðrúnu,
Stefán, Guðmund, Kristin, Mar-
gréti og Líneyju. Þau eru öll
látin, nema Kristinn og Mar-
grét.
Hinn 12. júlí 1923 giftist
Guðlaug Þórhalli Antonssyni,
f. 17. maí 1895, d. 29. ágúst
1959. Hann var sonur Antons
Sigurðssonar bónda á Finna-
stöðum af Jórunnarstaðaætt og
Maríu Jónsdóttur húsfreyju.
Börn Guðlaugar og Þórhalls
eru: 1) Gunnlaug, f.
8. apríl 1924, d. 4.
september 1935. 2)
Guðrún, f. 24. októ-
ber 1925, kennari í
Hafnarfirði. Maki,
Jóhannes Jónsson
kennari, látinn.
Börn þeirra eru:
Helga, Guðlaug
Halla, Þórhallur,
Þorleifur, Börkur,
Pétur Bolli, Grétar
Anton. 3) Rafn, f.
28. janúar 1927, d.
29. janúar 1950. 4)
Anna María, f. 14.
júlí 1928, húsmóðir, var gift
Svavari Ottesen prentara. Þau
skildu. Börn þeirra eru: Helgi
Rafn, Ásta Jónína, Gunnlaug
Björk, Þórhallur, Kristín Edda,
Vilhelm Örn og Sölvi Heiðar,
faðir Matthías Kristjánsson. 5)
Þráinn, f. 30. október 1931,
prentsmiðjustjóri í Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Briem
hjúkrunarfræðingi. Börn
þeirra eru: Gunnlaugur, Þór-
hallur, Magnús Þór og Þóra.
6) Auður, f. 19. febrúar 1935,
skrifstofumaður. Maki ísak
Guðmann, f.v. aðalféhirðir.
Börn þeirra eru: Guðlaug
Halla, Kári, Jón og Anna Mar-
ía. Barnabarnabörnin eru orð-
in 50 og eitt barnabarnabarna-
barn.
Guðlaug var í Fljótum fram
að fermingu. Hún var húsfreyja
á Grund og Hrafnagili í Eyja-
firði og á Völlum í Svarfaðar-
dal, en flutti til Akureyrar
1946. Hún starfaði við sauma-
skap hjá Verksmiðjum Sam-
bandsins fram að sjötugu. Guð-
laug var trúnaðarmaður hjá
Iðju, félagi verksmiðjufólks,
allan sinn starfsferil hjá Verk-
smiðj’-m SIS. Þá sat hún í samn-
inganefnd og sem fulltrúi á
Alþýðusambandsþingum fyrir
Iðju. Hún starfaði einnig í kveVi-
félögum og Slysavarnafélagi
Islands. Síðustu árin dvaldi hún
á Dvalarheimilinu Hlíð.
Útför Guðlaugar fer fram frá
AJkureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
í NOKKRUM orðum langar mig
til að minnast Guðlaugar
langömmu minnar, sem nú er búin
að kveðja sína jarðnesku vist. Hún
amma var mikil dugnaðarkona,
sem margir hafa dáðst að. Hún
vildi alltaf hafa eitthvað í höndun-
um til að vinna úr. Amma sendi
okkur stundum pakka, sem í voru
lopasokkar eða önnur handavinna,
sem ávallt kom sér vel. En einna
helst held ég upp á handmáluðu
svuntuna sem hún sendi mér fyrir
einu og hálfu ári, sem fáir gátu
trúað að væri eftir konu á hennar
aldri.
En þessa svuntu mun ég ávallt
geyma til minningar um
langömmu.
Því miður gat ég ekki haft mik-
i) samskipti við ömmu vegna þeirr-
ar vegalengdar sem var á milli
okkar. En þau voru ófá skiptin sem
ég hugsaði um hversu stolt ég
gæti verið af henni langömmu
minni. Þegar ég minnist ömmu sé
ég fyrir mér atorkumikinn kven-
mann sem vildi hafa allt á hreinu
í kring um sig.
Hún lagði ríka áherslu á að við
krakkarnir töluðum gott mál. En
ég gæti endalaust haldið áfram að
tala um hversu góð kona hún
amma var.
En mundu eitt elsku amma.
Marpr er tálminn á leið fljótsins. Þó nær
vatnið allt sem kvíslast um eyrar og björg
að renna saman að nýju.
Ég vil kveðja langömmu mína
með ástarþökkum fyrir allt sem
hún hefur verið okkur. Ég óska
henni þeirrar góðu heimkomu
handan grafar sem mér finnst hún
hljóti að hafa unnið til. Guð blessi
þig, elsku amma.
Þín,
Rakel.
í dag kveð ég hana langömmu
mína sem lést þann 16. janúar sl.
Mig langar að minnast hennar í
örfáum orðum. Samband okkar
ömmu var svolítið sérstakt, ég
kynntist henni ekki í raun fyrr en
ég, þá 9 ára gömul, ákvað að skrifa
henni bréf. Samskipti okkar hefðu
mátt vera meiri en þar sem hún
bjó á Akureyri en ég í Hafnarfirði
urðum við að láta okkur nægja
bréfaskriftir. Hún amma mín kunni
svo sannarlega að meta þetta og
fékk ég svo innilega hlý og elskuleg
bréf frá henni um nokkurra ára
skeið. Síðan fór að verða erfiðara
fyrir hana að skrifa og ég sá að
sum bréfin höfðu tekið hana jafnvel
nokkra daga. En ég hélt áfram að
skrifa henni og við urðum pennavin-
konur í alls 12 ár.
í þau skipti sem ég kom til ömmu
í heimsókn á Akureyri fékk ég ávallt
hlýjar móttökur, fyrst á Byggðaveg-
inum en síðan á Dvalarheimilinu
Hlíð. Síðasta sumar er ég kom til
hennar leit hún svo vel út og tók
ég sérstaklega eftir því hvað hún
var jákvæð í alla staði. Starfsfólkið
þar var sérstaklega hlýlegt við hana
og hún var sátt við lífið og tilver-
una. Það sem mér þykir minnisstæð-
ast um hana ömmu var að hún
mundi allt svo vel og gat frætt mig
um öll mín skyldmenni, þó alltaf
væru að bætast fleiri í hópinn. Allt-
af hugsaði hún til litlu barnanna
sinna sem voru svo langt í burtu frá
henni og taldi að með því að pijóna
leista eða vettlinga handa þeim
gæti hún veitt þeim einhveija hlýju
og það gerði hún svo sannarlega.
Hún sendi mér marga fallega hluti
sem hún hafði annaðhvort saumað
eða pijónað.
Ömmu mun verða sárt saknað
því hún var einstök en minningin
um hana lifir og bréfin hennar serh
hún skrifaði mér mun ég ávallt
geyma hjá mér og varðveita.
Mitt kærasta yndi, við kveðjum þig nú
með klökkvandi saknaðar tár,
með þökk fyrir allt, sem okkur varst þú,
og ennþá skalt okkur verða,
þótt líkaminn Ijúfi sé nár.
Nú fagni Guð þér og geymi þig vel
og gefi þér blómin sín.
1 Drottins hendur minn dýrgrip ég fel.
Hann deyfi eggjamar sáru.
Svo lif þú þars lffið ei dvín.
(Hannes Hafstein)
Fjóla Rún Þorleifsdóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Guðlaugu Hólmfríði Jónasdóttur
bíða birtingar ogmunu birtast í
blaðinu næstu daga.
GUÐLAUG
HÓLMFRÍÐ UR
JÓNASDÓTTIR