Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elsku faðir minn,
GARÐAR DAGBJARTSSON,
Nestúni 4,
lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga sunnudaginn 21. janúar.
Hera Garðarsdóttir.
t
Móðir okkar,
KRISTÍN KRISTMUNDSDÓTTIR,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. janúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Örn Óskarsson,
Bára Óskarsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BERGSTEINN KRISTJÓNSSON
frá Laugavatni,
andaðist á Ljósheimum, Selfossi, 20. janúar.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigriður Bergsteinsdóttir, Björn Jakobsson,
Hörður Bergsteinsson, Elfn Bachman Haraldsdóttir,
Kristín Bergsteinsdóttir,
Áslaug Bergsteinsdóttir,
Ari Bergsteinsson, Sigrún Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
TÓMAS EMIL MAGNÚSSON
frá ísafirði,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund 21. janúar sl.
Minningarathöfn og jarðarför auglýst
síðar.
Ólafurl. Magnússon, Arnþrúður Aspelund,
Halldór Magnússon, Jónas Magnússon,
Kristín Högnadóttir.
t
Faðir okkar,tengdafaðir, afi og langafi,
ELÍAS KR. KRISTJÁNSSON,
bifvélavirkjameistari,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar-
kirkju miðvikudaginn 24. jan. kl. 15.00.
Björgvin Elíasson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir,
Pétur Eliasson, Guðlaug Eiriksdóttir,
Guðbjörg Elíasdóttir, Gísli Friðfinnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir og
amma,
HELGA MAGNÚSDÓTTIR,
Tómasarhaga 41,
sem lést á heimili sínu 9. janúar verður
jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju mið-
vikudaginn 24. janúar kl. 15.00.
Sigurður Sævar Sigurðsson,
Björn Sigurðsson, Sig
Signhildur Sigurðardóttir, Úlfi
Birna Hrönn og Sigurður,
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ANDRÉSAR H.G. KJERÚLF,
Akri,
Reykholtsdal.
Þórunn Kjerúlf,
Jónas Kjerúlf, Brynja Ó. Kjerúlf,
Ingibjörg Helgadóttir,
barnabörn
og barnabarnabörn.
EDDA
TRYGGVADÓTTIR
+ Edda G.
Tryggvadóttir
fæddist í Réykjavík
20. október 1935.
Hún lést á Landspít-
alanum 16. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún P. Guð-
mundsdóttir, f. 10.6.
1901, d. 8.10. 1983,
og Tryggvi Gunn-
arsson glímukappi
og smiður, f. 10.6.
1895, d. 26.10. 1967.
Hún ólst upp hjá for-
eldrum sínum, ein
af tíu systkinum. Hún átti öll sín
bemsku- og unglingsár heima á
Lokastíg 6 í Reykjavík, sem fað-
ir hennar byggði 1919 af miklum
stórhug fyrir sína stóru fjöl-
skyldu. Edda keypti síðar sína
eigin íbúð í Álftamýrinni og núna
ELSKULEG vinkona mín, Edda
Tryggvadóttir, er látin eftir mjög
strangt sjúkdómsstríð.
Við kynntumst smástelpur, hún
var falleg með ljósa hrokkna hárið
sitt, sem hún sagði að aldrei gæti
verið til friðs.
Edda ólst upp á Lokastígnum og
voru systkinin 10. Oft hlýtur að
hafa verið erfitt hjá foreldrum henn-
ar með stóra barnahópinn en Edda
mundi aðeins glaðværa æskudaga,
hjá elskulegum foreldrum og systk-
inum.
Við lentum í sama bekk í Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, og man ég
enn sundferðirnar okkar allan ársins
hring svo aldrei náðu sundbolirnir
að þorna, því við fórum stundum
tvisvar á dag í höllina sem var stutt
frá heimilum okkar beggja. Edda
stundaði einnig mikið leikfimi, og
sund stundaði hún alla tíð.
Það er svo margt sem kemur upp
í hugann þegar Edda mín er farin,
eins og t.d. þegar við tókum þátt í
boðsundsmóti framhaldsskólanema
fyrir skólann okkar, og gleymi ég
aldrei kvöldinu sem keppnin fór fram
og við stóðum undir sturtunni skjálf-
andi af kulda og æsingi, með helblá-
ar varir. Þá sáum við okkur til skelf-
ingar að undir einni sturtunni stóð
ein af bestu sundstjörnum þessa
tíma og átti að keppa á móti okkur
ásamt fleirum fyrir Kvennaskólann.
Edda var auðvitað sett henni til
síðustu fimm árin
bjó hún í Ásholti 2 í
Reykjavík. Edda átti
einn son, Pétur Þóri
Hugus, f. 7.5. 1962.
Eiginkona hans er
Sigríður Sigurðar-
dóttir, f. 25.8. 1968,
þeirra sonur er Dav-
íð, f. 2.11. 1994.
Edda vann alltaf við
skrifstofu- og gjald-
kerastörf, síðustu 30
árin hjá Borgarsjóði
Reykjavíkur. Edda
leysti borgargjald-
kera af í mörg ár i
forföllum hans, en síðustu árin
starfaði hún sem borgargjald-
keri Reykjavíkur.
Útför Eddu fer fram frá
Krossinum, Hlíðarsmára 5-7 í
Kópavogi, í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
höfuðs því hún var svo langbest af
okkur, og þvílíkt, hún var í einu
orði sagt stórkostleg, þar sem hún
þaut áfram á sundinu. Þær voru
upplitsdjarfari ungu stúlkurnar þeg-
ar fagnaðarlætin brutust út í troð-
fullri Sundhöllinni, því við sigruðum,
og Eddu var svo sannarlega eignað-
ur sigurinn.
Síðan leið tíminn við alls konar
nám og störf, Edda vann t.d. um
tíma á Keflavíkurflugvelli, enda tal-
aði hún og skrifaði mjög góða ensku.
Hún talaði sérstaklega fallegt mál
og hafði mjög gaman af að ræða
íslenskt málfar.
Lengstur var starfstími hennar
sem gjaldkeri hjá Reykjavíkurborg,
og fyrir nokkrum árum var hún skip-
uð borgargjaldkeri, og skilaði hún
því starfi með sóma og af mikilli
samviskusemi.
Edda var alla tíð snyrtileg í klæða-
burði án þess að vera sérstaklega
pjöttuð, keypti sér ætíð vönduð föt
og klæddi sig smekklega. Mér er
samt efst í huga hvað hún hafði
fallegar hendur.
Edda fór oft til útlanda og þá
einna helst heimsótti hún Erlu syst-
ur sína sem býr í Bandaríkjunum,
og mikil var gleði þeirra beggja þeg-
ar Edda gat heimsótt hana sl. vor,
þó skyggði á, að hún var þá orðin
helsjúk.
Edda eignaðist einn dreng, Pétur
Þóri Hugus, hann var sólargeislinn
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hólabraut 3,
Hafnarfirði,
lést í St. Jósefsspítala aðfaranótt laugardagsins 20. janúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 26. janúar
kl. 13.30.
Oddur Ingvason,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Frændi okkar,
HAFLIÐI JÓNSSON,
Lækjargötu 9,
Akureyri,
sem lést á dvalarheimilinu Skjaldarvík 19. janúar, verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. janúar kl. 13.30.
Magnús Guðmundsson,
Rósa Jóni'da Benediktsdóttir,
Kolbrún Magnúsdóttir,
Auður Magnúsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Langholtsvegi 93,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. janúar
kl. 13.30.
Ólöf Þorsteinsdóttir.
í lífí hennar. Pétur er nú kvæntur
maður, og á einn son og tvö fóstur-
börn. Edda var hamingjusöm með
litlu fjölskyldunni sinni og naut þess
að vera með barnabörnin hjá sér,
en þessi tími varð alltof stuttur.
Pétur hefur reynst móður sinni
afskaplega vel, og sýndu þau hvort
öðru elsku og virðingu, og er hans
missir mestur.
Edda átti fallega litla íbúð í Ás-
holti 2, sem er efst við Laugaveg-
inn, og fannst henni að þar væri hún
komin í „gamla bæinn“ sinn aftur.
Við Edda höfðum mikið samband
síðustu árin, og stutt að skjótast til
hennar þegar hún var komin í Ás-
holtið ef keyrt var Laugaveginn.
Alltaf voru móttökurnar innilegar
og gátum við malað endalaust, þó
man ég ekki eftir að við töluðum
um sultu-, kæfugerð eða kökuupp-
skriftir, af nógu öðru var að taka.
Hún vinkona mín var ákaflega
vönd að virðingu sinni og mátti ekki
vamm sitt vita í neinu. Og mestar
kröfur gerði hún til sjálfrar sín í
allri vinnu. Hún var mikill vinur vina
sinna, og alltaf hafði hún eitthvað
gott til málanna að leggja ef eitt-
hvað bjátaði á.
Á stuttum tíma læddist þessi
voðalegi sjúkdómur að henni svo
ekkert varð við ráðið. Edda mín fór
æðrulaus í gegnum sitt sjúkdóms-
stríð, var sárþjáð eftir lyfjagjafir og
geislameðferð, en allt kom fyrir ekki.
Trúin á Guð hjálpaði henni eins
og svo mörgum síðasta spölinn í
þessu lífi, og hún var svo innilega
þakklát fyrir að Pétur sonur hennar
hafði gengið í trúfélagið Krossinn,
þaðan sem hann fær nú styrk og
stuðning til að mæta þessu áfalli að
missa móður sína langt um aldur
fram.
Það var bæði ljúft og sárt að sitja
hjá henni stund og stund síðustu
dagana á spítalanum. Kvöldið fyrir
andlát hennar, komst hún aðeins til
meðvitundar, horfði á mig, hvíslaði:
„Ertu ekki orðin þreytt? Viltu ekki
leggja þig?“ Þetta var hún Edda mín.
Eg kvaddi hana þá með sömu
orðum og við kvöddumst svo oft
með í gegnum tíðina: „Vertu sæl
elsku vinkona mín, mér þykir vænt
um þig og Guð veri með þér.“ Þann-
ig kveð ég hana einnig nú.
Eg votta Pétri, Sigríði og börnum
þeirra mína dýpstu samúð, svo og
öðrum ættingjum hennar og vinum.
Ellen Þóra Snæbjörnsdóttir.
Látin er í Reykjavík vinkona mín,
Edda Tryggvadóttir borgargjaldkeri
í Reykjavík. Mikið bar hún sig vel
í veikindunum og tók sínum örlögum
með æðruleysi og jafnaðargeði og
var alveg ótrúlega sátt við sitt hlut-
skipti.
Við Edda kynntumst fyrst í Lind-
argötuskóianum 1949, þar sem við
vorum í einn vetur, síðan vorum við
í Gagnfræðaskóla Austurbæjar tvo
vetur. Var þetta óskaplega skemmti-
legur tími, alltaf eitthvað um að
vera og allt lífið framundan.
Edda var mjög myndarleg, há og
spengileg og með afskaplega fallegt
ljóst hár. Hún vakti óskipta athygli.
Má ég til með að segja litla sögu,
sem skeði fyrir nær 30 árum, þegar
yngri sonur minn, sem var þriggja
ára, var að skoða erlent myndablað.
Hann kom hlaupandi fram í eldhús
til mín og kallaði: „Mamma,
mamma, hér er mynd af henni Eddu
vinkonu okkar.“ Þegar ég fór að
skoða myndina, var myndin af
Maureen O’Hara, sem var þá ein af
fallegustu og dáðustu leikkonum
þess tíma. Meira að segja barnið sá
hvað lagleg Edda var.
Það var ekki mikið upp á að bjóða
í skemmtanalífinu fyrir unglinga á
þessum árum, það var helst að fara
í bíó eða niður á Laugaveg 11 og
fá sér kakóbolla og hitta aðra ungl-
inga, það var líka óspart gert. Eftir-
minnilegt var það fyrir mig þegar
ég 13 ára gömul kom fyrst á heim-
ili Eddu. Þar var sko fjör, foreldrarn-
ir og tíu systkini, öll fullorðin nema
fjórir unglingar. Þetta var allt elsku-
legt fólk. Mikið voru þau alltaf góð
og elskuleg við mig. Þar var gott
og ástríkt heimili.
Þegar við vorum í gaggó lærðum
við hvor hjá annarri sitt hvora vik-
una. Og það skemmtilega var að mér