Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 2

Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samvinnuferðir semja við Atlanta um sólarlandaferðir Allt að 18% verðlækk- un á ferðum milli ára SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hafa samið við flugfélagið Atlanta um sólarlandaflug með 350 sæta Tri-Star breiðþotu félagsins í sum- ar. Að sögn Helga Jóhannssonar, forstjóra ferðaskrifstofunnar, mun þetta þýða allt að 18% verðlækkun á sólarlandaferðum frá því sem var í fyrra, þrátt fyrir að á ýmsum áfangastöðum hafí orðið jafnvel 5-7% kostnaðarhækkanir milli ára. Þá mun ferðaskrifstofan í kjölfar samningsins einnig geta boðið upp á lægri fargjöld til ýmissa borga sem Atlanta flýgur til í Evrópu og nefndi Helgi sem dæmi að hægt yrði að bjóða flug til Zurich á tæp- lega 25 þúsund krónur á meðan Brotist inn í fyrirtæki LÖGREGLUNNI í Reykjavík var í gærmorgun tilkynnt um nokkur innbrot í fyrirtæki, bíla og íbúðar- húsnæði. Brotist var inn í fyrirtæki við Hamarshöfða og þaðan stolið myndsendi, rafmagnsritvél og smáræði í peningum. Úr bíl við Rauðalæk var stolið geislaspilara. Brotist var inn í bílageymslu við Engjasel og farið inn í þrjá bíla og m.a. stolið geislaspilara og há- tölurum. Brotist var inn í verslun við Vesturberg og stolið tóbaki, happaþrennum og ávísunum. Farið var inn um glugga á fyrirtæki við Skúlagötu. Þar var stolið verkfær- um. Hagstæð tilboð í Morgunblaðið/Kristinn í GÆR handtók lögreglan menn í húsi við Hávallagötu vegna innbrotins í verzlunina við Vesturberg og fannst þýfi í bílum þeirra fyrir utan. lægsta skráð fargjald þangað væri um 55 þúsund krónur. Bahamaflugið kraftaverk Helgi sagði í samtali við Morgun- blaðið að reynsla Samvinnuferða- Landsýnar af flugi með breiðþotu Atlanta til Bahama síðastliðið haust hefði sýnt hvaða kraftaverk væri hægt að gera á þessu sviði. Þess vegna hefði verið leitað til íslensku flugfélaganna og kannað hvað væri hægt að gera í þessu sambandi varðandi ferðir með íslendinga yfír sumarleyfístímann. Þessi möguleiki hefði ekki reynst vera fyrir hendi hjá Flugleiðum, en hjá Atlanta væri breiddin í flugflot- anum hins vegar nægilega mikil. Atlanta hefði getað leyst málið með því að útvega breiðþotu af þessari stærð yfír sumarleyfístímann þar sem hagkvæmni stærðarinnar nyti sín sannanlega. Amgrímur Jóhannsson eigandi Atlanta sagði samninginn við Sam- vinnuferðir-Landsýn hafa í för með sér mun betri nýtingú á vélum fé- lagsins. Ferðaskrifstofan fengi að- gang að nánast öllum flugflota Atlanta, hvort sem um væri að ræða vélar af gerðunum 747, 737 eða Tri-Star, og þannig kæmi sú breidd að ferðaskrifstofan gæti not- að þá vél sem hentaði best hveiju sinni. ií&gíf . n i gm f&jsf m ' * 4* Morgunblaðið/Kristinn HÆSTARÉTTARLÖGMENNIRNIR Jóhann H. Níelsson og Ást- ráður Haraldsson afhenda Ólafi G. Einarssyni forseta Alþingis, undirskriftarlista með áskorun rúmlega 230 lögmanna. Lögmenn vilja breytt skaðabótalög LÖGMENN afhentu í gær Ólafí G. Einarssyni, forseta Alþingis, undir- skriftalista 231 lögmanns. Þar er skorað á Alþingi að lögleiða hið fyrsta tillögu Gunnlaugs Claessen hæstaréttardómara og Gests Jóns- sonar hæstaréttarlögmanns um breytingu á skaðabótalögum nr. 50/1993. Lögmennimir telja að í tillögunum felist nauðsynlegar rétt- arbætur því fólki til handa sem hefur misst starfsorku í slysum og á rétt á skaðabótum. Ástráður Haraldsson hæstarétt- arlögmaður, einn af forsvarsmönn- um undirskriftasöfnunarinnar, seg- ir að virkir lögmenn í landinu séu í námunda við 270-280 talsins. Þess vegna hafí yfír 80% starfandi lögmanna skrifað undir áskomnina. Ástráður kveðst telja að þetta sé í fyrsta sinn sem lögmenn safna und- irskriftum með þessum hætti til þess að knýja á um lögleiðingu mála á Alþingi. Skaðabótamál ekki stór tekjupóstur „Við teljum að tillögur Gunnlaugs og Gests séu mjög til bóta frá því réttarástandi sem nú gildir. Því hef- ur verið haldið fram að aðeins örfá- ir lögmenn hafí haft einhveijar áhyggjur af þessu máli en það hefur nú verið afsannað með eftirminnileg- um hætti. Því verður alveg ömgg- lega haldið fram að þama séu menn að skara eld að eigin köku. Stað- reyndin er hins vegar sú að mjög margir og sennilega flestir þeirra lögmanna sem undir þetta rita koma mjög lítið við meðferð svona mála. Skaðabótamál í rekstri langsamlega flestra lögmanna er ekki sá tekju- póstur að vemlegu máli skipti,“ sagði Ástráður. Allsherjarnefnd fundaði um málið Allsheijarnefnd Alþingis íjallaði um tillögur þeirra Gunnlaugs Cla- essen og Gests'Jónssonar á löngum fundi í gær. Sólveig Pétursdóttir formaður nefndarinnar sagði að fjöldi gesta hefði komið á fundinn og veitt upplýsingar. Nefndarmenn hefðu hins vegar óskað eftir enn frekari upplýsingum um málið og umfjöllun allsheijarnefndar um það yrði haldið áfram þegar þær upplýs- ingar hefðu borist. Sólveig sagði að nefndinni hefði ekki í gær borist umrædd áskomn lögmanna sem afhent 'var forseta Alþingis. Nýjar reglugerðir miða að auknum sparnaði í heilbrigðiskerfinu Hlutdeild sjúklinga í lyfjaverði hækkar Gilsfjörð KLÆÐNING hf. í Garðabæ átti lægsta tilboðið í lagningu vegar og brúar um Gilsfjörð, úr Saurbæ í Dölum yfír í Króksfjarðarnes í Reykhólahreppi, í útboði Vega- gerðarinnar. Tilboð fyrirtækisins er 484 milljónir kr. sem eru 75% af kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar. Ef verkinu verður flýtt um ár kostar það 15 milljónir kr. auka- lega. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar hljóðaði upp á 645 milljónir kr. og er tilboð Klæðningar því 161 milljón undir áætlun. Suðurverk hf. á Hvolsvelli er með næst lægsta tilboðið, 516 milljónir kr. Alls bár- ust 10 tilboð í verkið sem er eitt stærsta vegagerðarverkefni hér á landi á næstu ámm. Jón Helgason, yfírverkfræðingur Vegagerðarinn- ar, telur að tilboðin séu hagstæð. Hann segir að nú verði farið yfír þau og síðan gengið til samninga við þann verktaka sem eigi hag- stæðasta tilboðið. Framkvæmdir eiga að geta haf- ist á næstu mánuðum. í útboðinu er miðað við að umferð verði hleypt á veginn ekki síðar en 1. desember 1998 og verkinu verði að fullu lok- ið 15. ágúst 1999. Einnig var ósk- að eftir frávikstilboði, þar sem verktökum er boðið upp á það að fjármagna flýtingu verksins um eitt ár. Kostar það 15 milljónir kr. hjá Klæðningu. Jón segir að þessi viðbótarkostnaður virðist ekki mik- ill en segir óákveðið hvom tilboðinu verði tekið. SAMKVÆMT nýrri reglugerð, sem heilbrigðisráðherra hefur sett, þurfa sjúklingar nú að greiða hærri hlut af verði þeirra lylja, sem almannatryggingar taka þátt í að greiða. Lyf eru flokkuð í 4 flokka. í þeim fyrsta era lyf sem Trygg- ingastofnun greiðir að fullu, í öðr- um og þriðja flokki em lyf sem Tryggingastofnun greiðir að hluta og í fjórða flokknum eru lyf sem stófnunin greiðir ekki. Reglugerðin nær til lyfja í 2. og 3. flokki. Fyrir þau lyf, sem sjúklingum er talin brýn nauðsyn að nota að staðaldri, greiða þeir nú fyrstu 600 krónurnar, í stað 500 króna áður, og síðan 16% af verðinu umfram 600 krónur í stað 12,5% áður, þó aldrei meira en 1.500 krónur. Þetta þak er óbreytt. Fyrir lyf í 3. flokki greiða sjúk- lingar fyrstu 600 krónurnar af smásöluverði í stað 500 króna áður. Einnig greiða þeir 30% af smásöluverði umfram 600 krónur í stað 25% áður, þó aldrei meira en 3.000 krónur og þetta þak er óbreytt. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða nú fyrstu 200 krónurnar af smásöluverði lyfja í 3. flokki, í stað 150 króna, og 12,5% af verð- inu umfram 200 krónur í stað 10%, þó ekki meira en 800 krónur. Fyrir lyf í 2. flokki greiða elli- og örorkulífeyrisþegar fyrstu 200 krónurnar og síðan 8% af verðinu umfram það, í stað 5%, en þó aldr- ei meira en 400 krónur. Að sögn Rannveigar Gunnars- dóttur í heilbrigðisráðuneyti er ástæða þessarar hækkunar eink- um sú, að greiðsluhlutfall almenn- ings í lyfjakostnaði hefur lækkað undanfarin ár úr 33% árið 1993 í 29,5% á síðasta ári. Orsök þessa er, að sögn Rannveigar, verðbreyt- ingar og dýrari lyf á lyfjaskrá. Með reglugerðarbreytingunni er áætlað að greiðsluhlutfallið hækki aftur í um 33%. Bílakaupastyrkur lækkar Heilbtigðisráðherra hefur einn- ig sett reglugerð um að fækka bílakaupastyrkjum til öryrkja úr 600 á ári í 335 á ári. Þessir styrk- ir nema 235 þúsund krónum sem þýðir að heildarupphæðin lækkar úr 141 milljón í 78 miiljónir. Einn- ig er aldur þeirra sem rétt eiga á slíkum styrkjum lækkaður úr 75 ámm í 70 ár og viðkomandi geta nú sótt um slíkan styrk á 5 ára fresti í stað fjögurra. Þá hefur verið sett ný reglugerð um heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót auk sérstakra bóta, svo sem umönnunarbóta, sem heimilt er að greiða til elli- og örorkulífeyrisþega ef sýnt þykir að þeir geti ekki framfleytt sér án þeirra. Samkvæmt reglugerð- inni verða þessar sérstöku bætur nú að hámarki 120% af grunnlíf- eyri einstaklings, en þetta hámark var áður 140%. Aðrar viðmiðanir þessara bóta lækka um 5-10%. Björk í Kína BJÖRK Guðmundsdóttir heldur tónleika í Peking, höfuðborg Kína, 13. febr- úar. Greint var frá þessu í dagblaðinu Æska Peking 23. janúar og sagt að þessi „framúrskarandi söngvari“ hefði bætt Peking við við- komustaði á liljómleikaferð sinni um Asíu. í blaðinu sagði að Björk væri ekki jafn fræg og Roxette meðal ungra tón- listarunnenda í Peking og vitneskja um hana virtist einkum sprottin af því að Wang Jing Wen, ein fræg- asta söngkona Hong Kong, leggi sig alla fram um að líkja eftir hinni íslensku söngkonu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.