Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Um 67% af innlausnum spariskírteina fjármögnuð með nýrri útgáfu hjá Lánasýslu ríkisins Reiknað með lækkun á Hlutabréf íslandsbanka Bréfað nafnvirði langtínm vöxtum íkjölfarið LANASÝSLA ríkisins bauð eigendum 5 ára spariskírteina frá 1991 upp á þá nýbreytni í gær að gera tilboð i vexti nýrra skírteina um leið og þeir innleystu eldri bréfin. Að sögn Péturs Kristinssonar, hjá Lánasýslu ríkisins, voru við- brögðin við þessari nýjung framar öllum vonum og náðist að endurfjármagna um 67% af þeim spariskírteinum sem koma til innlausnar þann 1. febrúar með þessum hætti. Ávöxtunarkrafa spariskírteina breyttist lítið frá því sem verið hefur í útboðinu og_ segist framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka reikna með því að niðurstaða þessa útboðs kunni að leiða til vaxtalækkana á næstunni. Alls var tekið tilboðum að fjárhæð um 5,5 milljarða, en alis koma 8,2 milljarðar til innlausn- ar 1. febrúar. „Þetta er í fyrsta skipti sem við bjóðum upp á þennan möguleika og við runnum því nokkuð blint í sjóinn með það hvernig þáttak- an yrði,“ segir Pétur. „Við erum því mjög ánægð- ir með þessa niðurstöðu og ekkert síður ánægð- ir með vaxtakjör þeirra tilboða sem bárust. Þau fela í sér sáralitlar breytingar frá síðasta útboði Lánasýslunnar og lítið var um óraunhæf tilboð.“ Þorri þeirra tilboða sem var tekið var, voru í 5 ára spariskírteini, eða tæpir 4,5 milljarðar króna. Meðalvextir á þessum bréfum voru 5,86%. Tekið var tilboðum fyrir 502 milljónir í 10 ára spariskírteini og nam meðalávöxtun þeirra 5,89% sem er engin breyting frá síðasta útboði Lánasýslunnar fyrir tæpri viku. í 20 ára spariskírteinum var tekið tilboðum fyrir 440 milljónir króna og nam meðalávöxtun þeirra 5,81%, 0,01% hærri en í síðasta útboði. Þá var tekið tilboðum að fjárhæð 67 milljónir króna í árgreiðsluskírteini til 10 ára og nam meðal- ávöxtun þeirra 5,87%. Lág vaxtatilboð hækkuð Pétur segir að skiptingin á milli einstaklinga og verðbréfafyrirtækja í útboðinu hafi verið nokkuð jöfn. Vegna þess hve einstaklingar hafi litla reynslu af útboðum af þessu tagi hafi verið ákveðið að hífa tilboð þeirra sem voru undir meðalávöxtun upp í meðaltalið, og hafi það ver- ið látið jafnt yfir alla ganga. „Þessi háttur hefur verið viðhafður víða erlendis og þykir vera góð sanngirnisregla," segir Pétur. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, segir að þetta útboð hafi verið mjög þýðingarmikið hvað varð- ar vaxtaþróunina á næstu vikum og mánuðum. „Stórar innlausnir spariskírteina setja alltaf mark sitt á vaxtaþróunina vikurnar á undan og á eftir og því er spennandi að sjá hvort að þetta útboð marki einhvern vendipunkt í vaxtaþróun- inni. Við höfum búið við mjög hátt vaxtastig að undanförnu og í raun setið eftir miðað við þróunina í löndunum í kringum okkur.“ Sigurður segist allt eins reikna með að vextir húsbréfa geti lækkað um u.þ.b. 0,3% eða sem nemur 30 punktum á næstu tveimur mánuðum. Reikna megi með því að vextir spariskírteina og annarra langtímabréfa fyigi í kjölfarið. Sig- urður segir að vaxtamunur á spariskírteinum og húsbréfum sé afbrigðilega lítill um þessar mundir. Sögulega séð séu vextir spariskírteina yfirieitt um 0,25% undir vöxtum húsbréfa en nú sé munurinn hins vegar umtalsvert minni. Hann treystir sér þó ekki til að spá fyrir um hvort að vextir spariskírteina muni lækkka eitt- hvað umfram vexti húsbréfa í bráð. Flugfrakt til og frá íslandi Cargolux með 12% markaðs- hlutdeild MARKAÐSHLUTDEILD frakt- flugfélagsins Cargolux nam 12% af frakflutningamarkaðnum á síð- asta ári, að sögn Þórarinns Kjart- anssonar, framkvæmdastjóra Flugflutninga ehf., sem er um- boðsaðili Cargolux hér á landi. Markaðshlutdeild félagsins í inn- flutningi á síðasta ári var 16% en í útflutningi var hiutdeildin 9% af heildarmarkaðnum. Þórarinn segir að þessi markaðshlutdeild hafi verið reiknuð út frá upplýsingum Flugmálastjórnar um stærð flugfr- aktarmarkaðarins til og frá íslandi Morgunblaðið/Halldór 30 milljón- ir seld á ný KYRRLÁTT var á hlutabréfamark- aðnum í gær og hækkaði verð bréfa lítið eða jafnvel lækkaði í viðskipt- um dagsins. Stærstu viðskiptin urðu með bréf í íslandsbanka að nafn- virði 30 milljónir króna á genginu 1,58. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þetta hluti af 115 milljóna bréfum sem Skandia seldi ti! annars verðbréfafyrirtækis á föstudag, en þau skiptu nú um hendur á nýjan leik. Meðal annarra viðskipta má nefna að hlutabréf í Olís að nafn- virði 500 þúsund krónur voru seld á genginu 3,0 og hefur gengi þeirra bréfa nú hækkað um 15,4% frá áramótum án sýniiegs tilefnis. Þá voru seld bréf að nafnvirði 5 milljón- ir króna í Eignarhaldsfélaginu Al- þýðubankinn á genginu 1,45 og bréf í Marel voru seld fyrir 200 þúsund krónur á gengnu 6,1. Hlutabréfavísitalan lækkaði í gær í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma sem má rekja til iægra gengis á bréfum í íslandsbanka en á föstu- dag. Vísitalan var skráð 1488,42 stig sem er um 0,4% lægra gildi en á föstudag. Fundur um fyrstu skref í útflutningi ÍMARK efnir til hádegisverðarfund- ar í Víkingasal Hótels Sögu á morg- un um fyrstu skref fyrirtækja í út- flutningi á vöru og þjónustu. Meðal þess sem fjallað verður um er hvern- ig stærð og gerð fyrirtækja sem og framleiðsiuvörur þeirra hafa áhrif í þessu ferli. Að auki verður rætt um ýmis almenn atriði sem tengjast útflutningi. Þeir sem munu fjalla um þessi mál eru Haukur Björnsson, verk- efnastjóri Útflutningsráðs; Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Lýsis hf., og Daði Harðarson, fram- kvæmdastjóri Nýrra Vídda hf. * Atak í atvinnumálum hjá iðnaðarráðuneyti, sjóðum iðnaðarins og Iðntæknistofnun Sameinast um stuðning við atvinnuskapandi verkefni árið 1995. Hann segist vera nokkuð ánægður með þessa hlutdeild, enda hafi félagið verið mjög skam- man tíma á markaðnum. Cargolux hóf sem kunnugt er ferðir hingað til lands haustið 1994 og býður það upp á eina ferð í viku. Þórar- inn segir að líklega skýrist meiri hlutdeild í innflutningi af því hversu stórar einingar félagið geti flutt í einu. „Þá hefur stærð Car- golux-netsins um allan heim án efa nokkuð að segja, en félagið getur tekið á móti vörum til flutn- ings í öllum helstu borgum Evr- ópu, Asíu og Bandaríkjanna." Unnið að því að auka tíðni ferða Nú er unnið að því að auka tíðni ferða til og frá landinu þannig að bæta megi þjónustu fyrirtækisins enn frekar, að sögn Þórarins. Hins vegar liggur ekki fyrir nein niður- staða í þeim málum enn. Hann bendir ennfremur á að Flugflutn- ingar séu einnig umboðsaðili fyrir fraktflutninga þýska flugfélagsins LTU til og frá landinu og því auki flug þess nokkuð þjónustu fyrir- tækisins yfir sumarmánuðina. Þórarinn segist reikna með því að LTU muni fljúga hingað ijórum sinnum í viku í sumar. IÐNAÐAR- og viðskiptaráðuneyti, Iðntæknisstofnun, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður hafa ákveðið að sameinast um að styðja ýmis atvinnuskapandi verkefni undir kjörorðinu „Átak til atvinnusköp- unar.“ Jafnframt verður nú aukið við það fjármagn sem fyrirhugað er að verja til verkefnanna. Voru samningar þar að lútandi undirrit- aðir á laugardag að viðstöddum blaðamönnum. Undir átakið falla ýmis eldri verkefni á borð við Vöruþróun, Snjallræði og Frumkvæði/fram- kvæmd sem eru í höndum Iðn- tæknistofnunar. Þá er fyrirhugað að ráðast í nokkur ný verkefni en meðal þeirra eru Innflutningur fyr- irtækja, Rauði þráðurinn, Evróp- umiðstöð lítilla og meðalstórra fyr- iiíækja og Frumkvöðlastuðningur. Sérstök stjórn Átaksins mun fjalia um umsóknir vegna einstakra verkefna og er ábyrg gagnvart fjár- mögnunaraðilum en framkvæmd þess verður að mestu í höndum Iðntæknistofnunar. Stjórnina skipa þeir Árni Magnússon, aðstoðar- maður iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, formaður, Órn Gústafsson, fyrir Iðnlánasjóð, Snorri Pétursson fyrir Iðnþróunarsjóð, Helgi Magn- ússon fyrir hönd Samtaka iðriaðar- ins og Rúnar Bachman fyrir hönd Alþýðusambandsins. Ritari stjórnar er Sveinn Þorgrímsson frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Þar að auki koma að verkefnun- um með einum eða öðrum hætti Fjárfestingarskrifstofa viðskipta- ráðuneytis og Útflutningsráðs, Byggðastofnun, atvinnuráðgjafar um allt land og fleiri. Samtals verður um 83,5 miiljón- um króna varið til verkefnanna innan átaksins á þessu ári. Núna bætist við framlag frá Iðnþróunar- sjóði sem ver 27,4 milljónum til át.aksins í ár, en þar að auki leggur Iðnlánasjóður fram 27,4 milljónir, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið 17,7 milljónir og Iðntæknistofnun 10,9 milljónir. „Ég vil sjá í árslok betri nýtingu fjármuna en verið hefur hingað til,“ sagði Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á fundinum á laugardag. „í öðru lagi vil ég sjá betri árangur af þeim stuðningsað- gerðum sem verið hafa í gangi fyr- ir atvinnulífið á undanförnum árum. í þriðja lagi vonast ég tii þegar til lengri tíma er litið að þetta auki framleiðsluverðmæti í fyrirtækjunum og um leið auki hagvöxt. í fjórða lagi mun þetta átak fjölga störfum.“ Styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, sagði m.a. að hér væri um að ræða átak til að styðja við lítil og meðalstór fyrir- tæki. „Það er löngu viðurkennt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru vaxtarbroddurinn í efnahagsvexti. Um 70% af nýjum störfum innan Evrópusambandsins eru í þessum litlu fyrirtækjum, ekki í þeim stærrri. Ég held að það sé mjög eðlilegt að leggja mikla áherslu á að hjálpa þessum smærri fyrirtækj- um.“ Um þessar mundir er í undirbún- ingi að skipa sérstaka verkefnis- stjórn vegna verkefnisins „Inn- flutningur fyrirtækja“ sem hefst formlega 1. febrúar. „Það er sér- staklega verið að horfa til fyrir- tækja sem hafa markað þannig að nægjanlegt sé að flytja starfsemina hingað og halda áfram þar sem frá var horfið. Þá kemur til greina að stofna ný fyrirtæki hér eða kynna þau fyrir starfandi fyrirtækjum sem gætu aukið sína starfsemi,“ sagði Árni Magnússon í samtali við Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.