Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 18

Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Jón Páll Ásgeirsson LOÐNAN er nú farin að veiðast í nótina á ný, en það sem af er ári, hefur hún aðeins veiðzt í flot- troll. Skipin eru því sem óðast að taka næturnar um borð og eru 32 skip nú komin á loðnuveiðarnar út af Austfjörðum. Hér eru starfsmenn Veiðarfæragerðar Seifs að undirbúa flutning á nótinni af Þorsteini EA austur á firði. jgsp Góður skriður komínn á loðnuveiðarnar á ný „ÞAÐ ER allt að fara vel í gang og kroppað í nót og troll,“ segir Frey- steinn Bjarnason, útgerðarstjóri Síld- arvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Hann segir að nótabátamir hafi ver- ið að fylla sig á tveimur nóttum og flotttrollsskipin hafi verið um þtjá sólarhringa í síðustu túrum. Loðnubátar sem eru með flotvörpu hafa verið á veiðum síðan um ára- mót, en nótabátar hafa aðeins haft eitthvað upp úr krafsinu síðustu fjór- ar nætur. FYeysteinn segir að Börkur sé á nótaveiðum fyrir Síldarvinnsluna hf. og hafi landað 750 tonnum í gærmorgun. Beitir sé aftur á flot- Nótabátar tvær nætur að fylla sig vörpuveiðum og sé búinn að fá í heildina um 6 þúsund tonn frá ára- mótum. Veruleg hækkun á loðnuverði „Verð fyrir tonnið upp úr sjó er í kringum 6 þúsund krónur," segir Freysteinn. „Það er veruleg hækkun frá því á sama tíma í fyrra.“ Hann segir að ástæðan fyrir því sé hærra verð á lýsi og mjöli. Aðspurður seg- ist hann ekki bjartsýnn á að loðnu- kvótinn náist á þessu fiskveiðiári: „Þá þarf að ganga vel.“ Nú eru um 510.000 tonn eftir af loðnukvóta okkar, en auk auki kem- ur verulegt magn frá Norðmönnum, sem ná ekki kvóta sínum hér. Því eru til reiðu um 750.000 tonn frá áramótum, en aldrei hafa náðst meira en um 600.000 tonn á vetrar- vertíðinni. Komið hefur til tals að Færeyingar fá heimildir til loðnu- veiða hér gegn veiðiheimildum á uppsjávarfiski í lögsögu þeirra, en hvort svo verður er enn ekki ljóst. 12 frystitogarar til sölu suður á Kanaríeyjum SKIPASALAN UNS í Reykjavík býður um þessar mundir til kaups 12 frystitogara, systurskip, á Kan- aríeyjum. Um er að ræða fremur lítil skip, 40 metra löng og tæplega 500 tonn að stærð. Þau eru smíðuð 1989 í Þýzkalandi og er um helming- ur þeirra nýupptekinn. Skipin eru talin henta vel til rækjuveiða hér við land, en vinnslubúnað vantar á milli- dekkið. Verð á skipunum er í kring- um 110 til 120 milljónir króna. Þorsteinn Guðnason sér um skipa- söluna fyrir UNS. Hann segir að mikill áhugi sé á þessum skipum og þegar hafi fulltrúar nokkurra út- gerða farið til Kanaríeyja til að skoða þau. Skýringin á því að þessi skip eru til sölu nú, er að veiðiheimildir Spánverja við Marokkó hafa verið skertar verulega og því eru skipin Verðið 110 til 120 milljónir króna verkefnalítil svo útgerð þeirra er ekki lengur talin arðbær. 10 tonna frystigeta Mesta lengd skipanna er 39,80 metrar, breiddin er 9 metra og mælast þau 499 tonn. Flokkunarfé- lag er Lloyds í Þýzkalandi, aðalvélar eru 1.217 hestöfl frá Deutz og eru togspilin 16 tonna. íbúðir eru fyrir 27 manns og tveir lausfrystar anna um 10 tonnum á sólarhring. Aðalbjörn Jóakimsson, fram- kvæmdastjóri Bakka hf. í Hnífsdal er meðal þeirra, sem eru að skoða m þessa togara. Aðalbjörn segir að við fyrstu skoðun hafi þeir verið auglýst- ir á hagstæðum kjörum og því hafi fulltrúi Bakka hf. ásamt fulltrúum nokkurra annarra íslenskra útgerð- arfyrirtækja farið til Kanaríeyja um helgina til að kanna málin nánar. Ákvörðun bíður Sævar Birgisson, skipatæknifræð- ingur, fór til Kanaríeyja til að kynna sér þessi skip og þá verslunarhætti sem menn vildu viðháfa í sölu þeirra síðastliðinn föstudag að sögn Aðal- bjöms. „Ég vænti upplýsinga frá honum fljótlega, en engin ákvörðun verður tekin þangað til,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru fyrirtæki á Akranesi, Vestfjörðum og Austfjörðum að skoða þennari skipakost. k ■ É*- Forráðamenn og starfsfólk skyndibitastaða Námskeið um innra eftirlit á skyndibitastöðum verða haldin í Reykjavík 5. febrúar og á Akureyri 8. febrúar. Meðal efnisþátta eru ákvæði matvælareglugerðar um innra eftirlit, hlutverk starfsfólks í innra eftirliti og hreinlætisáætlanir. Innritun og nánari upplýsingar í síma 587 7000. Iðntæknistofnun 11 FRÉTTIR: EVRÓPA Skiptar skoðanir um tengingu franka og marks Brussel. The Daily Telegraph. ÞRÁLÁTUR orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að Frakkar og Þjóðveijar hafi uppi áform um að sameina frankann og markið löngu áður en af hinum efnahagslega og peningalega sam- runa Evrópuríkja (EMU) yrði. Þessi orðrómur komst á kreik í síðustu viku í kjölfar þess að jafn- vel harðsnúnustu Evrópusinnar voru nær búnir að afskrifa mögn- leikana á því að EMU gæti orðið að veruleika árið 1999 vegna efna- Ihagslegra erfiðleika í Þýskalandi og Frakklandi. Ein helsta kveikjan að umræðunni var grein í franska dagblaðinu Le Monde þar sem hug- myndir af þessu tagi voru reifaðar án þess að heimilda væri getið. Samruni þessara tveggja gjald- miðla yrði þó síður en svo einfaldur og meðal háttsettra embættis- manna í Brussel eru fáir sem vilja taka þessar hugmyndir alvarlega. Til að mynda er öruggt að samrun- inn myndi valda mikilli reiði á Spáni og Ítalíu og vekja upp ótta um stöðu pesta og líru. Þá yrðu Þjóðveijar að taka pólitísk sjónarmið fram yfir peningaleg, sem ekki mun fara vel í yfirmenn þýska seðlabankans. Ein helsta ástæða þess að jafn- langsótt hugmynd sem þessi virðist vera rædd í fullkominni alvöru á háttsettum stöðum er óttinn við að EMU-áformin séu að renna út í sandin. Hugmyndin hefur þó ákveðna kosti í för með sér, ekki síst fyrir Frakka. Fræðilega séð væri hægt að taka fyrsta skrefið án samráðs við þýsk stjórnvöld með því að lýsa því yfir að gengi frankans hefði verið tengt við gengi marksins til frambúðar. Margir sérfræðingar telja þó að áður en það kæmi til greina yrði að fella gengi frankans til að veita frönskum útflytjendum andrúm. Ólík sjónarmið Talsmenn samrunahugmyndar- innar segja að með þessari aðgerð yrði slegið á þau rök að slaka verði á skilyrðum Maastricht fyrir efna- hagslegum samruna og hugmyndir um að halda sérstaka ríkjaráðstefnu um EMU-frestun. Aðrir, sem haldnir eru meiri efa- semdum um peningalegum sam- runa, telja að eðli umræðunnar um peningamál hafi breyst á varanlegan hátt. Hlutir sem hafí verið „bannað“ að ræða á borð við breyttar tíma- setningar í tengslum við EMU þyki ú sjálfsagt að velta fyrir sér. Benda eir jafnframt á að hugmyndin um sérstakar tímasetningar hafi fyrst skotið upp kollinum á lokastigum Maastricht-ráðstefnunnar og verið keyrð í gegn af Francois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseta, og Guilio Andreotti, fyrrverandi forsæt- isráðherra Ítalíu. Reuter HELMUT Kohl á blaðamannafundi í Wildbad Kreuth. Kanzlarinn sagðist þess fuliviss að áherzla á áframhaldandi samruna Evrópu- ríkja myndi hljóta stuðning þýzks almennings í næstu kosningum. Kohl vill ekki hægja á samruna Wildbad Kreuth. Reuter. AÐ HÆGJA nú á samrunaþróun- inni innan Evrópusambandsins gæti haft í för með sér að hún stöðvað- ist einfaldlega og ætti sér ekki við- reisnar von, að mati Helmuts Kohl, kanzlara Þýzkalands. Flokkur Kohls, Kristilegir demó- kratar (CDU), og systurflokkurinn CSU í Bæjaralandi héldu sameigin- lega málefnaráðstefnu um helgina í Wildbad Kreuth. Kohl sagði á blaðamannafundi að ráðstefnunni lokinni að ekki mætti seinka eða hægja á samrunaþróuninni. „Sá, sem vill taka sér hlé núna, ætti að vita að hann gæti með því auðveld- lega bundið enda á þróunina," sagði kanzlarinn. Heimildarmenn Reuters á ráð- stefnunni, sem var ekki opin fjöl- miðlum, sögðu að Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands, hefði varað við því að halda áfram efnahagslegum samruna í Evrópu án þess að efla sameiginlega félags- málastefnu. Dagana fyrir fundinn krafðist Stoiber þess jafnframt að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU) yrði ekki komið á árið 1999 nema ákveðinn lágmarksfjöldi aðildarríkja ESB tæki þátt í því, ella yrði að fresta gildistöku mynt- bandalagsins. Munum hljóta atkvæði út á óbreytta Evrópustefnu Að sögn fundarmanna varaði Kohl við því að láta slíkar kröfur seinka nánara samstarfi Evrópu- ríkja. Hann vísaði því jafnframt á bug að kjósendur hefðu nú meiri efasemdir um samrunaþróunina og að flokkarnir yrðu að laga sig að því. „Við munum áreiðanlega hljóta atkvæði í framtíðinni ef við fylgjum þessari stefnu,“ sagði kanzlarinn á blaðamannafundinum. Til þessa hefur Evrópustefna hans virzt höfða til kjósenda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.