Morgunblaðið - 30.01.1996, Page 21

Morgunblaðið - 30.01.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 21 ERLENT Sjötta kjarnorkusprenging Frakka Vísindamenn vilja fleiri sprengingar París. Reuter, The Daily Telegraph. HAFT var eftir heimildarmönnum' í París í gær að Jacques Chirac, forseti Frakklands, myndi ákveða innan tveggja daga hvort hætta ætti kjarnorkutilraunum Frakka eftir að sjötta kjarnorkusprengjan var sprengd í Suður-Kyrrahafi um helgina. Upphaflega var gert ráð fyrir því að 6-8 kjarnorkusprengjur yrðu sprengdar en Chirac sagði í sjón- varpsviðtali í fyrra að þær yrðu lík- lega ekki fleiri en sex. Fregnir herma að franskir vísindamenn telji að sprengja þurfi að minnsta kosti eina sprengju til viðbótar til að þeir geti þróað tölvuhermi, sem á að koma í stað kjarnorkusprenginga. Charles Millon, varnarmálaráðherra Frakklands, hafði sagt að tilraun- unum lyki ekki síðar en 29. febrúar. Oflugasta sprengingin Sjötta sprengjan var sprengd neðanjarðar á eyjunni Fangataufa. Þetta var öflugasta sprengingin í tilraunum Frakka, jafngilti 120.000 tonnum af hefðbundnu sprengiefni, og meira en sex sinnum öflugri en kjarnorkusprengingin í Hiroshima árið 1945. Kjarnorkusprengjurnar hafa ver- ið sprengdar með u.þ.b. fjögurra vikna millibili á Fangataufa og Mururoa í Frönsku Pólynesíu frá því þær hófust í september. Ráða- menn í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Jap- an og Filippseyjum mótmæltu síð- ustu sprengingunni harðlega eins og þeim fyrri. Gareth Evans, utanríkisráðherra Ástralíu, kvaðst vona að þetta væri „endirinn á mjög sorglegum og mjög ábyrgðarlausum kafla í nú- tímasögu Frakklands“. Jim Bolger, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hvatti Chirac til að lýsa því nú yfir að sjötta sprengjan væri sú síðasta. Frönsk yfirvöld viðurkenndu í vik- unni sem leið að lítilsháttar geisla- mengun hefði mælst á Mururoa- eyju og Bolger sagði það renna stoðum undir röksemdir um að binda þyrfti enda á kjarnorkutil- raunirnar. Búist er við að Chirac taki ákvörðun um hvort hætta eigi til- raununum áður en hann heldur í þriggja daga heimsókn til Banda- ríkjanna á miðvikudag. Flugstjór- inn örendur eftir hjarta- áfall í aðflugi London. Reuter. FLUGMAÐUR breskrar þotu af gerðirini Boeing-757 lenti heilu og höldnu á flugvellinum í Mala- ga á Spáni með 220 farþega innanborðs eftir að flugstjórinn fékk hjartaáfall og lést skömmu fyrir lendingu. Talsmaður Britannia félags- ins sagði að flugstjórinn, sem var á sextugsaldri, hefði fengið hjartááfall nokkrum mínútum áður en flugvélin átti að lenda í Malaga. Tilraunir til þess að lífga hann við hefðu reynst ár- angurslausar. „ Atburðir af þessu tagi eru afar fágætir. Að sjálfsögðu eru áhafnir flugvéla þjálfaðar í að glíma við hvers kyns tilvik, hversu ólíklegt er að þau eigi sér stað, og því miður var þörf fyrir þá þjálfun að þessu sinni,“ sagði talsmaðurinn. Britannia er stærsta leigu- flugfélag Bretlands og starf- rækir 20 þotur af gerðinni Bo- eing-757 og átta stærri af gerð- inni Boeing-767. A * Yaxandi deilur milli Ira og Breta um Norður-Irland Londonderry. Reuter. DICK Spring, utanríkisráðherra ír- lands, sakaði í gær bresku stjórnina um að reyna að koma af stað klofn- ingi í írsku stjórninni vegna málefna Norður-írlands. Bretar stungu ný- lega upp á því að efnt yrði til kosn- inga á N-Irlandi áður en hafnar yrðu viðræður um frið milli kaþó- likka og mótmælenda. Kaþólikkar vilja flestir samein- ingu eða aukið samstarf við írland en mótmælendur, sem eru rúmlega helmingur íbúa N-írlands, vilja að héraðið verði áfram hluti Bretlands. Bretar og helstu flokkar mótmæl- enda krefjast þess að hryðjuverka- menn, þ. á m. liðsmenn írska lýð- veldishersins, IRA, afhendi vopn sín Spring andvígur kosningum áður en raunverulegar friðarvið- ræður allra aðila heíjist. IRA og Sinn Fein, stjórnmálaarmur hreyf- ingarinnar, hafna með öllu að af- henda vopnin áður en viðræður hefjast. Spring sagði Breta lengi hafa notað þá aðferð gegn írum að deila og drottna og nýju tillögurnar hefðu það að markmiði. Það myndi þó ekki takast að þessu sinni; sam- starf hans við John Bruton for- sætisráðherra væri mjög traust. Útilokað væri að leysa deilur Norð- ur-íra með kosningum núna vegna gagnkvæmrar tortryggni deiluað- iia. Stjórn Johns Majors í Bretlandi hefur nú mjög lítinn meirihluta í neðri deild þingsins og getur þurft á stuðningi þingmanna n-írskra mótmælenda að halda. Þeir fagna hugmyndinni um kosningar sem ætlað er að tryggja að fulltrúar deiluaðila í friðarviðræðum hafi raunverulegt umboð kjósenda. KáMiriveim ÚRVALÚTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: s(mi 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: stmi 482 1666, Akureyri: sítni 462 5000 - og hjá umboðsmöntium utn lancl allt. 20. mars í 2, 4 eða 5 vikur Við tökum forskot á sumarið og bregðum okkurtil Kanarí. Sérlegur gestgjafi ÚrvaJs-fólks er Sigríður Hannesdóttir. Verð frá: 2 vikur 1 4 vikur 74.956 kr. 95.035 kr. Staðgreiðsluverð m.v. tvo í húsi á Beach Flor með afslætti f. Úrvals-fólk. Verð fyrir 5tu vikuna 13.600 kr. á mann. ■' Stjórntækniskóli íslands I Höfðabakka 9 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐi Stjórntækniskóli íslands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðs- fræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Sölustjórnun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjórnun. Stjórnun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætlanagerð. Viðskiptasiðferði. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið." Elísabet Ólafsdóttir, Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tví- mælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags-, og/ eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja." Hendricus Bjarnason, Skýrr Starfsmenntun. Fjárfesting til framtiðar. Simi 567 1466. Opið til kl. 22.00. EIÐFAXI ER KOMINN ÚT STÚTFULLUR AF NÝJU EFNI! Jón Stefánsson organisti í Langholtskirkju talar um hestamennsku. Kristinn Hugason lýsir því hvernig sýna eigi kynbótahross. Nýjar hugmyndir um fimikeppni. Breyttar reglur í gæðingakeppni o.fl. o.fl. EFNISYFIRLIT EIÐFAXA SÍÐUSTU FIMM ÁRIN FYLGIR MEÐ! Eiðfaxi - fróðleiksbrunnur hestamannsins. GERIST ÁSKRIFENDUR EIÐFAXI ehf. Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími 588 2525, fax 588 2528 TÍMARIT HESTAMANNA Fréttaskýringaþátturinn 48 stundir í kvöld kl. 22:15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.