Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 24

Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORQUNBLAÐIÐ LISTIR Tónlistarskóli og grunnskóli Ohjákvæmilegt að tengja námið betur Samtök tónlistarskólastjóra efndu til ráð- stefnu o g skoðanaskipta um hlutverk tónlist- arskólanna í ljósi breytinga sem nú eiga sér stað innan grunnskólans með hliðsjón af samfelldum skóladegí. Hildur Einarsdóttir greinir frá helstu niðurstöðum sem komu fram í framsöguerindum. IUPPHAFI ráðstefnunnar ávarpaði menntamálaráð- herra, Björn Bjarnason, ráð- stefnugesti. Björn sagði meðal annars, að í nýrri aðalnámskrá tón- listarskóla, sem kemur út í næsta mánuði, væri lögð áhersla á sjálf- stæði einstakra skóla. Jafnframt kæmi þar fram að samstarf tón- listarskóla og grunnskóla geti verið með ýmsum hætti og breytilegt eft- ir aðstæðum hverju sinni. „Það er því fyrst og fremst í höndum skóla- stjórnenda, kennara, foreldra, stjórnenda sveitarfélaga og annarra heimamanna að finna þessu sam- starfi þann farveg sem vænlegastur er til árangurs á hveijum stað og hverjum tíma.“ Sem flestir lyóti tónlistarnáms „Með flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna er^eðliiegt að menn skoði á ný stöðu tónlistarskólanna og hvort endurmeta beri þau viðmið sem fram að þessu hafa ráðið fjár- veitingum til skólanna," sagði Ami Þór Sigurðsson, formaður Skóla- málaráðs Reykjavi'kur. Kom fram í erindi hans, að rætt hefði verið inn- an skólamálaráðs hvort einskorða ætti stuðning sveitarfélagsins við nemendur á grunnskólaaldri eða við tiltekin stig tónlistamámsins. Einnig hefði verið rætt hve mikið tillit ætti að taka til nemenda sem búsettir eru í öðrum sveitarfélögum. Árni Þór sagði ofangreindar hugmyndir hafa mætt andstöðu hjá fulltrúum tónlistarskólastjóra og tónlistar- kennara í Reykjavík. Svo róttækar breytingar verði því ekki lagðar til nú. Árni vék að þeim áhrifum sem einsetning allra grunnskóla fyrir árið 2001 muni hafa. „Óhjákvæmi- legt er að mínu mati, að tengja bet- ur saman nám í tónlistarskóla og grunnskóla, sérstaklega hvað ýarðar yngstu börnin. Vel má hugsa sér að einstakir skóiar taki upp formiegt samstarf við tiltekna grunnskóla í þeim tilgangi að tónlistarkennslan verði ékki einskorðuð við eftirmið- dag en slíkt samstarf kallar á góðá skipuiagningu og nálægð skólanna hver við annan. Árni Þór kvað skóla- málaráð hafa áhuga á að beita sér fyrir slíku samstarfí. Væri áhugi á að standa fyrir tilraunverkefni í til- teknum skólum til að byrja með. Gengi það í grófum dráttum út á að bjóða forskólanám auk hefðbund- ins tónlistarnáms fyrir byrjendur innan veggja grunnskólans eftir að skóiadegi iýkur. Verkefni af þessum toga gæti verið skipulagt af viðkom- andi grunnskóia, t.d. sem hluti af lengdri viðveru, sem daglega gengi undir heitinu „Heilsdagsskóli". Einn- ig gæti námið verið á snærum ein- hvers tónlistarskólanna sem fengi tækifæri til að vera með hluta af starfsemi sinni inn í grunnskólunum. „Mikilvægi tóniistarnáms í uppeldi er óvefengjanlegt. Við hljótum þess vegna að stefna að því að gefa sem flestum tækifæri til að njóta þess,“ sagði Árni Þór. Hópkennsla fyrir 3-9 ára börn hefur gefist vel á Húsavík Halldór Valdimarsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Húsavík, lýsti í erindi sínu sameiginlegu þróunar- verkefni sem grunnskóli staðarins, Borgarhólsskóli, Tónlistarskólinn og leikskólinn Bestibær hafa unnið að undanfarin þrjú ár. Markmiðið með verkefninu er að koma á markvissu tónlistaruppeldi fyrir aldurshópinn 3-9 ára með því að koma á sam- vinnu og samræma tónlistarkennslu í leikskóla, tónlistarskóla og grunn- skóla með gerð sameiginlegrar nám- skrár í tónlistarfræðslu fyrir þetta aldursskeið. Einnig að þróa og afla þekkingar í viðkomandi stofnunum um kennsjuaðferðir fyrir þetta ald- ursskeið sem gerir það mögulegt að bjóða heilum bekkjardeildum upp á hljóðfæranám sem fellur inn í sam- fellda stundaskrá. Rökstuðningur með þessum markmiðum er sá, að , sögn Halldórs, að rannsóknir benda til þess að tónlistarörvun og tónlist- aruppeldi eigi að hefjast fyrir sex ára aldurinn. „Það hlýtur því að vera lykilatriði að geta hafið strax í leikskóla markvisst tónlistaruppeldi sem er í samhengi við það nám sem börnunum stendur til boða séinna. Á sama hátt er mikilvægt að námið sem er í boði í tónmenntakennslu grunnskóla og í tónlistarskólum geti tekið mið af námi og tónlistarupp- eldi sem fram fer í leikskólunum." Taldi Halldór leikskólana á margan hátt vel til þess fallna að sinna þess- um hluta tónlistarnámsins. „Sú stað- reynd að stærstur hluti nemenda í tónlistarskólum landsins flokkast undir byrjendur á fyrstu stigum í hljóðfæranámi undirstrikar enn frekar nauðsyn þess að byrjenda- kennslan sé sem markvissust. Það ætti líka öllúm að vera ljóst að það FRÁ ráðstefnunni. Morgunblaðið/Sverrir er slæm nýting á fjármunum og þekkingu þegar tónlistarkennari er að kenna í einkatímum átta eða níu ára gömlum nemendum sem vantar alla undirstöðuþjálfun fyrir hljóð- færanám.“ Halidór sagði þetta fyrir- komulag auðvelda að koma á sam- felldum skóladegi barnanna og félli vel að þeim hugmyndum að koma á heilsdagsskóla. Með því að koma hljóðfæranáminu inn í samfelldan skóladag væri líka komist hjá því að lenda í, árekstri við tómstunda- starfsemi ýmiss konar og starfsemi íþróttafélaga sem fram fer að lokn- um skóladegi. Halldór sagði að vegna hagkvæmni hópkennslunnar væru skólagjöldin hlutfallslega lægri á hvern einstakling en í einkakennsl- unni. Hér væri því ekki um háar upphæðir að ræða. Að lokum sagði hann að gert væri ráð fyrir að nýr sérbúinn tónlistarskóli verði inn í miðju grunnskólahúsinu. Ekki má stofna góðum árangri í einkakennslu í hættu Sigursveinn Magnússon, skóla- stjóri Tónskóla Sigursveins, greindi frá viðræðum sem umræðuhópur tónlistarskólastjórnenda átti við skólamálaráð. Auk hans voru Stefán Edelstein og SigríðUr Árnadóttir í hópnum. Sagði Sigursveinn að nokk- ur rök mæltú með nánari samvinnu tónlistarskóla og grunnskóla í ein- hverri mynd. Ekki væri þó hægt að líta fram hjá því að þarna væri um tvær ólíkar skólagerðir að ræða sem lúta hvor um sig eigin lögmálum. Sigursveinn sagði að tilraunir sem gerðar hefðu verið með stofnun útibúa frá tónlistarskólum í húsnæði grunnskóla í Reykjavík hefðu ekki alltaf gengið sem skyldi. Ekki hefði verið boðið upp á viðunandi starfsað- stöðu og erfitt hefði verið að fá kenn- ara að kenna á fámennum kennslu- stöðum þar sem viðkomandi er til- tölulega einangraður í starfi. Kenn- arar hefðu líka kvartað yfir að ýmis einkenni starfsins í grunnskólunum flyttust yfir til tónlistarskólans svo sem agavandamál og ónæði. Sigursveinn kvað núverandi fyrir- komulag, sem byggir að me.stu á einkakennslu, hafa gefíst vel og breyting á því mætti ekki setja þann jákvæða árangur sem hefði náðst í hættu. Sagði hann þó athugandi að tónlistarskólar og grunnskólinn bjóði upp á nám sem væri að einhverju leyti frábrugðið því sem nú er svo sem í formi hópkennslu til að gefa fleiri börnum kost á námi með lægri námsgjöldum. Huga þyrfti að því í þessu samhengi að gera hópkennslu að lið í kennaramenntun en svo hefði ekki verið hingað til. Björn Th. Arnason, formaður og skólastjóri FÍH, kvað það ekki óeðli- legt að forskólakennsla í tónmennt- um færðist inn í grunnskólana og þar verði um hópkennslu að ræða. „En ég tel nauðsynlegt að velja vel í hópana og að tekið verði tillit til þroskastigs hvers og eins svo kennsl- an skili sér. Einnig þarf að stórauka tónmenntakennsluna svo allir fái að njóta hennar. Fyrir eldri aldurshóp- ana er það þó samvinna nemanda og kennara í einkatímum sem hefur skilað okkur árangri. Kerfið sem við búum við nú er til fyrirmyndar og því þurfum við að fara hægt í allar breytingar því við höfum ekki þörf Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 1 . febrúar kl. 20.00 En Shao, Hallfríður Ólafsdóttir, hljómsveitarstjóri flautuleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands . 5 RÚN í Carl Nielsen: Flautukonsert g Dmitríj Shostakovitsj: Sinfónía nr. 5 Gul áskriftarkort gilda SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói við Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN Syndararnir þagna RÁÐÞROTA lögreglumenn (Freeman og Pitt) í glímu við snjallan fjöldamorðingja í spennuhryllinum Dauðosyndirnar sjö. KVIKMYNPIR Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri DAUÐASYNDIRNAR SJÖ („SEVEN'jtr ★ ★ Vi Leikstjóri David Fincher. Handrits- höfundur Andrew Kevin Walker. Kvikmyndatökusljóri Darius Khondji. Tónlist Howard Shore. Að- alleikendur Brad Pitt, Morgan Free- man, Gwyneth Paltrow, Kevin Spac- ey, Richard Roundtree, R. Lee Er- mey, John C. McGiniey. Bandarísk. New Line Cinema 1995. STÓRBORGARUMHVERFI Dauðasyndanna sjö er líkt og umíjöll- unarefnið, fráhrindandi, hráslagalegt, grátt og guggið. Sviðsmyndimar meistaraverk í gotneskum hryllings- stíl, allt útskitið, myrkt og blautt. Persónurnar litlaus massi þar sem syndaramir skera sig úr, ámm líkir, og örfáir samviskusamir laganna verðir eru pánast eina ljósið í myrkr- inu. í þessu jarðneska víti hefur lög- reglumaðurinn Sommerset (Morgan Freeman) unnið alla tíð en er að láta af störfum og í upphafi myndarinnar kemur Mills (Brad Pitt), eftirmaður hans til sögunnar. Það fer ekkert of vel á með þeim til að byija með, enda Sommerset kunnáttumaður af gamla skólanum, Mills fljóthuga og ótaminn. Það er ekki fyrr en að kona Mills (Glyneth Paltrow) hefur blíðkað þá að samstarfíð verður bærilegt. Eins gott því fyrr en varir em þeir félagar komnir í örvæntingarfulla leit að íjöldamorðingja sem kvelur og drepur fómarlömbin á óvenju hroðalegan hátt. Lögreglumennimir komast að raun um að þeir eiga, í höggi við snjallan bijálæðing sem telur sig út- sendara almættisins með það veiga- mikla hlutverk að láta synduga sam- borgargna gjalda Dauðasyndanna sjö með Iífí sínu. Þeir Mills og Sommer- set verða sífellt flæktari í málið og að endingu hluti af djöfullegri fléttu morðingjans. Það er engum blöðum um það að fletta að Dauðasyndimar sjo er ein óhugnanlegasta mynd sem gerð hefur verið í háa herrans tíð og ein sú lang- óþægilegasta að sitja undir. Allt leggst á eitt að gera hana sem óbæri- legasta. Efnið og útlitið og ekki síst hljóðrásin. Hér fer enginn sigurvegari af hólmi, undir lokin tapa allir í þeim blóði drifna hildarleik sem fram fer á milli góðra afla og illra. Sjúkleikinn einatt í fyrirrúmi og hefur sjaldan náð jafnsterkum tökum á áhorfandanum og leikstjórinn, David Fincher, óspar á krassandi hjáiparmeðöl. Þar eru snjallir menn í hveiju plássi. Mestan þátt í nöturlegu útlitinu á kvikmynda- tökustjórinn Dario Khundji, mikill kunnáttumaður í lýsingu, líkt og sýndi sig eftirminnilega í Delicatessen. Hann er svo spar á birtuna að mynd- in virkar nánast svart/hvít á löngum köflum. Það á ekki illa við í víti. Stórleikarinn Morgan Freeman fær t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.