Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Vélritun undir tónum Bachs Morgunblaðið/Ásdís VÉLRITUNARKENNARAR kynntu sér PC-Bach vélritunarforritið. FYRSTA vélritunarforrit á vegum Námsgagnastofnun- ar er nýkomið út, en fram til þessa hafa grunn- skóla- kennarar nánast eingöngu stuðst við kennslubók Þór- unnar Felixdóttur í vélritun og nú síðustu ár á tölvu- tæku formi. Að sögn As- geirs Guðmundssonar framkvæmdastjóra stofn- unarinnar hefur forritið verið tekið til notkunar í nokkrum skólum á landinu. Helga Stefánsdóttir kennari í Arbæjarskóla hefur notast við forritið á ensku undanfarin þrjú ár fyrir elstu bekki grunn- skólans, en nú hefur hún þýtt það yfir á íslensku. Hún segir íslenska forritið henta vel til sérkennslu og sjálf notar hún það fyrir nemendur allt niður í 11 ára. Fyrirmæli af snældum Öll fyrirmæli koma af segulbandssnældum þar sem sagt er á hvaða stafi skal slegið. A bakvið hljómar sígild tónlist eftir tónlistarmenn- ina Antonio Vivaldi, Sebastian Bach, Domenico Scarlatti og Fridrich Hándel, en fremsti staf- urinn I skírnarnöfnum þeirra mynda heimalykla vinstri hand- ar. „Sumir óttast að unglingar kæri sig ekki um að hlusta á sí- gilda tónlist inni í bekk,“ sagði Helga. Hún segir að þvert á móti hafi þeim líkað það mjög vel, enda verði andrúmsloftið einkar afslappandi og þægilegt. Slökunaræfingar á sérstökum snældum fylgja með á segul- bandssnældu sem hægt er að nota í lok hvers tíma. Helga nefnir að eitt sinn hafi nemendur beðið hana um að spila lög með þungarokkshljóm- sveitinni Metallicu. Varð hún við ósk þeirra þegar þeir tóku hraðaæfingu og í Ijós kom að allir nemendur sem einn misstu niður hraðann. „Þeir báðu aldrei um slíkt aftur,“ sagði Helga. Auðvelt er að leiða sig áfram í forritinu, sem býður upp á ýmsa „rétti“ eins og for- rétt, aðalrétt og eftirrétt. Segir Helga að í venjulegri kennslustund sé tekið sitt lítið af hverjum rétti. Ellefu kennslustundir tekur að koma öllum fingrum af stað, en þá er þjálfunin eft- ir. Þegar komið er í fram- haldshluta leiðréttir forrit- ið texta nemenda og gefur þeim einkunn fyrir hraða og nákvæmni. A skjánum má sjá lykla- borðið þar sem hver fingur hefur sinn lit og í hvert sinn sem byijað er á nýjum stöf- um lýsast þeir sérstaklega upp. Er hvort tveggja gert til að auðvelda kennslu fyr- ir mjög unga nemendur, en hingað til hefur vélritunar- kennsla einskorðast við unglingadeildir í flestum skólum og jafnvel einungis efsta bekkinn. Aðspurð segir Helga að ekki sé reiknað með heim- anámi í þessu kerfi. Hún vísar til þess að fyrir nokkr- um árum hafi dómur gengið í máli, sem kvað á um að ekki mætti krefjast þess að nemandi eigi tölvu eða ritvél. „Þetta for- rit hentar vel, því góður árangur hefur mælst á stuttum tíma.“ Asgeir Guðmundsson segir að áætlanir séu um að kynna forrit- ið einnig í fyrirtækjum, því það þykir henta vel vil þjálfunar ein- stakra starfsmanna. „Þetta er okkar hugmynd, en framtíðin leiðir í ljós hvernig til tekst,“ sagði hann. handavínna myndmennt ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 5517356. ■ Listmálun - leirlist Nýtt námskeið að byrja í listmálun og leirlist. Morgun- og kvöldtímar. Innritun í simum 552 3218 og 562 3218. Ríkey Ingimundardóttir, myndhöggvari. ■ Virku námskeiðin byrja 5. febrúar Bútasaumur, byrjendur (teppagerð 4x3 tímar). Framhaldsnámskeið (4 teppamynstur 4x3 tímar). Dúkkugerð (2x3 tímar). Eldhúshlutir, tehetta servíettubox, mynd, pottaleppar o.fl. (4x3 tímar). Baðherbergishlutir (4x3 tímar), tissuebox, seta, ilmdúkka o.fl. Veggteppanámskeið (3x3 timar). Kennt 3 miðvikudagskvöld kl. 19-22. VIRKA Mörkinni 3, sími 568 7477 heilsurækt ■ Grænmetisréttir - námskeiðin eru byrjuð aftur Viltu læra að elda ódýran mat úr græn- meti og ávöxtum? Námskeið 1: Indverskir réttir mán. Námskeið 2: Mexíkóskir réttir þri. Námskeið 3: Blandað alþjóðlegt mið. Tími: Kl. 18-21.30. Verð á kvöld 2.500. 6-8 manns í hóp. Tvö brauð og fimm laukar, sími 587 2899, Steinunn. ýmisiegt ■ Ættfræðinámskeið Lærið sjálf að leita uppruna ykkar og frændgarðs. Frábær rannsóknaaðstaða. Ættfræðiþjónustan, s. 552 7100. ■ Námskeið í keramik Keramiknámskeiðin á Hulduhólum hefj- ast 19. febrúar. Byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið. Upplýsingar í síma 566 6194. Steinunn Marteinsdóttir. ■ Bréfaskólanámskeið í myndmennt Á nýársönn, janúar-maí, eru kennd eftir- farandi námskeið: Grunnteikning. Líkamsteikning. Lita- meðferð. Listmálun með myndbandi. Skrautskrift. Innanhússarkitektúr. Híbýlafræði. Teikning og föndur fyrir börn. Fáðu sent kynningarrit skólans með því að hringja eða senda okkur línu. Sími 562 7644, pósthólf 1464, 121 Reykjavík. tungumál ■ Enskunám f Englandí Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyr- ir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja-4ra vikna annir; unglinga- skóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir; viðskiptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefur Jóna Marfa Júifusdóttir eftir kl. 18 i' síma 462-3625. ■ Dönskuskólinn, Stórhöfða 17 Kennsla hefst mánudaginn 15. janúar. Danska kennd í litlum samtalshópum. Einnig unglinganámskeið. Upplýsingar og skráning i sfmum 567 7770 og 567 6794. ■ Enskunám i' Englandi í boði er alhliða enskunám allt árið við virtan enskuskóla. Sérstakt fjórtán vikna námskeið hefst 11. mars (Cambridge examinatination first certificate). Fámennir hópar. Fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Allar nánari upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhannsson eftir kl. 18.00 i' si'ma 581 1652. tónlist ■ Píanókennsla Einkakennsla á píanó og í tónfræði. Upplýsingar og innritun í s. 553 1507. Anna Ingólfsdóttir. nudd ■ Nuddskóli Nuddstofu Reykjavíkur Vorönn 1996 ■ Nám í svæðameðferð (4 áfangar alls 280 kennslustundir). Akureyri 1. áfangi hefst 31. janúar. Reykjavík 1. áfangi hefst 21. febrúar. ■ Námskeið Höfuðnudd og orkupunktar (52 kennslustundir). Akureyri 6.-10. mars. Reykjavik 28. febrúar-3. mars. Kennarar: Kristján Jóhannesson, sjúkra- nuddari og Katrín Jónsdóttir, svæða- nuddari. Upplýsingar og innritun í símum 462 4517 og 557 9736. Háskóli íslands Meistaranám í um- hverfisfræðum rætt HÁSKÓLARÁÐ hefur ekki tekið af- stöðu til tillagna pefndar um stefnu- mörkun Háskóla íslands í umhverfis- málum. Nefndin hefur lagt til að annars vegar komi skólinn á meist- aranámi í umhverfísfræðum með svipuðu sniði og meistaranámið í sjávarútvegsfræðum sem nú er kennt og hins vegar verði komið upp Um- hverfisstofnun Háskólans, sem greiddi fyrir. starfi mismunandi deilda að umhverfismálum. Um yrði að ræða miðstöð fyrir umhverfis- rannsóknir sem háskólinn stundaði eða tæki að sér. Sveinbjörn Björnsson háskólarekt- or segir að heita megi að í öllum deildum háskólans sé áhugi á um- hverfismálum. „í fyrstu datt mönn- um einungis í hug greinar eins og líffræði og jarðfræði. I ljós kom hins vegar að innan verkfræðinnar er ýmislegt sem tengist umhverfi eins og t.d. fráveitukerfi. Nefna má að lög um umhverfismál snúa að iaga- deild. Einnig hafa mörg lönd reynt að stýra umhverfismálum með fjár- hagslegum aðgerðum og í guðfræði- deiid velta menn fyrir sér siðfræði gagnvart náttúru og fleiru, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Hann segir að hugmyndir séu uppi um að menn ljúki fyrst fagnámi í einhverri deild en síðan yrði námi í umhverfisfræðum bætt ofan á og með því mætti ljúka meistaragráðu. Umhverfisstofnun Háskóla íslands verði komið á fót I nefndaráliti um Umhverfisstofn- un Háskóla íslands segir að við Há- skóla íslands hafi verið stundaðar rannsóknir og unnin verkefni á ýms- um sviðum sem talist geti til um- hverfismála. Innan skólans sé að finna meiri breidd varðandi þekkingu á umhverfismálum og tengdum svið- um en í nokkurri annarri stofnun í íslensku þjóðfélagi. „Þrátt fyrir þetta hefur Háskóia íslands sem stofnun ekki tekist að skapa sér stöðu sem leiðandi afli við mótun stefnu og rannsókna í umhverfismálum. Þegar upp koma ágreiningsmál tengd um- hverfismálum, eða umræður skapast á þessum vettvangi, hefur lítið verið leitað til Háskólans þrátt fyrir þá miklu þekkingu sem þar er að finna á þessu sviði,“ segir þar. Aukning rannsóknaverkefna Að mati nefndarinnar er ein ástæðan sú að formlegan aðila hefur vantað innan skólans til að fara með þessi mál. Úr þessu telur hún að þurfi að bæta, sérstaklega í ljósi þess að búast megi við mikilli aukningu rannsóknarverkefna bæði hér innan- lands og erlendis. „Slík rannsóknar- verkefni eru oft mjög viðamikil og í eðli sínu þverfagleg, og því nauðsyn- legt, að formlegur aðili innan Háskól- ans geti tengst þeim, sérstaklega með tilliti til samvinnu við aðrar stofnanir eða aðila innanlands og utan. Eins má ætla, að umræður um umhverfís- mál og fjöldi ágreininsmála tengdum þeim aukist á næstu árum, t.d. vegna breyttra áherslna með tilkomu laga um mat á umhverifsáhrifum fram- kvæmda," segir í nefndaráliti. tölvur ■ Tölvunámskeið Starfsmenntun: - 64 klst tölvunám - 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: - PC grunnnámskeið - Windows 3.1 og Windows 95 - Word grunnur og framhald - WordPerfect fyrir Windows - Excel grunnur og framhald - Access grunnur - PowerPoint - Paradox fyrir Windows - PageMaker fyrir Windows' - Intemet námskeið - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Bamanám - Unglinganám í Windows - Unglinganám í Visual Basic - Windows forritun Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699. Tölvuskóli Reykiavíkur IBorgartúni 28, sími 561 6699. ■ Umsjón tölvuneta: Frábært 54 kennslustunda námskeið um allt sem þarí að kunna til þess að sjá um Novell net. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. StjórmmaifcUg fsUnds NÝHERJI Viðskipta- og tölvuskólinn ■ Helgarnámskeið: Grunnur, Windows og Internet. 18 klst., kr. 13.500. Word og Excel. 18 klst., kr. 13.500. Nánari upplýsingar í síma 569 7640. ■ Tölvuvetrarskólinn fyrir 10-16 ára: Grunnámskeið og forritunarnámskeið. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. ■ Nútfma forritun: Frábært 54 kennslustunda námskeið um nútíma forritun með Visual Basic. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. Stjóraunarfélag fslands NÝHERJI Viðskipta- og tölvuskólinn ■ Kvöldnámskeið: Word 12 klst. kr. 9.000. Internet 6 klst. kr. 4.500. Excel 12 klst. kr. 9.000. Windows 6 klst. kr. 4.500. Power Point 6 klst. kr. 4Í500. Nánari upplýsingar í síma 569 7640. Tölvunámskeið Windows, Word og Excel, 5.-9. febr. kl. 16-19 eða 12.-16. febr. kl. 9-12. Windows 95, 5.-6. febr. kl. 16-19 eða 12.-13. febr. kl. 13-16. Internetið, 31. jan. - 1. febr. kl. 16-19 eða 7.-8. febr. kl. 16-19. Word, 5.-8. febr. kl. 13-16. Word framhaldsnámskeið, 12.-15. febr. kl. 13-16. Excel, 5.-9. febr. kl. 13-16. Excel Visual Basic for Applications fjölvagerð, 19.-22. febr. kl. 13-16. Access gagnagrunnurinn, 12.-16. febr. kl. 9-12. Claris Work framhaldsnámskeið, 12.-16. febr. kl. 16-19. FileMaker gagnagrunnurinn, 12.-16. febr. kl. 16-19. Macintosh og Claris Works, 5.-9. febr. kl. 9-12 eða 6.-20. febr. kl. 19.30-22.30. Quark Xpress, 5.-9. febr. kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.