Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 27

Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 27 Málum sem vísað er til skólasálfræðinga hafa tvöfaldast á undanförn- um áratug, en fjöldi starfsfólks hefur staðið í stað. Hildur Friðriks- dóttir komst að því að sum böm verða að bíða allt að tvo mánuði eftir að komast í meðferð. F Nemendafjöldi í Reykjavík Fjöldi mála hjá sálfræðideild skóla í Reykjavík MEÐ grunnskólalögunum 1974 var sett löggjöf um sálfræðiþjónustu í skólum. Á fyrstu átta árunum var um 400 nemendum visað til sálfræðideildar en upp úr því fjölgar þeim hratt Upp undir 1000 nemendur leituðu til sálfræðideildar árið 1991, en ári siðar eru þeir í kringum 700. Ástæðan er talin sú að það ár voru þrjár sálfræði- deildir sameinaðar á einn stað og raskaðist starfsemin verulega. 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 |JÖLDI nemenda, sem vísað hefur verið til sálfræði- deildar skóla hjá Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur, hefur tvöfaldast á síðastliðnum tólf árum. Á árunum 1975-83 voru nemendur að jafnaði í kringum 400, en á undanförnum árum hefur meðaltalið verið 800-900 nemend- ur. Algengasta orsök vegna tilvís- unar er vegna námsframmistöðu nemenda eða hegðunarvandamála. Þegar kafað er dýpra kemur í ljós að grundvandamálin eru af mjög mismunandi toga. Flestar tilvísanir koma frá skól- um eða 60-65% en aðrar koma frá foreldrum eða stofnunum. Starfs- mönnum sálfræðideilda skóla hefur ekki fjölgað frá árinu 1975, þrátt fyrir helmingsfjölgun mála, að sögn Víðis Kristinssonar forstöðusál- fræðings. Að undanförnu hefur starfsmönnum fækkað ef eitthvað er. Ekki heimild til ráðninga vegna forfalla nema að hluta Með reglugerð frá 1980 var áætl- aður einn sálfræðingur fyrir hveija þúsund nemendur. Nú er engin reglugerð í gildi og eru rúmlega 1.200 nemendur á sálfræðing nú. Víðir segir að ekki hafi fengist heimild til að ráða starfsfólk nema að hluta vegna veikindaforfalla og barnsburðarleyfa. „Stöðugildin eru því heldur færri nú en þau ættu í raun að vera,“ sagði hann. Hann segir það vera undarlegt í ljósi þess að veikist kennari sé ekk- ert mál að ráða annan í hans stað, svo framarlega sem hægt sé að finna starfsmann. Viðkvæðið gagnvart Fræðsluskrifstofu sé hins vegar að stofnunin hafi ákveðinn fjárhags- ramma. „Hér í Reykjavík hefur hver króna verið nýtt þannig að stofnunin hefur ekkert svigrúm,“ sagði hann. Víðir segir að síðan umræðan um SALINIOLAGI Við reynum að glíma við þá sem eru verst staddir flutning grunnskólans til sveitarfé- laga hófst fyrir nokkrum árum hafi verið mikil kyrrstaða í málum sál- fræðideildar. „Það hefur fengist óskaplega lítið viðbótarfjármagn, því menntamálaráðuneytið hefur lítið viljað leggja í þennan málaflokk og helst viljað þrengja að,“ sagði hann. Hann segir ljóst að ekki sé hægt að sinna hveiju máli eins og æski- legt væri. „Vandamálin aukast jafnt og þétt og það er víðs íjarri að við höfum lausn á þeim öllum. Við reyn- um að klóra í bakkann og glíma við að aðstoða þá nemendur sem verst eru staddir." Vinnuregla sálfræðideildar er sú að reyna að líta á öll mál sem vísað er til deildarinnar og flokka þau síðan eftir forgangsröð. Þannig getur bið eftir fyrstu greiningu ver- ið tiltölulega stutt en síðan geta jafnvel liðið upp undir tveir mánuð- ir áður en hægt er að veita næsta viðtal. Einstök mál eru mjög miskrefj- andi. Sum þeirra er hægt -að af- greiða nokkuð fljótt en öðrum þarf að sinna meira og minna alla skóla- göngu barnsins, jafnvel án þess að fullnægjandi lausn finnist. „Það eru mörg mál hjá okkur sem ekki er hægt að segja að komin séu á endapunkt vegna þess að við vitum heldur áfram að verða Morgunblaðið/Sverrir VIÐIR Kristinsson forstöðusálfræðingnr segir Sálfræðideild skóla vera undirmannaða. að þetta vandamál." - Hefur komið til tals að foreldr- ar sem leita með börn sín til sál- fræðinga utan skóla fái niður- greiðslu á þvi gjaldi eins og gert er með skólatannlækna? „Nokkur tími er síðan Sálfræð- ingafélag íslands barðist fyrir að fá aðgang að Sjúkrasamlaginu meðan það var við lýði og síðar Tryggingastofnun, en ekki hefur verið ljáð máls á því. Málið hefur því legið nokkuð niðri að undan- förnu. Hins vegar er þjónusta geð- lækna niðurgreidd að hluta til. Sál- fræðingar hafa heyrt undir mennta- málaráðuneytið en nú hefur okkur verið tilkynnt að framvegis munum við heyra undir heilbrigðisráðneyti. Ekki er að vita nema einhveijar breytingar verði þar á í kjölfarið." Of margar hliðarráðstafanir Víðir gagnrýnir að alltof mörgum hliðarráðstöfunum hafi verið komið upp, sem jafnvel eigi sér ekki laga- lega stoð. Hann segist heldur vilja sjá eina öfluga stofnun sem sjái alfarið um greiningar. Síðan þurfi að skapa úrræði sem séu alls ekki fýrir hendi nú. Hann nefnir sem dæmi að Félagsmálastofnun hafi reynt að vista börn úti á landi. Skárst gangi með ung börn en ekk- ert einkaheimili vilji taka við unglingi sem þekktur er af ýmiss konar vand- kvæðum og hafi flosnað upp úr skóla. „í slíkum tilvikum vantar algjör úr- ræði,“ sagði hann. Spurður hvort sálfræðingar grípi sjálfkrafa inn í þegar barn verður fyrir foreldra- eða systkinamissi segir Víðir að alltaf sé reynt að sinna slíkum málum. „Það stendur hvergi á blaði að slíkt eigi að gera, en viti skólafólk af því að barn hafi orðið fyrir slíkum missi er Iang- líklegast að það biðji okkur um aðstoð.“ Hann segir að fleiri en kennarar séu farnir að hafa vakandi augu með börnum og veiti athygli ef þau eru vansæl. í þessu sambandi nefn- ir hann til dæmis starfsmenn heils- dagsskóla. Hann bendir á að þetta sé skref í rétta átt, en ítrekar hins vegar að ekkert ákveðið form sé fyrir því að séu aðstæður svona eða hinsegin eigi að leita til sálfræðings. - Á síðustu misserum hefur í auknum mæli verið rætt um áfalla- hjálp og sorgarviðbrögð. Telur þú réttmætt að Fræðsluskrifstofan eða sá sem tekur við af henni ráði í sína þjónustu til dæmis prest sem sinni eingöngu sálgæslu. Eða með öðrum orðum „litlu málunum" sem þið getið væntanlega ekki sinnt vegna mannfæðar? „Eg veit ekki hvort slíkt myndi nýtast til fullnustu inni á Fræðslu- skrifstofu. Hitt er rétt að málin sem við náum að afgreiða takmarkast við starfsmannaijölda og þau úr- ræði sem hægt er að bjóða upp á. Við reynum að koma inn í slík mál sé beðið um það. Málið er í sjálfu sér nægilega stórt ef það veldur því að barninu líður illa og þá er ástæða til að grípa inn í. Því fyrr sem gripið inn i þeim mun minni verður vandi bamsins." Undir hvað fellur þjónustan? Víðir tekur fram að með flutn- ingi grunnskólans til sveitarfélaga sé þessi málaflokkur ekki í föstum skorðum. Þegar spurst var fyrir um hvers vegna starfsemin væri ekki betur skilgreind var tekið fram að það væri til þess að hefta ekki sjálfsforræði sveitarfélaganna. í lögum er einungis tekið fram að fræðsluumdæmunum beri að halda uppi þjónustu sem sé ekki lakari en sú sem verið hafi. „Þetta getur þýtt að sálfræðiþjónustan verði með hver með sínu mótinu í mismunandi sveitarfélögum. Hún getur til dæm- is fallið undir heilsugæslu í einhveij- um tilvikum eða félagsmálastofnun í öðrum. Þá er hætt við að eðli starf- seminnar breytist." í flestum löndum er verið að vinna að aukinni sálfræði-og ráð- gjafaþjónustu. í lang- flestum þeirra eru mjög náin tengsl við skóla, jafnvel frekar en við heil- brigðis- eða félagskerfið. Röksemdafærslan fyrir því er sú börnin eyða megnið af vökutíma sínum í skóla fyrir utan þann tíma sem þau eyða á heimilum. „Mér hefur fundist ein- kenna framkvæmdaþáttinn hér á landi að ákvarðanir eru teknar á pólitískum grunni en faglegu sjón- armiðin hafa ekki verið látin ráða,“ sagði Víðir. Ekkert einka- heimili vill taka við ungl- ingi í vanda Nettengingu grunnskóla verði lokið um áramót REIKNAÐ er með að allir grunn- skólar í Reykjavík verði komnir með víðnetstengingu í árslok og hafi þar með tengst hver öðrum, Interneti og ýmsum stofnunum borgarinnar, að sögn Þórðar Kristjánssonar rekstrarstjóra Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Skólarnir eru nú þegar tengdir Interneti með upphringi- sambandi. Þórður segir að skólarnir séu misjafnlega á veg komnir bæði hvað varðar tölvuvæðingu og tölvunotk- •un. „Við þurfum að halda áfram að byggja upp staðarnetin í skólun- um sjálfum svo að þeir geti nýtt sér víðnetstenginguna." Samkvæmt ákvörðun sem tekin var í Skólamálaráði 1992 var stefnt að því að tölvuvæða alla grunn- skóla í Reykjavík á tveimur árum. Var unnið að verkefninu á tvennan hátt. í fyrsta lagi með því að koma upp tölvustofum með nettengingu og 12-14 tölvum í þeim skólum sem höfðu unglingadeildir. I öðru lagi með því að tölvuvæða skóla sem höfðu einungis yngri bekki, en þar var miðað við átta nýjar tölvur í hvern skóla. Einnig var gert ráð fyrir að eldri tölvur yrðu áfram nýttar til kennslu eftir því sem hent- aði. Allar skólastofur verði nettengdar í beinu framhaldi var hannað á vegum Skólaskrifstofu Reykjavíkur lokað víðnetskerfi, sem eingöngu er notað á skólakerfin í Reykjavík. Þórður segir að langtímamarkmið sé að nettengja allar kennslustofur í skólum borgarinnar. „Tilgangurinn er margþættur. I fyrsta lagi má nefna kennslufræði- legt gildi tölvunnar á upplýsingaöld. í öðru lagi auðveldar nettengingin allt skólastarf til muna, því skólam- ir geta haft innbyrðis samskipti sín á milli í áður óþekktum mæli. í þriðja lagi fá allir skólarnir aðgang að upplýsingum um safn bóka í öllum stofnunum Reykjavíkurborg- ar. Að síðustu má nefna að kerfið veitir stjórnendum skólanna beinan aðgang að viðeigandi hluta bók- haldskerfis borgarinnar auk þess sem það auðveldar öll samskipti skólanna og Skólaskrifstofu," sagði Þórður og tók fram að gagnaflutn- ingur milli stofnana kæmi meðal annars í veg fyrir tvíverknað. Aðspurður hvort gert sé ráð fyr- ir að endurnýja gamlan tölvukost skólanna sagði Þórður að fjármunir hefðu fram til þessa aðallega farið í að halda áfram að byggja upp tölvukostinn. „Því miður er engin ákveðin stefna í endurnýjunarmál- um. Eins og fyrr sagði var gert myndarlegt átak 1992 og 1993 í tölvukaupum. Um síðustu áramót var lögð áhersla á að kaupa nýjar tölvur fyrir stjórnendur og ritara skólanna, því þessir þættir hafa orðið nokkuð útundan. Og í ár verð- ur lögð áhersla á að ljúka við innri uppbyggingu skólanna." Vivaldí herraskór Veró: 2.495,- Tegund: 22827 Stærðir: 40-46 Litur: Svartur Ath.: Úr mjúku leðri m/gúmmisóla Póstsendum samdægurs Toppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg, sími 552 1212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.