Morgunblaðið - 30.01.1996, Page 34

Morgunblaðið - 30.01.1996, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Kirkjudeilur ÁREKSTRAR verða í öllum hinum mörgu myndum mannlífsins. Deilur koma auðveldlega upp, þar sem menn eiga samskipti. Átök geta enda stuðlað að vexti og þróun, en líka leitt til tjóns fyrir lífs- gæðin og lífíð sjálft. Væri ekki greint -frá átökum í Biblíunni gæti hún tæpast talist raunhæf bók eða raunsæ. En það er hún vissulega - líka í þeim skilningi, að hér er ekki bara talað um frið, heldur líka ófrið. Nýja testamentið er safn rita, sem til urðu í frumkirkjunni. Það greinir frá lífi Jesú og boðskap meðal Gyðinga í Palestínu í kring- um árið 30, boðun hinna fyrstu kristnu manna og tilkomu kirkj- unnar í austurhluta rómverska rík- isins á 1. öldinni, þar sem á ýmsu valt um samkomulagið. Greina má á milli þrenns konar deilna, sem fyrir verða í Nýja testamentinu: I fyrsta lagi er þá um að ræða deilur innan kirkjunn- ar. Þær eru af ýmsum toga, geta snúist um málefnaleg eða persónu- leg átök einstaklinga eða hópa. í öðru lagi getur kirkjan svo lent í árekstrum við umhverfið - þá er utan hennar standa. í frumkirkj- unni var ávallt um að ræða að- stöðu lítils minnihlutahóps gagn- vart grónum stofnunum gyðing- legra valdsmanna og rómverska ríkisvaldsins. í þriðja lagi koma svo til' deilur utan kirkjunnar. Flestir þeir textar Nýja testament- isins, er átök varða snúast um deilur inhan safnaðanna eða árekstra þeirra við umhverfið. En ýmsir þeir textar, sem fjalla um deilur innan kirkjunnar eða kirkj- unnar við þá er utan standa, snerta vissulega deilumál almennt talað. Styr stóð um Jesúm sjálfan Segja má, að líf Jesú tengdist átökum frá upphafi til enda. Eftir ótai árekstra við farísea og skrift- lærða, var hann handtekinn og leiddur fyrir hinn æðsta gyðing- lega dómstól. Rómverski land- stjórinn lét krossfesta hann sem uppreisnarmann gegn rómverska keisaranum. Jesús forðaðist þannig ekki átök. Per- sóna hans og fram- ganga leiddi til deilna og dauðadóms. Þetta sýnir, að hann var ekki bara sá mjúki maður, sem stundum hefír verið látið í veðri vaka. Hann beygði sig ekki bara fyrir því sjálfur, að átök hlytu að fylgja þeirri leið, er hann valdi. Hann kallaði lærisveina sína líka til að fylgja sér á vegi, þar sem ofsóknir biðu og óvild margra. Þeir, sem telja, að Nýja testamentið tali bara um frið, fara villir vegar. Eitt sinn sagði hann t.d.: „Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð.“ (Matt. 10, 34.) Jesús bjó lærisveina sína þannig undir baráttu, sem kynni að leiða til píslarvættis. Kristinn maður er ekki til þess kallaður að láta allt gott heita. Hann segir ekki endi- lega „allt í lagi, elsku vinur“. Átök geta orðið óhjákvæmileg afleiðing hlýðni lærisveinsins. Hollustan við Krist og kröfur hans getur leitt til vinslita. Sjálfur lenti Jesús oft í átökum, ekki bara út af túlkun lögmálsins og eigin persónu heldur líka af vandlætingu vegna húss Drottins. Hann beitti jafnvel valdi, þegar hann rak víxlarana út úr muster- inu og velti um borðum þeirra. (Matt. 21, 12.) Honum gramdist líka stundum við sína eigin læri- sveina. Hann gerði raunar ekki ráð fyrir neinu allsherjar friðarríki, fyrr en hann kæmi aftur sem hinn himneski konungur. Höfuðhlut- verk hans var að sætta menn við Guð og sá erindisrekstur kostaði hann lífið. Friður við Guð - sátt með mönnum Það er vissulega mikilvægt, ein- mitt í ljósi þessa, að ekki gleym- ist, að Jesús leggur mikia áherslu á það í boðun sinni, að lærisveinar sínir stuðli að friði meðal manna. Mörg ummælæi, sem þetta varða, er að finna í fjallræðunni. Þar er víða talað um frið og sátt. Og Jesús eykur orðum sínum vægi með því að skírskota til gæsku Guðs'sjálfs. Maðurinn er skapaður Árekstrar o g deilur, segir Þorbergur Krist- jánsson, voru ekki óþekkt fyrirbæri innan frumkirkjunnar. í Guðs mynd, honum er ætlað að líkjast Guði, lifa sem Guðs barn. Guð „lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða“, sýnir öllum góðleika, án takmarkana. Rök fyr- ir veglyndi við aðra er einnig að fínna í líkingunni um skulduga þjóninn. Hann fékk fyrst afskrif- aða mikla skuld við konunginn, en sýndi svo ekki umburðarlyndi samþjóni sínum, sem skuldaði hon- um smáræði. Boðskapurinn er al- veg ljós: menn eiga að fyrirgefa náunganum á sama hátt og Guð hefír fyrirgefíð þeim. Ágreiningsmál innan frumkirkjunnar Áður var að því vikið, að árekstrar og deilur voru ekki óþekkt fyrirbæri innan frumkirkj- unnar. Nýja testamentið talar op- inskátt um deilumál hinna fyrstu kristnu manna. í Postulasögunni og bréfunum er víða vikið að deilu- málum. Staðreyndin er einfaldlega sú, að þar sem menn eiga sam- skipti, koma ágreiningsmál upp, líka þar sem þeir hafa fengið for- smekk af hinu komandi friðarríki. En varðandi þetta er það grund- vallaratriði í boðskap Jesú, að beð- ið skuli fyrir ofsækjendum og hið illa ekki endurgoldið. Og þegar Páll postuli varar við því, að menn taki refsivaldið í eigin hendur, eru orð hans nánast bergmál af boð- skap Jesú í líkingunni um illgresið meðal hveitisins. Hugsjónin er sú, að friður fáist við alla. En Páll hefír í þessu sambandi tvo fyrir- vara, þegar hann segir: „Hafið frið við alla menn að því leyti, sem það er unnt og á yðar valdi.“ Stundum er nefnilega ekki hægt að hafa frið. Það var ómögulegt fyrir Pál að hafa frið við þá Gaiata- menn, sem fóru með villulærdóma. Það var ekki hægt að láta allt gott heita til þess að hafa frið. Páli virðist í þessum aðstæðum útilokað að komast hjá árekstri - hér var ekki hægt að slá undan. Það var ekki hægt að versla með sannleika fagnaðarerindisins: „Undan þeim létum vér ekki einu sinni eitt andartak, til þess að sannleiki fagnaðarerindisins skyldi haldast.- (Gal. 2, 5.) Jafnvel hin friðsamasta mann- eskja getur komist í þrot með sam- skiptin við aðra. Vandamál geta verið fyrir hendi, bæði hjá okkur sjálfum og öðrum, sem við ráðum ekki við. Við lifum nefnilega í heimi takmarkananna, „í holdi“, svo að notað sé orðalag Páls. Svo lengi sem við búum við átök holds og anda, hljótum við að játa að upp koma ágreiningsefni, sem við getum ekki leyst, en verðum að læra að lifa með. Tengslin við Guð, trúin á hann er vissulega sterkasta aflið til lausnar á deilum og fyrirgefning besta vopnið gegn óbilgirni. En kirkjan getur ekki komist hjá deilumálum nú fremur en áður, hvorki innan eigin vé- banda né við þá, er utan hennar standa. Og í handleiðslu Guðs með lögmáli og fagnaðarerindi á hún þann styrk, að hún stenst það ör- ugglega, þótt hún blasi ekki ávallt eða alls staðar við sem fyrirmynd um gott samkomulag og innbyrðis kærleika. Höfundur er prestur. Sabu herraskór Verð: 2.495,- Tegund:7443 Stærðir: 40-46 Litur: Svart rúskinn Ath.: Einnig fáanlegir uppháir Póstsendum samdægurs Toppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg, sími 552 1212 Þorbergur Kristjánsson Um forseta- embættíð NÚ ÞEGAR for- setakosningar eru framundan eru tvö frumvörp fyrir Alþingi sem varða forseta ís- lands. Annað, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, er um að forseta- frambjóðandi þurfi að hafa meirihluta at- kvæða til að ná kjöri og náist það ekki verði kosið aftur um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hlutu í fyrstu umferð. Hitt er frumvarp Ólafs Hannibalssonar og fleiri um að afnema skuli skattfríð- indi forsetans og maka hans. Tímabærar lagabreytingar Bæði þessi frumvörp eru tíma- bær. Fyrra frumvarpið varðar breytingu á stjórnarskránni, svo það verður ekki að lögum, nema það verði samþykkt á tveimur þing- um og kosningar fari fram á milli þeirra. Það eru því hverfandi líkur á því að frumvarpið verði að lögum fyrir komandi kosningar, þó að æ fleiri sannfærist um að sú laga- breyting sé nauðsynleg, eftir því sem fleiri forsetaframbjóðendur eru nefndir til sögunnar. Hafa menn verið að hvetja til þess í blaðagreinum að málið verði tekið upp á Alþingi, nú síðast Björn Matthíasson í grein í Morgunblað- inu sl. miðvikudag. Eins og hér Það er mikilvægt, segir — Asta R. Jóhannesdótt- ir, að Alþingi afgreiði fyrir vorið frumvarp um að afnema skattfrelsi forseta íslands. kemur fram er nú þegar — réyndar í nóvember sl. - búið að leggja málið fram á þinginu og mæla fyr- ir því. Samkvæmt núverandi fyrir- komulagi er þess ekki krafist að forsetaefni fái hreinan meirihluta greiddra atkvæða til að hljóta kosn- ingu. Ekki er heldur krafíst neinnar tiltekinnar þátttöku í kosningunni. Ef t.d. sex forsetaefni eru í kjöri og atkvæði dreifast jafnt, getur sá sem kjörinn er forseti haft 17% atkvæða, eða jafnvel enn lægra atkvæðahlutfall á bak við sig. Eini þjóðkjörni embættismaðurinn Forseti Islands er eini þjóðkjörni embættismaður ríkisins. Þess er krafist að forsetinn sæki umboð sitt til allra kosningabærra manna á landinu. Það er því óeðlilegt að forsetinn geti náð kjöri með stuðn- ingi lítils hluta þjóðarinnar. Þegar frumvarpið að stjórnar- skránni var til meðferðar á Alþingi árið 1944 var í upphafi gert ráð fyrir því að forsetinn yrði þingkjör- inn. Gert var ráð fyrir 3A hluta lág- marksþátttöku í kosningunni og væri sá réttkjörinn forseti, sem fengi meira en helming greiddra atkvæða. Þetta breyttist síðan í meðförum þingsins og iagði stjórnarskrár- nefnd til í nefndaráliti sínu að for- setinn yrði þjóðkjörinn og að það forsetaefni sem flest atkvæði fengi yrði rétt kjörinn forseti landsins. Það er misjafnt hvað atkvæði hafa dreifst mikið í for- setakosningum hingað til. Dreifingin varð mest árið 1980, þegar núverandi forseti náði fyrst kjöri. Þá voru fjórir frambjóðendur í kjöri til forseta og fékk Vigdís Finnbogadóttir flest atkvæði, en hún hlaut 33,3% gildra at- kvæða. Kosningaþátt- taka var 90,5%. Næst- ur Vigdísi kom Guð- laugur Þorvaldsson með 32,3%, Albert Guðmundsson hlaut 19,8% og Pétur J. Thor- steinsson 14,1% gildra atkvæða. Hér réðu 30,5% allra kjós- enda í landinu forsetakosningu. Sátt verður að ríkja um æðsta embættið Það skiptir miklu máli að sátt ríki um forseta íslands og því er mikilvægt að búa svo um hnútana að vandað sé til kosningar hans. Gagnrýni á stjórnsýslu og hið opin- bera hefur orðið opinskárri hin síð- ari ár og munar þar mestu um fjölmiðlana. Ekki er ólíklegt að sama þróun eigi sér stað hér á landi og í nálæg- um löndum, að ijölmiðlar og fleiri aðilar fjalli í æ ríkari mæli á gagn- rýninn hátt um embættisfærslur þjóðhöfðingjans. Forseti með fylgi meirihluta þjóðarinnar að baki sér stendur betur að vígi til að mæta slíkri umræðu en sá sem kjörinn er með stuðningi minnihluta þjóðar- innar. Almennt hefur verið litið svo á, að embætti forseta íslands sé ópóli- tískt og hingað til hefur þjóðin stað- ið einhuga að baki forseta sínum. Það er hins vegar ekki víst að svo verði um alla framtíð, einkum ef forseti sem aðeins lítill hluti þjóðar- innar hefur kosið nær kjöri, enda er slík niðurstaða í andstöðu við Iýðræðið. Krafa um aukið fylgi við kjör forseta íslands stuðlar að því að styrkja embættið og styðja við kjörinn forseta. Launakjör forsetans, skattfrelsi afnumið Frumvarp þeirra Ólafs Hanni- balssonar, Svanfríðar Jónasdóttur o.fl. varðar breytingu á lögum um laun forseta íslands. Þar er lagt til að laun forsetans og maka hans verði ekki undanþegin opinberum gjöldum og sköttum. Eins og segir í greinargerð með frumvarpinu telja flutningsmenn það óeðlilegt að launakjör forsetans felist að verulegu leyti í skattfríð- indum, eðlilegra sé að laun forseta íslands sæti almennum reglum. Best fari á því að launakerfi ríkis- ins sé gagnsætt: æðstu embættis- menn þjóðarinnar hafí laun sem hefji þá yfir fjárhagsáhyggjur á meðan þeir gegna starfí sínu, en um leið sæti þau almennri meðferð um skatta og opinber gjöld. Þeir benda á að löggjöf í Evrópu hafi þróast í þá átt að fyrri fríðindi þjóðhöfðingja hafi ýmist verið skert eða afnumin með öllu. Lögfróðir menn halda því fram að þessa lagabreytingu verði að gera fyrir forsetakosningarnar í vor. Innan kjörtímabilsins verði kjörum forseta ekki breytt. Það er því mikilvægt að Alþingi afgreiði frá sér breytingu á lögum um laun forseta íslands fyrir vorið eigi hún að gilda fyrir næsta forseta okkar, en lengri tíma tekur að breyta lög- um þannig að forsetaframbjóðandi hafí meirihluta atkvæða til að ná kjöri. Höfundur er nlþingismnöur. Ásta R. Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.