Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 39

Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 39 _______SJONMENNTAVETTANGUR Lista- háskólar Hér fjallar Bragi Asgeirsson í fyrrí grein um listaháskóla og akademíur. „PYGMALYON og Galathea“ (í akademísku umhverfi), eftir Jean Léon Géróme (1824-1890). FLESTIR meistarar aldarinnar hafa notið akademískrar mennt- unar, og þannig var snillingurinn Henri Matisse aldrei of gamall til að vanrækja teikninguna og leita til hinna mjúku forma konu- líkamans. Myndin er tekin á vinnustofu hans 1939. Á ÞEIM tæpu þrjátíu árum sem ég hef verið virkur listrýnir við blaðið, hef ég margsinnis vikið að fagurlistaskólum í greinum mín- um, ennfremur ritað sjálfstæðar greinar um hlutverk og tilgang þeirra. Þannig er til framhalds- grein er náði yfir tvær opnur og birtist í maímánuði 1978. Hefur þetta verið liður í viðleitni minni til að undirstrika þýðingu mennta- geirans fýrir framning og upp- byggingu þjóðreisnar. Nefnd grein var skrifuð í tilefni þess að opið hús var í Myndlista- og handíðaskóla íslands yfir hvíta- sunnuhelgi það ár, og hefur von- andi stuðlað að auknum skilningi á tilgangi sjónmennta, jafnframt meiri aðsókn á sýninguna. Á þeim nær átján árum sem liðin eru síðan, hafa listaskólar gengið í gegnum umtalsverðar breytingar bæði hér og erlendis og hafa margir fylgst með nokkr- um ugg með þeim hvörfum. Síður fyrir þá sök, að nýjar hugmyndir hafa rutt sér rúms, heldur hvernig valtað er yfir eldri og sígild gildi, verk- og grunnmenntun fyrir borð borin um leið og skrifræði og fundahöld hafa öðlast margfalt vægi. Hef ég lengi haft hug á því að bæta um betur við skrif mín, enda þótti mér ærið tilefni til, ekki síst eftir lestur ýmissa greina um þróunina erlendis, og hóf það á sl. ári einkum meður því að ver- ið er að færa menntunina á há- skólastig hérlendis. Fyrirhuguð grein með vísun til umræðna um þessi mál á erlendum vettvangi, hefur því miður mætt afgangi eins og svo margt annað vegna þrálátr- ar flensu og kvefpestar seinni hluta árs, og m.a. einnig hindrað í tvígang að ég kæmist utan að skoða mikla og tímamótandi við- burði á sýningavettvangi í Evrópu. Kom mér á óvart og tel ekki einleikið, hve menn voru og eru andvaralausir og viðkvæmir fyrir skoðunum á þessum málum þegar þær eru viðraðar á opinberum vettvangi. Mætti þó álíta að þær komi allri þjóðinni við. Skýringin má vera sú, að sumir sem hér eiga í hlut eru nýfarnir að lesa fleiri málgögn en sitt eigið, hætta sér út fyrir túngarðinn heima, og þannig skiljanlega ekki kunnir fyrri skrifum mínum nema frá ein- um og afmörkuðum sjónarhóli eða rangsnúinni fjarlægð. Þannig varð ég var við að fyrrnefnd skrif mín fóru jafnvel framhjá sumum aðal- kennurum skólans, sem spurðu mig seinna meir hvenær greinarn- ar hefðu birst í blaðinu svo þeir gætu nálgast þær! Veigamest tel ég að hið sanna eðli listaskóla komi fram og hvaða saga liggur að baki þeirra, og í ljósi þess tel ég rétt að endurtaka og umskrifa upphafskaflann ræki- lega, svo lesandi og megi sannfær- ast að þeir urðu ekki til 1968 held- ur hafi gengið í gegnum merkilega þróunarsögu sem nær langt aftur í aldir. - Nafnið „Akademía" vísar til lærdóms og listaseturs og er sótt til heimspekiskóla Platons, sem hann stofnaði árið 387 fyrir Krists burð og nefndi þessu nafni. Skól- inn var í skógi fyrir utan borgar- múra Aþenu sem geymir helgar menjar hetjunnar Akademos og til hennar er nafnið sótt. Grunnhugmynd Platons var að breiða út menntun á innsæi á al- heiminn, og hefur það verið skil- greint „að ala upp í list“ (sbr. samnefnda bók sir Herberts Re- ad). Hugtakið list eins og við með- tökum það var ekki til á þá, en augljóst má vera að átt var við hugsæja lifun á fyrirbærum lífs- ins. Og þegar hugtakið hafði verið afmarkað og skilgreint á tímum endurreisnarinnar voru listir lagð- ar að jöfnu við vísindi. Eitthvað hefur þetta svo skolast til hjá mis- vitrum fræðifauskum seinni tíma, því listin mætir afgangi og hver étur upp eftir öðrum eins og Read bendir á í bók sinni. Þannig rak ég mig á í stóru ensk-íslenzku orðabókinni að hugtakið „Aka- demía“ er skilgreint sem háskóli, „heimur vísinda og fræðimanna“, en rétt þýðing og í samræmi við upprunalegu hugmynd Platons væri vitaskuld „heimur vísinda, lista og fræðimanna". Undantekning er þó Þýskaland, þar sem listaháskólar eru í nær hverri stórborg og eru virtir til jafns við fagháskóla raungreina og málvísinda, jafnvel sums staðar tveir, þ.e. listháskóli og akademía. Og svo má einnig vísa til þess að í Ameríku er listadeild við nær hvern einasta meiri háttar há- skólastofnun svo þar hafa menn skilið hugtakið rétt. Þá er að víkja að því, að þegar á tólftu öld voru til hópar lista- manna og listáhugafólks á Ítalíu og á Niðurlöndum, er mynduðu með sér samtök sem upphaf að samkomum eða náms- og um- ræðuklúbbum, er að nokkru stuðl- uðu að uppfræðslu ungs hæfileika- fólks á sviði sjónmennta. Þessir hópar nefndu sig gjarnan Lúkasar- gildin, sem vísar til guðspjalla- mannsins Lúksasar frá fimmtu öld, en sagnir greindu frá því, að hann hafi málað fyrstu myndina af heilagri guðsmóður. • Má það teljast frumvísir að þekkingarmiðl- un á sviði myndlistar. Einn Lúkasarhópurinn átti samastað á vinnustofu málarans, bronssteypumannsins og mynd- höggvarans Andrea del Verrocchio í Flórenz á síðari helming 14. ald- ar, og telst gjarna fyrsti vísir að listaakademískri menntun, en hið sama má einnig segja um félags- skap í Mílanó sem Leonardo da Vinci var í forsvari fyrir og nefnd- ist „Accademia Vinciana“, en hann var nemandi Verrocchio á árunum 1470-78. Einnig má nefna akademíu kennda við Platon í Flórenz, sem Cosimo di Medici stofnaði 1459, sem tengdist svo myndhöggvara- skóla Lorenso hins mikilfenglega af Medici 1480. Enneigin teikn- iakademíuna „Accademia del Di- segno“ sem hinn mikli skrásetjari tímanna Giorgio Vasari átti hlut að 1563. Átti mikinn þátt í að hinir áhrifaríkari málarar borgar- innar stofnuðu með sér félagsskap og fjarlægðust Lúkasargildin, sem þýddi klofning sem svo ósjálfrátt fæddi af sér hugtakið „list“, og markar hástig skapandi hand- verks. Hin mikla virðing sem lista- menn endurreisnarinnar nutu á tímunum varð svo til þess að listir og vísindi voru lögð að jöfnu. Það gefur augaleið, að listamenn tím- anna, svo sem Leonardo og Mich- aelangelo, voru öðrum þræði vís- inda- og uppfinningamenn. Allir vita um Leonardo, en færri að Michaelangelo leysti þá þraut sem hinir miklu arkitektar tímanna stóðu ráðþrota frammi fyrir, nefni- lega að móta burðargrindina að hvolfþakinu yfir Péturskirkjuna í Róm og þar með reka smiðshögg- ið á það einstæða trúarhof kaþ- ólskra. Þeir voru einnig í nánu sambandi við heimspekinga tím- anna og funduðu með þeim. Þá leysti hinn ungi Rafael þrautir myndflatarins á svo snilldarlegan hátt að t.d. Leonardo féllust svo til hendur. Þýðingarmest og stefnumark- andi fyrir seinni tíma verður að telja „Accademia di San Luca“, sem stofnuð var í Róm 1593, sem var fyrsti vísirinn að virkri og markaðri listfræðslu, sem menn greina listaháskóla á síðari tímum, stofnun sem hefur myndlistar- fræðslu í grundvallaratriðum að meginmarkmiði. Málarinn F. Zuccari gerði hana að skipulögð- um skóla árið 1599 með námsfög- um eins og fjarvídd, anatómíu og sögu. Um miðja öldina sem fylgdi voru akademíur stofnaðar víða um Evrópu, eitt hið mikilvægasta í París 1648, sem margar hirðir Evróðpu tóku til fyrirmyndar, svo sem í Berlín (1696); Dresden 1705; ' Augsburg 1710, og annað 1755; Diisseldorf 1767; Munchen 1770; Vín 1725; Stokkhólmi 1733; Madrid 1744, ' Kaupmannahöfn 1738 og London 1768. Áður en listaskólar voru form- lega settir á laggirnar fór öll myndlistarkennsla fram á verk- stæðum starfandi meistara, og hér var eðlilega náið samband milli lærisveina og meistara, því hver meistari gat að sjálfsögðu aðeins haldið takmarkaða tölu nema. Lærisveinar höfðu margvíslegu hlutverki að gegna á vinnustofu meistara sinna og í þeirra hlut féllu sífellt ábyrgðarmeiri störf eftir því sem þeim jókst þroski og innsýn á fagið, — byijendur sópuðu gólf, en þeir lengst komnu aðstoð- uðu meistarana í útfærslu verka sinna, og þannig eru ósjaldan áhöld um hvort verk meistaranna séu þeirra eigin eða lærisveinanna, svo sem berlega hefur komið í ljós á allra síðustu árum, sbr. Rembrandt. Hér var um framúr- skarandi skólun í handverkinu að ræða, - vafalítið þá bestu er sag- an getur um, og verður því af- mörkuð kerfisbundin kennsla inn- an veggja listaskóla fyrir margt að teljast til afturfarar. En menn reyndu þó í lengstu lög að skapa andrúm verkstæðanna í listaskól- unum og tókst það víða mjög vel. - - Listaskólar hafa að jafnaði ver- ið mjög umdeildar stofnanir, hart deilt um stefnumörkin innan þeirra sem utan, allt frá því hinir nafn- toguðu bræður Carracci stofnuðu „Accademia degli Incamminati", (listaskóli framþróunar) í Bologna á 17. öld. Sagt hefur verið, að þessi skóli hafi hjálpað listinni á fætur aftur, svo víðtæk voru áhrif hans. Þróaður var nýr málunarmáti er boðaði fráhvarf frá „maneris- manum", sem var yfirgangur frá ' endurreisn til barrokk og ein- kenndist af úrskerandi stílbrögð- um, en einnig tilgerð og aðferða- fræði. Annars er hugtakið mjög víðtækt og má yfirfæra á flest stílbrögð er skera sig frá öðrum, því það vísar til sérkenna þeirra. Á tímabilinu var grundvallaður einn mikilvægasti þáttur ítalskrar frumbarrokklistar og nafnkennd- asti nemandi bræðranna telst Gu- ido Reni. Menn höfðu þó komið inn á hugtakið „manerismi" löngu áður. Þannig höfðu t.d. málarinn Cennini í lok íjórtándu aldar, og myndhöggvarinn, gullsmiðurinn og listsöguskrifarinn Lorenzo Ghi-1 - berti um miðbik fimmtándu aldar notað hugtakið um sjálfstæð stíl- brögð „Maniera greca“. Menn voru vel vitandi um meist- ara eins og Leonardo da Vinci, Rafael og Michaelangelo, en tíma- skeiðið ól þó ekki af sér neina við- líka snillinga. Vegna þess að stefnubrögð listaskólanna hætti til að falla í einlitan farveg urðu til neikvæðu hugtökin „akademismi“ og „aka- demískt" yfir sambandleysi við*^r lífsmögnin, tilfmningadauða, hug- myndafátækt og óheiðarleika. En það var vegna innri stöðnunar en ekki grunnhugmyndarinnar sem er fullgild og verður að teljast ein hin merkilegasta í seinni tíma þró- unarsögu. Hin beina fyrirmynd nútíma fagurlistaskóla verður að telja „Academie Royale de Peint- ure et la Sculpture", „Konungleg- ur háskóli málunar og högg- myndalistar", sem stofnaður var 1648 í París, og seinna sameinað- ist „Academie dArcitecture" stofn- uð 1671 og nefnist allar götur síð- an „Academie des Beaux Arts“. Frægar voru deilur tveggja fyrstu<_ skólastjóranna, Charles Le Brun og Pierre Mignard, um hvort ætti að hafa forgang, teikning eða lit- ur, og voru það fyrstu harkalegu viðbrögðin við einstefnu í mynd- listarkennslu og klauf listheiminn í svonefnda Poussinista óg Ruben- ista. Kreddukenndar kennsluað- ferðir urðu svo til heiftúðugra árekstra á næstu öldum, og það var öðru fremur til að mótmæla þróuninni að listamenn stofnuðu víða félagsskap viðskilnaðarsinna, „Sezessionista“ í lok 19. aldar. Hér var deilt um markmið og leiðir í listinni, þá einkum sjálft myndmálið, en síður grunnatriði, þótt menn væru ekki alltaf sam- mála um vægi þeirra innbyrðis. Kennslan var orðin mjög einhæf, steinrunnin og þunglamaleg. Kom það einkum vel í ljós við hin miklu þjóðfélagslegu hvörf sem iðnbylt- ingin hratt af stað. Listaskólar og Akademíur hafa svo þróast á ýms- an veg á þessari öld, en uppstokk- anirnar hafa verið örastar á allra síðustu áratugum og því hafa ver- ið miklar umræður um tilgang þeirra, þó ekki hafi þær náð til okkar svo ég tel dijúga þörf á að ~ bæta hér úr. Hér hefur verið stiklað á stóru, en allt þetta er vert að athuga vel áður en greint verður frá rökræð- um um listaskóla í næstu grein og þróunin krufín. Höfundur er myndlistarmaður og skrifar í Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.