Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 39 _______SJONMENNTAVETTANGUR Lista- háskólar Hér fjallar Bragi Asgeirsson í fyrrí grein um listaháskóla og akademíur. „PYGMALYON og Galathea“ (í akademísku umhverfi), eftir Jean Léon Géróme (1824-1890). FLESTIR meistarar aldarinnar hafa notið akademískrar mennt- unar, og þannig var snillingurinn Henri Matisse aldrei of gamall til að vanrækja teikninguna og leita til hinna mjúku forma konu- líkamans. Myndin er tekin á vinnustofu hans 1939. Á ÞEIM tæpu þrjátíu árum sem ég hef verið virkur listrýnir við blaðið, hef ég margsinnis vikið að fagurlistaskólum í greinum mín- um, ennfremur ritað sjálfstæðar greinar um hlutverk og tilgang þeirra. Þannig er til framhalds- grein er náði yfir tvær opnur og birtist í maímánuði 1978. Hefur þetta verið liður í viðleitni minni til að undirstrika þýðingu mennta- geirans fýrir framning og upp- byggingu þjóðreisnar. Nefnd grein var skrifuð í tilefni þess að opið hús var í Myndlista- og handíðaskóla íslands yfir hvíta- sunnuhelgi það ár, og hefur von- andi stuðlað að auknum skilningi á tilgangi sjónmennta, jafnframt meiri aðsókn á sýninguna. Á þeim nær átján árum sem liðin eru síðan, hafa listaskólar gengið í gegnum umtalsverðar breytingar bæði hér og erlendis og hafa margir fylgst með nokkr- um ugg með þeim hvörfum. Síður fyrir þá sök, að nýjar hugmyndir hafa rutt sér rúms, heldur hvernig valtað er yfir eldri og sígild gildi, verk- og grunnmenntun fyrir borð borin um leið og skrifræði og fundahöld hafa öðlast margfalt vægi. Hef ég lengi haft hug á því að bæta um betur við skrif mín, enda þótti mér ærið tilefni til, ekki síst eftir lestur ýmissa greina um þróunina erlendis, og hóf það á sl. ári einkum meður því að ver- ið er að færa menntunina á há- skólastig hérlendis. Fyrirhuguð grein með vísun til umræðna um þessi mál á erlendum vettvangi, hefur því miður mætt afgangi eins og svo margt annað vegna þrálátr- ar flensu og kvefpestar seinni hluta árs, og m.a. einnig hindrað í tvígang að ég kæmist utan að skoða mikla og tímamótandi við- burði á sýningavettvangi í Evrópu. Kom mér á óvart og tel ekki einleikið, hve menn voru og eru andvaralausir og viðkvæmir fyrir skoðunum á þessum málum þegar þær eru viðraðar á opinberum vettvangi. Mætti þó álíta að þær komi allri þjóðinni við. Skýringin má vera sú, að sumir sem hér eiga í hlut eru nýfarnir að lesa fleiri málgögn en sitt eigið, hætta sér út fyrir túngarðinn heima, og þannig skiljanlega ekki kunnir fyrri skrifum mínum nema frá ein- um og afmörkuðum sjónarhóli eða rangsnúinni fjarlægð. Þannig varð ég var við að fyrrnefnd skrif mín fóru jafnvel framhjá sumum aðal- kennurum skólans, sem spurðu mig seinna meir hvenær greinarn- ar hefðu birst í blaðinu svo þeir gætu nálgast þær! Veigamest tel ég að hið sanna eðli listaskóla komi fram og hvaða saga liggur að baki þeirra, og í ljósi þess tel ég rétt að endurtaka og umskrifa upphafskaflann ræki- lega, svo lesandi og megi sannfær- ast að þeir urðu ekki til 1968 held- ur hafi gengið í gegnum merkilega þróunarsögu sem nær langt aftur í aldir. - Nafnið „Akademía" vísar til lærdóms og listaseturs og er sótt til heimspekiskóla Platons, sem hann stofnaði árið 387 fyrir Krists burð og nefndi þessu nafni. Skól- inn var í skógi fyrir utan borgar- múra Aþenu sem geymir helgar menjar hetjunnar Akademos og til hennar er nafnið sótt. Grunnhugmynd Platons var að breiða út menntun á innsæi á al- heiminn, og hefur það verið skil- greint „að ala upp í list“ (sbr. samnefnda bók sir Herberts Re- ad). Hugtakið list eins og við með- tökum það var ekki til á þá, en augljóst má vera að átt var við hugsæja lifun á fyrirbærum lífs- ins. Og þegar hugtakið hafði verið afmarkað og skilgreint á tímum endurreisnarinnar voru listir lagð- ar að jöfnu við vísindi. Eitthvað hefur þetta svo skolast til hjá mis- vitrum fræðifauskum seinni tíma, því listin mætir afgangi og hver étur upp eftir öðrum eins og Read bendir á í bók sinni. Þannig rak ég mig á í stóru ensk-íslenzku orðabókinni að hugtakið „Aka- demía“ er skilgreint sem háskóli, „heimur vísinda og fræðimanna“, en rétt þýðing og í samræmi við upprunalegu hugmynd Platons væri vitaskuld „heimur vísinda, lista og fræðimanna". Undantekning er þó Þýskaland, þar sem listaháskólar eru í nær hverri stórborg og eru virtir til jafns við fagháskóla raungreina og málvísinda, jafnvel sums staðar tveir, þ.e. listháskóli og akademía. Og svo má einnig vísa til þess að í Ameríku er listadeild við nær hvern einasta meiri háttar há- skólastofnun svo þar hafa menn skilið hugtakið rétt. Þá er að víkja að því, að þegar á tólftu öld voru til hópar lista- manna og listáhugafólks á Ítalíu og á Niðurlöndum, er mynduðu með sér samtök sem upphaf að samkomum eða náms- og um- ræðuklúbbum, er að nokkru stuðl- uðu að uppfræðslu ungs hæfileika- fólks á sviði sjónmennta. Þessir hópar nefndu sig gjarnan Lúkasar- gildin, sem vísar til guðspjalla- mannsins Lúksasar frá fimmtu öld, en sagnir greindu frá því, að hann hafi málað fyrstu myndina af heilagri guðsmóður. • Má það teljast frumvísir að þekkingarmiðl- un á sviði myndlistar. Einn Lúkasarhópurinn átti samastað á vinnustofu málarans, bronssteypumannsins og mynd- höggvarans Andrea del Verrocchio í Flórenz á síðari helming 14. ald- ar, og telst gjarna fyrsti vísir að listaakademískri menntun, en hið sama má einnig segja um félags- skap í Mílanó sem Leonardo da Vinci var í forsvari fyrir og nefnd- ist „Accademia Vinciana“, en hann var nemandi Verrocchio á árunum 1470-78. Einnig má nefna akademíu kennda við Platon í Flórenz, sem Cosimo di Medici stofnaði 1459, sem tengdist svo myndhöggvara- skóla Lorenso hins mikilfenglega af Medici 1480. Enneigin teikn- iakademíuna „Accademia del Di- segno“ sem hinn mikli skrásetjari tímanna Giorgio Vasari átti hlut að 1563. Átti mikinn þátt í að hinir áhrifaríkari málarar borgar- innar stofnuðu með sér félagsskap og fjarlægðust Lúkasargildin, sem þýddi klofning sem svo ósjálfrátt fæddi af sér hugtakið „list“, og markar hástig skapandi hand- verks. Hin mikla virðing sem lista- menn endurreisnarinnar nutu á tímunum varð svo til þess að listir og vísindi voru lögð að jöfnu. Það gefur augaleið, að listamenn tím- anna, svo sem Leonardo og Mich- aelangelo, voru öðrum þræði vís- inda- og uppfinningamenn. Allir vita um Leonardo, en færri að Michaelangelo leysti þá þraut sem hinir miklu arkitektar tímanna stóðu ráðþrota frammi fyrir, nefni- lega að móta burðargrindina að hvolfþakinu yfir Péturskirkjuna í Róm og þar með reka smiðshögg- ið á það einstæða trúarhof kaþ- ólskra. Þeir voru einnig í nánu sambandi við heimspekinga tím- anna og funduðu með þeim. Þá leysti hinn ungi Rafael þrautir myndflatarins á svo snilldarlegan hátt að t.d. Leonardo féllust svo til hendur. Þýðingarmest og stefnumark- andi fyrir seinni tíma verður að telja „Accademia di San Luca“, sem stofnuð var í Róm 1593, sem var fyrsti vísirinn að virkri og markaðri listfræðslu, sem menn greina listaháskóla á síðari tímum, stofnun sem hefur myndlistar- fræðslu í grundvallaratriðum að meginmarkmiði. Málarinn F. Zuccari gerði hana að skipulögð- um skóla árið 1599 með námsfög- um eins og fjarvídd, anatómíu og sögu. Um miðja öldina sem fylgdi voru akademíur stofnaðar víða um Evrópu, eitt hið mikilvægasta í París 1648, sem margar hirðir Evróðpu tóku til fyrirmyndar, svo sem í Berlín (1696); Dresden 1705; ' Augsburg 1710, og annað 1755; Diisseldorf 1767; Munchen 1770; Vín 1725; Stokkhólmi 1733; Madrid 1744, ' Kaupmannahöfn 1738 og London 1768. Áður en listaskólar voru form- lega settir á laggirnar fór öll myndlistarkennsla fram á verk- stæðum starfandi meistara, og hér var eðlilega náið samband milli lærisveina og meistara, því hver meistari gat að sjálfsögðu aðeins haldið takmarkaða tölu nema. Lærisveinar höfðu margvíslegu hlutverki að gegna á vinnustofu meistara sinna og í þeirra hlut féllu sífellt ábyrgðarmeiri störf eftir því sem þeim jókst þroski og innsýn á fagið, — byijendur sópuðu gólf, en þeir lengst komnu aðstoð- uðu meistarana í útfærslu verka sinna, og þannig eru ósjaldan áhöld um hvort verk meistaranna séu þeirra eigin eða lærisveinanna, svo sem berlega hefur komið í ljós á allra síðustu árum, sbr. Rembrandt. Hér var um framúr- skarandi skólun í handverkinu að ræða, - vafalítið þá bestu er sag- an getur um, og verður því af- mörkuð kerfisbundin kennsla inn- an veggja listaskóla fyrir margt að teljast til afturfarar. En menn reyndu þó í lengstu lög að skapa andrúm verkstæðanna í listaskól- unum og tókst það víða mjög vel. - - Listaskólar hafa að jafnaði ver- ið mjög umdeildar stofnanir, hart deilt um stefnumörkin innan þeirra sem utan, allt frá því hinir nafn- toguðu bræður Carracci stofnuðu „Accademia degli Incamminati", (listaskóli framþróunar) í Bologna á 17. öld. Sagt hefur verið, að þessi skóli hafi hjálpað listinni á fætur aftur, svo víðtæk voru áhrif hans. Þróaður var nýr málunarmáti er boðaði fráhvarf frá „maneris- manum", sem var yfirgangur frá ' endurreisn til barrokk og ein- kenndist af úrskerandi stílbrögð- um, en einnig tilgerð og aðferða- fræði. Annars er hugtakið mjög víðtækt og má yfirfæra á flest stílbrögð er skera sig frá öðrum, því það vísar til sérkenna þeirra. Á tímabilinu var grundvallaður einn mikilvægasti þáttur ítalskrar frumbarrokklistar og nafnkennd- asti nemandi bræðranna telst Gu- ido Reni. Menn höfðu þó komið inn á hugtakið „manerismi" löngu áður. Þannig höfðu t.d. málarinn Cennini í lok íjórtándu aldar, og myndhöggvarinn, gullsmiðurinn og listsöguskrifarinn Lorenzo Ghi-1 - berti um miðbik fimmtándu aldar notað hugtakið um sjálfstæð stíl- brögð „Maniera greca“. Menn voru vel vitandi um meist- ara eins og Leonardo da Vinci, Rafael og Michaelangelo, en tíma- skeiðið ól þó ekki af sér neina við- líka snillinga. Vegna þess að stefnubrögð listaskólanna hætti til að falla í einlitan farveg urðu til neikvæðu hugtökin „akademismi“ og „aka- demískt" yfir sambandleysi við*^r lífsmögnin, tilfmningadauða, hug- myndafátækt og óheiðarleika. En það var vegna innri stöðnunar en ekki grunnhugmyndarinnar sem er fullgild og verður að teljast ein hin merkilegasta í seinni tíma þró- unarsögu. Hin beina fyrirmynd nútíma fagurlistaskóla verður að telja „Academie Royale de Peint- ure et la Sculpture", „Konungleg- ur háskóli málunar og högg- myndalistar", sem stofnaður var 1648 í París, og seinna sameinað- ist „Academie dArcitecture" stofn- uð 1671 og nefnist allar götur síð- an „Academie des Beaux Arts“. Frægar voru deilur tveggja fyrstu<_ skólastjóranna, Charles Le Brun og Pierre Mignard, um hvort ætti að hafa forgang, teikning eða lit- ur, og voru það fyrstu harkalegu viðbrögðin við einstefnu í mynd- listarkennslu og klauf listheiminn í svonefnda Poussinista óg Ruben- ista. Kreddukenndar kennsluað- ferðir urðu svo til heiftúðugra árekstra á næstu öldum, og það var öðru fremur til að mótmæla þróuninni að listamenn stofnuðu víða félagsskap viðskilnaðarsinna, „Sezessionista“ í lok 19. aldar. Hér var deilt um markmið og leiðir í listinni, þá einkum sjálft myndmálið, en síður grunnatriði, þótt menn væru ekki alltaf sam- mála um vægi þeirra innbyrðis. Kennslan var orðin mjög einhæf, steinrunnin og þunglamaleg. Kom það einkum vel í ljós við hin miklu þjóðfélagslegu hvörf sem iðnbylt- ingin hratt af stað. Listaskólar og Akademíur hafa svo þróast á ýms- an veg á þessari öld, en uppstokk- anirnar hafa verið örastar á allra síðustu áratugum og því hafa ver- ið miklar umræður um tilgang þeirra, þó ekki hafi þær náð til okkar svo ég tel dijúga þörf á að ~ bæta hér úr. Hér hefur verið stiklað á stóru, en allt þetta er vert að athuga vel áður en greint verður frá rökræð- um um listaskóla í næstu grein og þróunin krufín. Höfundur er myndlistarmaður og skrifar í Morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.