Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 44

Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN ELÍN BLÖNDAL, sem andaðist í Phoenix, Arizona, 18. desember sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Ólafur Kristjánsson, Elfsabet Auður Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, tengdamóðir og amma, HELGA PÁLSDÓTTIR, Stórholti 30, Reykjavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt 27. janúar. Jafrðarför verður auglýst síðar. Kristfn Guðbjartsdóttir, Halldór Snorrason, Magnús S. Halldórsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR GEIR SIGURJÓNSSON frá Geirlandi, Þykkvabæ 7, lést á heimili sínu 27. janúar sl. Áróra Tryggvadóttir, Elliði N. Ólafsson, Auður M. Auðbergsdóttir, Sigrún G. Ólafsdóttir, Magnús Ólafsson, Laufey N. Stefánsdóttir, Sunna Ólafsdóttir, Björn Ingi Rafnsson, Kolbrún Ólafsdóttir, Marinó Guðmundsson, Ásgeir N. Ólafsson, Kolbrún Karlsdóttir, Sigurjón Ólafsson, Matthildur Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir minn, sonur okkar og bróðir, JERRY ALLEN WOODS, andaðist í Coconut Creek, Flórída, þann 26. nóvember sl. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Ryan Woods, John A. Woods, Áslaug S. Woods, EsterAllen, Christine J. Woods, G. Susan Best, Michael S. Woods, H. Irene Stephenson, Brian V. Woods, Carol A. Smith, Joanne Firman. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HILDIGUNNUR GUNNARSDÓTTIR (Stella) frá Helluvaði, Jórufelli 10, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Gunnar Sigurjón Gunnarsson, Anna Jóhánna Jónsdóttir, Kristinn Erlendur Gunnarsson, Anna Friðrika Gunnarsdóttir, Jón Arnar Sigurjónsson, Ásdfs Hildigunnur Gunnarsdóttir og barnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR ARONSDÓTTIR, Neðstaleiti 1, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 27. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriöjudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Haukur F. Leósson, Inga Lára Hauksdóttir, Einar Ólafsson, Hildur Hauksdóttir, Gylfi Sigfússon, Aron Hauksson, Dagrún Mjöll Ágústsdóttir, Leó Hauksson, Sif Jónsdóttir, Haukur Már Hauksson og barnabörn. Brynhildur Steingrímsdótt- ir fæddist á Vé- geirsstöðum í Fnjóskadal 18. sept- ember 1919. Hún lést á Akureyri 20. janúar síðastliðinn. Brynhildur fluttist með foreldrum sín- um og systkinum til Akureyrar árið 1921. Foreldrar hennar voru Stein- grímur Þorsteins- son, bóndi og kirkjuorganisti frá Lundi í Fnjóskadal, og kona hans Tómasína Tómasdóttir frá Hróarsstöðum. Brynhildur var næstyngst sex systkina. Þau voru Þórhildur, f. 31. mars 1908, Tómas, f. 6. nóv. 1909, Margrét, f. 27. mars 1912, d. 8. júlí 1995, Ingibjörg, f. 8. okt. 1916, d. 29. sept. 1969, og Ragnhildur, f. 11. júní 1927. EKKI flögraði að neinum við jarð- arför Möggu frænku okkar í sum- ar að Binna systir hennar yrði henni samferða svona fljótt. Engin teikn voru á lofti um það þá, og þótt sárt væri að sjá á eftir ann- arri systurinni var þó bót í máli, fannst manni, að nú gæti Binna farið að njóta lífsins eins og hún átti skilið, laus undan áhyggjum undanfarinna ára. En meðan Binna beitti lífsorku sinni í þágu annarra hafði meinsemd búið um sig í lík- ama hennar og þegar hún gat loks- ins farið að sinna sjálfri sér var það orðið of seint. Sjúkdómurinn heltók hana og hrifsaði Binnu frá okkur á hörmulega skömmum tíma. Hún var sérlega blíð og nærgæt- in kona, brosmild og alúðleg við alla, aldrei sá maður hana skipta skapi og rósemi hennar fór vel saman við skapgerð Möggu, sem var örari. Hún var fíngerð og lipur kona, eins og allar systumar, og ótrúlega ungleg. Jafnvel sjúkdóm- urinn vann ekki á rótgróinni æskufegurð sem einhvern. veginn Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir Brynhildur lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hún stundaði ýmis versl- unarstörf, þar á meðal í bókaverslun Þorsteins Thorlac- ius, Markaðnum og Hebu. Árið 1965 stofnsettu þær syst- ur, Brynhildur og Margrét, tískuversl- unina Regínu sem þær starfræktu til ársins 1975. Síðustu árin starfaði Brynhildur í Fatadeild KEA. Brynhildur starfaði mikið með Leikfélagi Akureyrar á sínum tíma. Ennfremur með Kantötukórnum, Kirkjukór Akureyrar og síðustu árin með Kór aldraðra. Útför Brynhildar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. eltist ekki af henni. Engill hékk yfir sjúkrarúminu hennar þegar við sáum hana seinast, og sjálf var hún björt og fríð eins og engill. Mannleg samskipti lágu vel fyrir Binnu, það nýttist henni vel sem verslunarstjóra tískuverslunarinnar Regínu og seinna afgreiðsludömu hjá KEA í Hafnarstræti. Prúð- mennskan var svo ríkur þáttur í daglegri hegðun hennar að manni hætti til að gleyma að það voru líka töggur í henni. Hún gerði það sem þurfti, eins og sannaðist þegar hún tók bflpróf komin yfír miðan aldur og fór síðan allra sinna ferða um Akureyri og nágrenni, og suður til Reykjavíkur ef því var að skipta. Greiðvikni bíleigandans nýja nutu systur hennar Magga og Þórhildur amma okkar. Þegar tryggðatröllið Binna kiknaði voru hjálparhendur aufús- ar að styðja hana: Didda systir hennar og Siggi hefðu víst svo gjaman kosið að fá að bera hana lengur á höndum sér. Með söknuði kveðjum við góða konu. Jón Hallur og Hermann. Móðursystir mín, Brynhildur Steingrímsdóttir, lést að kvöldi 20. janúar sl. Hún var þá á sjötugasta og sjöunda aldursári. Andlát henn- ar bar nokkuð brátt að. Hún hafði hjúkrað móður minni síðustu æviárin af mikilli ástúð og um- hyggjusemi, án þess að vitað væri um þann alvarlega sjúkdóm, sem hún gekk með. Eg gerði því ráð fýrir að hún ætti framundan all- mörg léttari elliár. Nú fylgir hún systur sinni aðeins rúmu hálfu ári síðar. Brynhildur stofnaði ekki eigið heimili. Hún var hins vegar burðar- ásinn í heimilislífí fjögurra kyn- slóða. Hún hélt heimili fyrir for- eldra sína og systur. Þar sem móð- ir mín vann mestalla ævi sína við eigin atvinnurekstur, sá Brynhild- ur um uppeldi mitt ásamt móður minni. Á heimilinu ríkti samheldni og hlýja, sem Brynhildur átti ekki síst þátt í að skapa. Hún tók einn- ig mikinn þátt í uppeldi dætra minna og þá einkum þegar þess þurfti mest við. í augum þeirra gegndi Brynhildur því í senn móð- ur- og ömmuhlutverki. Nefndu dætur mínar þær systurnar gjam- an í sömu andrá og lögðu í það ávarp sérstakan tón, til merkis um að þar væri um að ræða einstakt bandalag öryggis og ástúðar, sem þær væru hluthafar í. Brynhildur hlaut ekki mikla menntun í skóla utan barnaskóla- menntunar, enda tók hún ung við heimilinu. Hún var hins vegar menntuð kona af sjálfsdáðum, las mikið og hafði góðan bókmennta- smekk. Hún hafði yndi af tónlist og leiklist, og gerði hvort tveggja að syngja í kórum og leika á sviði. Naut hún þess ekki síst á sviðinu hve víðlesin hún var. Þær systurnar ráku í rúman áratug verslunina Regínu. Þótt þær efnuðust ekki á þeim rekstri, veitti hann þeim mikla ánægju og lífsfyllingu. Þær nutu starfsins báðar, höfðu ánægju af vönduðum fatnaði og fatatísku og lögðu sig fram um að veita viðskiptavinum góða þjónustu. Eignuðust þær stóran hóp traustra viðskiptavina sem þær voru stoltar af og mátu mikils. Glaðværð, heiðríkja og trygg- lyndi var aðalsmerki Brynhildar Steingrímsdóttur. Eftir að sjúk- dómurinn hafði bugað líkamann, var gamansemin óbuguð. Þó var það sem innst inni í þessari fín- gerðu manneskju hvíldi skuggi frá löngu liðnum atburðum sem drægi stundum hulu yfír glaðværð henn- ar og gerði hana hlédrægari og dulari en lund hennar stóð til. Þegar ljóst var að hverju stefndi, fluttu þau Ragnhildur, systir Bryn- hildar, og mágur, Sigurður Karls- son, heim til hennar til að annast hana uns yfir lyki. Hún naut einn- ig aðhlynningar Heimahlynningar salir og mjög gód þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÉTEL LtíFTLElDIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 BRYNHILDUR STEINGRÍMSDÓTTIR Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. Bi S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 ÍEstfMiylMjj Safnaðarheimili Háteigskirkju 1 Sími; Af | 551 1399 ] JTj «r ffaygiiitMflftit* - kjarni málsins! #S (S C: c c í í ( < ( ( ( ( ( I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.