Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR11. FEBRÚAR 1996 B 3 FJARDARBRAUD Kristinn Hannesson og Bjarni Freysteinsson leggja á ráðin. þetta ganga, maður fer sér bara að engu óðslega,“ segir hann. Kona Guðmundar og sonur þeirra vinna með honum og segir Guðmundur að það verði að duga, ekki verði keypt meira vinnuafl, þó það þýði langan vinnudag. Verslunarstjó.rinn í aðalbúð kaupfélagsins, Asvaldur Sigurðsson, keypti útibú kaupfé- lagsins á Nesbakka. „Ég sá fram á atvinnu- missi og ákvað að kaupa þetta hér til að skapa mér vinnu,“ segir hann. Ásvaldur breytti versluninni úr útibúi sem þjónaði hverfinu á Nesbakka í sjálfstæða matvöru- verslun sem á í harðri samkeppni við gamla vinnustaðinn. Lxíggur hann áherslu á langan opnunartíma. Ásvaldur segist ekki verða var við mikla breytingu á högum sínum, nema hvað vinnutíminn hafi lengst, verslunin sé opin fram á kvöld og allar helgar. Tveir bakarar sem unnu í brauðgerð kaup- félagsins Fram, Kristinn Hannesson og Bjarni Freysteinssongkeyptu bakaríið í félagi við tvo bakaranema. Fjórir aðilar buðu í brauðgerðina en þeir félagar hrepptu hnoss- ið. Segjast þeir hafa sóst eftir þessu til að halda vinnunni. Fyrirtækið heitir nú Fjarðar- brauð ehf. og leigir húsið af þrotabúinu. Húsnæðið er of lítið fyrir reksturinn og þarfn- ast gagngerra endurbóta og stefna þeir fé- lagar að því að opna „konditori" á annarri hæð kaupfélagshússins, í hluta af því hús- næði sem Lækurinn er að kaupa. Bakaríið er þar í bakhúsi og þarf aðeins að bora gat í vegginn til þess að tengja nýju aðstöðuna þar við. Umbrotin til góðs Kaupfélagið Fram hefur á undanförnum árum verið að selja frá sér hús- næði og hætta rekstri deilda. Á árum áður rak það til dæmis hrað- frystihús og mjólkursamlag. Hlut- afélag í eigu einstaklinga og fyrir- tækja keypti mjólkursamlagið fyrir tveimur árum og er það í fullum rekstri. Við gjaldþrot kaupfélagsins og hró- keringar í verslunarmálum hefur húsnæði losnað í bænum og hafa einhveijar verslanir sprottið þar upp, til viðbótar þeim kaupfé- lagsbúðum sem nú eru komnar í eigu kaup- manna. Gjaldþrotið hefur því leitt til margvís- legra breytinga í verslun í Neskaupstað. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvort þær hafa verið til góðs eða ills, flestir virðast þó ánægðir með þróunina. „Það var búin að vera pattstaða hér í mörg ár, þessi litli markaður var mettaður og lítið svigrúm til að bijóta sér leið,“ segir Víglundur, kaupmaður í Læknum, og segir að staðan hafi brotnað upp við gjaldþrot kaupfélagsins. Segist hann sjá fram að umbrotin leiði til betri verslana, betri þjónustu og lægra vöruverðs. Verslunarfólk var hrætt um sinn hag í fyrrasumar. Kaupmenn- irnir telja hinsvegar að störfum í verslun hafi fremur fjölgað en fækkað við þessar breytingar, þó ekki hafi allt starfsfólk kaup- félagsins fengið vinnu hjá kaupmönnunum. Flestar búðirnar eru nú fjölskyldufyrirtæki þar sem bæði hjónin vinna langan vinnudag og í sumum tilvikum börn þeirra einnig. Hugsa betur um eigin peninga „Ég held að þessar breytingár verði til bóta fýrir verslunina á staðnum þegar upp verður staðið,“ segir Sigurður í Melabúðinni. Hann segir að þjónustan hafi batnað og vörur lækkað í verði. „Ég tel að kaupfélagið hafí verið orðið tímaskekkja. Við rekum þetta fýr- ir eigin reikning og ég held að fólk hugsi meira um aurinn þegar svo háttar til,“ segir hann og segist vera viss um það að kaupmenn- irnir standi sig ekki síður en kaupfélagið. En hvað veldur því að stjórnendur úr deild- um kaupfélagsins treysta sér til að reka ein- ingarnar betur þegar þeir eru sjálfir orðnir eigendur þeirra? „Fjárhagsstaða kaupfélags- ins var svo slæm frá fyrri tíð að krafist var stöðugra framlaga úr verslununum til þess Hugsar bet- ur umeigin hag en annarra að halda fyrirtækinu gangandi. Það var líka mikill kostnaður við rekstur verslunarhússins sem orðið er gamalt,“ segir Ásvaldur í Nes- bakka en hann rak áður aðalverslun kaupfé- lagsins. Hann segir að verslanirnar hafi gengið vel hjá kaupfélaginu en þær hafi bara ekki fengið að njóta þess sjálfar. Bakararnir í Fjarðarbrauði hafa minnkað launakostnað og kostnað við hráefniskaup. „Með því að vera fijálsir og óháðir höfum við meiri möguleika á að leita fyrir okkur með hagstæðustu innkaup og flutninga. Kaupfélagið var háð samkaupum kaupfélag- anna og allt varð að flytja með Samskip- um,“ segir Kristinn Hannesson en hann rak brauðgerðina áður fyrir kaupfélagið. „Maður leggur sig meira fram þegar maður rekur þetta fyrir eigin reikning, vinnutíminn leng- ist og hugarfarið breytist alla leið. Það er alveg sama hvað maður er hollur húsbónda sínum, maður er harðari fyrir sjálfan sig og hugsar betur um eigin hag en annarra," segir Kristinn. Fáir sakna kaupfélagsins Kaupmennirnir vilja eðlilega ekki viður- kenna að þeir sakni kaupfélagsins. Nema Ásvaldur í Nesbakka. „Ég sé eftir því enda hef ég alltaf verið hlynntur félagslegum rekstri og sú skoðun mín hefur ekki breyst,“ segir Ásvaldur. Bendir hann á að kaupfélagið hafí að sumu leyti veitt meiri þjónustu en verslanirnar geri nú. „Það er erfítt að koma í kjölfar kaupfélagsins. Það veitti svo víðtæka þjónustu, hvort sem hún borgaði sig eða ekki, og var því eins konar félagsmálastofnun. Ég get ekki leyft mér þetta, verð að horfa á það hvað ég fæ út úr hveijum einasta hlut sem ég kaupi,“ segir annar kaupmaður. Af samtölum við Norðfirðinga að dæma virðist unga fólkið ekki sýta fall Kaupfélags- ins Fram en hræringarnar hafa skilið eftir sárindi hjá einhveijum af eldri kynslóðinni. Sárindi út í stjórnendur þess og jafnvel sam- vinnuhreyfinguna í heild. Það er kannski skilj- anlegt, kaupfélagið var einn af þeim máttar- stólpum samfélagsins sem fólk taldi sig geta reitt sig á. Fólk hefur síðan jafnað sig þegar það hefur séð hvernig spilast úr gjaldþrotinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.