Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 B 7 Hátíðarkvöldverður matreiðslumeistara René Lambert og Doiii'tlié Réne Lambert er virt nafn í franska vínheiminum þar sem hann hefur starfað um áratuga skeið. Steingrímur Signrgeirsson ræddi við Lambert um feril hans og viðhorf til víns. RENÉ Lambert hefur starf- að í víniðnaðinum um ára- tugaskeið og fyrir einum og hálfum áratug hóf hann einnig að skrifa um vín, í danska tímarit- ið Vinjournalen, þýska tímaritið Alles iiber Wein og austurríska tímaritið Falstaff. Hann kom hingað til lands í tengslum við sýninguna Vín og drykki í síðasta mánuði og kynnti vín frá fyrirtæk- inu Dourthé í Bordeaux. Ferill Lamberts er um margt sérstakur. Hann hóf störf sem kennari í Frakklandi og síðar Bretlandi og kenndi þar frönsku í barnaskóla. Á kvöldin nam hann sjálfur ensku. Þrítugur færði hann sig um set til Þýskalands og end- urtók þar sama leik. Vinna á dag- inn, nám á kvöldin. Eftir að hafa starfað fjögur ár í Þýskalandi sá hann starfsauglýsingu frá vín- gerðarfyrirtæki í Bordeaux í blað- inu Figaro. Hánn ákvað að sækja um starfið og var ráðinn. „Þegar ég fékk starfið hjá Dourthé rætt- ust draumar mínir. Fyrst eftir að ég hóf störf einbeitti ég mér að því að smakka og hlusta. Árið 1972 átti ég svo þess kost að sitja námskeið hjá Emile Peynaud pró- fessor, sem er líklega með þeim er hefur haft mest áhrif á franska víngerð síðustu áratugi. Peynaud var merkur vísindamáður en að sama skapi alþýðumaður sem átti auðvelt með að miðla þekkingu sinni. Hann var að mínu mati snillingur á sínu sviði. Rétt eins og rithöfundurinn Marcel Pagnol gerir hann flókna hluti aðgengi- lega og skiljanlega." Ástæðu þess að Lambert byij- aði að skrifa greinar var sú að hann taldi alltof mikið skrifað um Morgunblaðið/Sverrir RENÉ Lambert ræddi við gesti á sýningunni Vín og drykkir. vín án þess að kunnáttan væri til staðar. „Það var ekki óalgengt á þessum tíma að menn settu sjálfa sig skör ofar víninu. Þetta fór í taugarnar á mér og ég sagði við sjálfan mig að ég með mína þekk- ingu ætti að geta miðlað ein- hveiju til almennings. Það var mun minni þekking til staðar á þessum tíma og vínblaðamennska hefur tekið stórstígum framförum á þeim tíma sem síðan er liðinn. Ég vildi ekki setja sjálfan mig persónulega á háan hest heldur einungis koma þekkingu minni á framfæri," segir Lambert. Skrif eiga ekki að vera niður- rifsstarf að hans mati, öll vín hafi einhverja kosti. „Ég hef mjög sjaldan á minni ævi bragðað vín sem er hreinlega vont.“ Útrás fyrir áhugann Samhliða skrifunum hefur Lam- bert ávallt starfað hjá Dourthé sem stendur mjög framarlega hvað gæði varðar. Hann segir það hafa verið vinnu sína en með skrifunum hafí hann fengið útrás fyrir víná- liugann. Lambert segir aðspurður að hann telji það ekki hafa valdið hagsmunaárekstrum að vera beggja megin borðsins. „Það má nefna að margir af þekktustu vín- blaðamönnum Bretlands eru jafn- framt vínsalar. En í hreinskilni sagt þá smakka ég öðruvísi þegar ég smakka sem blaðamaður en þegar ég smakka í vinnunni. Þegar ég er að smakka fyrir aðila á borð við flugfélagið Austrian Airlines þá smakka ég líka ávallt blint.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson GISLI Thoroddsen með frostflísarnar. Þróun í skrifum En hvernig telur Lambert vín- skrif hafa þróast í heiminum frá því hann hóf skrif? „Það hefur mikil þróun átt sér stað í þessum efnum, ekki síst í Bretlandi. Frakkar eiga ekki jafnmarga góða vínblaðamenn og Bretar. I Japan er aftur á móti að finna einhveija bestu vínþjóna heims. Að mínu mati er Michael Broadbent hjá Christie’s í London besta heimildin þegar Bordeaux-vín eru annars vegar. Bandaríkjamaðurinn Ro- bert Parker er mjög öruggur smakkari en hann hefur sína stefnu. Annað hvort ertu inni eða úti. Ég vil þó segja honum til hróss að hann ræðst ekki á víngerð- arhús þó að þau falli ekki að hans smekk.“ Það eru 24 ár liðin frá því Lam- bert hóf störf hjá Dourthé og seg- ist hann hafa vaxið með fyrirtæk- inu. „I dag erum við líklega þekkt- asta vínsölufyrirtækið í Bordeaux þegar kemur að gæðum. Það er ekki síst mikilvægt fyrir okkur að við erum ráðgjafar fjölmargra víngerðahúsa og vinnum með þeim að því að auka gæði fram- leiðslunnar. Það eru um tíu chate- aux sem við erum með einkasölu ' á og ráðum þar jafnframt ferðinni í víngerðinni. Við erum líka það eina af stóru húsunum sem notar 1.400 nýjar eikartunnur á ári og skiptum tunnunum út árlega." teninga, skrælið engiferið, skolið selleríið og skerið í litla teninga, saxið steinseljukvistana, blandið öllu saman og svissið á pönnu upp úr smjörinu. Þetta er síðan sett á diskana. Kjúklingabringurnar eru settar í eldfast smurt mót og Calvados- soðinu heilt yfir .þannig að það •J rétt hylji bringurnar. Bringurnar eru síðan bakaðar í 200 gráða heitum ofni í sjö til átta mínútur. Tómatarnir eru skornir í báta og hreinsað innan úr þeim, græni blaðlaukurinn er skolaður og skor- inn í litla strimla. Tómaturinn og blaðlaukurinn er síðan snöggsoð- inn í grænmetissoði í u.þ.b. mín- útu. Þessu er loks raðað í kringum kjúklinginn ofaná sósuna. Frostflísar í frostflísarnar þarf 20 gr af engifer, safa úr rúmlega hálfri sítrónu, 50 grömm af sykri og 5 dl af vatni. Engiferið er soðið í tæplega 20 mínútur og sigtað. Síðan er allt soðið í 20 mínútur og að þvi búnu hellt á plastpoka, sem eru settir í frysti yfir nótt. Þetta er síðan rifið upp, sétt í glös og sítr- ónuvodka skvett yfir. Logandi eftirréttur í nougat-ís þarf 1,5 dl af vatni, 80 gr af sykri, þriðjung úr teskeið af vanillu, 6 eggjarauður, 5 dl af rjóma og 100 gr af nougat. Vatn, sykur og vanilla eru soðin saman í 4-5 mínútur. Eggjarauðurnar eru þeyttar lítillega í hrærivél og sjóðandi heitum vökvanum hellt yfir. Þetta er þeytt hratt í fimm mínútur og síðan hægt þar til blandan er orðin köld og þykk eða í um tíu mínútur. Þá er léttþeyttum ijómanum bland.að varlega saman við með sleif. Áður en honum er blandað út í er nougatið sett út í eggjasyk- ursblönduna. Nougatið verður að bræða áður. Að lokum er þetta sett í frysti. Einnig þarf að útbúa hefðbund- inn venjulegan tertubotn um 2 sm þykkan. I ítalskan marengs þarf 100 gr af sykri, 1 dl af vatni, 2 eggja- hvítur og hálfa teskeið af vanillu- dropum. Sykur og vatn er sett saman í pott og látið sjóða í um fjórar minútur. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar í hrærivél, sjóðheitu sykurvatn- ingu hellt hægt saman við og stöð- ugt þeytt á meðan. Haldið áfram að þeyta uns marengsinn er orðinn kaldur og stífur en það ætti að taka 3-4 mínútur. Setjið þá vanill- una út í. í sírópsplómusósuna þarf 400 gr. af sykri, 5 afhýddar plómur, 2 dl af sætu hvítvíni, eina kanil- stöng, 4 negulnagla og 4 dl af vatni. Sykur, vatn og plómur settar í pott og suða látin koma upp. Plóm- urnar eru teknar uppúr eftir um tíu mínútur en kanilstönginni og negulnöglunum bætt út í ásamt hvítvíninu. Þetta er soðið niður þar til að sírópið er aðeins farið að þykkna. Þá er sósan sigtuð og kanillinn og negulnaglarnir fjarlægðir. Loks er plómunum bætt út í á ný annað hvort maukuðum eða niðursneiddum. Loks þarf að útbúa sjálfan rétt- inn. Úr kökubotninum ‘er búnar til hringlóttar sneiðar sem skera má út með bolla. Þær eru vættar með plómusírópinu, ferskar af- hýddar plómur eru skornar í sneið- ar og settar ofan á botninn, u.þ.b. ein plóma á hvern botn. Þá er ís- inn skorinn út í sömu stærð og botninn og settur ofan á. ítalska marengsinum er þá smurt utan á þannig að rétturinn líti út eins og snjóbolti. Hægt er að undirbúa sig degin- um áður og geyma réttinn í frysti fram að þessu stigi. Að lokum er flórsykri sáldrað yfir réttinn og hann settur í sjóð- andi heitan ofn, um 240 gráða heitan í 2-3 mínútur, eða þar til marengsinn er orðinn ljósbrúnn. Sírópssósan er sett á diskana og dessertinn settur á miðjan disk. Gott er að hafa fersk ber með, eins og t.d. bláber og rifsber, sem er þá dreift um diskinn, hringin í kringum dessertinn. MATUR OG EINHVER glæsilegasta veisla, sem haldinn er á íslandi á hveiju ári er hátíðarkvöldverður Klúbbs mat- reiðslumeistara, sem jafnframt er helsta fjáröflunarleið klúbbsins. Hátíðarkvöldverðurinn hefur verið haldinn á þrettándanum undanfarin ár og þetta árið var kvöldverðurinn í Oddfellow-hús- inu við Tjörnina. Þar lögðu saman krafta sína nokkrir tugir af fær- ustu matreiðslumeisturum lands- ins og var árangurinn eftir því, ógleymanleg veisla þar sem hver rétturinn var öðrum glæsilegri. Að þessu sinni eru hér birtar uppskriftir að þremur réttum sem hægt er að spreyta sig á heima. Ljúffengur Calvados-kjúkling- ur, sem er sköpunarverk Snæ- björns Kristjánssonar á Fiðlaran- um og Þorvarðs Óskarsson á Hót- el Loftleiðum; Frostflísar frá Gísla Thoroddsen í Periunni, sem koma upp matarlystinni milli rétta og Logandi eftirréttur, sem er glæsilegur endir á hvaða máltíð sem er. Heiðurinn af honum eiga Friðrik Sigurðsson, Hótel Hvols- veili, Lárus Loftsson, Veisluþjónustunni, Guð- mundur Valtýsson, Veit- ingahúsinu Aski, og Ein- ar Árnason. Kjúklingur Calvados Uppskrift þessi er fyrir fjóra. í uppskriftina þarf 4 kjúklinga- bringur, eitt grænt epli, 20 grömm af engifer, 1 sellerístiík, eina te- skeið af pestó, 2 steinseljukvista, einn tómat, græna hlutann af hálfum blaðlauk og 20 grömm af smjöri. I Calvados-soðið þarf 2,5 dl af köldu kjúklingasoði, þijár mat- skeiðar af kampavínsediki, eina matskeið af hunangi og 3 cl af Calvados-eplabrennivíni. Að auki salt og pipar. Þessu öllu er blandað saman og kjúklingabringurnar látnar liggja í leginum í átta til tíu klukkustundir. í sósuna þarf kjúklingabein, 2 lauka, 3 sellerístilka, einn blað- lauk, 2,5 dl af ijóma, 2 cl af Calva- dos, 6 hvít piparkorn, salt og pip- ar, tvær matskeiðar af smjöri og eina matskeið af hveiti. Kjúklingabeinin eru soðin ásamt grænmetinu og piparkorn- unum í u.þ.b. 4-5 klukkustundir og soðið að því búnu sigtað í gegn- um klút. Rjóminn er soðinn niður um helming og soðinu blandað út í. Úr hveitinu og smjörinu er búin til smjörbolla, sem notuð er til að þykkja sósuna. Hún er síðan smökkuð til með Caivados-víninu, söltuð og pipruð. Skrælið eplið, kjarnhreinsið og skerið í litla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.