Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍSAFJÖRÐUR heitir innsti fjörðurinn sem gengur suðvestur úr Isafjarðardjúpi. Stór- býlið Laugaból stend- ur hátt í túni á móts við miðjan fjörðinn sunnanverðan. Af hlaðinu blasir við í norðri Drangajökull og Hrolleifsborg ber við himin. Fyrir fótum liggur Isafjörður, spegilsléttur á fögrum sumardegi, stundum úfinn eða ísilagðurá vetrum, en oft logn- kyrr og fagur undir hvítum hlíðum fjarðarins. Fuglalíf er mikið úti á firðinum og oft má sjá stór fugla- ger í smásíldinni sem svo oft er mikið af í Djúpinu, einstaka hrefna sést blása. Konungur íslenskra fugla, örninn, sést oft á sveimi yfir Isafirði og á hann sér hreiður- stæði inni í botni fjarðarins við fagra laxveiðiá. Gæsirnar skyggja á himininn á haustin þegar hópar þeirra koma ofan af heiðalöndum austanverðs Vestfjarðakjálkans og sækja í grasgefin túnin á Lauga- bóli og fínna sér náttstað úti á ísafirðinum. Sumarið 1943 segir Árni Óla frá því, eftir ferð sína um ísafjarðar- djúp, að það sé höfðingjabragur á öllu á Laugabóli. „Þar er stærsta tún, sem til er á nokkrum sveitabæ á landinu, um 80 dagsláttur og gefur af sér um 1.300 hesta af töðu. Þar er sérstakt hesthús fyrir reiðhestana. Þeir eru 12 að tölu og hver öðrum betri, því húsbónd- inn kann góð skil á hestum og vill eiga góða hesta,“ segir Árni Ola ennfremur. Þegar þetta var skrifað bjó á Lauga- bóli sveitarhöfðinginn Sigurður Þórðarson, sonur Höllu Eyjólfs- dóttur skáldkonu. Sig- urður flutti suður árið 1967 og seldi Jóni Guðjónssyni frá Her- mundarstöðum í Borg- arfirði jörðina og hefur Jón ásamt konu sinni, Dórótheu Guðmunds- dóttur, búið þar síðan með miklum rausnar- brag. Jón verður sjötugur í dag, 11. febrúar, og af því tilefni eru þessar línur skrifaðar. Ekki hefur höfðingjabragnum farið aftur á Laugabóli í búskapar- tíð Jóns og Dóru og hann kann einnig góð skil á hestum eins og Sigurður. Aukið hefur verið við túnin jafnt og þétt í tíð Jóns og nú eru 600 kinda fjárhús á Lauga- bóli auk annarra eldri fjárhúsa frá tíð Sigurðar sem taka um 200 fjár. Um tíma var Jón trúlega sá bóndi á íslandi sem hafði flest sauðfé, a.m.k. af þeim sem þá bjuggu í einbýli. Einnig er hann með fjöld- ann allan af hestum, þó að tveggja stafa tala dugi til að túlka fjölda þeirra enn sem komið er. Ekki er þó langt í þriggja stafa töluna. Jón Guðjónsson er fæddur 11. febrúar 1926 í Sveinatungu í Norð- urárdal í Borgarfirði og átti heima hjá foreldrum sínum, Guðjóni Jóns- syni og Ingveldi Guðmundsdóttur, á Hermundarstöðum í Þverárhlíð til 1955. Hann stundaði nám við AFMÆLI Héraðsskólann í Reykholti 1943- 1945. Jón stundaði nám í vélfræði og verkstjórn í Bandaríkjunum árið 1955 og árið 1958 útskrifaðist hann sem búfræðingur frá búnaðarskól- anum í Kalnes í Östfold í Noregi. Hann starfaði hjá Ræktunar- sambandi Borgarfjarðar 1948- 1955. Ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Vestijarða 1959-1973. Bóndi á Laugabóli frá 1967. Fram- kvæmdastjóri Ræktunarsambands Nauteyrar- og Snæíjallahreppa 1964-1969. í Inn-Djúpsnefnd við gerð Inn-Djúpsáætlunar 1973. Formaður jarðanefndar Norður- ísafjarðarsýslu frá 1976 til 1994. I stjórn Djúpbátsins hf. 1975- 1981. Formaður skólanefndar Hér- aðsskólans í Reykjanesi 1973- 1989. Hreppstjóri í Nauteyrar- hreppi frá 1967 til 1994 og um- boðsmaður Skattstjórans í Vest- fjarðaumdæmi frá 1972 til 1994 eða þar til hreppurinn var samein- aður Hólmavíkurhreppi. Auk þessa hefur Jón gegnt ijölda annarra trúnaðarstarfa í sveit og héraði. 9. maí 1956 kvæntist Jón Dór- ótheu Guðmundsdóttur frá Veðrá ytri í Önundarfirði. Dóróthea er mannkostakona eins og hún á reyndar ættir til. Þau hjón eiga fimm börn, þijá pilta ogtvær stúlk- ur, öll uppkomin. Undirritaður hefur verið heima- gangur á Laugabóli og hefur smal- að þar á hveiju hausti mörg undan- farin ár og svo mun eflaust verða meðan Jón situr staðinn. Göngur í Isafirði eru erfiðar á stóru landflæmi er heyrir undir Lauga- ból og tekur fimm daga að smala í fyrstu göngum Laugabólshöfð- ingjans. Svo eru það eftirleitirnar. Jón á hóp vina, enda vinfastur mjög og vinur vina sinna, sem mæta í göngur til hans á hveiju hausti ef þeir eiga heimangengt. Má þar nefna skólastjórann í Reykjanesi, Einar Val, yfirkennara á ísafirði, Þórarinn, ráðunaut í Barðastrandarsýslu, og marga fleiri mæta menn auk undirritaðs, Skutulsritstjóra á ísafirði. Að lokn- um erfiðum gangnadegi þykir smölunum gott að koma í hús á Laugabóli og gæða sér á íslenskum sveitamat, eins og hann gerist bestur, hjá Dórótheu húsmóður. Síðan er sest við spjall um landsins gagn og nauðsynjar og berst þá talið æði oft að stjórnmálunum. Jón er eindreginn framsóknarmað- ur og fylginn sér í stefnu Fram- sóknarflokksins. Samt er hann víð- sýnn í skoðunum og virðir skoðan- ir annarra og hlustar á þeirra rök. Oft höfum við, ég krataritstjórinn og hann framsóknarmaðurinn, rætt um vandamál landbúnaðarins og hvor haldið fram rökum sínum af einurð. Aldrei hefur þó slegið í alvarlega brýnu á milli okkar þótt báðir séum ákafir fylgismenn tveggja öndverðra skoðana. Hér á undan var minnst á hesta- eign Jóns á Laugabóli. Hestar eru hans lífog yndi. í blaðaviðtali við mig fyrir nokkrum árum sagði Jón fyrstu kynni sín af hestum þau er hann ekki myndi eftir. Það hefði trúlega verið þegar foreldrar hans fluttu norður yfir Holtavörðuheiði úr Borgarfirði að Brandagili í Hrútafirði þar'sem þau bjuggu í eitt ár. Þetta var í maí og Jón aðeins rúmlega þriggja mánaða gamall. Fór fjölskyldan á hestum norður yfir heiðina með póstinum sem þá var Jóhann Jónsson, síðar bóndi í Fornahvammi. Þegar kom norður að Mikiagili var veður orðið vont og komin slydduhríð. Þá var sveinninn orðinn svo kaldur að pósturinn þurfti að kynda undir honum með prímus til að halda á honum hita. Jóhann sagði síðan oft við Jón þegar hann var strákur að hann ætti sér líf að Iauna, því Norræna ráðherranefndin Rannsóknaráætlunin „Norðurlönd og Evrópa“ Fræðimönnum boðin þátttaka Fræðimönnum, sem fást við rannsóknir á sviði félags- og hugvísinda á norrænum vettvangi, er hér með boðið að láta bréflega vita ef þeir hafa áhuga á að taka þátt í rannsóknaráætlun Norrænu ráðherra- nefndarinnar, Norðurlönd og Evrópa. Rannsóknaráætlunin nær yfir tímabilið 1996-2000 og nemur íjárveitingin til hennar samtals 35 milljónum danskra króna. Markmið áætlunarinnar, efnisþættir og stjórnun Rannsóknunum er ætlað að skapa ný sjónarhorn í vísindagreinunum og milii greina og að verða innlegg til almennrar umræðu á Norðurlöndum um sjálfsmynd Norðurlandabúa og samrunann í Evrópu. Lýsing á áætluninni er prentuð sem TemaNord 1995:599 og þar er fjallað um hana út frá eftirfarandi efnisþáttum: 1. Norrænt málsamfélag. Norræn tungumál og erlend áhrif. Tökuorð og nýyrðasmíði. 2. Trúrækni og gildismat á Norðurlöndum, Norðurlönd og lútersku ríkiskirkjunnar. Fjöltrúarsamfélag á Norðurlöndum. Gildismat. 3. Norrænar bókmenntir og lífsviðhorf. Norræn iifsviðhorf og nývæðing í Evrópu. Skáldin og nýhyggjan. Skáldin og norræn sjálfsímynd. 4. Pólitískt gildismat og samfélagsstofnanir á Norðurlöndum. Pólitískar stofnanir á Norðurlöndum. Norræna velferðarríkið. Miðað er að því að tengja þættina saman með atriðum eins og al- mennri samvinnu á Norðurlöndum, jafnréttis- og kynjasjónarmiðum, auk fjölþjóðlegs menningarumhverfis. Yfir áætluninni er stjórn og gefur hún skýrslu til Norrænu ráðherranefndarinnar, Norræna visin- daráðsins og til norrænu rannsóknarráðanna í félags- og hugvísindum sem aðilar eru að áætluninni. Til lysthafa Bækling um áætlunina er hægt að fá hjá Norrænu ráðherranefndinni, Store Strandstræde 18, DK-1255 Kobenhavn K, Danmörku, símbréf 00 45 33 93 35 72, merkt „Forskningsprogrammet“ Norden og Europa. í viljayfirlýsingunni (letter of intent) skal vera stutt lýsing á verkefni, aðferðum, þátttakendum og tímaáætlun. Ennfremur skal fjárhagsáætlun fylgja með þar sem fram kemur hver hluti norrænu áætlunarinnar er á móti öðru fjármagni. Hámarkslenging bréfsins sé 5 bls. auk ævilýsingar (curriculum vitae) verkefnisstjórans. Ennfremur skal tekið fram ef áhugi er á að hafa umsjón með einhver- jum efnisþætti. Nánar er sagt frá því í bæklingnum um áætlunina. Viljayfirlýsingu þarf að senda í pósti eða símbréfi á ofangreint heimilisfang í síðasta lagi 29. mars 1996 merkt „Forsknings- programmet11 Norden og Europa. Stjórn áætlunarinnar fjallar um bréfin. í framhaldi af því verður hópi fræðimanna boðið að senda rann-sóknaráætlanir fyrir 15. júní 1996. Málstofa Öllum þeim sem lýsa vilja til þátttöku í áætluninni verður boðið að koma til málstofu um hana í Kaupmannahöfn 22. apríl 1996. hann hefði bjargað honum norður við Miklagil þegar hann kynti prímusinn undir honum. Jón sagði einnig í umræddu við- tali að þótt hann ætti hross liti hann ekki á sig sem neinn hesta- mann, enda vantaði hann alla þá kosti sem prýða sannan hesta- mann, en það er: Hann má ekki forsmá Bakkus, verður að vera kvensamur og umfram allt þokka- legur hagyrðingur. Þótt Jón skorti hina fyrstu tvo kosti sannra hesta- manna þá væri synd að segja að hann væri ekki hagyrðingur. Hann á afar létt með að kasta fram vís- um, jafnvel sumum dýrt kveðnum. Nú er þessi góði vinur minn sjö- tugur. Ég veit satt að segja ekki úr hvaða efni hann er búinn til því hann vinnur frá morgni til kvölds alla sjö daga vikunnar allt árið. í hrossasmölun eða göngum sendir hann ekki yngra fólkið fyrir vit- lausa hesta eða þijóskar rollur sem rekast illa, heldur hleypur hann sjálfur af stað og hefur ávallt vinn- inginn, enda þijóskari en allt sem þijóskt er í þessum heimi þegar hestar eða sauðkindur eiga í hlut. Gamli vinur! Ég óska þér hjartanlega til hamingju með 70 ára afmælið og vona að þú fyrir- gefir mér þann grikk sem ég geri þér núna með því að skrifa um þig á þessum merku tímamótum í lífi þínu og það í Morgunblaðið! Hvað lætur maður ekki hafa sig út í til að hrella vini sína? Lifðu heill kæri vinur. Gísli Hjartarson, ritstjóri Skutuls. Sjötugur verður í dag, 2. sunnu- dag í níuviknaföstu — Biblíudaginn — Jón, hreppstjóri lengi á Langa- dalsströnd, áður féll til Stranda- sýslu, Guðjónsson. Hann á rætur í sumarsælum Borgarfírði, en flutt- ist vestur hingað sem ráðunautur bænda, með búsetu á ísafirði. Ofarlega í honum hefur þó blundað búmaður, löngun til að takast á við verkið sjálft, fremur en leið- beina öðrum og halda skrár yfir annarra verk. Stórbýlið Laugaból í Isafirði varð laust til ábúðar, þá fyrri ábúendur fluttust sunnar á land vort, aldurhnigin nokkuð og höfðu lengi þar búið stóru búi. Forfeður húsbónda raunar í ættl- iði. Vildi svo til að undirritaður var samferða Jóni er hann sigldi á hinu gamla Fagranesi í sumri og logni — Djúpið blátt og yfirborð þess sem spegill — þeirra erinda að virða fyrir sér býlið. Þetta var árið 1967 og hefur Jón búið þar síðan. Mun honum hafa litist vel á, landstór jörð og mikil, enda segja þýzkir tveir er hér voru á ferð fyrir fyrra stríð, að þar sé stærsta „Wiese“ á Vestíjörðum að mig minnir og hljóta að eiga við tún, en ekki engjar. Hefur og Jón stækkað ræktað land að mun. GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR. 4.7S0 MÖRKINNI 3 - S(MI S88 0640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.