Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 B 15 -tr ' l“v"'-W'*' ' ■ ".. * '■" .,A ■ .... L ;v “ f:"'‘>v.;,, *fíiéSpÆ-"; '■-' ■*■ ^: . : . ; ,V f-?*" ■■•’.:^*t,-«.(. .. .,,,t^.*2ÍS ':■ vfy,.^ -í,-- P1M—PP^lg’^,* ."- • •Bfc ^M*í:S ; •• ^SB^^^9^HHwiÉiÍj?4iiwfei»áiív*sáiá#^»^»^life %. -.iánii ■óíisJNwKiaÉsi* j GAMLI franski spítalinn í Hafnarnesi var gott og reisulegt hús, flutt frá Búðum um 1940. íbúðarhúsið í Nýjabæ sem hér er í forgrunni er lítið, sérstaklega þegar það er borið saman við spítalann. Fátt minnir á líf fnlksins í franska spítalanum í Hafnarnesi Ljósmyndir.- Árni Sæberg Texti: Helgi BjomDson FÁTT er eftir í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð sem minnir á fjöl- skrúðugt mannlíf í liðlega 100 manna byggðahverfi. Franski spít- alinn sem fluttur var yfir fjörðinn, frá þorpinu á Búðum, og notaður sem fjölbýlishús er smám saman að grotna niður og bryggjan er horfin. Frakkar höfðu um langan aldur siglt skútum sínum eða duggum til Austfjarða og á seinni hluta 19. aldar höfðu þeir bækistöð sína á Fáskrúðsfirði. Áttu þeir þar sjúkrahús, kapellu með tveimur prestum og kirkjugarð. Rétt eftir aldamótin byggðu þeir stóran spít- ala á Búðum. Úm 1940 var spítal- inn rifinn og fluttur yfir í Hafnar- nes sem þá var og hafði verið í áratugi fjölmenn verstöð utarlega á suðurströnd fjarðarins. Naglarnir notaðir aftur Bergur Hallgrímsson sem er fæddur og uppalinn í Hafnarnesi segir að spítalinn hafi verið fluttur úti í Hafnarnes á trillum nema hvað mótorbátar hafi verið fengn- ir til að fara með stærstu stykkin. Allt var síðan borið á bakinu upp á bakkann. Hann segir að allt hafi verið nýtt úr spítalanum og flutningurinn verið mikið verk og erfítt. Hann segist til dæmis hafa unnið við það með öðrum krökkum að rétta naglana til þess að hægt væri að nota þá aftur. Eftir að franski spítalinn var reistur í Hafnarnesi bjuggu þar fimm fjölskyldur, auk þess sem hreppurinn átti í húsinu skólastofu og íbúð fyrir kennara. Kennarinn flutti reyndar aldrei inn því breski herinn tók þann hluta hússins til sinna nota við hernámið. Bergur segir að franski spítalinn hafi ver- ið mjög gott hús og skemmtilegt að alast upp í Hafnarnesi. I húsinu bjuggu á þessum tíma hátt í 50 manns, að því að Bergi telst til, og í Hafnarnesi voru eitthvað á annað hundrað manns skráðir til heimilis þegar mest var. Fólkið stóð saman Hafnnesingar stunduðu sjóinn og strákarnir fóru á vertíð suður á land. Flestar fjölskyldurnar voru með kýr og kindur. Níu bátar voru gerðir út frá Hafnarnesi. Þar var steypt ágætis bryggja laust upp úr 1950 og á flóði gátu þrír bátir verið upp með henni og sá fjórði •' kií FALLEGT útsýni er úr franska spítalanum. Hér sést yfir höfnina og til Skrúðsins. við bryggjuhausinn. Bergur segir að bestu fiskimið á íslandi hafi verið þarna undan, Balakró sem var þorsk- og kolableyða. Segir hann að stóru bátarnir hafi eyði- lagt hana á nokkrum árum og þá hafi grundvellinum verið kippt undan búsetu fólksins í Hafnar- nesi. Flestar fjölskyldurnar hafi flutt til Sandgerðis og Vestmanna- eyja. Mannlífið í franska spítalanum og á býlunum í kring var sérstakt og fólkið hjálpaðist að. Ef mjólk vantaði á eitthvert heimilið var gefin þangað mjólk frá öðrum heimilum. Sá sem fiskaði gaf í soðið og þegar fugl var skotinn fengu fleiri að njóta. Skýrasta dæmið um samhjálpina var að þegar bátur kom heim, til dæmis að nóttu til, fóru allir að hjálpa til að ná honum á land. Þeir sem ekki komu voru litnir illu auga. Eyðilegging Hafnarnes fór í eyði upp úr 1970. Síðan hafa verið unnin skemmdarverk á húsunum og þau eru smám saman að grotna niður. Gamli spítalinn stendur þó uppi en er ekki lengur það augnayndi sem hann var fyrr á öldinni. Skemmdarvargar hafa komið þar við og einhverjir hafa farið ráns- hendi um húsið, meðal annars voru hurðirnar, forláta viðarhurðir, teknar og fluttar með bíl suður á land. Eftir það leituðu skepnur skjóls á neðri hæðinni. Þá var húsgögnum stolið og rúðurnar skotnar úr. Bergur segir það mikla synd hvernig farið hefur verið með húsið. Franskir ferðamenn sem leið eiga um Fáskrúðsfjörð virðast kunnugir sögu frönsku sjómann- anna. Þeir koma gjarnan við í franska spítalanum í Hafnarnesi, gamla læknisbústaðnum á Búðum og franska kirkjugarðinum utan við þorpið. Læknirinn við franska spítalann á Búðum var jafnframt franskur konsúll og eftir að Búða- hreppur lét gera upp læknishúsið og innrétta sem hreppsskrifstofu koma margir franskir ferðamenn þar við til að fá að skoða húsið og myndir frá franska tímanum. Steinþór Pétursson sveitarstjóri segir að rætt hafi verið um að koma upp sögusafni á háalofti læknisbústaðarins og hafa þar til sýnis myndir og aðrar minjar sem kunna að vera til frá þessum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.