Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 B 9
AFMÆLI
Eigi leið á löngu unz sýnt þótti
að Jón stefndi í stórbúskap á
Laugabóli og varð sú raunin á er
tímar liðu. Mun enginn bóndi á
Vestfjörðum hafa verið svo auðug-
ur af ganganda fé sem hann um
skeið, en mig brestur þekkingu,
hvort þeir eru ekki teljandi á fingr-
um annarrar er fleira höfðu fjár,
ef nokkur stéttarbræðra. Hestar
hafa og lengi verið hluti búskapar
hans, þótt ég viti eigi hvort er af
efnahagslegum ástæðum eða hinu,
að hestar hafi verið honum kærir
frá uppvexti og skipi í dag háan
sess í vitund hans sem búanda og
mun honum ekki fjarri að ríða til
hrossa svipað og öðrum Borgfirð-
ingi, Þorsteini á Borg Egilssyni,
sem segir í Gunnlaugs sögu ormst-
ungu. Minnist ég þess er ég kom
þar að, er hann fór að hrossum
um hásumars tíð og stirndi á sel-
feit essin í sólskininu. En því minn-
ist ég á forna sögu að Jón er vel
heima í fornsögum vorum og vel
lesin að öðru. Er og margt góðra
bóka í skápum hans, þjóðlegra
fræða. Hagyrðingur er hann dá-
góður og létt um að kasta fram
stökum af ýmsum tilefnum, eink-
um þeim er skopleg mega teljast.
Veraldlegt vafstur ýmiskonar
hefur Jón með höndum haft og
mun slíkt tíundað á öðrum blöðum
fremur. Að öðru: Lauk prófí frá
Reykholti, nam vélfræði og verk-
stjórn í Ameríku og 1958 námi í
búfræðum frá Kalnes, Östfold í
Noregi. Hefur hann því verið vel
undir búinn búskap þótt hripara
virðist sem svo, að eigi verði glöggt
séð, að skólagengnir búi betur en
hinir aðrir, er af feðrum sínum
lærðu eingöngu. Hitt er, að kynni
af fjörrum löndum og nám þar
hefur víkkað sjónhring hans að
mun og mun sannast jafnan að
„heimskt er heimaalið".
Merkileg tilviljun að sjötugur
yrði hann á Biblíudeginum. Mun
það táknrænt með því hann lét og
lætur kirkjuleg málefni mjög til sín
taka. Varð formaður sóknarnefnd-
ar Nauteyrarkirkju — og er enn.
Átti dijúgan þátt í og var e.t.v.
frumkvöðull í hinni glæsilegu end-
urgerð þeirrar kirkju — er byggð
var af öðrum Jóni á Laugabóli,
1885. Ber mér að þakka störf hans
við kirkjuna bæði sem meðhjálp-
ara, hringjara, reikningshaldara
og kirkjuhaldara yfirleitt, fyrir
utan formennsku í sóknamefnd,
áður áminnzt. Les hann bæn úr
kór kunnáttusamlega og með þeirri
andakt er heyrir kristnum. Jafnan
er ekið inn að Laugabóli eftir emb-
ætti og hafa kirkjugestir þar kaffi
í boði þeirra hjóna. Og er vert að
minnast konu hans í þessum punkti
skrifsins því hennar hlutur er mik-
ill í búskap þeirra og er hún mik-
ill stuðningsmaður í kirkjulegu
starfi safnaðarins. Dóróthea Guð-
mundsdóttir og Jón gengu til vígslu
1956 og eignaðist afmælisbamið
þar traustan förunaut. Vestfirzk
kona, önfírzk, frá Veðrará hinni
ytri, mikil myndarkona, mat-
reiðslukennari, svo sem gestir
mega við varir verða, er þar koma
að hennar borði. Koma margir þar
af ýmsum ástæðum. Þannig er
Laugaból fyrsti bær þá komið er
af Steingrímsfjarðarheiði ef ekki
er sveigt til hægri að Rauðamýri
og út Strönd. Þiggur þá margur
hvíld og fæðu hjá þeim hjónum.
Hefur það vitanlega fýrst og
fremst hvílt á frú Dórótheu og eru
móttökur hennar rómaðar. Er allt
snyrtilegt í húsi hennar, smekklegt
og býður af sér góðan þokka, sem
og húsmóðirin sjálf.
Sókt hefur Jón bifreiðir og bíl-
eigendur á heiði upp, er færð hefur
tafið för eða vél þrotið örendið.
Er þess skemmst að minnast af
minni hálfu er hjól gekk af kerru
er dregin var af bifreið, er ég var
farþegi í, góðan spotta fyrir innan
Laugaból. Kom hann þar að og
barg þessu. Mun það hafa tekið
fyrripart nætur allan. Var á veður
kalt með keyfanda. Varð mér til
þess hugsað hversu fara mun í
framtíð fyrir mörgum vegfaranda,
er byggð tekur að stijálast og leið
lengist milli bæja hér í Djúpi.
Islenzku talar Jón vel. Nýtur
hann þar lesturs sín í fornsögum.
Hafa eftir honum verið á prenti
höfð ýmisleg orðtök, er þetta
sanna. Læt ég hér undir lok skrifs
þessa fara litla sögu af okkar við-
skiptum. Vorum við staddir á dyra-
þrepi Nauteyrarkirkju skömmu
áður en endurvígja skyldi. Reyndi
ég hurðina, hversu að félli karmi.
Lokaði dyrum með henni nokkrum
sinnum og líkaði eigi allskostar,
minnugur þess að þær vilja þrútna
er tími iíður. Segir Jón þá við mig:
„Finnst þér hún full rík í stöfum?“
Eg mælti: „Hurðin er hið bezta
smíði, en já, líklega nokkuð frek í
falsi.“
Hávamál: „... matar og voða/
er manni þörf,/ þeim er hefur um
fjall farið.“
Kemur mér stef þetta í hug er
ég hugleiði gestrisni þeirra hjóna
á Laugabóli, sem og annarra bú-
enda í Djúpi. Komið hef ég oft á
ferðum mínum, gist að þeirra og
notið góðs beina. Tekið úr mér
vetrarhroll. Er þá gott að fá heitt
kaffi í stofu þar. Það veitt er um-
fram og með skyldi enginn kófentu
kalla.
Góðra daga óskum við hér í
Vatnsfírði ykkur hjónum á Lauga-
bóli.
Baldur Vilhelmsson,
sóknarprestur, Vatnsfirði.
i Ford Aerostar XL, árgerð '93, Toyota P/U T-100 4x4,
árgerð ’93 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grens-
ásvegi 9 þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00.
Blue Bird fólksflutningabifreið
Tilboð oskast i Blue Bird folksflutningabifreið,
44farþega, m/dieselvél, árgerð '90.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
10-30% afsláttur
af svefnsófum.
10-25% afsláttur
af hvíldarstólum.
50% afsláttur
af amerískum eldhús-
boröum og stólum.
25% afsláttur
af barnarúmum.
Litir: Hvítur og rauöur
30% afsláttur
af amerískum handklæöum.
V
30-50% afsláttur
af ýmsum útlitsgölluöum
svefnherbergishúsgögnum.
Sófarúm meö dýru
og rúmteppasetti
kr. 39.920.
10-50% afsláttur
af rúmteppasettum
og gardínum.
Marco
húsgagnaverslun
Langholtsvegi 111,
sími 533-3500
A
AUÐLIND H F.
Almennt hlutafjárútboð
Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf.
12. febrúar 1996 - 12. ágúst 1996.
125.000.000
1,51
Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., afgreiðslur
sparisjóðanna og Búnaðarbanka íslands.
Eldri hlutabréf Auðlindar hf. eru skráð á Verðbréfaþingi
íslands og hefur félagið einnig óskað eftir skráningu á
hlutabréfunum sem verða gefin út í þessu útboði.
IJinsjónaraðili útboðs: Kaupþing hf.
Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda.
Útgefandi:
Sölutímabil:
Nafnverð hlutabréfanna:
Sölugengi:
Söluaðilar:
Skráning:
KAUPÞING HF
Löggilt veröbréfafyrirtaki
Kringlan 5,103 Reykjavtk - Sími 515-1500, telefa.x 515-1509