Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 11. FEBRUAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Söng- kvennaval Mary J. Blige, Brandy og Toni Braxton. Mannval við hljóðnemann SÖNGKONUR sækja sífellt í sig veðrið í takt við aukinn áhuga á sálarskotnu poppi vestan hafs. Gott dæmi um það er breiðskífan með tón- listinni úr myndinni Waiting to Exhale, er þar láta nokkrar helstu poppsöng- konur Bandaríkjanna heyra. sér Waiting to Exhale er nú sýnd í kvikmyndahúsi hér og þar leikur Whitney Houston eitt aðalhlutverk- anna. Hún syngur eitt lag af fjórtán á disknum, en aðrar söngkonur sem þar koma við sögu eru meðal annarra Aretha Franklin, Toni Braxton, Mary J. Blige, Chaka Khan, Patti LaBelle og söngflokkurinn TLC. Lögin á disknum eru öll eftir Kenneth „Babyfaee“ Edmonds, sem einnig stýrði upptökum og samdi reyndar aðra tónlist í myndinni líka. Hann segist hafa valið að semja einungis fyrir konur þar sem myndin sé um margt dæmigerð kvennamynd. Edmonds hefur meðal ann- ars sópað að sér verðlaunum fyrir lagasmíðar, þar á meðal Grammy-verðlaun, og það er mál manna að flest laganna á skífunni komi sterklega til greina þegar gripið verður til óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist á árinu. Þar nýtur hann ekki síst mannvalsins við hljóðnem- ann, en eins og Whitney Houston sagði þá er Edm- onds hvers mann hugljúfi að vinna með og „sannkallaður töframaður". Biðin á enda BRESKA danssveitin LFO vakti mikla athygli þegar hún sendi frá sér fyrstu breiðskífuna, enda liðsmenn Músík- tilraunir nálgast MÚSÍKTILRAUNIR Tóna- bæjar nálgast óðfluga og þegar hefur á þriðja tug hljómsveita skráð sig til þátttöku. Fer því hver að verða síðastur að skrá sveit sína, því ekki komast allar að sem vilja. Músíktilraunimar að þessu sinni verða þær fjórtándu frá upphafi. Sig- ursveitirnar hljóta jafnan hljóðverstíma að launum sem hefur komið sér vel, því undanfarin ár hafa þær allar sent frá sér breiðskífur sama haustið. Sigursveit síðustu tilrauna, rokktríóið Botn- leðja, leikur sem gestasveit fyrsta tilraunakvöldið, 14. mars, en heimildir eru fyrir því að sveitin muni kynna ný lög. Hijómsveitin sem leikur annað tilraunakvöld- ið, 21. mars, Maus, leikur líka ný lög í bland við eldri, en Maus sigraði í tilraunun- um 1994. Þriðja tilrauna- kvöldið, 22. mars, leikur svo fönksveitin sérkennilega Funkstrasse, en tengsl hennar við Músíktilraunir eru flóknari og margræðari en svo að hægt sé að lýsa þeim í stuttri samantekt. Fjórða og síðasta tilrauna- kvöldið, 28. mars, leikur svo enn sigursveit úr Músíktil- raunum, Korassa krókríð- andi, sem er nýkomin úr upptöku- og tónleikaferð til Bandaríkjanna og leikur því vísast mikið af nýjum lögum. Úrslitakvöldið, sem verður 29. mars, leikur svo Unun, sem einnig er nýkomin að utan úr frægðarför, þar sem sveitin lék meðal annars á 12.000 manna tónleikum í Lundúnum. ÞÆR STÚLKUR í söngsveitinni TLC fengu að reyna að ekki er allt fengið með frægðinni; að minnsta kosti tryggir það ekki fjárhaginn um alla framtíð. TLC er vinsælasta söngtríó vesturálfu, en þrátt fyrir það komust TLC- stúlkur í greiðsluþrot fyrir skemmstu. TLC, sem skammstöfunin er full væmin til að greina frá henni hér, er fjögurra ára gömul og hefur frá upphafi notið mikil- ar hylli í heimalandinu. Þrátt fyr- ir það fór svo að sveitin komst í þrot, meðal annars fyrir rangar fjárfestingar, svik og svín- arí, en nýjasta breiðskífa hennar, CrazySexCool, hlýtur að bæta ástandið í debetdálknum, því hún hefur selst í bílförmum um heim allan og selst enn. TLC var sett saman af útsetjara- og upp- tökustjóragengi og stúlkumar valdar með það fyrir augum að ganga í augun á áheyr- Fyrir augu og eyru •swmm \ endum, ekki síður en heilla þá með söng sínum. Þær fengu meira að segja nöfn við hæfi, Tionne Watkins varð að T-Boz, Rozonda Thomas varð Chilli og Lisa Lopez varð Left Eye, meðal annars vegna þess að framan af var hún með lepp fyrir auganu. Leppurinn er löngu horfinn og gælunöfnin á undanhaldi, því þær stúlkur hafa náð eyrum almenn- ings og því ekki þörf á slíkum hégóma. Þær njóta þess nefnilega að hafa sér til halds og trausts •uma fremstu lagasmiði og út- setjara í sálarpoppinu vestan hafs og fyrir vikið slá þær hvert vinsælda- metið af öðru. Það hefur löngum reynst söngflokkum og hljómsveitum erfitt að þroskast úr því að vera spennandi fyrir ungviðið í að höfða til eldri hlut- setnda, en ekki er að merkja annað en TLC hafí náð því með CrazySexy- Cool. hennar unglingar sem þó höfðu gott vald á tölvum og hljóðtólum og næmt eyra fyrir danstónlistinni. Fimm ár þurftu aðdáendur sveitar- innar síðan að bíða eftir næstu skífu, Advance, sem kom út fyrir skömmu. Það er reyndar ekki alveg rétt að kalla LFO dans- sveit, því megnið af tónlist sveitarinnar er alls ekki dans- hæft, að minnsta kosti ekki ef miðað er við þá tónlist sem almennt er dansað við nú um stundir. Inn á milli taktfastra laga sem flokka má undir einskonar techno, eru hægf- ara hljóðskúlptúrar sem rísa og hníga með dimmri undir- öldu, drungaleg og tilrauna- kennd ambient tónlist, sem tryggir plötunni lenga líf en ella. Þó LFO, sem þýðir einfald- lega lágtíðnisveiflur, eigi lík- lega ekki eftir að laumast inn á topp tíu í Bretlandi, fór platan hátt á lista í fyrstu vikunni, enda margur beðið með öndina í hálsinum. Þeir hafa og fengið sitthvað fyrir sinn snúð og platan fengið fyrirtaks dóma víðast, svo varla verður önnur eins bið eftir næstu plötu. . Qveinsdó'.Úr '^ŒtBotiúeðja Komafleiri plöturf Bitkmnir til sölu BITLAVINAFÉLAGIÐ var vinsælasta hljómsveit lands- ins uppúr miðjum síðasta áratug; plötur hljómsveitarinn- ar seldust í bílförmum og böll Bítlavina voru magnaðri en önnur böll. Þrátt fyrir það, eða kannski vegna þess, höfðu margir horn í síðu Bítlavina og hafa líklega ekki áttað sig á gamninu sem var hreyfiafl hljómsveitarinnar alla tíð, eða í það minnsta fram til þess að hún fór að taka sjálfa sig full alvarlega. Bítlavinafélagið var stofnað fyrir tíu árum og fyrir skemmstu kom út safn af helstu lög- um sem sveitin sendi frá sér, Enn- þá til sölu. Hún gerði reyndar meira en það, því þeir fé- lagar Jón Olafsson, Kristjánsson, eftir Árno Matthíasson Eyjólfur Stefán Hjörleifsson og Rafn Jónsson komu saman og ákváðu að vekja hljóm- sveitina af sex ára dvala. Þegar þetta birtist er Bítlavinafélagið á ferð og flugi um landið í tónleika- og ballhaldi, öðrum þræði til að kynna plötuna, en að sögn Eyjólfs Kristjáns- sonar fyrst og fremst til að skemmta sér. Safnplata lengi í sigtinu Eyjólfur segir lengi hafa staðið til að gefa út safn- plötu til að minnast tíu ára afmælisins, en ekki hafi verið ætlunin að taka upp þráðinn að nýju. „Við vor- um búnir að ræða það margsinnis og komnir á þá skoðun að af því yrði aldrei," segir Eyjólfur, „en þegar við svo byijuðum aftur var gamla stemmn- ingin ljót að ná tökum á okkur og þetta er eins gaman og það var áður en Gamansveit Bítlavinir við hætturn." Eyjólfur segir það ekki síst hafa staðið í vegi fyrir endurreisn Bítalvinafé- lagsins að menn hafi verið svo uppteknir í öðrum verkefnum og svo sé til að mynda um hann, að hann bafi verið búinn að bóka sig í önnur verkefni þegar þessi hugmynd kom fram. Að sögn Eyjólfs stendur til að spila af krafti í skamma hríð, því þá þurfi að sinna öðru, „en ég á alveg eins von á því að við munum spila eitt- hvað meira á árinu, sér- staklega ef okkur gengur vel._“ Á Ennþá til sölu eru átján lög, nokkuð fleiri en áttu að vera að sögn Eyj- ólfs. Hann segir að upp- haflega hafí þeir félagar ætlað að gefa út tólf til fjórtán laga disk, „en það voru bara svo mörg lög sem þurftu að fá að fara með“, segir hann kíminn. Obbi laganna er af annarri og þriðju breiðskífu Bítla- vina, en ekki eru nema þrjú lög af síðustu plötu sveitarinnar, Konan sem stelur Mogganum mínum, sem féll ekki eins í kramið hjá aðdáendum sveitarinn- ar og hinar fyrri plötur; tónlistin þótti tormelt og full alvarleg fyrir aðra eins gleðisveit. Eyjólfur tekur undir það að fylgismönn- um sveitarinnar hafi þótt tónlistin of alvarleg, „það má kannski segja að við höfum komið aftan að aðdáendum okkar með því að gera alvarlega plötu þegar þeir vildu sprell og gaman. Ég tek þó ekki undir það að á plötunni hafi verið eitthvert torf og mörg laganna á henni eru býsna góð, til að mynda er á disknum eitt lag af henni eftir mig sem mér finnst vera það besta sem ég hef samið um dagana." Eftir þessa lokaskífu, sem kom út fyrir jólin 1989, ákváðu Bítlavinir að tími væri til kominn að hætta, héldu kveðjutón- leika skömmu eftir áramót og síðan ekki söguna meir. Eyjólfur segir að aðal hljómsveitarinnar hafi ver- ið hve þeim félögum hafi þótt gaman að spila saman og ballgestir hafi ekki komist hjá því að skemmta sér þegar þeir sáu hve hljómsveitin hafði gaman af að standa á sviðinu. „Þetta er enn jafn gam- an,“ segir hann og bætir við; „Hver veit nema Bítla- vinafélagið eigi eftir að senda frá sér fleiri plötur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.