Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGÍVS/NGAR
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra,
Suðurlandi
Vestmannaeyjar
Leiðbeinanda vantar á verndaðan vinnustað
í Eyjum, til að sinna hæfingu og þjálfun fatl-
aðra starfsmanna. Æskilegt er að umsækj-
andi sé iðjuþjálfi, þroskaþjálfi eða með aðra
sambærilega menntun.
Einnig er laus staða stuðningsfulltrúa við
sambýlið Vestmannabraut.
Allar nánari upplýsingar veitir Hera Einars-
dóttir, í síma 481 1211.
Laus er til umsóknar 50% staða á meðferðar-
heimili fyrir börn í Vestmannaeyjum. Menntun
á sviði félags- eða uppeldismála er mikilvæg.
Upplýsingar um þá stöðu veitir Ásta Hall-
dórsdóttir, í síma 481 2127.
>s<
HafnarfjörAur
Leikskólar Hafnarfjarðar
Leikskólakennarar
Leikskólakennarar óskast sem fyrst að leik-
skólanum Vesturkoti.
Einnig vantar leikskólakennara, þroskaþjálfa
eða annan uppeldismenntaðan starfsmann
til að sinna stuðningi við barn með sérþarfir.
Nánari upplýsingar hjá leikskólastjóra í síma
565-0220 og leikskólafulltrúa í síma
555-3444.
Skólafulltrúinn íHafnarfirði.
Sölumenn
Vana sölumenn vantar í mjög spennandi
verkefni. Verkefnið er að mestu leyti nýtt á
markaðnum og gefur mikla möguleika.
Verkefnið verður vel skipulagt og kröftuglega
markaðssett.
Mjög góð laun fyrir duglega sölumenn.
Starfið byggist bæði á símasölu og heim-
sóknum. Við leitum eftir góðum sölumönnum
sem vilja hafa miklar tekjur.
Upplýsingar í síma 562-2288, frá kl. 10-15
mánudag og þriðjudag.
Ægisgötu 7, 101 Reykjavík,
s. 562-2288.
Fræðslu-
og kynningarstarf
Starfsmaður óskast til að annast fræðslu-
og kynningarstarf, gerð fræðsluefnis og að
fylgja því eftir m.a. með heimsóknum í leik-
skóla og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu
og skipuleggja skoðunarferðir á athafna-
svæði SORPU.
Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldis-
fræðilega menntun og reynslu í tölvuvinnslu.
Ráðningartími er 18-24 mánuðir.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 1996 og skulu
umsóknir sendar til Ögmundar Einarssonar,
framkvæmdastjóra, sem jafnframt veitir nán-
ari upplýsingar.
Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins bs,
Gufunesi,
pósthólf 12100, 132 Reykjavík.
Bifreiðaverkstæði
Kaupfélags
Skagfirðinga
óskar eftir að ráða bifvélavirkja eða bifreiða-
smið, vanan réttingum og sprautun. Þarf að
geta unnið sjálfstætt.
Upplýsingar gefur forstöðumaður, Karl Lár-
usson, sími 455-4572.
Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga,
Freyjugötu 9,
550 Sauðárkrókur.
Tölvunarfræðingur
- kerfisfræðingur
Þekkt fyrirtæki í hugbúnaðarútflutningi óskar
að ráða tölvunarfræðing eða kerfisfræðing í
þróunarverkefni.
Starfssvið
UNIX, C, Windows, Visual Basic, Delphi o.fl.
Hér er á ferðinni áhugavert tækifæri til að
taka þátt í spennandi verkefnum.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon
hjá Ráðgarði.
Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið
sem trúnaðarmál.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs merktar: „Hugbúnaðarútflutningur"
fyrir 17. febrúar nk.
RÁÐGAKÐURhf
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRAÐGJÖF
FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK 533 1800
Félagsráðgjafi
óskast til starfa á Félagsmálastofnun Mos-
fellsbæjar. Um er að ræða hálft starf. Staðan
er laus frá 15. mars 1996. Umsækjandi þarf
að hafa reynslu af starfi á félagsmálastofnun
og þekkingu á fjölskylduvinnu. Laun eru'skv.
kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfells-
bæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Um-
sókn, ásamt staðfestum upplýsingum um
nám og fyrri störf, sendist til Félagsmála-
stofnunar Mosfellsbæjar í síðasta lagi 26.
febrúar 1996.
Nánari upplýsingar veita yfirmaður fjöl-
skyldudeildar og félagsmálastjóri í síma
566 8666 kl. 10.00 til 11.00
Félagsmálastjóri.
Tæknimaður
Verktakafyrirtæki óskar eftir að ráða starfs-
mann vanan umsjón með viðgerðum á
þungavinnuvélum.
Hæfniskröfur: Vélaverkfræði- eða véltækni-
fræðimenntun æskileg. Viðkomandi þarf að
eiga auðvelt með mannleg samskipti og hafa
frumkvæði í starfi.
Leitað er að dugmiklum og ábyggilegum
starfsmanni í krefjandi og gott starf.
Umsóknarfrestur ertil og með 16. febrúar nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14.
Lidsauki
Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355
Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729
Innheimtufólk
óskast á eftirtalda staði: Voga, Garð, Stykkis-
hólm, Grundarfjörð, Hellissand, Flateyri, Pat-
reksfjörð, Hólmavík, Blönduós, Skagaströnd,
Raufarhöfn, Djúpavog, Kirkjubæjarklaustur,
Vestmannaeyjar, Akureyri, Akranes og nokk-
ur hverfi í Reykjavík og nágrenni.
Upplýsingar gefur Anna í síma 515-5556.
á
FRÓDI
BOKA f- BLAOAUTCAFA
Héðinshúsi, Seljavegi 2, 101 Reykjavík.
Við leitum að starfskrafti
í herbergjaþjónustu
og uppþvott/
framreiðslu
Umsækjandi þarf að vera eldri en 18 ára og
geta unnið allt tímabilið frá 9. apríl til 30.
september 1996. Útvegum húsnæði.
Skrifleg umsókn með vottorðum, meðmæl-
um og Ijósmynd sendistfyrir 1. mars 1996 til:
r^fiHotel
Ullensvang
5774 Lofthus - Hardanger - Noregi.
Hotel Ullensvang er eitt af stærstu fjarðahótelum Noregs. Þar er
mjög góð aðstaöa til ráðstefnuhalds. Innanhúss tennis, squash,
keilusalur og baðaðstaða. Nýr veitingastaður 1990 og '92, nýtt eld-
hús 1991, nýr móttökusalur 1992. Endurnýjaö 1994 og 1996. 157
herbergi, 312 rúm.
Ppy Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
Staða hjúkrunarfræðings, deildarstjóri 3, er
laus til umsóknar. Um er að ræða starf á
18 manna hjúkrunardeild. Óskað er eftir
hjúkrunarfræðingi með próf í hjúkrunar-
stjórnun og reynslu af hjúkrun aldraðra.
Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvaktir á
vistheimilið (grunnröðun Ifl. 213).
Höfum leikskólapláss.
Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunar-
forstjóri, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrun-
arframkvæmdastjóri, í símum 553 5262
og 568 9500.
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra
Reykjavík
Sambýli fyrir
geðfatlaða
Deildarstjóri óskast til afleysinga í barns-
burðarleyfi í um það bil 7 mánuði frá 1. apríl
nk. að telja.
Menntun á sviði geðheilbrigðis og reynsla í
starfi með geðfötluðum áskilin.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
Starfsmannafélags ríkisstofnana og fjár-
málaráðuneytisins.
Umsóknarfrestur er til 27. febrúar nk.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í
síma 552 2603 kl. 9 til 12 næstu daga.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, berist til Svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra, Nóatúni 17, 105 Reykjavík,
á eyðublöðum sem þar fást.